Alþýðublaðið - 31.08.1988, Side 1

Alþýðublaðið - 31.08.1988, Side 1
Fimmtán kaupstaðir víðs- vegar um landið búa við aur- skriðu- og snjóflóðahættu vegna staðsetningar sinnar. Átta þessara staða eru á Vestfjörðum, tveir á Norður- landi og fimm eru á Aust- fjörðum. Nú er unnið að þvi að hættumeta þessa staði til að hægt sé að skipuleggja varnarvirki til að minnka hættu í byggð. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, sagði í samtali við Alþýðublaðið að þessir staðir væru allir á skrá og nú væri unnið að því að hættumeta þá til að hægt væri að setja upp heppilega varnargarða til að minnka hættu meðal íbú- anna. Guðjón sagði að þessir staðir byggju allir við mis- mikla snjóflóðahættu, en hinsvegar væri aurskriðu- hætta á öllum stöðunum. Fylgst er náið með þessum stöðum og er Ólafsfjörður einn þeirra. Mátti búast við aurskriðum á þeim slóðum við þær aðstæður sem úr- koman skapaði. Guðjón sagði ennfremur að varlega yrði að fara í gerð varnarvirkja, því ef ekki er rétt að þeim staöið geta þau verið skaðvænleg. Þegar snjóflóðin féllu á Patreksfjörð fyrir 5 árum voru þar nýlega byggðir varnar- garðar sem taldir eru hafa beint flóðinu inn í byggðina í stað þess að verja hana. Það þarf því að meta aðstæður á hverjum stað áður en ráðist er í varnarframkvæmdir. Sjá nánar á baksiðu. Magnús Friðgeirsson hjá Iceland Seafood MIKILL VANDI A HONDUM „Vissulega er hér mikill vandi á feröum. Á sama tíma og orðið hefur verulegt verð- fall, ef ekki verðhrun, hefur dollarinn verið veikur gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Þetja hefur liklega aldrei áður gerst samtímis," sagði Magnús Friögeirsson, for- stjóri lceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins i Bandaríkjun- um, i samtali við blaðið í gær. Verð á þorskblokk hefur hrapað úr 2 dollurum allt niður í 1 dollara og 25 sent pundið og hefur sala á blokk nánast engin verið síðustu vikur. Er því verið að vinna úr birgðum og bíða þess að markaðurinn taki við sér aftur og stöðugleiki náist [ verði. Magnús sagðist hafa heyrt að nokkrir framleiðendur frá Danmörku og Nýja-Sjálandi myndu ekki standa af sér áfallið. Því væri spurning hvort færri framleiddu á þennan markað í framtíðinni. Borgarráð Bjarni P. samþykkur sölu Granda Á fundi borgarráðs í gær var samningurinn um sölu hlutabréfa borgarsjóðs í Granda hf. lagður fram, en af- greiðslu málsins frestað til næsta fundar. Á fundinum lögðu þó fulltrúar allra flokka fram bókanir og voru sjálf- stæðismenn einhuga með sölunni og auk þess var Bjarni P. Magnússon, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, sam- þykkur sölu Granda. í bókun Bjarna segir að hið opinbera eigi ekki að standa i atvinnurekstri, sem aðrir geta annast, og sala Granda verði væntanlega til þess að auðvelda uppbyggingu frekari félagslegrar þjónustu við borgarana. Fulltrúar annarra minni- hlutaflokka lýstu sig andvíga sölunni og segir í bókun Sig- urjóns Péturssonar, Alþýðu- bandalagi, að söluverðið sé fjarri eðlilegu markaðsverði. Sigrún Magnúsdóttir, Fram- sóknarflokki, mótmælti harð- lega vinnubrögðum borgar- stjóra í málinu þar sem borg- arráðsmönnum hafi ekki verið gefinn kostur á að ígrunda tilboðið áður en und- irritun fór fram. í bókun full- trúa Kvennalistans, Elínar G. Ólafsdóttur, segir aö starfs- fólk Granda sé að meirihluta konur, sem með þessu séu seldar „mansali" fyrirtækjum sem þessa sömu daga verði að fá aðstoð ríkisins við að lækka laun fólksins til að halda sér á floti. Þá sé kaup- tilboðið ekki í neinu sam- ræmi við heildarverðmæti fyrirtækisins. Islensku landsliðsmennirnir i fótbolta stöþpuðu i sig stálinu i gær og undirbjuggu sig fyrir landsleikinn við Svoétmenn sem hefst klukkan 18 í kvöld á Laugardalsvellinum. Það skal tekið fram að Ólafur Þórðarson skagamaður slapp óskaddaður, þrátt fyrir vigalega tilburði félaga sins. A-mynd/Magnús Reynir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.