Alþýðublaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. nóvember 1988
FRÉTTIR
Hundahaldskönnunin
Manfred Wörner
til íslands
Aðalframkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins,
Manfred Wörner, ásamt
fylgdarliöi, kemur í opinbera
heimsókn til íslands 2. til 3.
nóvember n.k. i boði Jóns
Baldvins Hannibalssonar, ut-
anrikisráöherra.
Auk þess að eiga viðræður
við utanríkisráðherra mun að-
alframkvæmdastjórinn ganga
á fund forseta íslands og
hitta að máli forsætisráð-
herra.
Jafnframt mun aðalfram-
kvæmdastjórinn heimsækja
Keflavíkurflugvöll.
Á flokkstjórnarfundinum var samhljóöa lýst yfir stuðningi við málflutning og framgöngu utanrikisráöherra
vegna íhlutunar bandariskra stjórnvalda i islenska viöskiptahagsmuni. A-mynd/Guölaugur Tryggvi.
Davíð Oddsson borgarstjóri: Hér var hundabann í 50 ár án þess að
fylgja því.
Davíð Oddsson borgar- u' oKki annað fært en að
stjóri sagði í samtali viö Al- styðjast við þá niðurstöðu
þýðublaðið að úrslitin hefóu sem fékkst."
Meirihluti þátttakenda i
skoðanakönnun borgarstjórn-
ar reyndist andvigur óbreyttri
reglugerð um hundahald i
Reykjavik. Davíð Oddsson
borgarstjóri telur einsýnt að
tekið verði tillit til þessara úr-
slita og reglum breytt á þann
veg að hundahald verði
bannað.
Skoðanakönnun um
hundahald fór fram í Laugar-
dalshöll alla siðustu viku og
lauk á sunnudag. Á kjörskrá
voru 68.525 manns, en aðeins
8.777 kusu eða 12,8%. Spurt
var hvort viðkomandi vildu að
núgildandi reglur um hunda-
hald héldust óbreyttar og
vildu það 3.459 þátttakenda
eða 39,4%. Andvígir voru
hins vegar 5.279 eða 60,15%.
Auðir og ógildir seðlar voru
37 eða 0,4%. Meginþorri
borgarbúa á kjörskrá lét því
skoðanakönnun þessa eiga
sig og höfðaði hún því aðal-
lega til harðlínumanna til
beggja átta.
ekki komið á óvart. „Það
hefur verið vitað að stór hluti
borgarbúa er á móti hunda-
haldi hér. Menn hafa kannski
gleymt því að það var bannað
hundahald hér i 50 ár án
þess að þaó hafi tekist að
halda þvi uppi. En ég tel ein-
sýnt að menn muni hafa hlið-
sjón af þessum úrslitum og
miða reglurnar við að banna
hundahald framvegis. Nú er
sem sagt leyft að hafa hunda
með ákveðnum skilyrðum, en
ég vænti að það verði nú
bannað, þó þannig að þeir
sem hafa fengið sér hund
með löglegum hætti fái að
leyfa þeim að lifa sína tíð. Ég
geri ráð fyrir þvi að borgarráð
taki ákvörðun á þá lund að
frá og með einhverjum
ákveðnum tima verði ekki
leyft að taka hunda. Ég skal
ekki segja hver geri tillöguna,
en úr þvi ráðist var út í at-
kvæöagreiðslu af þessu tagi
Borgarstjóri sagði þátt-
tökuna í könnuninni hafa
verið fremur rýra. „Ég held að
eftir að þessar ströngu reglur
voru settar á sinum tima hafi
allur þorri borgarbúa verið
fremur sáttur við málið, án
þess að ég vilji túlka þá sem
tóku ekki þátt sem hlynnta
tekist hafi að fram-
frekar en hlutlausa eða and-
viga. En þátttakan ber með
sér að það hafi verið tiltölu-
lega mikil ró um málið."
Þetta sagði Davíð Oddsson
borgarstjóri um málið, en
hvernig leist Davíð Oddssyni
hundaeiganda á úrslitin?
„Hann er fyrir sitt leyti ekki
sáttur við þetta, en verður
náttúrlega eins og aðrir að
bíta i þetta súra epli.“
HUNDABANN ER FRAMUNDAN
Kannanir í tannlœknamálinu
Niðurstöðurnar bornar saman
Stefán Ólcifsson Félagsvísindastofnun: Munurinn
ekki það mikill að hann gefi tilefni til yfirlýsinga
formanns Tannlœknafélagsins.
Flokksstjórnarfundur A Iþýðuflokksins
ÍHLUTUN RANDARÍKJAMANNA MÓTMÆLT
Stefán Ólafsson forstööu-
maður Félagsvísindastofnun-
arinnar segir að munurinn á
niðurstöðunum i könnun
stofnunarinnar á tannlækna-
þjónustunni og niðurstööum
i könnun prófessors Guðjóns
Axelssonar réttlæti á engan
hátt yfirlýsingar Börks
Thoroddsens formanns Tann-
læknafélags íslands, en í við-
tali við Alþýðublaðið á laug-
ardag bar Börkur brigður á
könnun stofnunarinnar og
sagði niðurstöður hennar
rangar.
„Eg hef kynnt mér niöur-
stöður Guðjóns Axelssonar.
Það er rétt að hann fær held-
ur lægri tíðni ferða til tann-
lækna en fram kemur í könn-
un Félagsvísindastofnunar.
Um þetta er tvennt að segja
á þessu stigi málsins. í fyrsta
lagi er þessi munur ekki
verulega mikill þannig að
hann gefi tilefni til yfirlýsinga
af því tagi sem formaður
Tannlæknafélagsins hefur
látið frá sér fara. í öðru lagi
verða menn að gæta að því
að könnun Guðjóns Axels-
sonar var gerð tveimur árum
fyrr en könnun Félagsvís-
indastofnunar og það eitt sér
skýrir þann mismun sem er á
niðurstöðunum að stórum
hluta.“
Aðspurður sagði Stefán að
eftir væri að skoða niður-
stöðurnar fyrir sömu aldurs-
hópa og yrði það gert á
næstunni, en i könnun Guð-
jóns Axelssonar er miðað við
þrjá hópa, þá sem voru 18
ára, 35-44 ára cg 65 ára og
eldri, en í könnun Félagsvís-
indastofnunar voru 18-75 ára f
úrtakinu og aldurshópaskipt-
ing í niðurstöðunum á annan
hátt en hjá Guðjóni. „Við
hyggjumst keyra niðurstöð-
urnar saman til að fá úr því
skorið nákvæmlega hverju
munar. Ef fram koma eðlileg-
ar skýringar á þessum mun
verður ekki ástæða til að
bregöast við þessum um-
mælum formannsjns á annan
hátt sérstaklega. Ég hygg að
eðlilegar skýringar séu fyrir
hendi“ sagði Stefán.
Börkur Thoroddsen sagði í
viðtalinu viö Alþýðublaðið á
laugardag aö niöurstööur Fé-
lagsvísindastofnunar væru
rangar og minntist sérstak-
lega á tíðni ferða til tann-
lækna. Hann gaf einnig í
skyn að stofnunin kynni að
hafa spurt á leiðandi hátt.
Sem kunnugt er reiknaði
Pressan út frá niðurstöðum
Félagsvísindastofnunar að
1.200 milljón króna munur
væri á framburði tannlækna
um heildarrekstrartekjur ann-
ars vegar og framburði Trygg-
ingastofnunar vegna tryggðra
sjúklinga og svarenda
ótryggðra í könnun Félags-
vísindastofnunar hins vegar.
Út frá útreikningum á fram-
færslukostnaði var síðan
komist að þeirri niðurstöðu
aö mismunur þessi væri ekki
lægri en 720 milljónir króna.
Könnun Guðjóns Axelssonar
er síðan þriðji vettvangurinn
til að fá nálgun i máli þessu.
Japanskir fiskkaupendur
sem til landsins koma hafa
sagt frá þvi að dregið hafi úr
fisksölu á meðan keisarinn
liggur veikur. Benedikt
Sveinsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri sjávarafurðar-
deildar Sambandsins segir
að ekki sjáist breytingar á
sölutöium, enn sem komið er
a.m.k.
Benedikt sagði í samtali
við Alþýðublaðið að Japanir
sem hingað hafa komið hafi
sagt frá því að fólk í Japan
fari minna út að borða og
skemmta sér nú á meöan
Hirohitho keisari liggurfár-
A flokksstjórnarfundi Al-
þýöuflokksins s.l. sunnudag
var samþykkt samhljóða
ályktun vegna hvalveiðimáls
ins þar sem flokksstjórnin
mótmælir harðlega ihlutun
bandariskra stjórnvalda i ís-
lenska viðskiptahagsmuni.
Mikii og sterk viðbrögð
voru við norsku myndinni um
kynferðisafbrot gagnvart
börnum sem sýnd var á Stöð
2 á sunnudagskvöld. Yfir 50
manns hringdu og sögðu frá
reynslu sinni. Peninga vantar
tilfinnanlega til að hefja for-
varnarstarf, en yfirvöld hafa
litinn skilning sýnt enn sem
komið er. Hópur á vegum
Rauða kross hússins,
kvennahóps Kvennaathvarfs-
sjúkur. Þar af leiðandi seljist
minna af betri og dýrari mat-
vöru. Sagði hann aö ekkert
hafi þó komið fram i sölutöl-
um þeirra, en það kæmi
kannski ekki i Ijós fyrr en síó-
ar.
Hann sagði Austurlönd
fjær þó vera ört stækkandi
markað og nefndi því til
stuðnings að salan á þennan
markað fyrir sama tíma árið
1987 hafi verið 4900 tonn, en
er fram til dagsins í dag á
þessu ári 8800 tonn. Gat
hann þess að fyrir um það bil
10 árum hafi varla nokkuð af
fiski verið selt á þennan
markaó.
„Flokksstjórnin telur að
með þessum hætti hafi
stjórnvöld i Bandaríkjunum
gengið á geröa samninga og
meó því hafi orðið trúnaðar-
brestur i samskiptum land-
anna.
Flokksstjórnin lýsir fullum
ins og vinnuhópsins Sifja-
spell sá um að svara í sim-
ann og hélt hann blaða-
mannafund i gær.
Á fundinum kom fram, að
vel yfir 50 manns hringdu og
sögðu frá reynslu sinni.
Fylgdi sögunni að þar hafi
verið um mjög hrikalegar frá-
sagnir að ræða. Þolendur
voru í mun fleiri tilfellum
konur og voru þetta allt frá-
sagnir af verknuðum sem
framdir voru fyrir mörgum ár-
um. Yngsti þolandinn var
þriggja ára er hann var beitt-
ur kynferðislegu ofbeldi á
heimili sínu. Reiknaði hópur-
inn með að mun fleiri hafi
reynt að hringja en ekki náó
sambandi þar sem allar linur
voru uppteknar allan tímann.
Ekkert barn hringdi, en senni-
legasta skýringin á því er að
þátturinn var ekki ætlaður
börnum, auk þess sem hugs-
anlega er erfiðara fyrir börn
sem orðið hafa fyrir kynferð-
islegu ofbeldi á heimili sinu,
aó hringja á meðan fullorðna
fólkið er heima.
Hópurinn gagnrýndi skiln-
ingleysi stjórnvalda, og sagði
gjaldkeri Kvennaathvarfsins
að mjög illa gengi að fá yfir-
völd til að skilja hvers vegna
meira fé þurfi nú en-áöur til
Kvennaathvarfsins, en farið
hefur verið út í að launa
stuðningi viö málflutning og
framgöngu Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráð-
herra, í málinu, þar sem rann-
sóknir á lífriki sjávar við ís-
land eru á forræði íslendinga
sjálfra í samræmi við alþjóð-
legar samþykktir," segir í
samþykkt fundarins.
starfsfólk athvarfsins. „Við
fórum fram á aukafjárveitingu
frá Reykjavíkurborg í ágúst,
en það er ekki enn búið að
afgreiða málið. Þeir skilja aó
það þarf kvennaathvarf, þaö
þarf hjálp, en það má bara
setja peninga i lágmarkslaun
og lágmarkskostnað, en ekk-
ert forvarnarstarf. Við erum
að reyna að fá styrk til að
fara út i það aö hjálpa börn-
um og kynna þetta og hvaö
við getum gert, en þvi miður
höfum við lítinn stuðning
fengið."
Stöð 2 var gagnrýnd fyrir
að sýna þáttinn í læstri dag-
skrá og kom til tals að fara
fram á það við Ríkissjónvarp-
ið að það fengi þáttinn til
sýningar, enda hafi verið búið
að gefa í skyn fyrir skömmu
að hann yrði þar á dagskrá.
Úti á landi er ástandið
verra en í Reykjavík að því
leyti, að í litlu bæjarfélögun-
um þekkist fólk betur og því
erfiðara að afgreiða þessi
mál. Hvað er til úrbóta þar?
„Ég held aö það strandi á
peningum að einhverju leyti
og ég held lika að það þurfi
að fara endurskoðun fram á
þvi hvernig við byggjum fé-
lagslega þjónustu úti á
landsbyggðinni", sagði Guð-
rún Jónsdóttir félagsráðgjafi.
Fisksala til Japans
Draga veikindi keisarans úr sölu?
Sýning norsku myndarinnar um kynferðislegt ofbeldi gegn
börnum:
MIKIL 0G STERK VIDBRÖGÐ