Alþýðublaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 31. ágúst 1988 ÞIÐ GETID ÞETTfl EKKI Opið bréf til forsœtisráðherra frá Kvennalistakonum Herra Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra. Undanfarna daga og vikur hafa birst í fjölmiðlum fréttir af viðbrögðum rikisstjórnar- innar við efnahagsvanda þjóðarinnar. Þar kemur fram aö skipuð hefur verið ráðgef- andi nefnd til handa ríkis- stjórninni. Við fögnum því vissulega að hún skuli nýta sér það frumkvæði sem býr með landsmönnum og leita sér ráða utan eigin raða til lausnar hinum margháttuðu . vandamálum sem hún þarf að takast á við. Hitt finnst okkur þó dapurlegt hversu einlitur þessi einkynja hópur er og hversu hinn einhæfi reynsluheimur hans takmark- ar honum sýn á þau vanda- mál sem við blasa. Skýrsla þessarar nefndar birtist okk- ur sem og öðrum landsmönn- um í dagblöðum þar sem yfir- skriftin er: „Árangur aögerða ræðst af þvi að jafnvægi ná- ist í ríkisbúskapnum." Nefnd- in er skipuð körlum sem gegna forystuhlutverki í efna- hagslífinu. Lausnir þeirra eru þvi bundnar við hag fyrir- tækja og afkomumöguleika þeirra. Ekki efum við þörfina á að bæta þeirra hag en bendum á að ekki er siöur þörf á að bæta hag heimil- anna. Fullyrðum raunar að þetta tvennt verði ekki sund- urslitið og því ekki farsælt að skoða einungis annað af tvennu. Því förum viö þess á leit við þig aö þú setjir á laggirn- ar aðra nefnd skipaða konum til að rétta þessa slagsíðu. Kemur þar tvennt til. I fyrsta lagi: Þær ráðstafanir sem ráðgjafarnefndin leggurtil bitna hvað harðast á konum. Það er einróma álit allra að launalækkun nái fyrst og fremst til opinberra starfs- manna og þeirra sem vinna samkvæmt umsömdum töxt- um. Það þarf ekki að segja þér það, Þorsteinn, sem hefur undir höndum alls konar kannanir og þar af leiöandi sannanir, að í þessum hópum eru konur langfjölmennastar. Né þurfum viö heldur að benda þér á að í tekjum eru konur varla hálfdrættingar á við karla. Ekki vegna þess að þær vinni ekki (þú hefur líka undir höndum kannanir sem sýna að vinnutlmi kvenna er miklu lengri en karla) heldur vegna þess hve störf þeirra eru vanmetin. Því er varla af nokkru að taka hjá konum og vonum við að þú hugsir til enda sjálfur hverjar afleiðing- ar það hefði ef laun þeirra „Það er ef til vill kaldhœðni ör- laganna að á sama tíma og fjöl- skyldunefndin þín leggur til að opinberum starfsmönnum sem eiga að annast börnin okkar verði að fjölga um fimm til sex hundruð stingur forstjóranefndin upp á að opinberum starfs- mönnum verði fœkkað um þúsund. Hvar œtla þeir að fœkka? Á toppnum?6i lækkuðu; fyrir þær sjálfar, börnin, sem I þúsundatali eru á framfæri einstæörar móður, og fjölskyldur almennt í land- inu, aldraöa og fatlaða. Að ekki sé talað um ef I ofanálag á aö hækka vexti húsnæðis- lána án þess að nokkur trygging sé fyrir þvl að aðrir vextir eöa verölag lækki. Þú hefur sjálfur haft þær áhyggjur af fjölskyldum þessa lands að þú skipaðir heila nefnd til aö kanna að- MWBUBUBIB DJÚÐVIIJINN Timlim 0 68 18 66 0 68 13 33 0 68 63 00 Blaðburður er Armúla 38 0 68 18 66 stæður þeirra og koma með tillögur til úrbóta. Það er ef til vill kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og fjölskyldu- nefndin þín leggur til að op- inberum starfsmönnum sem eiga að annast börnin okkar verði að fjölga um fimm til sex hundruð stingur for- stjóranefndin upp á aö opin- berum starfsmönnum verði fækkað um þúsund. Hvar ætla þeir að fækka? Á toppn- um? Það finnst okkur að óreyndu harla óllklegt og býöur í grun aö þeir eigi við I þjónustu- og umönnunar- störfum, „þessum óaröbæru", sem mörgum finnst svo grá- upplagt að konur vinni ólaun- að inni á heimilunum. Þá viljum við minna á að þetta er ekki fyrsta atlagan sem er gerð að launafólki, körlum og konum, á þessu ári. Við höfum mátt þola mat- arskatt, tvær gengisfellingar með tilheyrandi afleiðingum, bráðabirgðalög þar sem samningsréttur fólks var af- numinn, samningsrétturinn sem var talinn heilagur þegar lagt var til að laun væru hækkuð með lögum. Er ekki nóg að gert? I ööru lagi: Við erum sann- færðar um að tillögur for- stjóranefndarinnar og að sumu leyti okkar eigin tillög- ur í efnahagsmálum eru ein- ungis til að lappa upp á margstagaða fllk. Þótt við konur séum nýtnar og stög- um og stoppum f lengstu lög vitum við að þar að kemur að betur borgar sig aö henda flík og sauma nýja en bæta þegar ekkert er haldið. Sú flík sem nú er orðin gatslitin og handónýt var f upphafi ekki saumuö af konum heldur körlum einum og óvfst hvort hún passaði nokkurn tíma á nokkurn, ekki einu sinni á þann sem hún var upphaf- lega ætluð. Málin voru nefni- lega vitlaust tekin og mæli- stikan röng. Þvl viljum við beina því til þfn, Þorsteinn, að þú sýnir nú gott fordæmi og leitir ráða hjá konum um hvernig næsta flík skuli hönnuð og saumuð. Hvetjir síðan til þess að sami háttur verði hafður á alls staðar f þjóðfélaginu, f stjórn- kerfinu, bæjar- og sveitarfé- lögum, verkalýðshreyfing- unni, félögum hvers konar og fyrirtækjum. Alls staöar þar sem ráðum er ráðið verði konur kallaðar til og þeim EINIR veittur aðgangur að öllum upplýsingum og ákvörðunum, þannig að þær viti hvaða efni er handbært í flfkina og geti tekið til við að sníða og sauma. Við treystum okkur til að fullyrða að konur muni sauma flfk sem hæfir karl- mönnum líka, því þær vita vel hvað þeim kemur. Þær eru svo sannarlega aldar upp í heimi karlaen hafa eigin reynsluheim að auki. Með kærri kveðju, kvennalistakonur. P.S. Það er löngu Ijóst að þið getið þetta ekki einir. Tillögur Kvenna- listans til jafnvœgis og jöfnunar lífskjara í landinu — Beita lögum til þess að hækka laun en ekki lækka og hækka skattleysismörk til samræmis. Minnka launabil þar fyrir ofan. — Fjölga skattþrepum og stórbæta innheimtu og eftir- lit. — Afnema matarskatt. — Skattleggja fjármagns- tekjur og leggja á stóreigna- skatt. — Leggja niður lánskjara- vfsitölu og taka upp kaup- taxtavfsitölu. — Frysta verölag. — 3% vexti. — 6 tíma vinnudag. — Stöðva hömlulaust inn- streymi erlends fjármagns f gegnum kaupleigur og fjár- magnsmarkaðinn. — Endurskoöa bankakerf- ið með það fyrir augum að einfalda það og draga úr yfir- byggingu. — Burt með pólitískt kjör- in bankaráð. — Herða upplýsingaskyldu banka. Hverjir fá lán — gegn hvaða tryggingu. Veð er ekki nóg ef rekstrargrundvöll vant- ar. — Kanna helstu orsakir fyrir misjafnri afkomu sams- konar eða líkra fyrirtækja t.d. í sjávarútvegi. — Hætta við hégómlegar framkvæmdir. Ekkert ráðhús, ekkert þinghús, enga hring- sólandi veitingasali, engar hallir, engar lánveitingar til hótelbygginga, verslanahalla og annarra óarðbærra fram- kvæmda. — Endurnýting, reglur um einnota umbúðir, nýting innlendra hráefna og stuðn- ingsaðgerðir við íslenskán iðnað. — Leita allra ráða til að takmarka innflutning til sam- ræmis við þær takmarkanir sem eru á fiskveiðum og landbúnaðarframleiðslu. — Uppgjörog uppstokkun „gráa markaðarins" með það fyrir augum að uppræta hann. — Athuga eignaraðild erlendra aðila í fyrirtækjum og atvinnutækjum og opin- bera þær niðurstöður. — Strangar kröfur um að- hald, sparnað og endurskipu- lagningu fyrirtækja og sér- staklega tekið á öðrum þátt- um en launakostnaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.