Alþýðublaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 21. september 1988 MUIMM Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnádóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. SIGUR SÆNSKRA JAFNAÐARMANNA Jafnaðarmenn unnu mikinn kosningasigur í Svíþjóö í nýafstöðnum þingkosningum og hlutu 43.7% atkvæðaog 157 þingmenn. Sænskum sólíaldemókrötum hafði verið spáð miklu fylgistapi, en niðurstaðan reyndist hins vegar vera sú að jafnaðarmenn töpuðu aðeins einu prósenti frá fyrri kosningum og verður það að teljast mjög góður árangur miðað við skoðanakannanir og erfið mál sem flokkurinn hefur þurft að þreyja í fjölmiðlum á undan- förnum misserum. Kommúnistum vegnaði einnig vel í kosningunum, og fengu 21 þingmann kjörinn, þannig að samanlagt hlutu þessir tveir flokkar 178 þingsæti af 349. Borgaralegu flokkarnir biðu mikið afhroð í kosningunum; Hægriflokkurinn fékk 66 þingmenn og tapaði 10 þing- mönnum, Þjóðarflokkurinn hlaut 44 þingmenn og taþaði 8 þingmönnum og Miðflokkurinn hlaut 41 þingmann. Græningjar fengu ekki hinn mikla sigur sem þeir höfðu vonast eftir samkvæmt skoðanakönnunum og komu 20 mönnum á þing. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra og leiótogi jafnaðar- mannaverður því áfram við stjórnvölinn í Svíþjóð. Hann og sænskir jafnaðarmenn geta verið ánægðir með þann árangur sem flokkur sósíaldemókrata hefur sýnt í kosn- ingunum. Enn einu sinni hafa sænskir jafnaðarmenn sannað að þeir eru kjölfestan í sænsku stjórnmála- og þjóðlífi, og þótt borgaraleg öfl skjótist stundum upp áyfir- borðið, er öryggið og festuna í sænsku þjóðfélagi að finna í hugmyndum og stefnu jafnaðarmanna. Vandi sænskra jafnaðarmanna í undangengnum kosningum er ekki fylgi, heldur þátttaka kjósenda sem hefur farið minnkandi með árunum. Efling stórborga og dreifðari byggðir hafa einnig sett strik í reikninginn og gert það m.a. að verkum að skoðanakannanir hafa sýnt hnignandi fylgi sósíaldemó- krata. Erfið fjölmiðlamál þar sem forystu jafnaðarmanna hefur verið velt upþ úr margvíslegum ásökunum og ákúrum, hafa einnig þótt líkleg til þess að draga úr fylgi Sósíaldemókrataflokksins. Sænskir jafnaðarmenn hafa löngum stuðst viö Kommúnistaflokkinn við myndun meirihlutaríkisstjórnar. Þrátt fyrir innri klofning Kommúnistaflokksins fékk flokkurinn nægjanlegt magn atkvæðatil aðtryggjaþessum tveimurflokkum meirihluta á þingi. Því hefur stundum verið fleygt, að hinn mikli styrkur sænskra jafnaðarmanna sé í ætt við einræði. lngvar\Carlsson, formaður sænskra jafnaðarmanna og forsæti^ráðherra Svíþjóðar svaraði meðal annars þessari spurnindi í einkaviðtali sem Ingólfur Margeirsson ritstjóri tók við nönn i Stokkhólmi og birtistí Alþýðublaðinu þ. 5. mars sl. Carlsson sagði orðrétt: „Ég er enginn einræðis- herra. í serhverju máli sem ég vil ná fram, verð ég að fara í gegnum' flokksfund, ríkisstjórn, þingflokkinn og stjórn þingflokksins. Ég þarf því að ná samstöðu um málin hjá fjölda miémunandi fulltrúa ráða og nefnda. Þar að auki á flokkurinn og ég sem formaður mýmarga fundi með full- trúum verkalýðsfélaganna og heildarsamtaka þeirra þar sem strengirnir eru stilltir saman. Ef ég myndi fara að þrýsta á að ná persónulegum skoðunum fram sem lægju utan við stefnumál flokksins, lenti ég fljótlega í miklum vandræðum." Úrslit sænsku þingkosninganna sýna og sanna að jafnaðarstefna sem byggir á lýðræði, frjálslyndi og réttlátri skiptingu þjóðartekna þar sem velferð allra er höfð í huga, er sá mergur sem sænskt þjóðfélag hvílir á. íslenskir stjórnmálamenn jafnt sem kjósendur geta dregið lærdóm af stefnuskrá sænskra jafnaðarmanna og kosningaúrslitunum I Svíþjóð. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Morgunblaðið vill nýja viðreisnarstjórn, en Tíminn og Þjóöviljinn eru ekki alveg vissir hvaða ríkisstjórn þeir vilja. MÁLGÖGN stjómmála- flokkanna skrifa öll um stjórnarslitin, horfurnar í mál- efnum þjóöarinnar og mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Les- endur Alþýöublaösins hafa væntanlega lesiö leiöara blaösins í gær um stjórnar- slitin, og því skal innihaldið ekki tíundað hér á síöunni í annað sinn. Lítum hins vegar á sjónarmið hinna blaöanna. Morgunblaöiö kemst aö þeirri niöurstööu aö heilla- vænlegast sé aö koma á nýrri viðreisnarstjórn. Blaöiö skrif- ar í forystugrein gærdagsins. „Steingrímur Hermanns- son, formaöur Framsóknar- flokksins, hefur fengiö um- boö til stjórnarmyndunar. Hann gerir nú tilraun til þess aö mynda meirihlutastjórn m.a. meö viðræðum viö Al- þýðubandalagið. Það dugar ekki til. Formaður Framsókn- arflokksins verður að fá til viðbótar stuðning, frá Kvennalista, Borgaraflokki eða Stefáni Valgeirssyni. Það liggur í augum uppi, að það mun reynast Steingrími Her- mannssyni ákaflega erfitt að finna grundvöll til myndunar meirihlutastjórnar á vinstri kantinum. Og jafnvef þótt það tækist yrði ekki auðveld- ara að halda fjögurra flokka stjórn saman en þriggja flokka stjórn. Sjálfstæðisflokkur og Borgaraflokkur hafa lýst því yfir, að þessir tveir flokkar séu tilbúnir til að mynda minnihlutastjórn. Það liggur hins vegar ekkert fyrir um, hvort einhverjir flokkar væru tilbúnir til að verja slíka stjórn vantrausti. Forystu- menn Alþýðuflokks og Fram- sóknarfiokks hafa vafalaust leitt hugann að myndun minnihlutastjórnar þessara tveggja flokka. Til þess þurfa þeir líka yfirlýsingu flokks eða flokka, sem tilbúnir væru til að verja þá vantrausti. Farsæiasta rikisstjórn, sem setið hefur á íslandi frá lýðveldisstofnun byggðist á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Nú hefur komið upp harkalegur ágrein- ingur milli þessara tveggja flokka. Sá ágreiningur breytir ekki þeirri grundvallarstað- reynd, að samstarf þeirra um landsstjórn er líklegra til að skila raunverulegum árangri en samstarf nokkurra annarra flokka.“ TIMINN setur málin ööru- vísi upp. Blaðið heldur því fram að það hafi veriö „pen- ingafrjálshyggjan“ sem sprengdi stjórnina. Blaöiö skrifar i forystu- grein í gær: „Hins vegar kom fljótlega í Ijós innan ríkisstjórnarinnar margs konar skoðanamunur um mikilvæg þjóðmál. Fyrst og fremst var tekist á um hin ýmsu afbrigði þeirrar mark- aðs- og peningafrjálshyggju, sem nú er mikilsráðandi í þjóðfélaginu og virðist hafa úrslitaáhrif á stefnu Sjálf- stæöisflokksins um þessar mundir. Átökin um peninga- frjálshyggjuna var hin raun- verulega ástæða þess að þriggja flokka stjórn Þor- steins Pálssonar átti sér ekki lífs auðið. Forsætisráðherra þeirrar stjórnar galt sinni eig- Magnús Ólafsson segir fréttir af landsbyggðinni aðeins uppfyll- ingarefni fjölmiðla. in ríkisstjórn banahöggið, þegar hann hafnaði niður- færsluleiðinni fyrr í þessum mánuði, enda fólust í henni tillögur, sem fóru öndvert á ýmsar hugmyndir frjáls- hyggjumanna." ÞJÓÐVILJINN heldur ekki þá veislu á leiðarasíðu sem búast mætti viö, enda Alþýðubandalagið komiö í stjórnarmyndunarmenúettinn á fullu og greinilega best aö vara sig á jarðsprengjunum. Þjóðviljinn kemst þó aö nokkuð líkri niöurstööu og Tíminn: Aö stjórnarslitin sé afleiöing „gjaldþrots frjáls- hyggjunnar — stefnunnar viö landsstjórnina". Blaöiö skrifar í leiöaranum í gær: „Af hverju féll stjórnin eftir aðeins fjórtán mánaða setu? Það má auðvitað tína til ýms- ar ástæður, ræða fram og til baka um viðburði hins fræga föstudags og finna til per- sónulega erfiðleika forystu- mannanna, — og þegar sagn- fræðingar taka síðar til við sinar skriftir verður litið yfir allt þetta svið. En höfuðástæður þess að stjórnin féll verða ekki fundn- ar i fréttalekum, pólitiskum leikfléttum, persónulegri andúð og öfund, klaufaskap eða snilli einstakra forystu- manna. Stjórnin féll fyrst og fremst vegna þess að hún réð ekki við verkefni sín. Og þau verkefni stjórnarinnar sem hún réð ekki við voru fyrst og fremst að taka til eftir frjálshyggjufyllirí ríkis- stjórnarinnar þar áður og þeirra hagsmunaafla sem henni tengdust. Það frjáls- hyggjuparti kom öllum ágóð- anum af mesta góðæri siðari tima fyrir kattarnef í offjár- festingum, monthúsum, gegndarlausri einkaneyslu hástéttanna og upprisu ný- ríkrar stéttar fjármagnseig- enda og víxlara af ýmsu tæi. Það er dæmigert að þegar timaritið Frjáls verslun tók saman lista yfir ríkustu menn landsins fyrir nokkru var þar ekki aö finna útgerðarmenn eða iðnrekendur. Þar voru aðallega verslunareigendur, — og nýjasta stórstirnið er Herluf nokkur Clausen, sem sagður er hafa eignast hálfan Laugaveginn og bróðurpart- inn af Kringlunni með skuldabréfaviöskiptum. Stjórnarslitin nú eru ekki síst til vitnis um gjaldþrot frjálshyggjustefnunnar við landstjórnina." Svo mörg voru þau orö. MAGNÚS Ólafsson á Sveinsstööum, fréttaritari út- varps í héraði og hlutastarfs- blaöamaöur hjá héraösfrétta- blaðinu Feyki skrifar grein í Tímann í gær (reyndar endur- birt ræða sem flutt var á fjóröungsþingi á Húnavöllum fyrr i mánuöinum), þar sem hann gagnrýnir fréttaritara fjölmiðla úti á landi og beinir jafnframt spjótum sínum aö miölunum sjálfum sem hann segir sýna landsbyggðarfrétt- um lítinn áhuga. Magnús skrifar: „Síðar fór ég að vinna á dagblaði og sat þá á skrif- stofu þess í Reykjavík. Snemma fór ég þar að tala um hvort ekki væri ástæða til að efla skrif um landsbyggð- ina og þótti þá sjálfsagt að ég sæi um þau mál. Fékk ég í hendur langan lista yfir fréttaritara og fór að hringja kerfisbundið í þá. Satt að segja var þetta skrautlegur listi og komu margir af fjöll- um þegar ég hringdi i þá sem fréttaritara viðkomandi blaðs. Það hafði varia nokkurn tima áður verið hringt i þá og margir þeirra voru löngu bún- ir að gieyma því að þeir hefðu einhvern tíma lofað að vera fréttaritarar. Ég sagði að þetta hefði verið skrautlegur listi og örugglega var langt siðan hann var yfirfarinn og endur- nýjaður. Það sá ég best á þvi að erfitt var að ná í ótrúlega marga sem á honum voru, því tækni landssimans er nú ekki orðin slik að unnt sé að ná í þá sem til annarra heima eru fluttir.“ Og síðan segir Magnús: „Þessi reynsla mín af út- varpi og dagbiaði segir mér þetta: Oðru hvoru er gert átak í þvi að fá nýja fréttarit- - ara, en siðan er litið sinnt um að efla þá og hvetja í starfi. Þeirra fréttir eru notaðar þeg- ar annað efni er ekki að fá, nema þá i þeim undantekn- ingartilfellum að þeirra fréttir hljóti náð fyrir augum ráða- mannanna fyrir sunnan og fái gott pláss og mikið vægi. Lítið er gert til þess að virkja þessa fréttaritara og efla þá til dáða, enda í augum margra fjölmiðlamanna fyrir sunnan eru þær fréttir sem frá þeim koma fyrst og fremst uppfyllingarefni. Ég staðhæfi hér og nú aö þetta á við um flesta eða alla fjölmiðlana fyrir sunnan. Það geri ég vegna þess að ég hef I rætt þessi mál viö marga | fréttaritara hjá hinum ýmsu fjölmiðlum. I aðaiatriðum ber | þeim saman um þetta.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.