Alþýðublaðið - 31.08.1988, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 31.08.1988, Qupperneq 8
Sólveig Ólafsdóttir skrifar JILÞYÐ1IBLÍÐ19 Miðvikudagur 31. ágúst 1988 _____________VHyMUÐ__________ ERFITT AÐ VERJAST Rœtt við Guðjón Petersen framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins I aldanna rás myndast þykk jarðvegstorfa uppi i hliöinni sem verður svo óstöðug í rigningu, þegar hún blotnar vel upp. Þá getur hún hrapað niður og grafið stóran hluta byggðar undir sig.Þetta er hættulegasta tegund aurskriðu. Á sunnudag var lýst yfir hættuástandi á Ólafsfirði er aurskriður féllu á kaupstað- inn. Fóru skriðurnar á hús og garða og hrifu með sér bila og lausa hluti. Vegir að bæn- um grófust í sundur og flug- völlurinn lokaðist vegna bleytu i vatnsviðrinu sem gekk yfir, þannig að Ólafs- fjörður varð algerlega ein- angraður. Um 200 ibúar voru fluttir úr húsum sinum vegna hættunnar sem skapaðist við skriðuföllin. Þetta atvik hefur vakið mikinn óhug hjá fólki og vangaveltur um hvar slíkar náttúruhamfarir gætu orðið næst. Alþýðublaðið hafði samband við Guðjón Peter- sen, framkvæmdastjóra Ai- mannavarna ríkisins, í gær og spurði hann hvort ein- hverjar upplýsingar lægju fyrir um hvaða kaupstaðir á landinu væru í aurskriðu- og snjóflóðahættu vegna stað- setningar sinnar? „Þeir eru mjög margir, en viö erum meö skrá yfir þá. Viö erum nú þegar byrjaöir að hættumeta þessa staöi vegna snjóflóöahættunnar, en þá eingöngu vegna snjó- flóöa því hitt er mun erfiðara, og er nú unniö aö hættumati allra þeirra staöa sem búa viö snjóflóðahættu. Þaö eru 15 kaupstaðir sem um er að ræða: Ólafsvík, Patreksfjörö- ur, Tálknafjörður, Bildudalur, Flateyri, Hnífsdalur, ísa- fjöröur og Súöavík á Vest- fjörðum, Siglufjöröur og Olafsfjöröur norðanlands og fyrir austan eru þaö Seyðis- fjöröur, Neskaupstaöur, Eski- fjörður, Reyöarfjöröur og Fá- skrúðsfjöröur. Þetta eru allt staöir sem búa viö mismikla snjóflóöahættu, sumir veru- lega en aðrir minni. Allir þessir staðir búa hinsvegar einnig viö aurskriöuhættu." — Þær haldast þá i hend- ur, snjóflóðahættan og aur- skriðuhættan? „Nei, ekki alveg. Ef viö tök- um dæmi þá er Eskifjörður ekki talinn búa vió mikla snjóflóóahættu, en hann býr hinsvegar viö mikla aur- skriðuhættu. Snjóflóöahætt- an fer eftir fjallslögun og snjósöfnun. Aurskriöan fer náttúrlega eftir landslagi og fjöllum líka, en þar ræöur meira efnið í fjöllunum og rigningarúrkoman, þannig aö þaö er svolítiö breytilegt hvaöa hætta er mest á hverj- um stað.“ — Er eitthvað hægt aö gera til þess að verja þessa kaupstaði hættu, hægt að beita einhverjum forvörnum? „Það er mjög erfitt aö verjast aurskriðum. Aurskrið- ur eru svo margskonar. Þaö er hugsanlegt aö verjast aur- skriðum sem spýtast út úr giljum, þar sem aurskriður koma niður lækjarfarvegi, meö því aö halda þeim hrein- um og sjá til þess að þar sé gott rennsli. Einnig þarf aö fylgjast mjög vel meö á meðan miklar rigningar eru. Ef á, sem er í miklu rennsli, allt í einu þornar upp þá eru líkur á því aö skriða hafi fall- iö ofar sem siðan muni spýt- ast fram neðar, vegna fyrir- stööunnar. Þessi skriöu- svæöi eru þekkt og lítið byggt inn á þau, því þaö eru yfirleitt sýnilegar skriður undir þessum giljum, sem menn forðast. Hættulegu skriöurnar eru hinsvegar þess eölis, aö í aldanna rás myndast þykk jarövegstorfa upp eftir hlíð. Síöan kemur aö því að hún er orðin þaö þykk aö þegar hún blotnar vel upp í rigningu veröur hún óstööug og „húrrar“ þá öll niður. Slík jarövegstorfa getur grafið stóran hluta byggöar undir sig. Þaö má sjá fyrir hvort svona torfur eru aö veröa óstöðugar, eöa eru aö nálgast það aö geta fariö á hreyfingu, því að þær vilja leggjast í fellingar áður. Þetta sést oft í fjöllum þegar koma stallar f grasbrekkuna. Tré sem eru í slíkum torfum vaxa yfirleitt þannig að efsti hluti stofnsins stendur út úr fjall- inu, síöan hefur tréö alltaf leitast viö aö fara í lóörétta stefnu og bognað, þannig aö efri hlutinn snýr upp. Það þýöir aö á mörgum árum hefurtorfan skriðið. Einnig má sjá skrið á símastaurum og rafmangsstaurum þegar þeir taka aó hallast, þá er torfan eitthvaö á hreyfingu. Á Ólafsfirði var einmitt torfa sem við höföum áhyggj- ur af, hún var farin aö verða ansi laus í sér þarna í rign- ingunni. Þeir brugðu á það ráð, skilst mér, aö grafa hana I sundur meö skurðum til þess að þurrka hana. Ég hef ekki séö þetta, en mun fara norður á morgun. Mér skilst aö þetta hafi ekki verið reynt áður, en trúlega er þetta bráðsmellin lausn þar sem menn eru hræddir um aö þetta sé aö fara af staö, aö reyna aö flýta fyrir rennsli vatnsins í gegn þannig að torfan veröi ekki vatnsósa. Þetta er hættulegasta teg- undin af aurskriöu." — Nú vilja margir meina að í snjóflóðunum á Patreks- firði hafi varnargarðar, sem nýlega var búið að réisa, beint flóðunum inn í byggð- ina. Er ekki mjög vandasamt að fara út í forvarnir svo að vel sé? „Jú, þaö er mjög vanda- samt, og þess vegna höfum viö viljað fara mjög varlega í þessar framkvæmdir. Þessir varnargarðar á Patreksfiröi voru ekki gerðir að okkar til- hlutan á sínum tíma, heldur var þetta eitthvað sem menn geröu „eftir eyranu". Ég veit ekki hvenær eða hver tók þá ákvöröun, né hvernig. Þetta hættumat sem viö erum að vinna aö núna á einmitt aö vera grundvöllur aö gerö varnarvirkja gegn snjóflóö- um. Þaö er auðveldara yfir- höfuð en gegn aurskriðum. Það eru nokkrar aöferðir sem menn vióurkenna sem varnir gegn snjóflóðum. í það fyrsta er hægt að varna þvl aö snjó- flóðið byrji aö skriöa í hlíð- inni. Þá eru reistar stálgrind- ur eöa stálgirðingar eftir hlíö- inni, þvert á flóðstefnuna, yfir þaö svæöi þar sem talið er að snjór geti safnast fyrir í þaö miklum mæli aö hann geti skriðið af staö. Þessum giröingum er ætlað aö halda snjónum í hlíðinni þannig aö hann skríöi aldrei. Þær geta ekki beint flóði á neina hættulegri staði, því annað- hvort halda þær eða missa. Það eina sem þær geta vald- iö, ef þær eru ekki nógu sterkar til þess aö halda því snjómagni sem safnast hefur fyrir, er aö snjómagniö veröur meira og snjóskriöan því stærri. Þaö hefuraldrei gerst svo viö vitum. Síðan er sú aö- ferðin aö byggja keilur eöa garöa fyrir neðan hlíðina, ofan byggðar. Þessar keilur brjóta flóð upp þegar þau koma og draga úr orkunni, svo þau veröa ekki aö neinu. Þriöja aðferðin er, eins og þeir gerðu á Patreksfiröi, aö byggja stefnubreyta sem beina flóörennslinu í aöra átt. Þaö má náttúrlega alls ekki gera nema engin byggð sé í þeirri átt sem beina á flóðinu í. Okkar varnarvirki yröu gerö þannig aö það yrði víst að þeim yröi beint frá byggð á opið svæöi.“ — Er þá á döfinni hjá ykkur aö fara út í fram- kvæmdir af þessu tagi? „Já, við erum þegar búin aö veita fé núna til byggingar vamarvirkja í Holtahverfi á ísafirði. Það eru fyrstu varnar- virkin sem á aö byggja núna, og verður byrjaö á þeim I haust. Þar verður geröur garöur til þess aö brjóta upp flóðið, en ekki til aö breyta stefnu þess. Þetta er mjög lítill hluti af Holtahverfinu sem er í hættu, þannig aö þaö þarf i raun og veru að- eins aö bremsa flóöiö af al- veg í restina. Þaö er búiö aö hanna garö og lægð fyrir ofan hann sem eru þannig út- reiknuð aö flóöið á aö stööv- ast eöa brotna upp þar. Þaö er fyrsta varnarvirkið sém er gert eftir okkar samþykktum og forskriftum. Flateyringar hafa hinsvegar byggt nokkrar keilur fyrir ofan Flateyri þar sem hættan er mest, en okkar skoðun er sú aö þær séu fulllitlarog muni ekki koma aö gagni nema þá hugsanlega í einu flóöi. Þaö eru líka mjög skiptar skoðan- ir um ágæti þeirra gagnvart þurrum hlaupum, þær eru fremur taldar duga á vot snjóflóð, svipað því og var á Patreksfirði. Flateyri er því einnig staður sem viö erum meö í skoðun, og veröa sennilega gerðar tillögur um varnarvirki þar. Áöan var ég svo á fundi meö sérfræðing- um um hættumat á snjó- flóðavarnarvirki á Súóavík, þannig aö þetta er allt í gangi.“ — Er einhver fjárveiting fyrir hendi til geröar varnar- virkja? „Já, samkvæmt nýjum lögum um varnir gegn flóö- um og skriöuföllum var stófn- aður sérstakur sjóöur sem hefur fastar tekjur af iðgjöld- um viðlagatryggingar til þessa verkefnis. Það er nóg fé I þessum sjóöi nú til aö hefja framkvæmdir mjög víða.“ — Þegar vegir lokast eins og á Ólafsfirði um daginn, og staöurinn einangrast, hvað er hægt að gera, hvaða hlut- verki gegna almannavarnir í slíku ástandi? „Almannavarnahlutverkið er að samræma alla öryggis- þjónustu og hjálparstarf viö byggðina. í þessu tilfelli, og öllum öðrum, er þetta tví- skipt. Annars vegar er þaö í höndum almannavarnanefnd- ar svæöisins, sem er lög- skipuð, og við höfum gert í samvinnu viö þá nefnd ákveöna neyðaráætlun sem þeir fara eftir ef svona kemur upp á, sem og þeir geröu á Ólafsfiröi, þannig aö nefndin tekur á sig vandamálin innan byggðarlagsins. Almanna- varnir rlkisins faraeinnig I gang og samræma alla aö- stoö við byggöina, leitast viö aö halda uppi neyðarsam- göngum, neyðarfjarskiptum og flytja til manna þaö sem aö þeir þurfa til þess að styrkja þá, og frá þeim þaö sem þeir þurfa aö koma frá sér, t.d. ef slys hefur átt sér staö. Að þessu unnum viö meðan hættuástandiö var á Ólafsfirði; við sendum þyrlu á svæöiö til þess aö hafa viö- bragðsstöðu, viö tryggóum þeim fjarskipti meö okkar fjar- skiptakerfi ef sfmakerfið bil- aöi, og einnig var lögö áhersla á aö opna veginn um leiö og fært var. Það var gert strax öörum megin frá, en mérskilst aö hinn sé svo illa farinn aö þaö sé margra daga verk aö opna hann. Okkar hlutverk er sem sagt aö gera allt sem þjóðfélagið getur, samræma þær aðgerðir sem þjóöfélagiö hefur upp á að bjóða til aö hjálpa á hættu- svæöum, en almannavarna- nefndin á aö vinna eftir því skipulagi sem viö höfum gert innan byggöarinnar. Almanna- varnanefndin á Ólafsfiröi stóð sig mjög vel um daginn og geröi stóra hluti eftir áfallið.“ — Hvaö er efst á verkefna- skrá ykkar í almannavörnum i þessum málum? „Þaö er þetta hættumat á skriðumálunum, og í kjölfar þess að koma meö tillögur um varnir gegn snjóflóðum og skriöuföllum. Auk þess gætum viö okkur á því aö halda þessum neyöaráætlun- um alltaf á því formi sem rlkj- andi aðstæður gefa mögu- leika til. Viö erum svo líka aö vinna aö því aö styrkja búnaö- arlega og tæknilega veika hlekki í öryggiskerfi þessara svæöa, t.d. hvað snertir fjar- skipti sérhæfös búnaðar og þar fram eftir götunum. Þá eru þjálfun og fræðsla stööugt í gangi hjá okkur. Viö munum t.a.m. dreifa almenningsleiö- beiningarbæklingi inn á öll heimili í þeim byggðum þar sem er snjóflóðahætta um leiö og snjórinn fer aö koma, meö ítarlegum upplýsingum um hvernig fólk á aö bregöast viö ef þaö lendir i snjóflóöi."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.