Alþýðublaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 4
4
+ MINNING +
Föstudagur 29. apríl 1988
JÓN HJÁLMARSSON
f 9. okt. 1924 -
Þar bíöa vinir í varpa, sem
von er á gesti, kvaö skáldió
og í þetta sinn er gesturinn
Jón Hjálmarsson, fv. erind-
reki ASÍ, og vinahópurinn án
efa stór, sem fagnar þar góö-
um gesti, því aö Jón var afar
vinsæll maöur og ræktarsam-
ur viö vini sína.
Hann var einn af bestu vin-
um fööur míns og fastur
heimilisvinur á bernskuheim-
ili mínu allatíð og einn af
aufúsugestunum þar, alltaf
hress, káturog ræöinn,
hvernig sem á stóö, hvenær
sem hann leit þar inn, og
sópaði aö honum.
Kynni fööur míns af þeim
þræðrunum, Sigvalda og
Jóni, hófust á bernskuslóö-
um þeirra bræöra í Bólstaóar-
hlíðinni í Húnavatnssýslu á
þeim árum, sem faðir minn
gegndi stööu erindreka ASÍ
og feröaöist þar um sveitir,
og sögöu bræðurnir oft við
hann, að þeir hefðu oróið
fyrir sterkum áhrifum af
d. 18. apríl 1988
honum á sviöi jafnaðar-
stefnu. Vinátta sú, sem þar
var stofnað til, hélst alla ævi,
þótt einkum væri milli þeirra
nafnanna, fööur míns og
Jóns. Þaó styrkti líka vináttu
þeirra, þegar þeir fóru aö
vinna saman á skrifstofu Al-
þýðusambandsins, Jón sem
erindreki en faðir minn sem
framkvæmdastjóri. Jón er því
einn af þeim mönnum, sem
ég hef þekkt frá því i
bernsku, og tók ég snemma
eftir því, hversu barnelskur
hann var, og raungóður í alla
staöi, ef á þurfti aö halda.
Greiðviknin virðist hafa verió
honum í blóð borin, því að
ævinlega þegar foreldrar mín-
ir þurftu einhvers með eöa á
aöstoð aö halda, þá var leitaö
til Jóns, enda boðinn og bú-
inn hvenær sem á þurfti aö
halda. Ég get nefnt mörg
dæmi þess, þótt þau verði
ekki tíunduð hér. Það verður
því sagt það eitt um Jón
Hjálmarsson, aö hann hafi
verið traustur vinur vina
sinna, og eiga eflaust margir
honum ótalmargt aö þakka,
þegar þeir nú kveöja hann
hinstu kveðju. Ég get seint
þakkað honum fyllilega fyrir
þá miklu fórnfúsu greiövikni,
sem hann lét foreldrum mín-
um í té, ekki síst á efri árum
þeirra, þegar aldurinn og
stirðleikinn til allra snúninga
og útréttinga sagöi til sín.
Það sýndi lika, hversu annt
Jóni var um kjör og aðbúnað
aldraðra, og hversu raungóð-
ur hann var einkum í garð
þess aldurshóps í þjóðfélag-
inu, enda vann hann ötult
starf í þágu hinna öldruðu.
Hann sýndi þeim líka mikinn
skilning, sem þurftu að sjá
um gamalt fólk, og fann ég
inn á það, þá þegar hann
kom í heimsókn á bernsku-
heimili mitt, stundum fær-
andi hendi, án þess um væri
beðið, eða aðeins til að
athuga, hvernig gömlu hjón-
unum leið og hvort hann
eæti nokkuð fyrir okkur gert,
ug hefur sjálfsagt þótt full-
mikið fyrir mig eina að kom-
ast yfir það allt saman, sem
ég hafði að gera á þeim dög-
um, íyrir utan það að vera I
námi. I heimsóknum sínum
gaf hann sér alltaf tíma til
að stansa góða stund og
spjalla við foreldra mína um
liðna daga, en ekki síður
ræða um menn og málefni.
Þegar rætt var um Alþýðu-
flokkinn og verkalýðshreyf-
inguna, var aldrei komið að
tómum kofunum hjá Jóni, og
þegar þeir nafnarnir, hann og
faðir minn, rifjuðu upp atvik
frá starfsárum sínum í Al-
þýðusambandinu og barátt-
unnar í verkalýðshreyfing-
unni, var það kennslustund
fyrir ungan jafnaðarmann.
Þegar svo Jón kvaddi okkur
að heimsóknum loknum, var
hans vanaviðkvæði: „Þið
hringið svo og látið mig vita,
ef ég get eitthvað fyrir ykkur
gert“. Betri kveðju getur
gamalt fólk og góðir vinir
ekki fengið. Þetta sýndi,
hvert innra eðli Jóns var, og
hversu góður drengur hann
var, svo ég vitni til orða föður
míns um hann.
Fyrir þessa ómældu greið-
vikni, allar sendiferðirnar,
sem Jón fór fyrir foreldra
mína, og óeigingjarna,
trausta og góða vináttu í
garð okkar allra, þakka ég
Jóni Hjálmarssyni að leiðar-
lokum. Þar sem góðir menn
fara eru guðs vegir, og ég
veit, að á þeim vegum verður
vel tekið á móti honum, en
líka sárt saknað af vinum og
vandamönnum hér á jörðu,
því að stórt skarð er fyrir
skildi, sem verður seinfyllt.
Eiginkonu Jóns, Huldu
Þorsteinsdóttur, og öðrum
aðstandendum votta ég
dýpstu samúð. Megi minn-
ingin um góðan og göfugan
mann verða þeim huggun
harmigegn.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
NE YTENDAMÁL
VILLANDI UPPLÝSINGAR
Það er talið óhæfilegt
gagnvart neytendum að gefa
vöru eitthvert glæsilegt nafn
sem gefur i skyn að varan sé
önnur og betri en hún er í
raun. Kaupandi sem kaupir
poka með áletruninni möndl-
ur verður að sjálfsögöu fyrir
vonbrigðum þegar „möndl-
urnar'* reynast vera lakkris-
töflur. Sama máli gegnir um
þann sem kaupir sófasett
með áklæði gert úr leðurlíki í
þeirri trú að um leður sé að
ræöa. Forsendur þær sem
ráða vali kaupenda á mark-
aðnum eiga að vera réttar, í
því felst mikil neytendavernd.
í nýju fréttabréfi Verðlags-
stofnunar er greint frá nokkr-
um deilumálum sem komið
hafa til kasta neytendamála-
deildar stofnunarinnar, en
deildin á samkvæmt lögum
að annast eftirlit með órétt-
mætum viðskiptaháttum og
neytendavernd.
Að þessu sinni voru valin
nokkur mál þar sem seljend-
ur setja fram upplýsingar um
vöru og þjónustu á villandi
hátt í því skyni að efla sölu á
þeim varningi sem þeir hafa
á boðstólum.
Til þess að vernda neyt-
endurgegn uppáþrengjandi
söluaðferðum eru m.a. laga-
ákvæði þar sem tekið er fram
að seljendum sé óheimilt aö
veita neytendum kaupbæti
eða að gefa þeim kost á þátt-
töku í getraunum, happdrætti
o.þ.h.
Mörg mál og margar spurn-
ingar viðvíkjandi þessum
lagagreinum hafa á undan-
förnum árum borist til neyt-
endamáladeildarinnar, ekki
síst frá seljendum drykkjar-
vara. Það bendit til að slíkar
söluaðferðir skili góðum
árangri, enda hafa seljendur
meiri þörf fyrir en áður að
vekja athygli á söluvarningi
sínum.
Alþýðublaði birtir hér nokk-
ur dæmi úr fréttabréfi Verð-
lagsstofnunar:
Ekki skal þröngva þjónustu
upp á viðskiptavini
Samkvæmt gildandi regl-
um ber að láta verðlista
liggja frammi á áberandi
staö, þar sem tilgreint er verð
þeirrar þjónustu sem á boð-
stólum er á hárgreiðslustof-
um.
Verðupplýsingar sem gefn-
ar eru munnlega og á verð-
listum skoðast sem bindandi
tilboð um söluverð þjónust-
unnar í heild, sem í té er lát-
in. Að sjálfsögðu eiga þau
efni sem nauðsynleg þykja til
að framkvæma þá þjónustu
sem beðið er um að vera
innifalin í verðinu. Kona
nokkur, sem pantaði klipp-
ingu á hárgreiðslustofu, sem
samkvæmt verðlistanum átti
að kosta 850 kr. var hins veg-
ar látin greða 1291 kr. Hún
tók skýrt fram að hún óskaði
einungis eftir klippingu. Hár-
greiðslukonan fór hins vegar
að blása hárið á þeim
forsendum að það ætti að
þurrka það og væri það alltaf
gert á þessari stofu, þegar
hár væri klippt. Að auki var
borið i þaö lakk-gel sem
konan bað ekki um. Á nót-
unni var verðið tilgreint á
eftirfarandi hátt:
Klipping 850 kr.
Þurrkun 376 kr.
Lakk-gel 65 kr.
Samtals 1291 kr.
Slíkan reikning á viðskipta-
vinur að neita að greiða þar
sem þjónustan fór fram úr
því sem um var beðið.
Kötturinn keyptur í sekknum
Neytandi nokkur bað um
möndlur I verslun og var hon-
um afhentur ógagnsær rauð-
ur poki áletraður með stórum
stöfum „möndlur". Mynd af
svörtum ketti var á pokanum
enda kom í Ijós þegar hann
var opnaður að engar möndl-
ur voru í honum, heldur rauð-
ar möndlulagaðar töflur með
lakkrísbragði. Þegar betur var
að gáð kom í Ijós að á pok-
ann var prentað með smáu
letri lýsing á innihaldi, þar
sem kom m.a. fram að lakkrís
væri í töflunum og hindberja-
rautt litarefni.
Framleiðandinn sagði að
sælgætið hefði verið á mark-
aðnum í 30 ár og komin væri
hefð á heiti þess.
Hjá Verðlagsstofnun var
talið að heitið á vörunni væri
villandi. Lagt var til að næst
þegar prenta þyrfti umbúðir
fengi lakkríssælgætið með
möndlulöguninni nýtt heiti
eins og t.d. lakkrísmöndlur
(sbr. Ijósaperur).
Hér á landi starfa mörg
happdrættisfyrirtæki með
það að markmiði að styrkja
ýmis þjóðþrifamál. Við ís-
lendingar höfum gaman af að
spila í happdrætti og eiga
vonir um vinning. Það er góð
og gild afsökun á spilafíkn-
inni að verið sé að styðja
gott málefni.
Hins vegar geta það tæp-
lega talist góðir viðskipta-
hættir, að efla söluna með
því að gera meira en efni
standa til úr þeim tækifær-
um til vinnings og þeim gæð-
um sem vinningshafi nýtur.
Vinningshlutfall sem slær
allt út.
Neytandi taldi það villandi
í auglýsingu frá happdrættis-
fyrirtæki nokkru þar sem því
var haldið fram að vinnings-
hlutfall væri 70%. Dregið
væri úr öllum útgefnum miö-
um og rynni því stór hluti af
vinningsfjárhæðinni til happ-
drættisins.
Auglýsingin var borin undir
marga menn og þeir spurðir
hvernig bæri að skilja hana.
Var hún lögð út á ýmsa vegu.
Flestir hristu höfuðið og
sögðu hana markleysu en
sumir töldu að 70% allra
miða hlytu vinning.
í lögum um það happ-
drætti sem auglýsti, segir að
vinningsfjárhæð skuli nema
a.m.k. 70% af iðgjöldum
samtöldum. Ef t.d. helmingur
af útgefnum miðum selst má
gera ráð fyrir að um helming-
ur vinninga falli á hina seldu
miða þegar dregið er úr öll-
um útgefnum miðum. Vinn-
ingar nema þá um 70% af
innkomnu fé, enda kemur
það fram í bókhaldi happ-
drættisins.
Happdrættinu var bent á
að ef orðið vinningshlutfall
væri notað í auglýsingu væri
rétt aö skýra nánar við hvað
væri átt.
Útsöluafsláttur á tombólu-
veröi
í verslun einni var auglýst
útsala sem fram fór með
nýstárlegum hætti. Til þess
að hleypa lifi í söluna var
ákveðiö að gefa viðskiptavin-
um kost á að draga miða við
kassann, sem segði til um
hve afslátturinn af þeim vör-
um sem keyptar væru ætti
að nema mörgum prósentum.
Á miðanum voru tölur frá 0
og upp í 90%.
Framkvæmdastjóra versl-
unarinnar var bent á að ekki
mætti úthluta vinningum
með hlutkesti í því skyni að
efla sölu. Ennfremur var á
það bent að aðeins mætti
auglýsa útsölu ef um raun-
verulega verðlækkun væri að
ræða.