Alþýðublaðið - 30.07.1988, Síða 7
Laugardagur 30. júlí 1988
7
Þessa mynd notaði mán-
aðarritið Cosmopolitan
Ifyrir skemmstu til að lýsa
vonleysi og þreytu þeirra
sjúklinga, sem þjást af
uppa-flensunni svoköll-
ÓLÆKNANDI EÐA EKKI?
Sjúkdómurinn M.E. ertil-
tölulega nýr af nálinni, en
hann virðist breiöast mjög
hratt út. í Bretlandi ert.d. vit-
aö um 100.000 sjúklinga. Þeir
eru einnig margir í Bandaríkj-
unum, Ástralíu og ýmsum
löndum Vestur-Evrópu. Lengi
vel höfðu læknar ekki hug-
mynd um hvernig stæöi á því
aö fólk fengi veikina, en þau
mál hafa verið aö skýrast á
undanförnum mánuðum.
Fyrir u.þ.b. ári tilkynntu
læknar við St. Mary’s sjúkra-
húsiö í London að þeir heföu
fundið vírus í blóði og saur
M.E.-sjúklinga. Þessa veiru
sögðu læknarnir að fólkið
hefði að öllum líkindum feng-
ið úr drykkjarvatni að sumar-
lagi og hún hefði valdið
flensu-einkennum, sem það
losnaði síðan ekki við. Urðu
margir glaðir við þessi tíðindi
— sérstaklega fólk, sem
haföi jafnvel árum saman
reynt að koma ættingjum sín-
um, vinum og vinnufélögum í
skilning um að þeir væru
ekki aö gera sér upp þreytu
og slappleika. Þetta var sem
sagt orðinn „alvöru" sjúk-
dómur og engin uppgerð.
Slæmu fréttirnar voru hins
vegar þær, að kvillinn var
ólæknandi.
Það nýjasta í málinu er
hins vegar það, að lækna-
stéttin getur ekki komið sér
saman um hvort kom á und-
an, hænan eða eggið. Nú
fyrir skemmstu lýstu læknar
við Charing Cross spítalann
því nefnilega yfir, að vírusinn
væri afleiðing sjúkdómsins
en ekki orsök hans. Þaö væri
sem sagt hiö andlega ástand
sjúklinganna, sem skapaði
veirunni lífsskilyrði.
Við þessar fréttir urðu
sumir svolítiö reiðir, því þeir
óttuðust að fá á sig einhvern
sálsýkis-stimpil og vera sagt
að sjúkdómseinkennin væru
helber móðursýki. Það var
hins vegar ekki meiningin.
Þessi nýjasta uppgötvun þýð-
ir einmitt að sjúklingarnir
geta litið bjartari augum til
framtíðarinnar, þar sem hægt
er að breyta andlegri líðan
þeirra með réttri meðferð —
og þar með lækna þá.
BÆÐI ANDLEG 0G
LÍKAMLEG EINKENNI
Hver skyldu einkenni
þessa skrýtna sjúkdóms
vera? Þau eru bæði andleg
og líkamleg og eru sögð
minna einna helst á lýsingu
hermanna af bardagaþreytu.
Flestir sjúklingarnir minnast
á nokkur af eftirtöldum atrið-
um: Óumræðilega þreytu,
erfiðleika við einbeitingu,
verki í öllum vöðvum líkam-
ans, óviðráðanleg hræðslu-
köst, þunglyndi, nálastingi í
höndum og fótum, minnis-
leysi, sjóntruflanir, flökur-
leika, uppköst og niðurgang.
Einnig segjast margir sjúkl-
ingar eiga erfitt með að tjá
sig. Þeir hætti að geta talað
skýrt og rugli þar að auki
gjarnan saman orðum.
Þó svo læknar séu ekki á
eijt sáttir varðandi það hvort
veiran getur átt sök á öllum
þessum einkennum eru þeir
þó a.m.k. sammála um það,
að mönnum er mjög mishætt
við að fá sjúkdóminn. Það er
engin tilviljun að þetta kall-
ast „uppa-flensan“. Hinn
UPPA-FLENSA HERJAR Á FJÖGURRA STJÖRNUFÓLK MED FIMM STJÖRNU METNAÐ