Alþýðublaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 6. september 1988
MPÍÐUBLMÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaöur
helgarblaös:
Blaðamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttirog Ómar
Friöriksson.
Þórdís Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga.
AÐ LOKNUNI AÐALFUNDI
STÉTTARSAMBANDS
BÆNDA
Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk um helgina. Stéttar-
sambandið heldureins og hver önnur hagsmunasamtök í þessu
landi árvisst samkomur til að minna á tilverurétt sinn. Þær.sam-
komur breyta í sjálfu sérekki framvindunni, og sjaldnast komast
menn að öðrum niðurstöðum en þegar eru gefnar. Niðurstöðum
sem sagan hefurskráð. Þannig erog um Stéttarsambandsaðal-
fundinn. Þar hafa menn að venju haft „verulegar áhyggjur" af því
sem erað gerast í landbúnaðinum. Fyrirfundinum lágu m.a. þær
upplýsingar að þjóðin borðaði minna kindakjöt en áður og að
bændum, sem hefði verið vísað á nýgreinar í landbúnaði vegnaði
illaog væru á kafi í skuldum. Refarækt var fyrir tveimurárum tal-
in vonlaus iðja, vegna þess einfalda lögmáls aö hrökkvi tekjur
ekki til fyrir kostnaði, aukast skuldir. í dag eiga margir refabænd-
ur von á því að sjá nöfn sín á prenti í Lögbirtingablaðinu, verði
ekkert að gert. Við þeim blasir gjaldþrot.
Landbúnaðarstefnu þjóðarinnar ætti líka aö vera fyrir löngu
búið að lýsa gjaldþrota. I fjölda ára voru bændur og búalið hvött
til að framleiða meira, en neytendur gátu alls ekki innbyrt allt
sem var framleitt, og með breyttum lífsháttum, fóru íslendingar
aó borða annað en lambakjöt. Gífurlegar fjárfestingar í landbún-
aðinum í áratugi skiluðu ekki tekjum til bænda í samræmi við til-
standið. Kerfið tók seint við sér og illa, og það var erfitt að víkja
af braut og draga úr framleiðslu. Seinast tóku milliliðirnir í kerf-
inu við sér, því að þeir hafa sitt á hreinu. Rétt sambönd við Sam-
bandið hafaséð fyrirþví. Milliliðirnir, sölustarfsemi og markaðs-
mál öll eru í dag i hróplegu ósamræmi við þarfir neytenda og
skammta bændum smánarkjör.
Aðalfundur Stéttarsambandsins svaraði þvi ekki, hvernig beri
að leysa vanda landbúnaðar. Á fundinum var m.a. fellt að reyna
að hlúa að minni sláturhúsum, þó að vitað sé að neytandinn vilji
kjötið ferskt á markað og allan ársins hring, og það séu einmitt
smáu sláturhúsin sem geti sinnt þessum þörfum. Forystumenn
bænda á aðalfundinum vildu miklu frekar styðja við það gamla
kerfi, sem tryggiráfram aö gamalt kjöt séávallt til staðar, og ríkið
greiði hundruð milljóna fyrir geymslu á því í frystihúsum út um
allartrissur. í dag eru birgðirkindakjöts um þúsund tonn. Birgðir
sem væntanlega verða geymdar langt fram á vor, þar til þeim
verður fleygt eða þær seldar niðurgreiddar ofan í útlendinga.
Helsta svar aðalfundarins við vandanum var sá að það beri að
hyggja aö nýjum búvörusamningi, þegar sá sem nú er í gildi
rennurút 1992. Fram að þeim tímamunu bændurslátún og hirða
vitandi vits að halli enn frekar undan fæti.
VINÁTTUHEIMSÓKN
m
Olafur fimmti Noregskonungur sækir ísland heim þessa dag-
ana. Fyrir meira en fjórum áratugum kom hann í heimsókn sem
krónprins áSnorrahátíð. í dag heldur konungurásamt fylgdarliði
í Reykholt í Borgarfirði, en þar verður um ókomna framtíð aöset-
urfyrir fræðimenn, sem vilja nema norræna tungu og sögu. Þaö
fer vel á því. Snorri Sturluson er ókrýndur konungur sagnaritunar
/og tengir menningu Noregs og Islands órjúfanlegum böndum.
Megi heimsókn Ólafs konungs örva samskipti norrænna vina-
þjóða.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
„Meiriháttar fjármálaleg afglöp“
kallar Alfreð Þorsteinsson sölu
Granda.
BORGARAFLOKKUR-
INN er ekki mjög áberandi í
stjórnmálaumræðunni. Þing-
menn hans reyna þó að sinna
grasrótinni eftirfremsta
megni. Oddviti flokksins á
Suöurlandi, Óli Þ. Guðbjarts-
son skrifar í Dagskrána á Sel-
fossi, sem fer víða um kjör-
dæmi Óla Þingmanns. Óli
leggur út af kvæði Grims
Thomsens um staka báru
sem eigi er ein stök. Óli segir
að efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar séu hver annarri
verri:
„Þegar rikisstjórnin lagði
fram sitt fyrsta frumvarp til
fjárlaga árid 1988 voru hyrn-
ingarsteinarnir tveir — fast
gengi og hallalaus fjárlög —
auðvitað á grundvelli aðhalds
og sparnaðar!
Þessi markmið voru básún-
uð um allt þjóðfélagið í hinni
magnþrungnu fjölmiðlun
allra rása Ijósvakans sem og
gjörvallri stjórnarpressunni.
Hvernig átti almenningur
að gruna að þeir, sem þannig
lýstu vilja sínum og höfðu til
þess öruggan þingmeirihluta
næðu að standa við hvorugt
þessara meginmarkmiða?
Álögur á almenning og
atvinnulíf jókst um 50% á
milli áranna 1987 og 1988 eða
um röska 20 milljarða króna
og hvernig átti nokkurn að
óra fyrir þvi, að slík fádæma
skattaaukning nægði ekki til
að ná hallalausum ríkissjóði?
Og það með þetta ráðdeildar-
fólk í forsvari á hverjum pósti
Sjaldan er ein báran stök, segir
Óli Þ. Guöbjartsson um aðgerdir
rikisstjórnarinnar.
— ellefu ráðherra og hver
þeirra með sérhæfðan að-
stoðarmann til þess að halda
aftur af sér og forðast freist-
ingar.“
Og framundan er enn meiri
öldugangur spáir Óli Þ. Guð-
bjartsson:
„Og nú er komið fram um
höfuðdag. Forstjórar hafa
sagt fyrir um næstu kenni-
leiti i efnahagsstjórnuninni.
Niðuríærslan er náðarmeðal-
ið.
En því miður bendir margt
til þess, að þeir sem örlögum
ráða i þessum efni ætli enn
að þrjóskast við að höggva
að rótum meinsins þ.e. að af-
nema sjálfvirkni vísitölu láns-
kjara og skila matarskattin-
um með tilheyrandi sam-
drætti í óráðsíu rikiskerfis-
ins.
Hætta er á að enn verði
nokkurt bil milli orða og
athafna. Fólk kom saman fyr-
ir fáum dögum í Sjálfstæðis-
húsinu í Reykjavik og ræddi
þar m.a. um að finna yrði
leiðir til að vernda þá sem
lægstar hefðu tekjurnar.
Að því loknu voru gefin út
bráðabirgðalög, sem m.a.
lækkuðu laun bænda um
6-10% þegar í stað — skerð-
ing, sem þeir einir stétta hafa
enn þurft að þola.
Efasemdir þeirra, sem ótt-
ast að meðalið verði mein-
semdinni verra eru vissulega
skiljanlegar.
Og engan furöar þegar
efnahagsstjórn seinustu
mánaða er vegin og metin þó
óttinn við hið fornkveðna
vaki í margra hug.
„Eigi er ein báran stök
ein er síðust og mest...“
FÉNGU Hvalur hf. og þau
önnur fyrirtæki sem keyptu
Granda af borgarstjóra um
daginn, hluta af Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunni og
Essó í kaupbæti? Alfreð Þor-
steinsson, varaborgarfulltrúi
spyr þessa í Tímanum á
föstudag. Alfreð segir m.a.:
„Borgin kemur vægast
sagt mjög illa út úr þessu
fjárhagslega. Til að hægt
væri að stofna fyrirtækiö
Tagði borgarsjóður á sínum
tíma fram 212 milljónir króna
og ef sú upphæð er fram-
reiknuð með lánskjaravisitölu
að viðbætuum 5% vöxtum
nemur hún um 410 milljónum
króna. Það má því segja að
með því að selja hlut borgar-
innar á 500 milljónir sé verið
að kasta þessum 410 milljón-
um, sem skattgreiðendur
hafa pungað út, út um glugg-
ann. Þarna er nánast verið að
gefa einkaaðilum Bæjarút-
gerðina gömlu fyrir slikk,
kannski 100 milljónir, og þar
ofan á kemur eignarhluturinn
í sildar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni og Esso.“
„Afglöp“ kallar Alfreð söl-
una:
„Það sem hér hefur gerst
eru meiriháttar fjármálaleg
afglöp sem borgarstjóri ber
að stærstum hluta ábyrgð á.
Þá mætti spyrja: Hefur eitt-
hvað áunnist með samein-
ingu BÚR og ísbjarnarins fyr-
ir sjávarútveginn í Reykjavik
eins og til stóð með stofnun
Granda? Það sem blasir við í
dag er að það hefur aldrei
ríkt meiri óvissa varðandi
þessa atvinnugrein en nú.
Það er kjarni málsins.
Þegar Grandi var stofnaður
var starfsfólki fækkað um
þriðjung og útgerð og fisk-
vinnsla hefur ekki verið jafn
lítil í Reykjavík í áratugi.“
Segir Alfreð Þorsteinsson
borgarf ulltrúi.
3000 sjálfboðaliðar vinna
hjá breskum sorgarsamtök-
um sem leiðbeinendur. For-
maður samtakanna var hér á
ferð fyrir stuttu og flutti með-
al annars fyrirlestur um sorg
og sorgarviðbrögð. Morgun-
blaðið hefur þetta m.a. eftir
Parkes þessum:
„Oft reynist erfitt að sætta
sig við missi ástvinar, ekki
síst ef missinn ber brátt að.
Það er ekki óalgengt að við-
brögð fólks einkennist af
reiði og sektarkennd. Margir
þjást af sektarkennd og
finnst þeir hafa brugðist
þeim látna. Reiðin gerir oft
vart við sig hjá syrgjendum
en fólk reynir frekar að dylja
reiöina því að það þykir ekki
viðeigandi að vera reiður út i
látinn mann. Stærstu mistök
flestra syrgjenda eru að
reyna að dylja tilfinningar
sínar og láta sem ekkert sé.
Reiðin er til dæmis hvorki
góð né slæm í sjálfri sér en
hana má virkja til góðs.“
Einn
með
kaffinu
Þingmaðurinn hélt fund í kjördæminu. Hann gerði
sig dálítið breiðan og sagði:
— Þegar ég fluttist úr héraðinu og til Reykjavíkur átti
ég ekkert nema 50 krónur sem hann Siggi á Holtabakka
lánaði mér. En nú held ég að Siggi sé látinn, en ég er
kominn aftur fjáðari en þegar ég fór héðan!
Ellihrumur maður stóð upp aftast í salnum og kallaði
skrækri röddu:
— Ég er nú enn á lífi góði!
Þingmaðurinn svaraði í fáti:
— Siggi minn, hvernig væri að þú lánaðir mér aðrar
50 krónur svo ég geti borgað þér hundrað kallinn sem
ég skulda þér?!