Alþýðublaðið - 31.08.1988, Síða 5

Alþýðublaðið - 31.08.1988, Síða 5
Miðvikudagur 31. ágúst 1988 5 FRETTASKYRING Ómar Fridriksson skrifar A AÐ RIFA HEIMILIN OKKAR? spurðu vistmenn á Sólborg, Skálatúni og Sólheimum þegar fréttir bárust um að Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið tækju undir tillögur um að leggja þessar stofnanir niður og byggja þess í stað minni og frjálsari heimiliseiningar fyrir fatlaða. Hugmyndirnar mœta mikilli andstöðu hjá forstöðumönnum þessara vistheimila fyrir þroskahefta. „Þetta eru fráleitar hug- myndir og byggjast eingöngu á tískusveiflu. Það er líka frá- leitt hvernig að þessari um- ræðu hefur verið staðið og hefur skapað óróa hjá vist- mönnum sem hafa verið hér grátandi sumir hverjir af ótta við að Sólheimar verði lagðir niður.“ Þetta sagði starfs- maður á vistheimilinu Sól- heimum í Grímsnesi í samtali við Alþýðublaðið vegna álykt- unar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins um að ieggja beri niður þrjár sólar- hringsstofnanir fyrir þroska- hefta og að unnið verði að uppbyggingu frjálsari búsetu- forma fyrir þroskahefta og fatlaða. Á sameiginleguinn auka- fundi fulltrúaráða Öryrkja- bandalags íslands og Lands- samtakanna Þroskahjálpar, sem haldinn var sl. laugar- dag, urðu miklar umræður um þá niðurstöðu stjórnskip- aðrar nefndar að leggja beri niður þrjár sólarhringsstofn- anir fyrir þroskahefta: Skála- tún I Mosfellsbæ, Sólborg á Akureyri og Sólheima I Grímsnesi. Fagnaði fundur- inn þessari niðurstöðu og eins og fram kom í fréttum um helgina ályktaði fundur- inn um að að þessu bæri að vinna. Var þar lýst ánægju með niðurstöður starfshóps- ins og þeim eindregnu til- mælum beint til stjórnvalda að tekið yrði mið af niður- stöðum starfshópsins varð- andi heildarskipulag allra sól- arhringsstofnana á landinu og tryggt til þess nægilegt fjármagn á næstu árum. Fundurinn lagöi áherslu á að fatlaðir ættu sama rétt á eðli- legu umhverfi, sjálfsákvörð- unarrétti um eigið llf og bú- setu og sambærilegum lífs- kjörum og aðrir þegnar þjóð- félagsins. Þessar hugmyndir mæta andstöðu stofnananna þriggja sem hér um ræðir. Er m.a. óttast að þær verði til þess að auka enn frekar á fjársvelti stofnananna og þvl er harölega mótmælt að þessar stofnanir standi fyrir ómannúðlegri starfsemi. Forsaga málsins er sú að í janúar á þessu ári skipaði fé- lagsmálaráöherra starfshóp til að skilgreina hlutverk sól- arhringsstofnana og gera til- lögur um framtíðarskipan þeirra í samræmi við lög um málefni fatlaðra. Var gerö út- tekt á rekstri stofnananna þriggja og þegar hun lá fyrir var það samdóma álit nefnd- armanna, að stofnanir þessar í núverandi mynd samrýmd- ust ekki markmiðum laganna. Tillaga starfshópsins var svo- hljóðandi: „Nefndin telur að stefna beri að því á næstu 15 árum aö leggja allar umrædd- ar stofnanir niður sem sólar- hringsstofnanir fyrir fatlaða. í þvi skyni verði unniö mark- visst að uppbyggingu annarra og frjálsari búsetuforma og stoðþjónustu fyrir íbúa þeirra, og verði fjármagn tryggt til þess. Við fram- kvæmd þessa verði haft fullt samráð við (búa, starfsfólk og aðstandendur. Þess verði gætt að framkvæmd þessi hafi sem minnsta röskun I för með sér, einkum fyrir eldri fbúa, sem átt hafa heimili lengi á viðkomandi stofnun- um, m.a. með löngum aðlög- unartlma og staðsetningu nýrra heimila... í samræmi viö þetta langtímamarkmið telur nefndin að frekari uppbygg- ing stofnananna verði stöðv- uð á þann hátt, að ekki verði veitt fé til nýframkvæmda." „Ég tel að reynslan af sam- býli fyrir fatlaða sé góð og ætla ekki að setja mig á móti þvi að leggja sólarhrings- stofnanir niður svo framar- lega sem eitthvaö annað er ■fyrir hendi. En því miður eru biðlistar svo langir hér á Reykjanesi og í Reykjavík að ég fæ engan veginn séð hvernig þetta á aö geta gerst á 15 árum. Eins er ég hrædd- ur um að þessar umræður . hafi þau áhrif að við verðum fyrir enn frekara fjársvelti i þessum stofnunum," segir Björgvin Þ. Jóhannsson, for- stöðumaður Skálatúnsheimil- isins í Mosfellsbæ. „Þar á of- an fæ ég ekki skilið hvað fær menn til að staðhæfa að þessar stofnanir séu ómann- úðlegar," segir hann og bætir þvi við að þetta sé ekki sfður mál foreldra þroskaheftra barna. „Við erum með 55 for- eldra og það er auðvitað þeirra að sækja um sambýli ef þeir óska þess, en í dag liggur aðeins ein beiöni fyrir um flutning frá Skálatúni. Foreldrar eru undantekning- arlaust mjög ánægðir með þá þjónustu sem við bjóðum hér.“ Ólafur Mogensen, aðstoð- arforstöðumaður Sólheima, segir þessar hugmyndir byggjast á stefnu sem erlendis hafi verið fylgt um nokkurra ára skeið en þessar tillögur gangi þó mun lengra en þekkist annars staðar. „Okkur finnst að þarna sé verið að rýra þjónustu við fatlaða ef Sólheimar verða lagðir niður. Stór hluti fatl- aðra þarf að búa í vernduðu umhverfi og þetta er eina stofnunin af þessu tagi sem er fyrir utan þéttbýli. Það hef- ur ýmsa kosti. Undir þetta tekur Þórhildur Svanbergsdóttir, þroskaþjálfi á vistheimilinu Sólborg á Ak- ureyri. Hún segir að hug- myndirnar gangi allar út á að flytja þjónustuna á mölina. Fleiri hafa sýnt viðbrögð við tillögum um að leggja þessar stofnanir niður. Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra ályktaði á fundi sín- um 27. júní sl. að vegna fjár- skorts til framkvæmda í þágu fatlaðra væri ekki tímabært að taka afstöðu til tillagn- anna að svo stöddu. Þess vegna væri rétt að bíða með ákvarðanatöku um framtíð stofnananna í fimm ár. Þessi ályktun hefur samvinnunefnd Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins mótmælt. Blöndun er lykilorð í þess- um nýju hugmyndum og er þá átt við að fatlaðir og ófatl- aðir geti lifað hlið við hlið í samfélagi sem lagað er að þörfum þegnanna, burtséð frá andlegri eða likamlegri getu. „Enda,“ segja stuðn- ingsmenn stefnunnar, „eru heimili reist fyrir fólk, ekki fötlun þess.“ Það gleymist hins vegar að gera ráð fyrir viðbrögðum vistmannanna sjálfra. Allir viðmælendur blaðsins á stofnununum þremur sögðu að þar hefðu vistmenn fyllst ótta eftir fréttaflutning sjón- varps um helgina og spurt hvort það ætti að fara að rifa heimilin þeirra niður. „Þroskahjálp vill gleyma því að hér er um einstaklinga að ræða. Ég er t.d. alveg mótfall- in þvi að Sólheimum verði lokað, þvi það er mikilvægt að bjóða upp á sambýli fyrir fatlaða í sveit. En tillögur Þroskahjálpar miðast allar við að byggja upp þjónustu á mölinni — í Reykjavík," segir Þórhildur. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984- 2.fi. 1985- 2. fl.A 10.09.88-10.03.89 10.09.88-10.03.89 kr. 333,32 kr. 222,85 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FL.B1985 Hinn 10. september 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.001,70_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1988 til 10. september 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2254 hinn 1. september 1988. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1988. Reykjavík, 31. ágúst 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.