Alþýðublaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. nóvember 1988
5
FRÉTTA SK ÝRING
Ómar Friðriksson skrifar s ■
Kreppuský yfir fiskiþingi
Samdráttur og atvinnuleysi vofir yfir
r
• Utflutningsverðmœti sjávarafurða
lœkkar um 2% frá 6% aukningu á
síðasta ári, “ segir sjávarútvegsráð-
herra.
• Uggvœnleg samdráttarþróun í þorsk-
veiðum, “ segir fiskimálastjóri.
• „Afurðaverðið lœkkar enn, “ segir
framkvœmdastjóri SAFF.
• „Atvinnuleysi fer nú að stinga sér
niður, “ sagði Vilhjálmur Egilsson hag-
frœðingur.
Þrátt fyrir björgunarað-
gerðir rikisstjórnarinnar og
millifærslur til bjargar sjávar-
útveginum standa miklir
rekstrarerfiðleikar enn fyrir
dyrum. Hagfræðingur LIÚ
heldur þvi fram að rekstrar-
stöðvun blasi við um 70 fisk-
vinnslufyrirtækjum og 3000
manns eigi þar með á hættu
að missa vinnuna. Þessa niö-
urstöðu byggir hann á af-
komuúttekt Þjóðhagsstofn-
unar.
Þrátt fyrir 800 milljóna kr.
lánsfé úr Verðjöfnunarsjóði
og aðra fyrirgreiðslu úr At-
vinnutryggingasjóði eru enn
á ný aö vakna upp kröfur um
gengisfellingu til að rétta
hag sjávarútvegsins.
Þessi stórbrotni vandi er
eitt aðal umræðuefniö á
Fiskiþingi sem hófst í gær.
Aðilar sjávarútvegs standa
frammi fyrir þeirri staðreynd
að verulegur samdráttur er
nauðsynlegur í veiðum úr
verðmætustu veiðistofnum
okkar þ.e. þorsk, grálúðu og
humar. Á seinasta ári var
sjávarútvegurinn gjöfull, það
fór saman með þenslunni. í
ár hefur flest snúist til verri
vegar, minni afli, lægra verð
á útflutningsmörkuðum og
óheyrilegur fjármagnskostn-
aður samhliða niðursveiflu í
efnahagslífinu.
í ræðu Þorsteins Gíslason-
ar, fiskimálastjóra, við setn-
ingu Fiskiþings í gær kom
fram að á síðasta ári varð
sjávarafli íslendinga meiri en
1,5 rnilljón lestir fjórða árið í
röð. Ársaflinn var 1625 þús.
lestir, sem gaf 41,5 milljarð
kr. í útflutningsverðmæti.
Sagði Þorsteinn að erfitt
væri að spá um heildarafla í
ár en verði svipuð loðnuveiði
og á seinasta ári gæti heild-
araflinn orðið nálægt 1650
þús. lestum.
„í fyrra veiddust 390 þús-
und lestir af þorski. í ár gæti
veiðin orðið um 355 þús. lest-
ir. Þarna er uggvænleg þróun
þegar litið er á verðmætis-
vægi þorsksins sem hefur á
undanförnum árum gefið ná-
lægt 45% af heildarverð-
mæti,“ sagði hann.
Sagði Þorsteinn að að-
gerða væri þörf eigi ekki að
fara eins fyrir okkur og
næstu nágrönnum og kvaðst
þar eiga við hið mikla hrun á
þorsk- og rækjustofnum við
Grænland og Noreg. „Þess
vegna verður þjóðfélagið í
heild að mæta þeirri skerð-
ingu sem felst í því að á
næsta ári verði ekki veitt
meira úr þessum stofnum en
segir í tillögum Hafrannsókn-
arstofnunar," sagði fiskimála-
stjóri.
ÚTFLUTNINGSVERDMÆTI
LÆKKAR UM 2%
í ræðu sinni á fiskiþinginu
í gær sagði Halldór Ásgrims-
son, sjávarútvegsráðherra, að
í ár megi gera ráð fyrir þvi að
útflutningsverðmæti sjávar-
afurða lækki um 2% á föstu
verði — í stað 6% aukningar
á síðasta ári. „Sjávarútvegur-
inn situr því eftir með kostn-
að af þeim lífskjarabata, sem
allur almenningur í landinu
hefur orðið aðnjótandi á
síðustu árum. A sama tima
hafa tekjur sjávarútvegsins
lækkað," sagði ráðherra.
Halldór benti á að þrátt fyr-
ir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
haust sem vissulega bæti af-
komu sjávarútvegsins tíma-
bundið, megi búast við aó
talsverður halli sé enn á
rekstri fjölmargra sjávarút-
vegsfyrirtækja. „Þetta er
vissulega alvarlegt, sérstak-
lega í Ijósi þess, að fyrirsjá-
anlegt er að draga verður úr
afla á næsta ári og hæpið er
að búast megi við miklum
verðhækkunum á erlendum
mörkuðum," sagði hann. „ís-
lendingar standa í fyrsta
skipti í langan tíma frammi
fyrir þeirri staðreynd, að til
verulegs atvinnuleysis geti
komið. Til að svo verði ekki,
þurfum við að sætta okkur
við lifkjaraskerðingu um ein-
hvern tíma, hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Allar um-
ræður um launahækkanir á
næstu mánuðum eru óraun-
hæfar miðað við þær efna-
hagslegu staðreyndir sem við
blasa,“ sagði ráðherra.
Sagði ráðherra að eina
haldreipi fyrirtækja i sjávar-
útvegi væri að leita allra til-
tækra ráða til að lækka til-
kostnað.
AFLI SKORINN NIÐUR
Hvaða aflahorfur blasa þá
við fyrir næsta ár? Ráðherra
kvað nauðsynlegt að minnka
afla í öllum helstu stofnum
og vísaði þá til tillagna Haf-
rannsóknarstofnunar. Ekki
gaf hann þó neina samdrátt-
artölur í því sambandi. Haf-
rannsóknarstofnun segir að
heildarafli á þorski megi ekki
fara yfir 300 þús. lestir á
næsta ári. Ráðherra segir að
svo mikill samdráttur sé ill-
mögulegur miðað við ástand
efnahagsmála en nauðsyn-
legt sé að dregið verði úr
þorskveióum svo sem kostur
er.
Hafrannsókn leggur til að
hámarksafli af karfa verði 75
þús. lestir. Ráðherra sagði í
gær að nauðsynlegt verði að
draga úr karfaafla með svip-
uðum hætti og gildir um
þorskinn.
Tillögur Hafrannsóknar-
stofnunar vegna grálúðu mið-
ast við 30 þús. tonn en i ár
bendir flest til að heildarafl-
inn geti orðið um 50 þús.
lestir. Ráðherra segir að
þarna sýnist óhjákvæmilegt
að stemma stigu við ásókn í
grálúðustofninn.
Hafrannsókn hefur lagt til
að úthafsrækjuafli á næsta
ári verði 20 þús. lestir (veiði-
heimildir í ár miðast við 36
þús. tonna heildarafla). Ráð-
herra segir óhjákvæmilegt að
minnka veiðiheimildir veru-
lega á milli ára.
I sumar var úthlutað 398
þús. lestum af loðnu til is-
lenskra loðnubáta. Sú úthlut-
un miðaðist við 500 þús.
lesta heildarkvóta. Nýverið
lauk endurmælingu á loðnu-
stofninum og er lagt til að
heildarkvótinn verði aukinn
um 360 þús. lestir og af þvi
magni koma 306 þús. tonn í
hlut íslendinga. „Heildar-
loðnukvótinn á þessari vertið
er því nokkru minni en á
þeirri síðustu en talið er
nauðsynlegt að farinn verði
nýr rannsóknarleiðangur um
næstu áramót sem vonandi
leiðirtil jákvæðari niður-
stöðu,“ sagði ráðherra á
fiskiþinginu í gær.
BJÖRGUNARAÐGERÐIR
DUGA EKKI
Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands-
frystihúsanna, sagði á Fiski-
þingi i gær að afurðaverð
hefði lækkað mjög á þessu
ári og nú bendi ýmislegt til
að botninum sé náð. Því
megi helst búast við að verð
fari hækkandi aftur á næstu
misserum. „Ekki á þetta þó
við um alla markaði. Verðið i
Sovétrikjunum er tæpt og i
Japan er verðió enn að
lækka,“ sagði hann. Hann
benti jafnfram á að dollari
heldur áfram að lækka sem
þýði verri afkomu. „Sé þetta
tekið saman þá hefur afkom-
an heldur versnað siöan efna-
hagsráðstafanirnar voru gerð-
ar fyrir mánuði síðan. Hins
vegar er liklegra að hún fari
fljótlega batnandi aftur i
kjölfar minni háttar verð-
hækkana. Hvernig tekst til
um fjárhagslega endurskipu-
lagningu á vegum Atvinnu-
tryggingasjóðs skiptir öllu
máli um framtíðina. Það dug-
ir þó ekki til. Afkoman verður
að batna verulega til þess að
þessi atvinnugrein standist,"
sagði hann.
GENGISFELLIN
ÓHJÁKVÆMILEG
Vilhjálnmur Egilsson hag-
fræðingur sagði á Fiskiþingi
að flest benti til að raun-
gengi sé nú a.m.k. 10% of
hátt. Þrátt fyrir skuldbreyting-
ar og meiri lán muni fyrirtæki
í sjávarútvegi í auknum mæli
loka á næstu mánuðum ef
ekkert verður að gert. „Ýmis
fyrirtæki eru svo illa farin að
almennar aðgerðir geta ekki
bjargað þeim og þar verður
að koma til uppgjörs og upp-
stokkunar.
Ástandið er orðið þannig
að atvinnuleysi fer að stinga
sér niður og upp úr áramót-
um má búast við því að það
verói orðið áberandi. I lok
febrúar falla úr gildi lög um
sýndarverðstöðvun og þá
koma fleiri vandamál upp á
yfirborðið, m.a. í rekstri opin-
berra fyrirtækja sem nú eru
látin safna skuldum. Nokkru
seinna eru svo peningarnir
búnir sem notaðir eru til
þess aö greióa úr Verðjöfnun-
arsjóöi tll frystingarinnar,"
sagði Vilhjálmur.
Og síðar í ræðu sinni
sagði hann að gengið hljóti
að verða að láta undan mjög
fljótlega og ekki seinna en
um áramótin. „Mun skynsam-
legra væri að horfast strax i
augu við vandann, fella geng-
ið eins og þarf og gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess
að láta gengisfellinguna
halda,“ sagði Vilhjálmur.
Sjávarútvegsráðherra lagði
mikla áherslu á átak fyrir
auknum gæðum í sjávarút-
vegi. Þar skiptir sameiginleg-
ur innri markaður EB eftir fá
ár mestu. „Verði innri mark-
aði EBE komið á 1992, eins
og allt stefnir að, getur það
rýrt samkeppnisstöðu ís-
lenskra sjávarafurða, en
þangað fluttum við tæplega
60% sjávarafurða á árinu
1987,“ sagði Halldór.
í lokaoróum sínum vék ráð-
herra að bankakerfinu með
þessum hætti: „Sjávarútveg-
urinn verður að standa vel á
rétti sínum og stórauka
kostnaðareftirlit og krefjast
skipulagsbreytinga á ýmsum
sviðum. Endurskipulagning
bankakerfisins er þar eitt
brýnasta verkefnið. Lítið bæt-
ir úr skák fyrir sjávarútveginn
að kaupa sér banka. Mikil-
vægast er að sameina sem
flesta og loka öðrum varan-
lega þannig að hagræðingin
verði sem mest.“