Alþýðublaðið - 30.08.1988, Síða 7

Alþýðublaðið - 30.08.1988, Síða 7
Þriójudagur 30. ágúst 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg ’ Árnadóttir i ER RUGLAÐUR „Er drengurinn vitlaus?“ spyr blaðamaöur Bild Zeitung á focsíÖHj blaðsins á dögun- um, eftir að Mathias Rust „Kreml-flugmaður" kom heim. Fyrir rúmu ári var hann talinn einskonar hetja, þó ekki væri ráðlegt fyrir vestur- þýsk ungmenni að taka hann sér til fyrirmyndar! Núna er hann kallaður „draumóra- maöur og kjáni“ í viðlesnasta blaði Vestur-Þýskalands. Vikuritiö Stern keypti einkarétt á „Mathias Rust- sögunni" fyrir stórfé, en þaö var áöur en geislabaugur hetjunnar var farinn aö hall- ast. í Stern lýsir Mathias Rust framtíöaráformum sínum. Hann ætlar aö halda áfram að vinna að skilningi milli þjóöa, friöi og umhverfis- vernd. Viö réttarhöldin í Moskvu sagði hann að sitt hjartans mál væri samband Vestur-Þýskalands og Rúss- lands. Hann hefur hafnaó tilboöi frá Hollywood og segist ekki trúa því aö þaö hjálpi nokkuð friðaráformum sínum. EKKI JARÐBUNDINN Heidron Brauer, sálfræð- ingur í Hamborg, segir um Mathias Rust: „Drengurinn er hreint ekki í sambandi við raunveruleikann, hann þyrfti nauósynlega meðferð hjá sál- fraeðingi.“’ Ákvörðunina um að takast á hendur flugferðina til Moskvu segir Rust hafa þró- ast smátt og smátt „en ferð- ina fór ég að vandlega at- huguðu máli“. Ein af þessum draum- kenndu hugmyndum Rust var „sælurfkið Lagonia", þaul- hugsað árið 1986! Þar á að ríkja lýðræöi fólksins, ekki þingbundið lýðræði, og virð- ist sem hann miði við sitt eigið fjölskyldulíf sem hann segir einkennast af öryggi og vilja til að þóknast öllum fjöl- skyldumeðlimum. KÆFANDI ÁST Á hinum fjölmörgu mynd- um sem birtar eru í „Stern“ af heimkomu Mathias Rust er það móðirin, Monica Rust, sem ásamt syninum er oft eins og aðalstjarnan. Sjón- varpsupptökur frá heimsókn foreldranna til Rust, meðan á fangelsisvist hans stóð, sýna einnig móður, sem alltaf reyndi að trana sér fram til þess aö vera viss um að sjást. Sálfræðingurinn Heidron Brauer segir móður- ina hafa hellt yfir soninn kæfandi, yfirþyrmandi ást. Brauer segir ennfremur að Mathias Rust eigi erfiða tíma framundan. „Hann mun kom- ast að því að fólki þótti flug- Sálfræðingur segir Mathias Rust ekki vera í sambandi við raunveruleikann og eitt viðlesnasta blað i Vestur- Þýskalandi lýsir honum sem „draumgjörnum kjána“. Um tíma var Mathias Rust hetja, en eftir heimkomuna frá Rússlandi, þar sem hann sat í fangelsi, hefur hann verið gagnrýndur harðlega í ýmsum þýskum blöðum. Sálfrœð- ingur nokkur segir hann „ruglaðan og ekki í sambandi við veruleikann“. Mathias Rust er til hægri á myndinni, sem tekin var þegar hann fékk að ræða við flugstjóra Lufthansa-véiar- innar sem flutti hann heim. Þaö er talið hæpið að Rust fái nokkurn tima atvinnuflugmannsleyfi eftir flug ferðina á Rauða torgið. ferð hans vissulega áhuga- verð, en fólkinu stendur ná- kvæmlega á sama um mann- eskjuna Mathias Rust.“ LÆRÐI RÚSSNESKU Meðan á fangelsisdvölinni stóð fékk Rust engin erlend dagblöð og hann fékk ekki að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Hann las mikið og lærði hrafl í rússnesku af klefafélögum sínum. Þessa varð vart á heimleiðinni í Lufthansa-vélinni, sem flutti hann heim, þá talaði hann ensku en skaut rússneskum og þýskum orðum inn í annað slagið. Rust afþakkaði mat I vél- inni, lét sér nægja smákökur, te og ölkelduvatn. Ein flug- freyjan gaf honum litla pl.ast- flugvél og hann tók brosandi viö henni. Þegar flugferðin heim var hálfnuð var Mathias boðið að heimsækja flug- stjórnarklefann og ræða við flugstjórann. Ein af heitustu óskum Mathias Rust er að verða flugmaður hjá Lufthansa. Heimsóknin í flugstjórnar- klefann er trúlega það sem hann kemst næst þeim draumi. Flugmálayfirvöld í Ham- borg fjalla nú um hvort Mathias Rust verði afhent flugskírteini sitt sem einka- flugmaður á nýjan leik. Vestur-þýska ákæruvaldið ætlar að veita honum áminn- ingu fyrir að hafa gefið upp rangan áfangastað, jafnframt því að hafa lagt flugsam- göngur I mikla hættu með ungæöishætti sínum. Hvor tveggja þessi yfirvöld verða að bíða með lokaákvörðun í þessum málum þar til yfir- heyrslum yfir Mathias Rust er lokið, en þær eru nú á lokastigi. í viðtalinu við „Stern“ lýsti Rust því yfir, að hann vildi allt til vinna aö fá leyfi til að fljúga aftur. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.