Alþýðublaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 10. september 1988 1* LEIBIR ALÞÝOU FLOKKSINS Þingflokkur og ráðherrar Alþýðuflokksins hafa að undanförnu fjallað um efnahagsvand- ann, ágreininginn í ríkisstjórninni og leiðir til lausnar. Alþýðublaðið birtir hér áherslu- atriði þingflokksins, úrrœði ráðherranna og mat á áhrifum tillagnanna. Áhrif tillagna Alþýðuflokksins NIÐURFÆRSLA VERÐRÓLGU OG ATVINNUÖRYGGI Tilgangur ráðstafana í efnahagsmálum sem ráðherr- ar Alþýðuflokksins hafa lagt til að gripið verði til nú þegar er að færa niður verðbólgu og vexti, bæta afkomu út- flutningsgreina, einkum frystiiðnaðarins, og treysta atvinnuöryggi í landinu. Jafn- framt stuðli þær að lækkun fjármagnskostnaðar heimil- anna og treysti fjárhags- grundvöll þeirra. í greinargerð segir: Þessar ráðstafanir ieysa ekki til frambúðar þann efnahags- vanda sem við er að etja og annars vegar má rekja til óhóflegrar þenslu í þjóðar- útgjöldum og versnandi ytri skilyrða þjóðarbúsins undan- farin misseri en hins vegar til breytinga sem eru að verða á grundvallarskipulagi atvinnu- hátta í landinu. Ráðstöfunum þessum er ætlað að rykkja verðlagsþróuninni af því verð- bólguhjóli sem hún hefur snúist á að undanförnu. Þær eru hugsaðar sem nauðsyn- leg undirstaða markvissrar stefnu i ríkisfjármálum og lánsfjármálum sem miðar að betra samræmi milli þjóðar- útgjalda og þjóðartekna en verið hefur og þar með að minni viðskiptahalla og minni erlendri skuldasöfnun en hér hafa verið landlæg. Stöðugleiki í efnahagsmálum er einnig forsenda þess að nýsköpun og framfaravið- leitni í atvinnumálum dafni. Ákaflega brýnt er að Alþingi afgreiði fjárlög fyrir árið 1989 með tekjuafgangi og að láns- fjárlög fyrir næsta ár miðist við strangt aðhald að erlend- um lántökum. Einnig er mikil- vægt að rikisstjórn og Al- þingi horfist i augu við breyttar þróunarforsendur atvinnulífs í landinu og móti skynsamlega umgjörð laga og reglna sem tekur mið af þeim breytingum. VERÐBÓLGA Verðlagsspár sem gerðar voru í lok ágúst sl. bentu til þess að vísitala framfærslu- kostnaðar myndi hækka um tæplega 8% fram í febrúar á næsta ári, eða um 16% mið- að við heilt ár. Jafnframt bentu spárnar til að árshraði verðbólgu á fyrsta fjórðungi næsta árs yrði um 13%. í þessum spám var reiknað með óbreyttu gengi krónunn- ar en að innlendur kostnaður myndi halda áfram að hækka. Þessar forsendur voru í reynd mjög hæpnar þannig að full- yrða má að spámar sem byggóust á þeim hafi gefið til kynna minni verðbólgu en í raun mátti búast við að óbreyttu. Þannig voru horfur um verðbólgu í reynd án efa á bilinu 20-30% ef ekki enn hærri. Verð- og launastöðvun til 31. janúar n.k. gæti haft í för með sér að framfærsluvísital- an hækkaði ekki nema um tæplega 41/2% frá ágústmán- uði á þessu ári og fram í febrúar á því næsta, eða um tæplega 9% viðað við heilt ár. Þessar verðhækkanir ættu sér stað þrátt fyrir að verð- stöðvun væri í gildi enda verður aldrei komið í veg fyrir allar verðhækkanir yfir jafn- langt tímabil og hér um ræð- ir. Arshraði verðbólgu á mæli- kvarða framfærsluvísitölu í ársbyrjun 1989 samkvæmt þessari spá yrði 6-7%. Áhrif vaxtalækkana eru hér ekki tekin með en ætla má að þau gætu orðið umtalsverð ef vel tækist til með vaxtalækkanir. Verðbólguhraðinn i upphafi næsta árs gæti því jafnvel verið kominn niður í 5-6% og færi siðan lækkandi ef fram- hald yrði á aðhaldsstefnu. KAUPMÁTTUR HEIMILA Launastöðvun til 31. janúar 1989 kemur í veg fyrir 4% almenna launahækkun — 21/2% 1. september sl. og 11/2% 1. desember nk. — sem annars hefði komið til framkvæmda á þessu tíma- bili. Kaupmáttarskerðingin sem beinlínis mætti rekjatil þessarar ráðstöfunar yrði þó mun minni. Eins og kemur fram hér að ofan gæti hækk- un vísitölu framfærslukostn- aðar orðið að minnsta kosti 3-31/2% minni en ella vegna verðstöðvunar á þessu tíma- bili. Bein kaupmátarrýrnun vegna launastöðvunar ætti þvi ekki að verða meiri en 1/2- 1%. Á móti þessari skerð- ingu almenns kaupmáttar vegur sú lækkun vaxta sem að er stefnt auk þess sem kaupmáttartrygging fælist að sjálfsögðu í auknu atvinnu- öryggi vegna bættrar afkomu atvinnuvega. Tilgangur að- gerðanna nú er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að atvinnulif út um allt land stöðvist en á því er hætta ef ekki er tekið ákveðið á vand- anum. Aðgerðirnar munu lækka fjármagnskostnað heimil- anna. Eins og margoft hefur komið fram hefur lækkun nafnvaxta ekki endilega í för með sér lækkun raunvaxta. Á því leikur hins vegar ekki vafi að skuldum vafið fólk hefur hag af því að nafnvextir lækki þótt raunvextir haldist óbreyttir þar sem greiðslu- byrði af lánum sem bera nafnvexti er þeim mun jafnari sem nafnvextirnir eru lægri. Ekki þarf að útskýra hvernig lækkun raunvaxta kemur skuldurum til hagsbóta þótt ekki sé hægt að setja ná- kvæmar tölur við ávinning- inn. Loks mun sú breyting að reikna dráttarvexti sem dag- vexti í stað þess að reikna þá fyrir einn mánuð í senn komi skuldurum meö þunga greiðslubyrði til góða. Til að endar nái saman í ríkisfjármálum þarf án efa að koma til frekari skerðing kaupmáttar — og þar með samdráttur þjóðarútgjalda — en nefnd var hér að ofan. Henni verður hins vegar að koma i kring með vel völdum aðgerðum sem hlífa hinum tekjulægstu. Þeirri kjara- skerðingu sem er óhjákvæmi- leg við ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum verður að jafna á landsmenn á sann- gjarnan og réttlátan hátt og verja verður kjör hinna tekju- lægstu í samfélaginu gegn- um almannatryggingar og skattakerfi. REKSTRARAFKOMA ÚTFLUTNINGSGREINA Ljóst er að mörg fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnis- greinum eiga við verulega rekstrarerfiðleika að etja. Samkvæmt áætlunum Þjóð- hagsstofnunar virðist vand- inn vera mestur í frystingu en í þeirri grein gæti verið um tap að ræða sem jafngildir rúmlega 8% af tekjum á heilu ári miðað við ríkjandi aðstæður. Ráðherrar Alþýðu- flokksins leggja til að þessi sérstaki vandi frystingarinnar verði tímabundið leystur með verðjöfnun úr frystideild Verðjöfnunarsjóðs sjávarút- vegsins. Verð á ferðfiski er um þessar mundir 11-12% lægra aðraungildi í erlendri mynt en það var að jafnaði í fyrra. Auövitað hefði verið eðlilegt að Verðjöfnunarsjóð- ur sjávarútvegsins drægi úr áhrifum þessa verðfalls meö greiöslu verðbóta. Því miður er freðfiskdeild sjóðsins tóm þar sem ekki var safnað í hana á undanförnum upp- gangsárum. Til þess að gera sjóðnum nú kleift að greiða verðbætur á freðfisk er því nauósynlegt að heimila hon- um að taka innlent eða erlent lán með ríkisábyrgð. Fjárhæð lánsins verði miðuð við aö hún dugi til að bæta tap frystingarinnar í fimm mán- uði en samkvæmt áðurnefnd- um áætlunum er tap frysting- arinnar á heilu ári rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þessi til- laga byggist að sjálfsögðu á því að verð á freðfiski á Bandaríkjamarkaði muni fara hækkandi á ný á næstu miáserum. Gera má ráð fyrir því að svo fari þegar áhrifa mikilla þurrka í Bandaríkjun- um á liðnu sumri fer að gæta í matvælaverði. Aðrar ráðstafanir sem kæmu fiskvinnslunni í heild til góða eru frestun á ákvörð- un fiskverðs til 31. janúar 1989 og heimild til Seðla- banka til að ákveða vaxtamun innlánsstofnana á afurðalán- um. Þá myndu fyrirtæki i öll- um greinum atvinnulífsins njóta þeirra vaxtalækkana sem að er stefnt. Flest fyrir- tæki í landinu eiga örugglega mikilla hagsmuna að gæta í lækkun nafnvaxta og dag- vaxtareikningi dráttarvaxta. Hér kemur til að þessi fyrir- tæki eiga ekki eingöngu við rekstrarvanda að stríða held- ur einnig og kannski ekki síð- ur greiðsluvanda. Lækkun raunvaxta myndi örugglega bæta rekstrarafkomu flestra fyrirtækja en óvíst er hversu mikill sá bati yrði. Þessi óvissa á sérstaklega við um fyrirtæki í sjávarútvegi þar sem stærsti hluti lána þeirra er erlendur að uppruna. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Halli á viðskiptum við önn- ur lönd stefnir að óbreyttu í að verða 4-5% af landsfram- leiðslu á þessu ári og enn meiri á því næsta. Með því stefndi erlend skuldasöfnun í óefni. Þær aðgerðir sem Al- þýöuflokkurinn leggur til að ákveðnar verði þegar í stað slá á viðskiptahallann með samdrætti í almennri eftir- spurn. Þær duga hins vegar ekki einar sér til að koma böndum á viðskiptahallann. Það er ekki síst í þessu Ijósi sem aðhald i ríkisfjármálum og lánsfjármálum er nauð- synlegt. Launa- og fjármála- stefna næstu misseri verður að miðast við aö halli á við- skiptum við útlönd í hlutfalli við landsframleiðslu árið 1989 verði helmingi minni en í ár. AHERSLUATRIOI ÞIN6FL0KKSINS Þingflokkur Alþýðuflokks- ins samþykkti á fundi sínum 26. ágúst sl. eftirfarandi: I hvaða leið sem nú verður val- in til að takast á við aðsteðj- andi efnahagsvanda þarf að leggja mikla áherslu á eftir- farandi atriði: 1) Tryggja verður að óhjá- kvæmilegri kjaraskerðingu vegna aðgerða, sem framund- an eru, verði jafnað á lands- menn á sanngjarnan og rétt- látan hátt. 2) Verja verður kjör hinna tekjulægstu í samfélaginu gegnum almannatryggingar og skattakerfi. 3) Skattleggja verður fjármagns- tekjur af eigeum hátekju- fólks umfram venjulegan sparnað almennings, a.m.k. til jafns við launatekjur. 4) Koma verður í veg fyrir að greiðslubyrði heimila af hús- næðislánum þyngist. Stefnt verði að lækkun raunvaxta svo fjármagnskostnaður heimila og fyrirtækja geti farið lækkandi með betra jafnvægi í efnahagsmálum. 5) Setja þarf stranga löggjöf um fjármagnsmarkaðinn utan bankakerfisins. 6) Niðurskurður framkvæmda hins opinbera verður að dreifast jafnt á ríki og sveit- arfélög og má ekki verða til þess að auka enn misvægi milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. 7) Lántökuheimildir fjárfesting- arlánasjóða verði takmarkað- ar og Iánveitingar þeirra svo dregið verði úr framkvæmd- um einkaaðiia. 8) Tryggja verður afgang á fjár- lögum fyrir árið 1989 með endurskoðun skattlagningar, róttækri uppstokkun og sam- drætti útgjalda og hertum Tillögur Alþýðuflokksins byggja m.a. á áhersluatri fundi þann 26. ágúst s.l. TILLÖGUR RÁ Til þess að færa niður verðbólgu og vexti, bæta rekstrarafkomu útflutnings- fyrirtækja, tryggja atvinnu- öryggi og eyða óvissu í efna- hagsmálum leggja ráðherrar Alþýðuflokksins til að ríkis- stjórnin ákveði ráðstafanir sem komi þegartil fram- kvæmda. í þessu skyni verði sett bráðabirgðalög eftir því sem þörf krefur. Ákvarðanirn- ar eru: VERÐSTÖÐVUN 1) Verðstöðvun á grundvelli 7. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viö- skiptahætti framlengist til 31. janúar 1989. LAUNA- OG BÚVÖRUVERÐ- STÖÐVUN 2) Gildistlmi bráðabirgðalaga nr. 74/26. ágúst 1988 um frestun á hækkun launa og búvöruverðs framleng- ist til 31. janúar 1989. FRESTUN Á FISKVERÐS- ÁKVÖRÐUN 3) Lágmarksverð þaö sem ákveðið var með tilkynn- ingu Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, dags. 3.júnl 1988, framlengist til 31. janúar 1989. VERÐJÖFNUN TIL FRYSTI- IÐNAÐARINS 4) Stjórn frystideildar Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins verði heimilt að taka innlent eða erlent lán meö ríkisábyrgð að fjárhæð 550 milljónir króna. And- virði lánsins skal nota til greiðslu verðbóta úr hinni almennu frystideild sjóðs- ins og skal við ráðstöfun þess tekið sérstakt tillit til afkomu frystiiðnaðarins. LÆKKUN VAXTA OG FJÁRMAGNSKOSTNAÐAR 5) Seðlabankinn reikni drátt- arvexti eigi sjaldnar en mánaðarlega og birti þá í Lögbirtingablaðinu. Þessir dráttarvextir skulu gilda næsta mánuðinn eða þar til næsta tilkynning er birt aðgerðum gegn skattsvikum. Með þeim efnahagsaðgerðum sem nú eru í undirbúningi er stefnt að því að skapa skilyrði fyrir efnahagslegan stöðugleika á næstunni. Stöðugleiki í efna- hagsmálum er hvort tveggja í senn forsenda þess að takast megi að laga þjóðarbúskapinn að versnandi ytri skilyrðum und- anfarin misseri og grundvöllur nýrrar framfarasóknar og bættra Iífskjara a næstu árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.