Alþýðublaðið - 31.08.1988, Side 2

Alþýðublaðið - 31.08.1988, Side 2
2 Mióvikudagur 31. ágúst 1988 MÞYIUBLMÐ Útgefandi: Framkvæmdasfjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaös: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friöriksson. Þórdls Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaöaprent hf., Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 80 kr. um helgar. NÁTTÚRUHAMFARIR 0G ALMANNAVARNIR RÍKISINS Oöru hverju hrökkvum viö íslendingar upp úr þægindum nútímans og erum illþyrmilega minnt á þá staöreynd, að viö búum í harðgeru landi, þar sem allra veöra er von og hætta af völdum náttúruhamfara ávallt skammt undan. Fréttirnar af aurskriöunum í Ólafsfiröi eru tíðindi sem minna okkur á staðreyndir um íslenska staóhætti og nálægö okkar viö afl og eyðingarmátt náttúrunnar. Síöast- liöinn sunnudag var lýst yfir hættuástandi á Ólafsfirði er aurskriöur féllu á kaupstaðinn. Skriöurnar ruddust á hús og garöa og hrifu meö sér bifreiðir og lausa hluti og ollu skemmdum fyrir tugi milljóna króna. Vegir grófust í sundur og flugvöllurinn lokaöist vegna bleytu í vatns- viörinu. Sem betur fer uröu þó engin meiösli á mönnum eöa banaslys af völdum aurskriöanna. Um 200 íbúar voru fluttir úr heimilum sínum vegna náttúruhamfaranna og hættunnarsem af þeim skapaðist. Fréttirnar frá Ólafsfiröi hafaslegið óhug á landsmenn og menn minnast ósjálfrátt skriða sem fallið hafa í öðrum landsfjórðungum á liönum árum og skilið eftir sig dauða og rústuð heimili. Alþýöublaöið birtir i dag itarlegt viðtal viö Guðjón Peter- sen, framkvæmdastjóra Almannavarnaríkis ns. í viðtalinu kemur meöal annars fram, að 15 kaupstaðir eru á skrá vegna snjóflóðahættu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að kaupstaðirnir 15eru allirá Vestfjörðum, á Norður- landi og á Austfjörðum. í máli framkvæmdastjóra almannavarna kemurennfremurfram, að mjög erfitt sé að verjast aurskriðum. Orðrétt segir Guðjón Petersen: „Hættulegu skriðurnar eru þess eðlis, að í aldanna rás myndast þykk jarðvegstorfa upp eftir hlíðum. Síðan kemur að því að hún er orðin það þykk, að þegar hún blotnar vel upþ í rigningu verðurhún óstöðugog „húrrar“ þáöll niður. Slík jarðvegstorfa getur grafið stóran hluta byggðar undir sig.“ íviðtalinu sem Alþýðublaðið birtir i dag kemureinnig fram, að í snjóflóðunum á Patreksfirði fyrirtæpum áratug hafi varnargarðar, sem þá voru nýlega reistir, beint snjó- flóðinu inn í byggðina. Guðjón Petersen staðfestir að varnargarðamirhafi ekki verið reistiraö tilhlutan almanna- varna á sínum tíma og segir mjög vandasamt að ráðast í forvarnir af þessu tagi. Almannavarnir hafi þar af leiðandi viljað fara mjög varlega í slíkar framkvæmdir. Það kemur fram í máli framkvæmdastjóra almannavarna að hættu- matið sem stofnunin er að vinna að þessa stundina sé einmitt grundvöllur að gerð varnarvirkja gegn snjóflóðum, en mun erfiðara sé að verjast aurskriðum. Sem dæmi nefnirGuðjón Petersen að almannavarnirséu þegarbúnar að veitafétil byggingar varnarvirkja í Holtahverfi áísafirði og hefjast framkvæmdir við mannvirkin í haust. Sam- kvæmt nýjum lögum um varnir gegn flóðum og skriðu- föllum hefur verið stofnaður sérstakur sjóður sem hefur fastar tekjur af iðgjöldum viðlagatryggingar. Verkefni til varnar snjóflóðum og skriðuföllum hafa því fastar tekjur. Að sögn Guðjóns Petersens er nú til fé í sjóðnum til að hefja framkvæmdir víða. Það er ánægjulegt, að fjár- veitingar skuli ekki vera þröskuldur í vegi nauðsynlegra framkvæmda sem veita öryggi gegn eyðingu mannvirkja og mannslífa af völdum snjóflóða og skriðufalla. Það er því afar nauðsynlegt að hefja sem víðast um landið um- ræddar framkvæmdir sem byggjast á hættumati almannavarna. Það er einnig fyllsta ástæða til að hrósa Almannavörnum ríkisins fyrir góðan undirbúning að for- vörnum og virkan þátt stofnunarinnar í hamförunum á Ólafsfirði þegar öryggisþjónusta og hjálparstarf við byggðina voru samræmd af Almannavörnum ríkisins. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Kaykjavík 12/12 1985. Andris góður: Sendi þér hénneð ujnheðnar upplýsingar. 124 hsfs gengið í rrfklrkjuns á árlnu, þritt fyrir helðsrlegar til- raunlr til þess aö ganga af henni dauðrirrr Hins vegar hafa aöeir.s 2o r.anns sagt slg úr kirkjunnl, og við laus- legan yfirlestur sýr.ist nér, ai ítnö hafi fé betra. £g held, við ettun ekkl aá haía ofriklar áhyggjur af prósar.tu- reglunni í sa.tbandi við útsvanð. Hig grunar, að það komi betur út en gamla fyrlrkomulaglð. Með bestu kveðjua, 4.bf Minnisblað séra Gunnars til fyrrum safnaðarfulitrúa: Farið hefur fé betra. Gót>i \)W' ftirinnl FRÍKIRKJAN hefur mjög verið í fjölmiðlum að undan- förnu vegna brottvikningar séra Gunnars Björnssonar og mála sem lúta að brottrekstri hans. Bréf Fríkirkjusafnaðar- ins — sem reyndar heitir Frl- kirkjan — er nýkomið út og þar halda erjurnar áfram. Er tæpast hægt að fullyrða að I fréttabréfinu ríki andi kær- leiksorða eða fyrirgefningar. Þvert á móti. Hin nýja stjórn helgar nær allt fréttablaðið málefnum séra Gunnars Björnssonar og eru ummælin slík að lesanda fréttablaðs Fríkirkjusafnaðarins finnst hann að lestri loknum sjá glitta í hala og klauffót undan kjóli klerksins um- rædda. Guðmundur Hjaltason, gjaldkeri Fríkirkjusafnaðar- ins, skrifar grein í fréttablað- ið sem heitir einfaldlega „Fjármál safnaðarins". Þar segir orðrétt: „Bágborinn var viðskilnað- ur fyrri stjórnar á sviði fjár- mála safnaðarins og ein- kenndist af kæruleysi og trassaskap, þ.e. algerri óreiðu og ábyrgðarleysi. Eftir aðalfund í lok mai 1987 var hinn 4. júní haldinn fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar og var Eyjólfur Hall- dórsson þar kosinn gjaldkeri safnaðarins og skyldi hann þar með annast fjárreiður hans. Daginn eftir stjórnarfund- inn greiddi þó þáverandi for- maður, Gísli ísleifsson, sjálf- um sér þóknun fyrir dyra- vörslu kr. 20.000 og tók hann þá peninga sjálfur út af spari- sjóðsbók safnaðarins í Landsbankanum. Fjórum dögum síöar, þ.e. 9. júní, millifærir svo gjaldkeri kr. 1,5 milljónir út af reikningi í Landsbankanum yfir í útibú Sparisjóðs vélstjóra. Daginn eftir voru síðan kr. 500.000 færðar yfir á sama reikning. Engar skýringar hafa á þessu fengist nema að hér hafi kunningsskapur við útibús- stjórann ráðið. Ofangreind tilfærsla fjármuna er brot á 10. grein laga safnaðarins." Og þá skrifar gjaldkerinn um fjármál séra Gunnars Björnssonar. Þar segir: „Hinn 9. júni greiddi gjald- keri svo Gunnari Björnssyni kr. 62.342 sem var samansafn gamalla kvittana og reikn- inga, sem sumir voru allt frá árinu 1984, fyrir fatahreinsun, skyrtukaup, akstur, póst- kostnað o.fl. Allar þessar greiðslur hafði fyrri stjórn neitað að greiða og sumar einnig stjórnin 1985, þar sem hér væri um að ræöa einka- neyslu prestsins og annað greitt með embættiskostn- aði. Það er athyglisvert að gjaldkeri „glataði“ flestum fylgiskjölum frá þessum tíma, en þessar nótur voru betur varðveittar. Fljótlega kom svo aö því að gjaldkeri undirritaði ávis- anir óútfyiltar og afhenti presti tékkheftið þannig til að vasast meö. Greiddi prest- urinn síðan hina ýmsu reikn- inga, m.a. greiddi hann sjálf- um sér laun eftir eigin út- reikningi, og nú tvo mánuði fyrirfram. Þá hækkaði hann laun sín í laun prófasts án samþykkis stjórnar. Ekkert var af hálfu gjald- kera, og því síður prests, fylgst með hvort innstæða væri á tékkareikningi, enda fóru nú fljótt að berast til- kynningar um ávísanir, sem innstæða var ekki fyrir. Þá var og trassað að greiða reikninga og við uppgjör í byrjun júni sl. höfðu verið greiddar um 88 þús. krónur í dráttarvexti og kostnað vegna ógreiddra reikninga og innstæðulausra ávísana. Þá hafði ekki verið greidd inn staðgreiðsla skatta og nú i júni, er það var gert upp, voru þar komnir um 14 þús. kr. dráttarvextir. Ekki hafði verið séö um að greiða til Trygg- ingastofnunar ríkisins hlut safnaðarins i eftirlaunum Þorsteins Björnssonar og námu dráttarvextir vegna þess kr. 41.660. Þá voru komnir dráttarvéxtir á reikn- ing frá RÚV fyrir auglýsingar og svo mætti lengi telja. Samtals voru greiddar kr. 144.519 i dráttarvexti og kostnað vegna trassaháttar þeirra, sem með fjármál safn- aðarins fóru, þar til óreiðan var gerð upp nú í júní sl. Þá lét Gunnar Björnsson gjaldkera greiða sér þóknun fyrir aðstoð viö dreifingu fréttabréfs í mai sl„ sem þó var eingöngu áróðursbréf fyrir þá félaga Gunnar og Gisla fyrir síðasta aðalfund safnaðarins. Greitt var með ávísun á handhafa, kvittun óundirrituð, en ávísunin síð- an framseld af Gunnari Björnssyni. Þannig mætti lengi telja en hér verður stað- ar numið að sinni.“ GUÐMUNDURHjaltason gjaldkeri fjallar einnig um kaupin á Betaníu og segir aö ekki hafi legið fyrir samþykkt safnaðarfundar um kaupin. Þá skrifar gjaldkerinn um viðhald Frikirkjunnar og Garðastrætis 36, þar sem embættisbústaður séra Gunnars er til húsa. Guðmundur segir: „Mikið hefur verið stagast á því að núverandi stjórn safnaðarins ætlist til þess að presturinn greiði af „sinum lágu launum“ (eins og Gísli ísleifsson komst svo snyrti- lega að orði i Morgunblaðinu fyrir skömmu) viðhald á Garðastræti 36. Hið sanna er að presti bar að fá samþykki stjórnar fyrir framkvæmdunum áður en í þær var ráðist, hvað hann ekki gerði. í hverju var viöhaldiö fólg- ið? Málning, gluggatjöld o.fl. samtals fyrir um kr. 600 þús- und. Brýnu viðhaldi á kirkjunni var slegið á frest og fjár- munir safnaðarins notaðir til kaupa á Betaníu. Vonandi verður hægt að hefja viðgerðir á kirkjunni næsta vor þegar frá líður Betaníukaupum og séð verð- ur hvernig þeim reiðir af. Fjárreiöur safnaðarins eru nú komnar í rétt horf og eigi lengur gefnar út innstæðu- lausar ávísanir, og mun það eigi ske meðan undirritaður hefur með þau mál aö gera.“ Hér er sennilega best að bæta amen við. SERA Gunnar Björnsson fær enn fleiri glósur á sig l safnaðarbréfi Fríkirkjunnar en fram koma í skýrslu gjald- kera. Hans er getið á hverri síðu bréfsins. En einna furðu- legasta umfjöllunin um séra Gunnar er þó heilsíða sem bpr yfirskriftina Góði hirðinn? Þar er birt minnisblað sem séra Gunnar sendi Andrési Andréssyni, þáverandi safn- aðarfulltrúa Fríkirkjusafnað- arins, tveimur mánuðum eftir ritun afsökunarbeiðnibréfs Gunnars í október 1985. Segir í textanum að miði séra Gunnars sýni viðhorf Gunn- ars til safnaðar sins. Síðan er minnisblaðið birt Ijósritað. Þar stendur: „Reykjavík 12/12 1985. Andrés góður: Sendi þér hérmeð umbeðn- ar upplýsingar. 124 hafa gengið í Frí- kirkjuna á árinu, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess að ganga af henni dauðri!!! Hins vegar hafa aðeins 20 manns sagt sig úr kirkjunni, og við lauslegan yfirlestur sýnist mér, að farið hafi fé betra. Ég held, við ættum ekki að hafa ofmiklar áhyggjur af prósentureglunni í sambandi við útsvarið. Mig grunar, að það komi betur út en gamla fyrirkomulagið. Með bestu kveöjum, G.Bj.“ En nú eru líkur á því að séra Gunnar hafi misst fleiri úr söfnuðinum en 20. Og spurningin er hvort farið hafi fé betra? Einn með kaffinu Nonni kaldi neitaði alltaf að nota öryggislínu þegar hann vann í byggingarvinnunni. Dag einn féll hann af þriðju hæð og lenti á túni. Vinnufélagar hans hröðuöu sér til Nonna kalda og spurðu hvort hann hefði meitt sig. Nonni kaldi þuklaði bein sín og svaraði: — Sko, fallið meiddi mig ekkert. En ég fann dálítið fyrir déskotans túninu!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.