Alþýðublaðið - 30.07.1988, Síða 11
Laugardagur 30. júlí 1988
11
Er ást þín
endurgoldin?
Þráirðu að fá svar
við einhverri brenn-
andi spurningu —
t.d. í ástarmálum?
Reyndu þá að leita
aðstoðar spila-
stokksins.
síðan inn í spilastokkinn aft-
ur og stokkar. Þar næst
skiptir hann spilunum í þrjú
búnt með vinstri hendi og
leggur þau hlið viö hlið, eins
og sýnt er á myndinni. Nú
hefst leitin að mannspilinu
og hjartaníunni, en það spil
táknar óskina eöa þrá hjart-
ans.
Ef bæði þessi spil eru í
sama búntinu, mun þráin ör-
ugglega rætast. Ef þau eru (
búntinu lengst til vinstri við
spyrjandann, mun óskin ræt-
ast fljótlega. Ef spilin eru
bæði í miðbúntinu, má búast
við smávægilegri töf á því að
óskin verði uppfyllt. Séu spil-
in hins vegar í búntinu á
hægri hönd spyrjandans, má
gera ráð fyrir töluverðri töf —
en þó fer allt vel að lokum.
Þegar hjartanían er ein í
búntinu lengst til vinstri, er
enn einhvervon um að þráin
rætist. Ef nían er ein í mið-
búntinu, eru líkurnar minni
og ef hún er ein f búntinu
lengst til hægri (séð frá
spyrjandanum), þá er eins
gott að gera sér ekki of mikl-
ar vonir.“
Þannig fer maöur að því að
fá svör við brennandi spurn-
ingum, samkvæmt Nerys Dee
— og þó. Málið er ekki alveg
svona einfalt. Á öðrum stað í
bókinni má nefnilega lesa
eftirfarandi:
„Það gilda ákveðnir siðir
og venjur um það hvernig
spil eru valin og hvernig lesið
sé ofar en í hæð venjulegrar
borðplötu. Sagt er, að þetta
sé gert til þess að spilin séu
yfir veraldlega hluti hafin og
best er talið að geyma þau i
efstu hillu í dimmum skáp.
Þeir sem taka þetta mjög al-
varlega, segja að sauma veröi
silkipoka utan um spilin og
að setja verði þau í hann um
leið og spámennskunni er
lokið. Þetta er gert til þess
að viðhalda véfréttarstyrk
þeirra, sem eykst við rétta
notkun. Ef farið er illa meö
spilin eða þau notuð við leiki,
minnkar þessi kraftur og
samspil hinna mismunandi
þátta fer úrskeiðis. Þetta hef-
ur bæði áhrif á spyrjandann
og þann, sem les úr spilun-
um.“
Þeir, sem taka þessi mál
alvarlega, umgangast spila-
stokkinn sem sagt með mikl-
um hátíðleika. En það erekki
þar með sagt að við hin get-
um ekki líka tekið okkur spil í
hönd og athugað hver útkom-
an verður. Og ef svörin gefa
ekki tilefni til bjartsýni — þá
er þetta jú bara léttur leikur!
Gangi ykkur vel.
er úr þeim. Best er að fylgja
þessum venjum, ef þess er
nokkur kostur...
Best er að kaupa sérstak-
an spilastokk, sem eingöngu
er notaður til spádóma. Eng-
inn má meðhöndla spilin
nema þú og spyrjendurnir,
sem velja sér spil úr stokkn-
um til þess að láta þig túlka
þau fyrir sig. Það má alls
ekki nota þessi spil til þess
að fara í leiki, hvaða nafni
sem þeir kunna að nefnast.
Spil, sem notuð eru til spá-
dóma, á helst alltaf að geyma
á sama stað, sem best er að
Allir hafa sinar sérstöku
adferðir við að leysa þau
margvislegu vandamál, sem
fylgja lífi okkar hér á jörðinni.
Sumir arka niður í fjöru eða
upp á fjöll og hugsa þar sinn
gang. Aðrir skríða undir
sæng eða leita til ráðagóðra
vina. Svo eru líka þeir, sem
grípa til gömlu, góðu spil-
anna í von um svör. En hvern-
ig skyldu þeir fara að því?
í bókinni Spáð í spilin eftir
Nerys Dee, sem Bókhlaðan
gaf út fyrir þremur árum, er
sagt frá spádómsaðferðinni
„Þrá hjartans". Það er ekki
hefðbundin aðferð, heldur
einfaldlega leið til þess að
komast að því hvort ákveðin
þrá eða ósk verður að vgru-
leika. Sagt er, að ástsjúkur
maður við frönsku hirðina
hafi fundið þessa spádóms-
aðferð upp — hvað svo sem
til er í því. Hún er a.m.k. mest
notuð, þegar komast á að því
hvort draumaprinsinn/
draumadísin elskar mann eð-
ur ei.
Aðferðinni er lýst á eftirfar-
andi hátt:
Búnt 1. Búnt 2. Búnt 3.
.
„Nauðsynlegt er að velja
mannspil til þess að tákna
þann heittelskaða, en það
spil verður að vera hjarta.
Spyrjandinn setur mannspilið
Erlendir
pennavinir
Blaðinu hafa borist bréf frá
fólki úti I heimi, sem langar til
aö skrifast á við íslendinga.
Þeim er hér með komið á fram-
færi:
Miss Kang Ho-sun
P.O.Box 261
Pusan 600, KOREA
Þessi stúlka skrifaði okkur
bæði fyrir sína hönd og skólafé-
laga sinna. Þau vilja heyra frá
sem flestum íslendingum, en því
miður getur stúlkan ekki um ald-
ur. Hún vill hins vegar að þeir,
sem skrifa til hennar, segi frá
kyni, aldri, áhugamálum og að-
stæðum sínum almennt. Ekki
sakar heldur að láta það fylgja
með, hvort þið viljið fremur skrif-
ast á við stelpu.eða strák. Bréfa-
skriftirnar myndu fara fram á
ensku.
Japanese friend
c/o International
Friendship Club,
P.O.Box 5, Akabane, Tokyo,
Japan 115
Þetta er klúbþur krakka í Jap-
an, sem vilja skrifast á við fólk i
öðrum löndum. Þau telja að slík
tengsl á milli ólíkra þjóöa geti
stuðlað að heimsfriði og hlakka
því til að heyra frá ykkur.
Touko Muraoka
44-3 3chome Kamiya,
Kita-ku Tokyo
115 Japan
Þessi stúlka er 17 ára og
hennar helstu áhugamál eru
píanóleikur, bóklestur, tónlist og
kvikmyndir. Hún hefur lika mjög
gaman af að skrifa bréf og vill
gjarnan fræðast um ísland.
Francesca Zucchi
via Moizo 6/7
17100 Savona
Italy
Þessi stúlka er ítölsk, en skrif-
ar á frönsku. Hún er 19 ára og
vill gjarnan koma til íslands og
fá þá að búa hjá væntanlegum
pennavinum. í staðinn býður hún
þeim að gista hjá sér, ef þeir
eiga leið um Ítalíu.