Tíminn - 19.12.1967, Page 3
ÞRIÐJTJDAGUR 19. desember 1937.
TÍMINN
ALÞINGI FRESTAD TIL
15. JANÚAR 1968
TK-Reykjavík, mánudag.
Annríki hefur verið mikið á Al-
þingi undanfarna daga, þingfund
ir langir og strangir og naumur
tími til athugunar mála í nefnd
um. Frumvrapið um ráðstöfun á
HAFNAR-
FJÖRÐUR
Timann vantar umboðs-
mann i Hafnarfirði frá
næstu áramótum. Upplýs-
ingar í síma 12504.
v
BLÖNDUNGS-
ÍSING OLLI
SLYSINU
FIB-Reykjavik, mánudag.
Fyrir nokkru nauðlenti lítil
flugyél fyrir suinnan Norræna hús
ið hér í Reykjaivík, og hefur þeg
ar veri'5 skýrt frá því ífréttum. í
dag hafði fulltrúi Loftferðaeftir
litsins samlband við blaðið og
skýrði frá því, að bandarískur sér
fræðingur hefði athugað vélina,
og er eina skýringin á slysinu sú,
að um blöndungsísingu hafi verið
a® ræða. en sú tilgáta kom þeg-
ar fram, þegar slysið vildi til.
\
VERÐUR
SR. BJARNI
METSÖLU-
BÓKIN?
SJ-Reykjavík, miánudag.
í dag efndi Tíminn til skyndi
könnunar á því, hvernig bóksal
an stæði nú. Leitað var til all-
margra bókaverzlana hér í bæ og
fengust eftirfarandi niðurstöður.
Telja má nær öruggt að Séra
Bjami verði metsölubókin í ár.
Andrés Björnsson sá um útgáfu
hennar, en höfumdar eru auk hans
Séra Bjarni Jónsson sjálfur, frú
Áslaug Ágústsdóttir, Matthías Jó-
hannessen, Magnús Jónsson og
Sigurbjörn Einarsson. Bókin er
206 síður og_ að auki margar
myndasíður. Útgefandi er Kvöld
vökuútgáfan, Atli Már sá um út-
lit bókarinar og í henni eru
nokkrar teikningar eftir hann.
í öðru sæti kemur bókin Harm
sögur og hetjudáðir eftir Þor-
stéin Jósefsson blaðamann. Bóka
útgáfan Örn og Örlygur gaf þá
bók út.
Einíkur skipherra, skráð af
Gunnari M. Magnúss er í þriðja
efsta sæti. Útgefandi er bóka-
útgáfan Skuggsjá í Hafnarfirði.
gengishagnaði sjávarútvegsins var|
til annarrar umræðu í neðri deild
í gær en nokkrar breytingar höfðu
verið gerðar á frumvarpinu í efri
deild. Þriðja umræða um fjárlög I
fyrir 1968 mun fara fram á morg
un og reiknað er með að þau mál,
Iseim ríkisstjórnin vill fá af-
greidd fyrir jól verðj öll orðin
að lögum á miðvikudag og þingi
verði þá frestað til 15. janúar. Við
þriðju umræðu fjárlaga á morgun
Landhelgisgæzluflugvéliin Sif
fór í ískönnunarflug í gær. Flog
ið var vestur og norður fyrir
Vestfirði. ísinn er nú næst landi
undan Horni. Þar er alliþéttur rek
ís um tólf sjómílur norðuraf.
Þekur ísinn 1'—3/10 af yfirborði
sjávarins. Aðalísröndin er nokkru
norðar, en þegar vestar dregur
beygir hún til suðurs.
Ekki var flogið austur með
norðurströndinni að þessu sinni.
ísinn er á mjög svipuðum slóðum
og síðast er farið var í ískönnun
arflug.
mun fjárveitinganefnd leggja til
10% hækkun á örorkubótum —
og heyrzt hefur að ríkisstjórnin
hafi ákvcðið að verja 50 milljón
um króna til niðurgreiðslu á
mjólk.
Minnihluti sjávarútvegsnefndar
neðri deildar lagði í gær fram
breytingatillögur við frumvarp
ið um ráðstöfun á gengishagnaði
af útfluttum sjávarafurðum. en
gengishagnaður þessi er raun
veruleg eign útvegs-, fiskiðnaðar
og sjómanna. Hlutur sjómanna er
hins vegar lítill sem enginn sam
kvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar
og leggur minnihlutinn, þeir
Björn Pálsson, Lúðvík Jósefsson
og Jón Skaftason til að allt að
40 milljónum króna verði varið
til áhafna fiskiskipa, en margir
sjómenn, sem höfðu miklar tekj
ur á árinu 1966 og greiða sumir
hundruð þúsunda í opinber gjöld ’
á þessu ári af þeim sökum, eru
Framhald á bls. 11.
HAPPDRÆTTID
Eins og kunnugt er verður
dregið 23 desember um 100
vinnmga 1 Happdrætti Fram-
sóknarflokksins. Fólki er
bent á, aS skrifstofa happ-
drættisins er að Hringbraut
30, sími 24480, og þar er hægt
að fá miða og einnig gera
skil fvrir selda miða. Sömuleið
is eru miðai afgreiddir á af-
grsiðsiu Tfmans, Bankastræti
7, og þar er tekið á móti upp-
gjöri fyrir heimsenda miða.
INNBROTA-
FARALDUR
m HELGINA
Stolið var 5 hestum af töðu
og mávastelli
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Innbrptsþjófar höfðu sig
mjög í frammi um helgina og
brutust víða inn. Stolið var
ýmiss konar varningi og sums
staðar voru unnin skemmdar
verk þar sem þessir óboðnu
gestir voru að sniglast um
miðjar nætur. Virðist svo sem
innbrotsmennirnir telji ekki eft
ir sér tíma né erfiði við að
brjótast inn í hús og brjóta þar
og bramla, þótt þessi iðja gefi
þeim iðulega lítið í aðra hönd.
Það eru ekki eingöngu pen
ingar sem þeir fingralöngu virð
ast sækjast helt eftir, ef
marka má þá staði sem þeir
leggja sig niður við að brjót
ast inn í. Til dæmis var í fyrri
nótt stolið fimm hestburðum af
töðu í hesthúsi ofarlega við
Elliðaárnar. Þeir sem þar voru
á ferð komu í tveim bílum,
fólksbíl og vörubíl. Taðan sem
stolið var úr hesthúsinu var
vélibu-ndip og gerði það þjófun
um hægara um vik að koma
henni á bílinn og aka á brott.
Rannsóknarlögreglan biður
þá sem orðið hafa varir við
bílaferðir við hesthúsin við
ofanverðar Elliðaár aðfarar-
nótt sunnudags að gera viðvart.
Síðast liðna nótt var brot-
izt inn í dráttarbraut Daníels.
Þaðan var stolið tveimur út-
varpstækjum og verðmætum
teikniáhöldum.
Aðfararnótt sunnudags urðu
samkomuhús mjög fyrir á-
gengni þjófa og skemmdar-
varga. Brotizt var inn í Hábæ
við Skólavörðustíg. Þar var
stolið einhverju af áfengi, en
ekki er vitað hve miklu. En
aftur á móti voru unnin mik
Framhald á bls. 11.
í mikilli hálku eru
keðjurnar öruggastar
Rætt við BárS Jensson, formann Starfsmannafélags Stætisvagnastjóra
EJ—Reykjavfk, mánudag.
Blaðið ræddi f dag við Bárð
Jensson, formann Starfsmanna
félags Strætisvagnastjóra, nm
„keðjumálið" svonefnda — þ.
e. keðjur og annan öryggisút-
búnað strætisvagna í hálku.
Sagði Bárður, að það væri
krafa vagnstjóra, að keðjur
væru settar á vagnana í mikilli
hálku, a. m. k. að framan. Stræt
isvagnastjórar bæru alla ábyrgð
á farartækjum þcim, er þeir
aka, og því væri það þeirra að
ákveða hvaða öryggistæki
skyldu vera í notkun. Sem
stæði væru keðjur einu örygg
istækin, sem treystandi væri
á í mikilli hálku.
Starfsmannafélagið, sem nú
telur 180—190 félagsmenn, er
hagsmunafélag vangnstjóranna,
en hefur ekki samningsrétt um
kaup og kjör. Bárður Jensson
var kjörinn formaður félagsins
í haust.
Við ræddum fyrst við Bárð
um starfið og vagnana. Sagði
hann, að jsér líkaði starfið að
mörgu leyti vel. Vinnutími
væri stuttur, en kaupið mætti
vera meira.
— En hvað með vagnana?
— Vagnakosturinn er oftast
nógurf en ekki að sama skipi
góður. Þeir eru famir að
ganga úr sér. Ástæðan er,
hversu mjög þeir eru notaðir
og því erfið aðstaða til að sinna
þeim eins og þyrfti.
— Mikið hefur verið skrifað
undanfarið um öryggisútbúnað
vagnanna og keðjur í því sam-
bandi. Hvað vilt þú segja um
það?
— Samkvæmt lögum ber sá
qkumaður, sem ekur vélknúnu
ökutæki, ábyrgð á því, og hann
skal jafnhliða sjá um það,
að allur öryggisútbúnaður öku
tækisins sé í lagi.
Þegar mikil hálka er, teljum
við, að enn sé ekkert til örugg
ara á vagnana en keðjur. Snjó
dekk, sem mikið hafa verið
notuð, koma ekki að gagni i
mikilli hálku. Það er alveg úti-
lokað mál. Ég tel því, að .ekki
sé hægt að nota nema annað
tveggja keðjur eða negld dekk.
— Sumir virðast treysta snjó
dekkjum fullkomlega?
— Ýmis sjónarmið hafa kom
ið fram í þessu máli. Álit ým-
issa ráðamanna, og trygging
artaka, hefur komið fram í blöð
um, en þeir telja að snjódekk
hafi reynzt hagstæðari hvað
öryggi snertir en var hér áður
fyrr, þegar keðjurnar voru not
aðar. Eigi að síður tel ég, að
komið geti kaflar, sem eru ákaf
lega hættulegir. Og þegar þann
ig er ástatt, er ekki hægt að
treysta snjódekkjum. Því tel
ég, að ekki komi annað til
greina, öryggis vegna, en nota
keðjur í slíkri færð.
— Deilt hefur verið um,
hvort þið hafið alltaf fengið
keðjur, þegar þið hafið óskað
þess?
— Ég las það , „Vísi“ um
daginn, að haft var eftir Ragn
ari Þorgrímssyni, að við hefð
um alltaf fengið keðjur þegar
við höfum beðið um þær. Ég
tel, þar sem ég þekki Ragnar
mjög vel, að hann hafi sagt
þetta í algjöru hugsunarleysi,
því að hann hefur ekki haft
Framhald á bls. 11.