Alþýðublaðið - 30.06.1988, Page 1

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Page 1
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra KAUPLEIGUKERFIÐ KOHIID TIL AD VERA Gœti hugsanlega tekið við af öðrum íbúðaformum. K Hvalavinir Ovæntar aðgerðir í sumar Hvalavinafélag íslands er meö áform um aðgeröir gegn hvalaveiöum íslendinga í sumar, og munu þeir láta til skara skriða þegar síst er bú- ist við. Magnús H. Skarphéð- insson talsmaður félagsins segir vísindaheiti veiðanna vera misnotað og hætta beri hvalveiðum því striðinu við náttúruverndarsamtök víða um heim, sé tapað. Að sögn Magnúsar hafa aðgerðir verið ákveðnar í sumar vegna hvalaveiða íslendinga. Hann sagði að af skiljanlegum ástæðum yrði ekki gefið upp hverjar þær yrðu, en þær yrðu með frið- samlegu móti. „Við látum á okkur bera þegar síst varir.“ Aðspurður sagði Magnús að hvalavinir væru fegnir því að færri dýr verði veidd í ár, en áður. „En það breytirekki því að íslendingar eru samt að veiöa 78 dýr ólöglega, og gerir það að verkum að við ásamt öllum hinum fimm- hundruð náttúruverndar- samtökunum i veröldinni munum berjast gegn hval- veiðistefnu íslensku ríkis- stjórnarinnar." Hann sagðist telja þá fækkun sem átt hef- ur sér staö undanfarin ár á hvalveiðikvótanum, vera upp- hafið á endinum á hvalveið- um hérlendis. „Ég hugsa að þetta verði síðasta eða næst- síðasta árið í hvalveiðum. Ráðamönnum ergreinilega ekki vel kunnugt um slag- kraft náttúruvina og hvalavina í veröldinni. Mér er kunnugt um að minnsta kosti þrjá fisksölusamninga sem hafa spillst í Bandaríkjunum vegna þessa, og veit að það er bara byrjunin ef hvalveiðar verða hér áfram.“ Búið sé að reita þetta fólk til reiði með lygum og merki- legheitum árum saman, og það muni ekki unna sér neinnar hvíldar fyrr en hval- veiðum verður hætt. „Allir pennafærir islenskir miræoingar nata lýst þvi yfir að Hafrannsóknarstofnun misnoti nafnið vísindi full- komlega með þessum veið- um, þeir segja ekkert athuga- vert við veiðarnar, en þær eigi ekkert skylt við vísindi. Þetta eru veiðar í gróðaskyni en ekki vísindaskyni. Við ætl- um að vona að menn hugsi sinn gang og hætti hvalveið- um sem fyrst, og helst strax, því þetta er fullkomlega tap- að stríð gegn öllum náttúru- verndarsamtökum veraldar. Ef menn ætla að búa á þessu landi, selja fisk erlendis og hafa samskipti við aðrar þjóðir held ég að þeir ættu fljótlega að fara að hætta hvalveiðum, af hreinum skynsemisástæðum, stríðið er vonlaust," segir Magnús H. Skarphéðinsson. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra segir ekki óhugsandi að kaupleiguíbúð- ir geti tekið við af öðrum íbúðaformum og er bjartsýn um að kaupleigukerfið festist i sessi. „Ég hef heyrt það frá mörg- um sem hafa kynnt sér þetta form, að í þessu kaupleigu- kerfi sé að finna raunveru- lega alla þá kosti sem eru í öðrum íbúðaformum, þ.e. kosti sem er að finna í eigna- íbúðum, leiguíbúðum, bú- seturéttaríbúðum og verka- mannabústöðum," sagði Jó- hanna við Alþýðublaðið í gær. Félagsmálaráðherra hefur beðiö Byggðastofnun að kanna ibúöaþörf á landinu öllu á næstu árum með tilliti til stöðu atvinnuveganna. „Ég þykist þess fullviss að kaup- leigukerfið muni þar mæta þörfum atvinnulífsins. Þess vegna þykir mér Ijóst aö það muni festa rætur. Ég myndi vilja sjá það gerast á þessu kjörtímabili," sagöi Jóhanna Sigurðardóttir. Frestur til að leggja inn lánsumsóknir vegna kaup- leiguíbúða rann út 22. júní sl. Aðeins gafst þriggja vikna frestur til að skila inn um- sóknum. Eftirspurnin reynd- ist þó gífurleg, því 43 aðilar sóttu um lán vegna 388 íbúða. Miðað við fjármagn til kaupleiguíbúða í Bygginga- sjóði verður hægt að lána til um 120-150 íbúða. í opnu er fjallað um kaup- leigumálin og birtur listi yfir þá aðila sem sóttu um lán vegna kaupleiguíbúða. Skyldi þessi litli snáði í Breiðholtinu vera að leysa húsnæðisvandann upp á eigin spýtur, eöa fellur þetta undir kaupleiguíbúðabyggingar borgarinn- ar? Sjö og hálft ár frá myntkerfisbreytingu ANNAÐ NÚLLIÐ GENGIÐ AFTUR Annað núllið, sem fékk að fjúka við myntkerfisbreytinguna í janúar 1981, er mœtt til leiks á ný sjö og hálfu ári síðar. Ef fram heldur sem horfir líða ekki önnur sjö ár þar hitt mœtir aftur. Alþýðublaðið rifjar upp í umrœðum á Alþingi við lokaafgreiðslu myntkerfisbreytingarinnar sagði Ágúst Einarsson varaþing- maður Alþýðuflokksins, sem vildi fresta breytingunni um 1 ár, að ekki liðu nema 5-6 ár þar til nauðsynlegt yrði að taka núll aftur af. Ágúst fór nokkuð nœrri því. Sjá frétt á bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.