Alþýðublaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
5
NSÆI
sem þjónustunnar njóta.
RÉTTARRÍKI
Gott og skilvirkt dómstóla-
kerfi er hornsteinn nútíma
réttarríkis. íslenska dóm-
stólakerfið er gallað og sein-
virkt. Það er komið undir
smásjá mannréttindanefndar
Evrópuráðsins vegna þeirra
leyfa af stjórnarfari einveldis-
konunga sem felast í sam-
blandi dómsvalds og fram-
kvæmdavalds hér á landi.
Þessu verður að breyta og
fylgja þarf eftir tillögum um
fullan aðskilnað dómsvalds
og framkvæmdavalds sem Al-
þýðuflokkurinn hefur lagt
fram. Flókið réttar- og stjórn-
sýslukerfi í nútíma samfélagi
kallar á sérstakar aðgerðir
hins opinbera til þess að
þegnarnir fái notið réttinda
sina. Alþýðuflokkurinn mun
beita sér fyrir aukinni réttar-
aðstoð við almenning. Al-
þýðuflokkurinn hefur beitt
sér og mun beita sér fyrir
umbótum í fangelsismálum
til að sinna betur málum
þeirra ólánssömu einstakl-
inga sem dæmdir hafa verið
til fangelsisvistar.
UMHVERFISNEFND
íslendingar eru um margt
langt á eftir öðrum þjóðum í
stefnumörkum varðandi um-
hverfisnefnd. Þannig eru ís-
lendingar til dæmis ekki aðil-
ar að ýmsum alþjóðasamn-
ingum um umhverfismál sem
þó varða lifshagsmuni þjóð-
arinnar. Á þessu þarf að
verða breyting. íslendingar
hafa sem betur fer ekki
kynnst umhverfisspjöllum af
því tagi sem nágrannaþjóð-
irnar hafa mátt þola. Það rétt-
lætir hins vegar ekki á nokk-
urn hátt andvaraleysi í þess-
um mikilvægu málum. Hér á
landi eru alvarleg staðbundin
umhverfisvandamál meðal
annars vegna ofbeitar búpen-
ings, sorps og frárennslis frá
þéttbýli og almenns sóða-
skapar í umgengni við náttúr-
una. Það verður að leysa
þessi vandamál meðal ann-
ars með ströngum takmörk-
unum á lausagöngu búfjár og
öflugri landgræðslu, breyt-
ingum á löggjöf um hollustu-
vernd og meö því að setja
reglur um skilagjald af ein-
nota umbúðum og eyðingar-
skyldu eigenda að ónýtum
tækjum og mannvirkjum. En
þetta er bara byrjunin. Það er
eðlilegt hlutverk þjóðar sem
byggir lífsafkomu sína á auð-
æfum ómengaðs sjávar að
hafa forystu á alþjóðavett-
vangi í umhverfisverndarmál-
um. íslendingar eiga þegar í
stað að gerast aðilar að ýms-
um alþjóðasamningum um
umhverfismál, þar á meðal
Vínar- og Montrealsamning-
unum um verndun óson-lags-
ins. Aðild íslands að
norrænni áætlun um varnir
gegn mengun sjávar á nýaf-
stöðnu aukaþingi Norður-
landaráðs er sérstakt fagnaö-
arefni. Það verður að auka
alla fræðslu og upplýsinga-
gjöf um umhverfismál meðal
annars í skólum og efla virð-
ingu manna fyrir óspilltu um-
hverfi. Þá verður að endur-
skipuleggja starf hins opin-
bera að umhverfismálum
þannig að forræði þess sé.í
einu ráðuneyti, félags- og
umhverfismálaráðuneytinu.
En umhverfisvernd er ekki
nóg. Það þarf að skila til
landsins aftur því sem þjóðin
hefur tekið með misnotkun
um langan aldur. Markviss
landgræðslustefna er knýj-
andi nauðsyn.
SKILVIRKT SKATTAKERFI
í síðustu ríkisstjórn beitti
Alþýðuflokkurinn sér fyrir
viðamikilli endurskoðun á
tekjuöflunarkerfi ríkisins.
Næstu verkefni á því sviði
eru endurskoðun á sköttum
fyrirtækja með það að mark-
miði að einfalda þá, fækka
frádráttarliðum og tryggja að
fyrirtækin beri sinn skerf af
réttlátri skattlagningu. Breyta
þarf hlutverki skattstofa í ein-
stökum landshlutum í það að
vera þjónustustofnanir fyrir
skattgreiðendur með því að
veita upplýsingar og aðstoð.
Skatteftirlit þarf enn að stór-
auka og láta einskis ófreistað
til að hindra fyrirtæki og ein-
staklinga i því að skjóta sér
undan sanngjarnri skatt-
heimtu. Auka þarf viðurlög
við skattsvikum og breyta
viðurlögum á þann veg að
hægt sé að loka tafarlaust
þeim fyrirtækjum sem verða
uppvis að því að draga að sér
vörslufé sem innheimt hefur
verið fyrir ríkissjóð. Meiri
ábyrgð þarf að fylgja veitingu
verslunarleyfa og annarra at-
vinnurekstrarleyfa og hugs-
anleg svipting þeirra þarf að
vera þáttur í að auka virðingu
forráðamanna fyrirtækja fyrir
skattareglum. Abyrgð for-
ráðamanna fyrirtækja og
stjórnarmanna á rekstri og
skattgreiðslum þarf að vera
virk og koma þarf í veg fyrir
með lagabreytingum að
menn geti skotið sér undan
henni og notað lagakróka til
að halda áfram rekstri þar
sem vísvitandi erverið að
hlunnfara ríkissjóð. Eðlilegar
skattgreiðslur eru sjálfsagðar
og vinna þraf að því með
sanngjörnu skattkerfi og
virku eftirliti að skattsvik
veröi gerð útlæg úr samfélag-
inu.
NÝ FISKVEIÐISTEFNA
Alþýðuflokkurinn leggur
áherslu á að fiskveiðistefnan
verði tekin til gagngerrar end-
urskoðunar. Núverandi kvóta-
kerfi er komið í þrot. Það
hefur ekki skilað þeirri hag-
ræðingu í veiöum og vinnslu
sem að var stefnt. Það verður
að taka upp veiðileyfakerfi
sem er í senn sveigjanlegra
en ríkjandi fyrirkomulag og
tryggir jafnframt betur hags-
muni einstakra byggðarlaga.
UMBÆTUR I LANDBÚNAÐI
Landbúnaðarstefnan sem
rekin hefur verið hér á landi
er líka komin I þrot. Alþýðu-
flokkurinn ítrekar stefnu sína
I landbúnaðarmálum. Mark-
mið hennar er að skapa stétt
bjargálna sjálfseignarbænda
viðunandi starfsskilyrði,
tryggja þjóöinni nægilegt
framboö matvæla með sem
minnstum tilkostnaði, stöðva
gróöureyðingu og græða ör-
foka land. í stað framleiöslu-
skerðingar með beinum til-
skipunum til hvers bónda
beiti ríkisvaldið þeim stjórn-
tækjum sem það ræður yfir
til að koma á svæðaskipulagi
um landbúnaðarframleiðsl-
una. Innan þess heildar-
ramma verði bændum í
sjálfsvald sett hvernig þeir
reka bú sín. I áföngum verði
dregið úr verðbótum og nið-
urgreiðslum. í staðinn komi
frjálsir samningar bænda og
vinnslustöðva. Vinnslu-
stöðvar landbúnaðarafurða á
að flytja með skipulögðum
hætti í landbúnaðarhéruðin
þar sem þær verði grundvöll-
ur nýra atvinnuuppbyggingar.
Meðan núverandi búvöru-
samningur er i gildi verði
stefnt að því að kaupa upp
eins mikið af fullvirðisrétti og
kostur er í stað þess að verja
fé til greiðslu útflutningsbóta
og geymslugjalda.
NÝ ORKUSTEFNA
Núverandi skipulag orku-
vinnslu og orkudreifingar
þarfnast endurbóta. Jafn-
framt eru opinber afskipti af
verðlagningu orku handa-
hófskennd. Nauðsynlegt er
að endurskoða hvort tveggja.
Það er ekki skynsamlegt að
skilja í sundur raf- og hita-
veitur með þeim hætti sem
nú er gert. Ríkið á að stuðla
að og beita sér fyrir samein- •
ingu raf- og hitaveitna í hér-
aði í orkuveitur. Opinber af-
skipti af verðlagningu orku er
um leið opinber stýring á
orkunotkun. Mörg álitamál
eru varðandi núverandi fyrir-
komulag i þessu efni. Þannig
hlýtur undanþága gasollu frá
söluskatti að hvetja til olíu-
notkunar á kostnað innlendra
orkugjafa. Skattlagningu og
niðurgreiðslu orkusölu verður
að taka til heildarendurskoð-
unar meðal annars þannig að
stuðli i senn að hagkvæmri
orkunýtingu og jöfnun orku-
kostnaðar í landinu. Orku-
lindir landsins eru mikilvæg
undirstaða atvinnuuppbygg-
ingar.
MARKVISS
IÐNAÐARUPPBYGGING
Þeir efnahagserfiöleikar
sem nú steðja að þjóðinni
setja á ný í brennidepil nauð-
syn þess að auka fjölbreytni í
íslensku atvinnulífi. Það verð-
ur fyrst og fremst að búa at-
vinnulífinu almenn, hagfelld
vaxtarskilyrði meö því að
koma á efnahagslegum stöð-
ugleika og setja atvinnulifinu
sanngjarnarog traustar regl-
ur sem ekki mismuna at-
vinnugreinum. Mikilvægt er
að arðsemissjónarmið séu
höfð að leiðarljósi við ákvarð-
anir um fjárfestingu og rekst-
ur. Það þarf að breyta skipu-
lagi rannsóknar- og þróunar-
starfsemi í þágu atvinnulífs-
ins þannig að þær séu sjálfs-
eignarstofnanir með sjálf-
stæöan fjárhag sem selja
fyrirtækjum þjónustu sína.
Slíkar breytingar mega alls
ekki verða til þess að draga
úr heildarframlögum til rann-
sóknaen þarþarf framlag fyrir-
tækja að aukast frá því sem
verið hefur. Alþýðuflokkurinn
leggur á það sérstaka áherslu
að tækifæri til þess að koma á
laggirnar aukinni álfram-
leiðslu verði könnuð til hlítar í
samhengi við þróun atvinnu-
lífs og búsetu í landinu og
uppbyggingu raforkukerfisins.
Flokkurinn lýsir yfir eindregn-
um stuðningi við vinnubrögð
iðnaðarráðherra f þessu máli.
ENDURSKIPULAGNING Á
FJÁRMAGNSMARKAÐI
Alþýðuflokkurinn leggur á
það þunga áherslu að hin viða-
miklu frumvörp um verðbréfa-
fyrirtæki og verðbréfasjóði og
um eignarleigufyrirtæki sem
viðskiptaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi verði sem fyrst
að lögum. Jafnframt er nauð-
synlegt aö flýta setningu laga
og reglna um greiðslumiðlun
og neytendalán. Markviss
endurskipulagning banka-
kerfisins á að vera forgangs-
verkefni. Vaxtamunur sem
bankar og sparisjóðir taka er
alltof mikill og á það sinn þátt
í þeim háu raunvöxtum sem
hér hafa verið. Nota á sölu
hlutabréfa ríkisins í Útvegs-
banka íslands hf. til þess að
sameina og fækka bönkum í
landinu. Leyfa á starfsemi er-
lendra fjármálastofnana hér á
landi á grundvelli almennra
reglna til að auka samkeppni
og bæta bankaþjónustu.
STJÓRNKERFI - AUKIN
ÁBYRGÐ
Opinber rekstur á að vera í
stöðugri endurskoðun. Það e'r
skylda ríkisvaldsins að sjá til
þess að það fé sem fer til sam-
eiginlegra útgjalda nýtist
þannig að þjónusta sé eins
ódýr og hagkvæm og frekast
STJORNMALAALYKTUN
er unnt. I því skyni er nauðsyn-
legt að efla rekstrarábyrgð
opinberra fyrirtækja og jafn-
framt auka frjálsræði þeirra.
Setja verður reglur gegn hags-
munaárekstrum í opinberu
starfi. Aukaverðurupplýsinga-
skyldu stjórnvalda sem er for-
senda þess að hægt sé að
kalla opinbera aðila til
ábyrgðar.
ÞJÓÐAREIGN Á
NÁTTÚRUAUÐLINDUM
Alþýóuflokkurinn hefur
lengi barist fyrir því grundvall-
aratriði að náttúruauðlindir
landsins séu eign þjóðarinnar
allrar. Alþýðuflokkurinn fékk
það viöurkennt á Alþingi á sið-
asta vetri að fiskstofnarnir í
sjónum umhverfis landið eru
sameiginleg eign þjóðarinnar.
Þetta á auðvitað við um aðrar
náttúruauðlindir. Á sama hátt
og eldgos eru sameiginlegt
áfall fyrir þjóðina þá er jarð-
hitinn sameiginleg eign henn-
ar. Og á sama hátt og úrkoma
bitnar jafnt á landsmönnum
þá er vatnsaflið eign þeirra
allra. Alþýðuflokkurinn leggur
nú sem fyrr á það áherslu að
náttúruauðlindirnar eru þjóð-
areign og hann mun fylgja því
eftir I löggjafarstarfi.
Á næstu misserum eru fyrir-
sjáanlegir erfiðleikar í efna-
hags- og atvinnumálum. Þess-
ir tímabundnu erfiðleikar
megaekki drepa í dróma fram-
faraviðleitni i landinu. Alþýðu-
flokkurinn ieggur áherslu á
nauðsyn þess að auka fjöl-
breytni í atvinnu- og menning-
arlífi landsmanna. Til þess
þarf vandað og öflugt mennta-
kerfi þar sem meðal annars er
vel búið að visinda- og fræði-
störfum í sjálfstæðum Há-
skóla. Nauðsynlegt er að
vinna áfram að félagslegum
umbótum til þess að gera ís-
lenskt þjóðfélag mannúðlegra
og réttlátara. Samfélaginu ber
skylda til eftir því sem kostur
er að koma til móts vð þarfir
aldraðra, öryrkja og annarra
sem höllum fæti standa I lífs-
baráttunni. íslendingar eiga
að skipa sér í hóp þeirra þjóða
sem berjast fyrir mannréttind-
um og lýðræði og gegn kúgun
og ofbeldi hvar sem er í heim-
inum. Alþýðuflokkurinn legg-
ur áherslu á að ísland haldi
sínum hlut meðal þjóða
merkisberi hins opna þjóðfé-
lags. Þannig er framtíðin best
tryggð.
ÞREFALDUR
NÆSTA LAUGARDAG!
Vinningstölurnar 19. nóv. 1988.
Heiidarvinningsupphæð: Kr. 4.122.044,-
Þar sem fyrsti vinningur hefur ekki gengið út tvo undanfarna
laugardaga bætist hann við fyrsta vinning á laugardaginn kemur.
Kr. 5.738.129,-
BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 611.046,- skiptast á 3 vinninqs-
hafa, kr. 203.682,- á mann.
Fjórar tölur réttar kr. 1.053.928,- skiptast á 188 vinninqshafa, kr
5.606,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 2.457.070,- skiptast á 6.382 vinningshafa, kr
385,- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
°g lQka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111