Tíminn - 09.11.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.11.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM keœ-ai daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. fMwmi 256. tbl. — Fimm+udagur 9. nóv. 1967. — 51. árg. urenst áskrifendur að ItMANUM Hringið ) sima 12323 Viðræðurnar við ríkisstjórnina á lokastigi - vítir gengisfellingarleiðara Morgunblaðsins Hannibal: Engin sanngirni aö oröa okkur viö gengisfellingu KMÞ-Reykjavík, miðvikudag. Meðan viðræðum forustu- manna verkalýðssamtakanna við ríkisstjórnina er enn ekki lokið, geysist Morgunblaðið fram á völlinn með gengisfell ■ • • . ’ - ifllff Hannibal Valdimarsson ingarleiðara, þar sem reynt er að skella ábyrgðinni af hugsan legri gengisfellingu yfir á verkalýðshreyfinguna. Vegna þessara skrifa Morgunblaðsins. sneri Tíminn sér til Hannibals Valdimarssonar, forseta Alþýðu sambands íslands, sem vísaði þessu „snakki“ algjörlega á bug, og sagði að Jeiðarahöfund unum væri nær að líta í barm sinna húsbænda og herra, og gá að því hvort stjórnarstefn an ætti ekki sök á því að gengið er þegar fallið. I»á skýrði Hanni bal Tímanum frá þvi að í fyrra málið yrði viðræðufundur við ríkisstjórnina, og taldi hann „eins og málin blasa núna við“ að viðrrðunum mundi slitið þar með. Lesinn ivar upp í símann fyrir Hannibat kafli úr forystugrein Mórguniblaðsins í dag, en þar segir svo: . . og gæti vel svo farið að grípa yrði til stór- felldrar gengislækkimar, ef af verkföllum yrði. Ábyrgðin af slíktim aðgerðum mundi hvíla með fullum þunga á herðum þeirra, sem forustu hefðu um slfkar verkfallsaðgerðir." Um þetta atriði ..agði Iíanni- bal eftirfarandi: — Ég álít að þetta tal uim gengiísfelling'U vegna þess, hvað verkalýðssamtökin séu óbil- gjörn í þessum efnahagsvanda málum, sé út í hött, og því „snakki“ öllu vísa ég á bug. — En hvað finnst vður um það, að nú, áður en viðræðum við ríkisstjórnina er lokið, skuíi Morgunblaðið boða, að hug^an leg gengisfelling gæti verið verkalýðshreyfingunni að kenna? — Það finnst mér vera mjög óréttmætt og vitavert. Við höfum ekki einu sinni, meðan málin hafa verið á viðræðu stigi við ríkisstjórnina, gert kunnugt um okkar afstöðu i einstökuni atriðum, nema að því er varðar það. að við mund um ekki una því, að vísitölu laust tímabil myndaðist, að við leggöum á það áherzlu, að visitölukerfið væri óslitið. — Þið hafið sem 9agt tailið. að kjaraskerðingin væri næg, þótt verðtrygging á kaupi héldi áfram? — Já, Það er alveg greini- legt, að sjómenn — sem eiga helming aflaverðmætisins — hafa þegar tekið á sig vand- kvæði á móti ríkisvaldinu a. m. k. af aflabresti og verð- fal'li. Og þegar er orðinn sá samdnáttur í atvinnulífi, að verkafólk hefur líka fengið kjaraskerðingu bara vegna minnkandi yfirborgaðrar vinnu og aukavinnu, sem greidd er með álagi. — Þér teljið, að hivað sem líður gengisfellingartali Morg unblaðsins þá ' muni aldrei koma til þess, að hægt verði með nokkri sanngirni að kenna verkalýðshreyfingunni um gengisfellingu" Frannhald á bls. 14. LEIÐTOGAR k HEIMLEIÐ NTB Moskva miðvikudag. Álitið er að flestir þeir Kommúnistaleiðtogar, sem staddii eru í Moskvu vegna byUingarafmælisinis. hafi átt óíormlegar viðræður í dag, og meðal annars rætt þar um al- þjóðlegan fund kommúnista. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu, sendu Kinverjar og Albanir ekki full- trú? á byltingarhátíðina, og sendinefnd Kúbustjórnar hélt heimleiðis frá Moskvu þegar á oriðjudagskvöld, og i morgun sneri sendinefnd Rúmeníu- stjórnar einnig heim. Búizt er við að flestir komm únistaleiðtogar erlendra ríkja fari frá Moskvu á fimmtudags- kvöld eða á föstudag. Það hef- ur '-akið athygli víða um heim, Framhald á bls. 15 Skila áliti sínu í dag EJ iveyKj avík. miðvikudag. Efirnefnd sú, sem undanfarið hei'ui fjallað um verðlagningu landbónaðarafurða og verðlags- grundvöllinn vann að því í dag að ganga frá niðurstöðum sinum. Er talið líklegt, að hiún skili áliti símt á morgun. fimmtudag. • Eysteinn Jónas Tt ‘ \o.y Æ Lúðvik Jón Ármann ESvarS AKFÆRT VERDI UMHVERFIS LANDID FYRIR ÁRIÐ 1974 IGÞ-Reykj avík, miðvikudag. I dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um undirbúning þess að gera ak- fært umhverfis landið. Flutn- ingsmenn eru úr öllum flokk- nm og ellcfn talsins, þeir Ey- steinr Jónsson, Jónas Péturs- son Lúðvfk Jósefsson, Jón Ármann Héðinsson, Eðvarð Sig urðsson Sveinn Guðmundsson, Kristján Thorlacius, Karl Guð- iónsson. Ágúst Þonaldsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Páll Þorsteinsson. í greinar- gerð segir að hér sé nm svo stórfellí þjóðmál að ræða, að setjp ætti það i flokk þeirra mála. sem þjóðin yr®i að vera búin að leysa, þegar hún 1974 minnist ellefu hundrað ára bú- sctu sinnar í landinu. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að sbora á samgöngumálaráðherra að láta gera áætlun um vega- og brúarj gerðii á Skeiðarársandi, sem tengi hringleið um landið, og a hvern hátt afla megi fjár til ið framkvæma verkið. Áætiun þessari skal hraðað eftii föngum, svo að hafa megi hana ti1 afnota við gerð næstu vegáætlunar. T greinargerð segir: Það er skoðun flutnings- manna þessarar tillögu, að tíma ‘>ært sé nú að hefjast handa um undiibúning lokasóknar að þvi marki. að akfært verði um- nvérfis landið. Fjallar þáltill. um, að skorað verði á sam- göngumálaráðherra að láta gera áætlun um vegagerð og brúar- gerð á Skeiðarársandi og tillög ur um, á bvem hátt aflað verði fjár til að framkvæma verkið. Leggja flm. áherziu á, að áætl an' þessari og tillögugerð verði hraðað svo, að hafa megi til afnota við gerð næstu vega- áætlunar. Með byggingu brúarinnar á Jökulsá á Breiðamerkursaudi var stórt skref stigið I þessu máli, og : framhaldi af því byrfti nú einmitt að hefja loka sóknina Verður þá stærsta átakið að leggia akveg um Skeiðarár- sand og brúa vötn þau hin miklu. sem þar renna. Talið er, að meö þeirri tækni, sem menn ráða nú yfir, sé þetta möguiegt. Verður þá spurning- m: Hvernig á að haga þessum tramkvæmdum, hvað kosta þæi og hvernig á að afla fjár til itæirra? Flutningsmenn eru þeirrar skoðunaiv að hér megi miklu til kosta. þvi að engin ein fram Lvæmd af líkri stærð og sú, sem hér kemur til greina, getur valdiö annarri eins þjóðlífs- Dreytingu á íslandi og opnun landleiðarinnar yfir Skeiðarár- sand en sú framkvæmd er stærsti áfanginn af þvi sem eftir er óunnið til þess að <oma hringvegi um iandið. Allt viðhorf til ferðalaga í .andinu rpundi gjörbreytast og aðstæður batna við þessar fram svæmdir ,svo að byltingu mætti kalla Fjárhagslega mundu þessar tramkvæmdir vafalaust verða stórfelldur búhnykkur fyrir ojóðina þvi að þær hlytu að qtórauka ferðamannastráuminn i landinu framvegis, ekki að- eins straum erlends ferðafólks, heldur engu síður ferðalög innlendra manna, og það hefur ekki minm þýðingu. Fátt styð- or betur þjóðarbúskap fram- tíðarinnai en einmitt það, að þjóðin ferðist mikið i sínu Framhald á 15. slðu. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.