Alþýðublaðið - 30.06.1988, Page 5

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Page 5
um kaupleiguíbúðir og sœkja þeir alls um 39 íbúð- ir. Allir stœrstu boeir á Norðurlandi sœkja um íbúðir og sœkir Siglufjörður t.d. um jafn margar íbúðir og Akureyrarbœr. Húsnœðisvandinn virðist þó einna mestur á Austfjörðum þar sem 11 sveitar- félög sækja um tœplega 100 íbúðir. Stærsti umsóknaraðilinn er Höfn í Hornafirði sem sækir um 24 íbúðir, þar af 20 almennar en 4 félagslegar. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur gert bráða- birgðalista um hvernig umsóknir vegna kaupleigu- íbúða skiptast og er hann birtur í heild á siðunni: 5 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra VIL SJÁ KERFIÐ FESTA RÆTUR Á ÞESSU KJÖRTÍMABIU Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra þarf varla að kvarta undan viðbrögðum við auglýsingu um lán til bygginga kaupleiguibúða. Fyrirvari var stuttur eftir að lögin voru samþykkt frá Alþingi í vor, en þegar umsóknarfrestur rann út 22. júní kom í Ijós mikil eftir- spurn. Alþýöublaöið spurði Jóhönnu hvað tæki við nú eftir að Ijóst er aö áhuginn er svo mikill: „Ég held að fjöldi þeirra umsókna sem nú liggur fyrir sýni þaö Ijóslega að það er mjög mikill áhugi fyrir þess- um íbúðum," sagði Jóhanna. „Við í ráðuneytinu höfum orð- ið vör við það að þessi áhugi er bæði hjá sveitarstjórnum og íbúunum. Það er mjög mikið hringt í okkur. Miðað við þann stutta frest sem gefinn var til þess að leggja umsóknir inn, um þrjár vikur, tel ég að þetta sé gífurlegur fjöldi. Það verður líka að taka tillit til þess að þetta eru bara umsóknir fyrir þetta ár, — þessar 400 umsóknir sem hafa borist. Það er Ijóst að þessi eftirspurn er þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi gert sínar áætlanir. Þess vegna er þetta mjög ánægjuleg niður- staða og sýnir það sem ég hef haldið fram að það er mjög mikill grundvöllur fyrir kaupleiguíbúðum. Ég hef heyrt sveitarstjórn- armenn víða um land segja að kostir þessa kaupleigu- kerfis séu mjög ótvíræðir fyr- ir landsbyggðina. Þeir gera sér vonir um ef þetta kerfi festir rætur, þá geti það haft mjög mikil áhrif á atvinnu- uppbygginguna á stöðunum. Miðað við það sem nú ligg- ur fyrir, er ég því mjög bjart- sýn um framhaldið og tel að stjórnvöld muni hafa skilning á þessu formi. Það verður því vonandi veitt til þess fjár- magn á næsta ári, til þess að gera verulegt átak. Það er Ijóst að fjármagn sem fyrir hendi er, 273 milljónir, hrekk- ur skammt miðað við eftir- spurnina. Við getum að vísu komið af stað 120 til 150 íbúðum, en það er langt í frá að mæta þörfinni." — Er farið að leggja fram tillögur fyrir næstu fjárlaga- gerð? „Það mun ekki standa á því hjá okkur. Viö munum leggja mikla áherslu á það hér í ráðuneytinu. Ég hef heyrt koma fram hjá mörgum sem hafa kynnt sér þetta form, að i þessu kaupleigukerfi sé að finna raunverulega alla þá kosti sem eru í öðrum íbúða- formum, þ.e.a.s. kosti sem er að finna i eignaíbúðum, leiguíbúðum, búsetuíbúðum og verkamannabústöðum. Ef þetta nær að festa rætur er því ekki óhugsandi að þetta kerfi geti tekið viö af öðrum ibúðaformum." — Hvernig myndir þú vilja sjá málin þróast á þessu kjörtímabili? „Við höfum beðið Byggða- stofnun að gera könnun á íbúðaþörf á öllu landinu á næstu árum með tilliti til stöðu atvinnuveganna. Ég þykist þess fullviss að kaup- leigukerfið muni þar mæta þörfum atvinnulífsjns. Þess vegna þykir mér Ijóst að þetta muni festa rætur. Ég myndi vilja sjá að það gerðist á þessu kjörtímabili, að það festist vel í sessi.“ — Voru umsóknir fleiri en þú bjóst viö? „Þær voru fleiri, miðað við þann stutta tíma sem sveitar- félögin höfðu til að skila inn umsóknum og miðað við að þau höfðu gert sínar áætlan- ir. Sveitarfélögin eiga aftur að skila inn umsóknum fyrir 1. ágúst, fyrir næsta ár. Þá vænti ég þess aö komi fleiri umsóknir. Það er líka ánægjulegt að á nokkrum stöðum eru það aðilar sem hafa tekið höndum saman við að fjármagna hlut sveitarfé- laganna, m.a. fyrirtæki, sem sýnir ótvírætt áhugann á þessu. Mér finnst lika ánægjulegt hve almennt er talið að í kaupleigukerfinu sé að finna alla þá kosti sem eru í öðrum íbúöakerfum. Þá hef ég orðið vör við að sum sveitarfélögin hafa talað um að leitatil lífeyrissjóðanna og athuga hvort þeir væru tilbúnir til að koma inn í fjár- mögnun, að því er varðar hlut sveitarfélaganna. Ég veit ekki hvaða undirtektir það hefur fengið, en sveitarstjórna- menn hafa rætt þann mögu- leika við mig,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Hallgrímur Guðmundsson um kaupleiguíbúðir SVAR VID LANDS- BYGGDARFLÓTTA Kaupleiguíbúöir geta verið ákveðið svar við þeim flótta frá landsbyggðinni sem veriö hefur einkennandi nú síðustu ár. Ungt fólk á landsbyggö- inni hefur veigrað sér við að byggja í sinni heimabyggð af ótta við aö atvinna þar verði ekki stöðug. Fyrirkomulag kaupleiguibúða er ákveðin lausn út úr þessu. Þetta kom fram í viðtali sem Alþýðublaðið átti við Hallgrím Guðmundsson sveitarstjóra á Höfn í Horna- firði, en þar er sótt um flestar kaupleiguíbúðir á landinu. Þar eru eins og hjá mörgum öðrum sveitarfélögum miklir erfiðleikar meó húsnæðis- mál, og taldi Hallgrímur að þetta fyrirkomulag myndi hafa mjög góð áhrif á samfé- lagið. Yngra fólkið hefur veigrað sér viö að byggja húsnæði því atvinnuástand er ekki tryggt og fólk milli 20 og 30 ára vill ekki þurfa að taka ákvörðun fyrir lífstið hvar það ætlar að setjast að. Þvi hefur það fólk heldur vilj- að leigja en að kaupa íbúðir. Á Höfn hefur atvinnulífið hinsvegar blómstrað undan- farin ár en skorturinn á hús- næði hefur i för með sér mik- inn skort á vinnuafli. Kaup- leiguíbúðir eru þvi ákveðió svar við þessum kring- umstæðum því þær auðvelda ungu fólki að koma undir sig fótunum án þess að taka jafnmikla áhættu og verið hefur. Hallgrímur sagði að einnig væru uppi hugmyndir um staðbundna byggingarsjóði sem fjármagnaðir væru af líf- eyrissjóöum og fjármagni hvers fjórðungs og renni til húsbygginga innan fjórð- ungsins, en ekki til einstakl- inga sem eiga lögheimili í fjórðungnum en byggja svo í Reykjavík. Þetta væri, ásamt kaupleiguíbúðunum, svar við landsbyggðarflótta að ein- hverju leyti. Varast bæri þó að setja ekki átthagafjötra á fólk.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.