Alþýðublaðið - 06.09.1988, Page 1
Þriðjudagur
i. septem
ASÍ og ríkisstjórnin
MINNI LÍKUR
Á SAMRÁDI
Eftir viöræður forystu-
manna ríkisstjórnarinnar og
fulltrúa Alþýöusambandsins í
gær viröast líkur ekki hafa
aukist um samráö vegna
væntanlegra efnahags-
aðgerða. Sú var aö minnsta
kosti skoðun forsætis-
ráðherra eftir fundinn.
Ásmundur Stefánsson lýsti
einnig óánægju sinni meö
ýmis svör ríkisstjórnarinnar
viö framkomnum spurningum
Alþýðusambandsins. Við-
ræðuaðilar ákváðu að meta
niðurstöðu fundarins í sínum
herbúðum áður en ákvcröun
verður tekin um framhaldið.
Skattsvikin
Hvar er
rassían gegn
skattsvikurunum?
Avöxtun
Arið 1987 tók skattrann-
sóknarstjóri færri ný mál fyrir
en árið 1983 — en upphæð
álagningarhækkunar sexfald-
aðist á hinn bóginn að raun-
virði. í fyrra leiddu rannsóknir
til hækkunar um 104 milljónir
króna hjá 104 aðilum —
milljón á kjaft. En skattrann-
sóknarstjóri bendir á að mest
sé þetta vegna bókhalds- og
söluskattseftirlits, enn vanti
mannskap í hinn raunveru-
lega rannsóknarþátt. Sjá jbak
„Ég hef ákveðið að svipta
Pétur Björnsson, viðskipta-
fræðing og eiganda verð-
bréfafyrirtækisins Ávöxtunar,
leyfi til verðbréfamiðlunar um
stundarsakir í samræmi við
ákvæði 17. greinar laga um
veröbréfamiðlun. Ástæðan er
að nú stendur yfir opinber
rannsókn á meintum lögbrot-
um fyrirtækja sem hann er
aðili að og starfar fyrir,“ segir
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
FRÆÐSLUSTJOR-
AR LAGÐIR AF?
I drögum að fjárlögum fyrir
næsta ár er m.a. gerð tillaga
um 1200 milljóna króna lækk-
un útgjalda með skipulags-
breytingum, hagræðingu og
breytingu á reglum um þjón-
ustu og framlög. í ábending-
um nefnda og starfshópa er
m.a. gerð tillaga um að sam-
eina stofnanir, sem vegna
eðlis og aðstöðu eiga sam-
leið og er talið hagkvæmt að
fella saman. Þar munu m.a.
vera uppi hugmyndir um að
fella Almannavarnir ríkisins
og Veiöieftirlitiö undir Land-
helgisgæsluna. í þessum
hugmyndum mun einnig fel-
ast tillaga um að leggja niður
fræðslustjóraembættin.
í tillögunum kennir margra
grasa s.s. að leggja niður
starfsemi eða færa hana til
aðila utan ríkiskerfisins og
að fresta fyrirhugaðri aukn-
ingu ríkisumsvifa með því að
breyta starfsáformum og
gildistöku laga um nýja starf-
semi ávegum ríkisins. Dæmi
um slíkt eru ákvæði um fram-
haldsskóla. Þá eru hug-
myndir um að hagræða i
starfsemi og rekstri með til-
flutningi verkefna á milli
stofnana og fækkun þeirra
s.s. með þvi að færa Al-
mannavarnir og Veiðieftirlit
til Landhelgisgæslunnar og
ennfremur að sameina stofn-
anir og einfalda skipulagið.
Þar munu menn m.a. hafa
augastað á fræðslustjóra-
embættunum.
Stefnt er að niðurskurði,
sparnaði, hagræðingu og
tekjuöflun upp á 5 milljarða
miðað við núverandi drög aö
fjárlagafrumvarpi. M.a. er
áformað að koma við hækk-
un á sértekjum ríkisstofnana
af þjónustu og aðstöðu sem
þær veita. Ábendingar hafa
komið fram um að stofnun-
um, sem reknar eru með
ríkisframlagi til viðbótar við
eigið aflafé, verði ákveðið
fast framlag en starfi að öðru
leyti sjálfstætt og á eigin
ábyrgð og að skipulag og
rekstur sjúkrahúsa og lækna-
þjónustu verði endurmetið
með tilliti til hagræðingar og
lækkunar á tilkostnaði. Er
mönnum þar starsýnt á
Landakotsskýrsluna vegna
verktakastarfsemi lækna, til-
vísunarkerfis og síaukin rann-
sóknarverkefni lækna. Þá
mun einnig eiga að ná niður
lyfjakostnaði.
Viðskiptaráðherra sviptir Pétur Björnsson
leyfi til verðbréfamiðlunar. Jón Sigurðsson
vísar gagnrýni Ólafs Ragnars á bug og segir
hann slettireku í málinu.
herra í samtali við Alþýðu-
blaðið. í gær lokaði bankaeft-
irlitið Ávöxtun að beiðni eig-
endanna vegna gifurlegrar
innlausnar verðbréfa sem
sjóðurinn á útistandandi.
„Verðbréfamiðlunarleyfi
Péturs Björnssonar var vegna
Ávöxtunar sf., verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf. og rekstrar-
sjóðs Ávöxtunar hf. og eftir
að þetta leyfi hefur um
stundarsakir verið fellt niður
þá er þessum aðilum óheim-
ilt að annast verðbréfamiðl-
un. Ákvörðunin um þessa
leyfissviptingu er tekin í
kjölfar ákvörðunar ríkissak-
sóknara um að hefja opin-
bera rannsókn á rekstri og
starfsemi þessara fyrirtækja
á grundvelli athugunar
bankaeftirlits Seðlabanka ís-
lands sem staðið hefur um
nokkurra mánaöa skeið,“
segir Jón Sigurðsson.
„Málflutningur Ólafs
Ragnars Grimssonar um
þetta er því fjarstæöukennd-
ur,“ segir haun en i gær sendi
Ólafur Ragnar frá sér yfir-
lýsingu þar sem viðskiptaráð-
herra var gagnrýndur fyrir að
hafa ekki fyrr tekið í taumana
með athugun bankaeftirlits-
ins. „Ólafur er þarna að reyna
að vinna sér athygli með því
að velta sér upþ úr vandræð-
um annarra. Framganga
bankaeftirlitsins og annarra
opinberra aðila er óumdeilan-
lega í góðu lagi. Hitt ersvo
annað mál að ég legg nú
mikið kapp á að vandaðri lög-
gjöf um verðbréfasjóðina
verði sett þegar í haust.
Frumvarpið er þegar fullbúið
og í þvi felast öruggari eftir-
lits- og upplýsingaákvæði.
Löggjöf girðir þó því miður
ekki fyrir öll vandræði af
þessu tagi og þótt þau hefðu
verið sett að bragði, hefði
það engu breytt um efnis-
atriðin í þessu tiltekna máli.
Sá straumur þeirra sem áttu
þarna inni sparifé, til þess að
fá þaö endurgreitt, eftir að
órói var vakinn í málinu,
hefur áreiðanlega komið öll-
um ( meiri vandræði en þörf
var á. Vil ég þó ekki draga úr
því að þarna hafi verió pottur
brotinn. Ég vil ekki gera þetta
mál að deilumáli á milli mín
og Ólafs Ragnars en tel að
hann hafi verið slettireka í
þessu máli,“ segir Jón
Sigurðsson.
Olafur V. Noregskonungur kom til íslands í gær í opinbera heimsókn.
Eftir hádegisverö með forseta íslands hélt Ólafur i móttöku fyrir landa
sina aö Hótel Sögu og var meðfylgjandi mynd Magnúsar Reynis tekin
við það tækifæri. Um kvöldið var siðan á dagskrá kvöldverðarveisla á
Bessastöðum.