Alþýðublaðið - 03.12.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 03.12.1988, Side 4
4 Laugardagur 3. desember 1988 AFMÆLI Anna Sigurðardóttir 80 ára Anna Siguröardóttir for- stööumaöur Kvennasögu- safns íslands er áttatíu ára. Heill sé henni á heiöursdegi. Hún fæddist 5. desember 1908. Foreldrar hennar voru Ásdis Þorgrímsdóttir og Sig- urður Þórólfsson, skólastjóri lýðháskólans á Hvítárbakka í Borgarfiröi. Fæöing litlu stúlkunnar á Hvítárbakka var ekki aðeins gæfa foreldranna, heldur allra islenskra kvenna. Því heilladísirnar voru ósparar á gjafir sinar til hennar. Eitt af aöalsmerkjum Önnu er rétt- lætiskenndm og fræöi- mennskan. í andanum er hún síungur hugsjónamaöur. Kynni hefjast meö ýmsu móti, sem ung kona hreifst ég af málflutningi hennar er ég hlýddi á í Ríkisútvarpinu áriö 1953. Þá ræddi hún m.a. um störf og stööu hús- mæðra. Réttlætiskenndin og mannvirðingin leyndi sér ekki — hún vakti athygli á því hve mikilvæg uppeldisstörfin væru og að meta bæri upp- eldisstörfin sem unnin eru á heimilunum ekki síðuren kennslu og fóstrustörf svo örlagarík sem þau væru — enda felst í þessum störfum ööru fremur gæfa hverrar þjóöar — þar er grunnurinn lagöur. Þetta erindi Önnu vakti mig alveg sérstaklega til um- hugsunar um ýmsar kaldar staðreyndir í lífskjörum og réttarstööu kvenna. Anna hef- ur á langri ævi unniö aö rit- störfum og heimildasöfnun um íslenskar konur kjör þeirra og störf. Eftir hana liggur mikiö af rituðu máli, sem felur í sér fróöleik sem er mikilsviröi fyrir samtíö hennar en ómetanlegt fyri r framtíðina: „Aö fortið skal hyggja ef frumlegt skal byggja", eins og Einar Bene- diktsson orðaói þaö. Þegar Ljósmæðrafélag fs- lands vann aö útgáfu sögu sinnar og stéttartalinu Ljós- mæður á íslandi færöi Anna félaginu aö gjöf til birtingar ritverk er hún nefnir Barns- buröur. Ljósmæöur eru þakklátar fyrir gjöfina og stoltar af því aö þessi sérstæöi og merki- legi fróðleikur um þaö er snertir hinar mikilvægu stundir lífsins — fæöingu barns — er skráð i heimilda- riti Ijósmæðrastéttarinnar. Áriö 1985 gaf hún út bók- ina Vinna kvenna í 1100 ár. Með þeirri bók skipaði hún sér veglegan sess meðal okk- ar bestu fræðimanna. Nú um þessar mundir er að koma út merkileg ritsmíð hennar um nunnur og nunnu- klaustur. Nefnir hún þá bók „Allt haföi annan róm áöur í Páfadóm". Ég efast ekki um aö viö lestur þeirrar bókar hverfi maður frá hinum hvers- dagslega hugarheimi. Fyrsta íslenska bókin sem skrifuö er til heiöurs konu var KONUR SKRIFA til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, sem gefin var út af Sögufélaginu áriö 1980. Fyrir rúmum 40 ár- um fóru sögur af húsmóöur á Eskifiröi við söfnun heimilda og hverskonar fróðleik um is- lenskar konur — þar var á feröinni Anna Siguröardóttir sú hin sama er ásamt tveim öðrum konum stofnaöi Kvennasögusafn íslands á fyrsta degi kvennaárs Sam- einuöu þjóöanna 1975. Safnið hefur verið og er til húsa á heimili hennar aö Hjarðar- haga 26 hér i borg og Anna verið forstööumaður þess frá upphafi. Safniö er skráö og mikið sótt — en vinna forstöðu- mannsins er óskráö. Fjöldi fólks kemur í safniö aö leita fanga til fróöleiks og í rit- gerðir. Lýsir margur undrun sinni yfir áhuga Ónnu á verk- efnum þeirraog velgengni enda hefur þakklætið ekki leynt sér. Þegar Háskóli íslands hélt 75 ára afmæli sitt hátiðlegt áriö 1986, var lýst kjöri nokk- urra heiðursdoktora. í þeim hópi voru tvær konur — önn- ur þeirra er Margrét Dana drottning — og hin er Anna Sigurðardóttir. Kvennasamtökin efndu þá til samsætis aö Hallveigar- stööum henni til heiöurs en innan Kvenréttindafélags ís- lands og Kvenfélagasam- bandsins á Anna mikiö og merkilegt starf margir ávörp- uðu heiðursgestinn og lýstu gleði sinni og virðingu. Anna var sæmd hinni ís- lensku fálkaorðu áriö 1978. Samstarf okkar i Orlofsnefnd húsmæöra í Reykjavík og Landsnefnd orlofsins var far- sælt og skemmtilegt. Sá fjöldi kvenna er hún var í for- svari fyrir auðgaðist af sam- félaginu við hanaog mat hana mikils. Ein orlofskvennanna Odd- fríður Sæmundsdóttir birtir í nýútkominni Ijóöabók sinni „Rökkvar í runnum“ eftirfar- andi kveðju til Önnu Sigurð- ardóttur og mun ort undir or- lofsáhrifum. Frá okkar ylríku dögum eigum viö samhljóma strengi, óskir frá ótal vinum auki þitt brautar gengi. Þökk fyrir þekkingu og störfin. Þjóöin minnist þín lengi. Áttræö aö aldri getur Anna minn góöi vinur litið yfir far- inn veg og séð gæfuspor sín víöa. Maður hennar Skúli Þor- steinsson námsstjóri skildi og fylgdi jafnréttiskröfum kvenna, enda fyrsti karlmað- urinn sem gekk í Kvenrétt- indafélag íslands eftir að þeir áttu rétt til inngöngu í félag- iö. Frá þvi fyrst ég heyrði í Önnu Sigurðardóttur hefur þráðurinn spunnist til æ meiri kynna samstarfs og vin- áttu, sem ég er innilega þakklát fyrir. Kæra Anna ég endurtek heillaóskir mínar til þín og biö þér allrar blessunar. Steinunn Finnbogadóttir FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR FÉLAGSRÁÐGJAFAR Framlengdur er umsóknarfrestur um stööu félags- ráögjafa viö hverfaskrifstofu Fjölskyldudeildar í Breiöholti, Álfabakka 12. Staðan er á sviði meðferðar og barnaverndarmála. Æskileg er reynsla og þekking á vinnu með börn og fjölskyldur. Upplýsingar gefur yfirfélagsráðgjafi í sima 74544 og yfirmaður Fjölskyldudeildar sími 25500. Umsóknarfrestur er til 16. desember n.k. Félagsráðgjafa vantar til afleysinga í lengri og skemmri tíma við hverfaskrifstofur Fjölskyldudeildar. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í sí- ma 25500. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Handlækningadeild — aðstoðarlæknir — Reyndur aðstoðarlæknir (superkandidat) óskast til starfa á Handlækningadeild. Staðan veitist til eins árs hið minnsta. Upplýsingar veitir yfirlæknir deild- arinnar í sfma 96-22100 eða 96-22437. Umsóknir sendist yfirlækni Handlækningadeildar fyrir 23.12. ’88. Göngudeild — hjúkrunarfræðingar — Frá 1. janúar 1989 er laus staða á Göngudeild F.S.A. Um er að ræða 60% starf sem deilist á 3 daga vik- unnar. Vinnutimi er frá kl. 08.00-16.00. Upplýsingar veitir Svava Aradóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri f síma 96-22100-274. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útideild Við í Útideild erum að leita að félagsráðgjöfum eða fólki með sambærilega menntun til að starfa með okkur. Markmiðiö með starfinu er fyrst og fremst að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfið- leikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Lögð er rík áhersla á fyrirbyggjandi starf, frumgreiningu vanda- mála, stuðning við einstaklinga og hópstarf. Ef þú hefur áhuga á spennandi og skemmtilegu starfi með fámennum og nánum samstarfshóp, þar sem fagmenntun þín nýtist vel, leggðu inn umsókn til okkar. Vinnutíminn er sveigjanlegur. Nánari upplýsingargetur þú fengið í síma621611 og 622760 á skrifstofutðma. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds .Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. KT RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirfarandi: RARIK 88013 Innlend stálsmíði. Opnunardagur: Þriðjudagur 20. desember 1988 ki. 14:00. Tilboðum skal skilaáskrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunar- tímaog verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verðaseld áskrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 6. desember 1988 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK TILBOÐ óskast í eftirfarandi bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 6. desember 1988 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík. Tegundir Arg. 1 stk. Chevrolet pic-up m/husi 4x4 diesel 1982 1 stk. Chevrolet pic-up m/húsi 4x4 bensln 1981 2 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 diesel 1983 1 stk. Nissan King Cab pic-up 4x4 diesel 1983 1 stk. Mitsubishi L-300 7 farþ. 4x4 bensln 1983 1 stk. Ford Bronco 4x4 bensln 1983 2 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensln 1980-81 1 stk. Ford F. 150 pic-up 4x4 bensln 1981 2 stk. Lada Sport 4x4 bensln 1985-86 3 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensln 1983-84 1 stk. Mazda E.2200 Double Cabdiesel 1987 2 stk. Ford Econoline sendif.bifr.bensin 1981 1 stk. Volvo 244 fólksbifr.bensín 1983 1 stk. Chevrolet Malibu fólksbifr.bensín 1980 1 stk. Ford F 66 m/húsi 4x4 bensln 1976 Tilboðin verðaopnuð samadag kl. 16:30 að viðstödd- um bjóðendum. Réttureráskilinn til að hafnatilboð- sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGAnTÚWlT.'PÓSTHðir UStt 1?; RFYKjmK ÚTBOÐ eftir tilboðum í

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.