Alþýðublaðið - 31.08.1988, Qupperneq 7
Miðvikudagur 31. ágúst 1988
7
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
ENGIN
DÆGURFLUGA
Johnny Logan, tvöfaldur sigurvegari í söng-
lagakeppni sjónvarpsstöðva, á uppleið á ný.
„Það er einhvern veginn
þannig, að ég enda alltaf
með þvi að semja ástarlög,
og flest þeirra eru ákaflega
raunaleg.
Þetta hlýtur að segja sína
sögu um ástalíf mitt...“ Aug-
un eru blíðleg, brosið ofurlít-
ið feimnislegt, en skapið er
írskt.
Hann segist hafa verið dá-
lítið barnalegur hér á árum
áður en sé nú óðum að
þroskast. Hann segir einnig
að hann sé ekki það stór upp
á sig, að hann myndi hafna
þátttöku í enn einni söngva-
keppni, ef hann þyrfti á pen-
ingum að halda.
Á einu stendur hann fastar
en fótum, hann vill ekki vera
söngvavél eða dægurfluga.
„Eg er farinn að hafa svo
gaman af þessu söngstússi
að ég vona aö ég geti starfað
við það allt mitt líf,“ segir
hann.
FJÁRMÁLIN GANGA UPP OG
OFAN
Johnny Logan er þrjátíu og
þriggja ára, fæddur í Astralíu
og hann hefur upplifað sitt af
hverju á sinni ungu ævi.
Hann hefur ferðast víða
um heiminn meö söngva sína
í farteskinu. Þetta hefur þó
ekki allt verið dans á rósum.
Misgengið í fjármálum hans
byrjaði í rauninni strax eftir
að hann „sló í gegn“ árið
1980.
Hann varð heimsfrægur á
svipstundu og ríkur eftir því.
Nokkrir fjárglæframenn söls-
uðu undir sig allt sem hann
átti meó svikum og prettum,
jafnvel heimilið missti hann.
Hann er nú aftur kominn á
toppinn, sáeini sem hefur
sigrað í sönglagakeppninni
tvisvar sinnum.
Johnny Logan var í Kaup-
mannahöfn á dögunum við
hljómleikahald. Hann kynnti
þar nýjasta lagið sitt, „How
do you say goodbye", og seg-
ir það vera það besta sem
hann hafi samið. Hann samdi
það á fimm klukkustundum
þegar hann var í heimsókn
hjá foreldrum sínum á írlandi.
ÍRSKIR BRANDARAR
Johhny Logan hélt blaða-
mannafund fyrir dönsku
pressuna, og var ekki laust
við að blaðamennirnir virtust
heldur syfjulegir og áhuga-
lausir. Það lifnaði þó fljótlega
yfir þeim.
Hann sagöi írska brandara
um leið og hann spilaði á
píanóið og er skemmst frá að
segja aó hann heillaði við-
stadda með barnslegum
„sjarma", en sagðist ekki
geta sungið fyrir blaðamenn-
ina því hann væri enn hálf-
dasaður eftir þotuflugið.
Hópur aðdáenda hafði tek-
ið sér stöðu fyrir utan hótelið
og beið þolinmóður eftir
átrúnaðargoðinu, margir með
blóm, og ung stúlka í hópn-
um sagðist vera með 100
kossa til Johnny!
„Ég er hræddur um að
stærstur hluti ádáenda
minna sé ennþá undir 16 ára
aldri,“segir Logan og skýrir
frá því að það sé erfitt að
komast upp úr söngvakeppni-
kassanum.
SÁ TÍUNDI LÍKLEGASTI
„Árið 1980, þegar ég sigr-
aði í fyrra sinnið, var ég 24
ára og eins bláeygður sak-
leysingi á öllum sviðum og
hugsast getur. Til að byrja
með var mér spáö tíunda
sæti, en þegar nær dró
keppninni var gjörsamlega
búið að má mig út, sem sagt
vonlaust. Þá gerðist undrið,
ég sigraði ...
Þegar ég var orðinn þekkt-
ur hafði ég mestan áhuga á
að komast í hljómsveitina
Duran Duran. Peningamenn-
irnir sem söfnuóust i kring-
um mig voru nú aldeilis ekki
áþeim buxunum, þeir vildu
gera mig að einskonar Julio
Iglesias. Smám saman gerði
ég mér Ijóst að þetta gekk
ekki upp. Ég áttaði mig líka á
því að umboðsmenn lista-
manna vita miklu minna um
hlutina en listamennirnir
sjálfir. Þeir (umboðsmennirn-
ir) vilja eiga mann með húð
og hári og skipa fyrir verkum
og þeim tekst þetta oft þegar
sá listamaður sem I hlut á er
ungur og lítt veraldarvanur.
Það kom að þvi að ég varð
bitur og gerði tilraunir til að
ná aftur þeim fjármunum
sem höfðu verið sviknir út úr
mér. Það tókst ekki, jafnvel
þó ég setti lögfræðing I mál-
ið. Ég varö sem sagt að byrja
algjörlega upp á nýtt.
Það eru ýmsir sem taka
mig ekki alvarlega, af því ég
tók þátt í sönglagakeppni
sjónvarpsstöðvanna. Á hinn
bóginn hefur þátttaka min I
keppninni opnað ýmsar dyr.
Ég valdi þann kost að byrja á
nýjan leik og nú ætla ég að
gera hlutina eins og mér
finnst réttast,“ segir Johnny
Logan, sem jafnframt því að
taka þátt I kvikmynd í Los
Angeles ætlar að fara að
gefa út hljómplötu og uppá-
haldslagið hans, „How do
you say goodgye", verður ein-
mitt eitt laganna á plötunni.
(Det fri Aktuelt)
Johnny Logan kærir sig ekki um að verða „söngvavél eða dægurfluga", en segist myndi taka þátt i enn einni
söngvakeppni, ef hann þyrfti á peningum að halda.