Tíminn - 23.12.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1967, Blaðsíða 7
ilAUGARDAGUR 23. desember 1967. TÉMINN Viðtöl viS Ekki aðeins sdknarkirkja heldur einnig landskirkja Á aðalskrifstofu Seðlabankans hitti ég Sigtrygig Klomenzson, bankastjóra eo hann hefur um fjögurra ára skei® verið formað- ur sóknarinefndar Haligríms- kirkju. Svo sem allþjóð er kunn- ugt, stendur söfnuður sá í mikl- um stórræðum við að koma sér uipp geysistórri og voldugri kirkju á Skólavörðuhæð, sem leysa mun af hólmi hina litlu kaipellu, sem söfnuðurinn hefur þurft að notast við til þessa. — Reynar Mtum við aRs ekki svo á, — segir Sigtryggur, að kirkja þessi venði eingöngu sókn- arkirkja okkar, hieldur lands- kirkj-a, nokkurs komar minningiar- kirkja um Hallgrím Pétursson. Þetta sjónarmið ofckar hefur ver- ið viðurkennt opinberlega, eins og sjá má af þvi, að til bygg- ingarinnar höfum við feugið fram lag úr ríkissjóði. — Er mokkuð hægt að segja wm, hvenær kkkjian verður full- gerð? — Það hefur veri'ð markmið okkar, að henni verði lokið árið 1074 á 300 ára dámarafmséíi Háll- gríms Péturssonar, og við vonum, að það geti orðið. Hans vegar fer það vitaskuld algjörlega eftir fjár hag okkar. — Hefur ekki söfnuðurinn a@ mestu staðið straum af þessum framkvæmdum? — Við höfum fengið framlag úr ríkissjóð eins og ég gat um hér áðam, einaig frá Reykjavíkur- iborg, og framlög og styrki víðs vegar af landinu. Söfnuðurinn, einkum kvenfélag hans, hefur ver ið mjög ötult við fjársöfnunina. — Er söfnuðurinn eímhuga um Iþessar framkvæmdir? — Ég held að það sé óhætt að segja. Það hafa að vísu verið mjög deildar meiningar um kirkj una. einkum þó utan safnaðarins. Mörgum gezt ekki að bygging- unni, slíkt er auðvitað alltaf smekksatriði. Að mínum dómi er þetta glæsileg byggimg, sem setja mun svip á borgiaa um ókomnar aldir. —• Hvernig miðar byggingunni áfram? — Nokkuð vel. Nyrðri turn- álman er fullgerð, og þar hefur verið innréttaður salur til fund- arhalda o.fl., svo og herbergi fyr- ir prestana. Syðri álman er emn óinnréttuð'.' og við leggjum nú að- aláherzlu á að fullgera turninn. Hann verður 74 metrar á hæð með krossinum. Nú er verið að koma fyrir fólkslyftu, sem getur gengiið allt að 50 metra upp í turninm. Ætlunin er að gefa al- menningi kost á að nota þessa lyftu, og mjóta hins stórfenglega útsýnis úr turninum yfir borgina. Þegar byrjað verður á aðalkirkju skipinu fyrir alvöru, verður litla kapellam sennilega rifin, og þá er ætlunin að innrétta syðri turn- álmuna þannig, að þar geti farið fram guðsþjónustur, þar til kirkj- an er fullgerð. — Nú er það auðvitað þannig, að ný kirkja, krefst nýrra klukfcna, nýs orgels o.fl. — Jlá. satt er það. Samiband !s- lenzkra samvinnufélaga he.'ur lof að að gefa okkur kirkjuklukkurn- ar. Það hefur nú reyndar enginh boðizt til að gefa okkur orgel. — segir Sigtryggur og brosir, — en það verður lagt kapp á að vanda mjög til hins væntanlega orge’.s, því að í kirkjunni á að vera góð aðstaða til tónleikahalds. — Hvað um aðra starfsemi inn an safnaðarins? — Okkar ágæta Kvenfélag hef- ur nú náð 25 ára aldri. Það hef- ur starfað mjög ötullega í þágu kirkjuninar. Bræðralag var stofn- að fyrir tveimur árum, og að undanförnu hefur verið lögð mik- il áherzla á æskulýðsstarfsemi inn an safnaðarins. Fyrir rúmum tveimur árum réðst safnaðarsyst- Sigtryggur Klemenzson formaður sóknarnefndar Hallgrímssonar. ir til starfa hjá okkur, og hefur hún haldið barnaguðsiþjónustur, og haft æskulýðsstarfsemina méð höndum að mestu. Þessi starf- semi hefur gefið mjög góða raun, og þátttaka í henni er prýðileg. Hvert söknarbarn mætir að t meðaltali 5 sinnum á ári Axel Sveins er formaður sókn- ■ arnefndar Bústaðasóknar. Hann ' tjáir mér, að hin síðustu ár hafi ' hann samvizkusiamlega talið gesti [ við trúarathafnir safnaðarins, og , mum það vera nokkur nýlunda. ■ Samkvæmt þessum talningum Ax- i els hefur hvert shknarbarn mætt ' 5 sinnum við guðsþjónustu að meðaltali á ári, síðustu fjögur ár- in. — Það er áreiðanlega allmiklu meira en víða annars staðar. — Já, það er ég viss um. Safn- aðarstarfið hjá okkur stendur . með ónenju miklum blóma, og . ég held að kirkjusókn hjá okk- ur sé betri en flestum öðrum söfnuðum landsins. — En nú eigið þið enga kirkjuna? — Nei, það er nú verið að byggja hana og gengur allvel. Við höfum bækistöð fyrir alla okk ar starfsemi í Réttarholtsskólan- um fyrir velvilja borgaryfirvald- anna. Þar fara fram guðsþjónust- ur og hvers konar önnur starf- semi innan safnaðarins. Við höf- um fjögur þróttmikil félög starf- amdi, kvenfélag, bræðrafélag, æskulýðsfélag og kórinn, og öll starfa þau á mjög kristilegum grundvelli. Kvenfélagið hefur helgað si-g talsvert mannúðar- málum, en fjáröflun til handa kirkjunni hefur verið mjög stór liður í starfsemi allra félaganna, kvenfélagið hefur gefið til hemn- ar 350 þús. kr., bræðrafélagið 100 þúsund, æskulýðsfélagið og kór- inn hafa hvort um sig gefið 20 þúsund krónur. — Miðar ekki kirkjubygg- inguinni nökkuð vel áfram? — Hún á nokkuð langt í land, enda er hér um mjög mikla bygg- ingu að ræða. Þegar eru komnar í hana rúmar 5 milljónir, og við erum skuldlaus að mestu. Við notum ýmsar leiðir til fjáröflun- ar. Meðlimir fjáröflunarnefindar' ganga í hús til að safna fé, og greiðir fólk tillög sin að eigin geðþótta. Sóknargjöldin hrökkva vitaskuld skammt til framkvæmda sem þessara, því að rekstrarkostn aður, laun til kórs, organista o.fl. greiðist af þeim, og það sem um- fram er. er ósköp lítið. — Það er auðvitað mjög mik- ill áhugi á þessum framkvæmdum meðal sóknarbama? — Já, svo saninarlega. Fáir liggja á liði sínu í þessum efn- um, og enda þótt ekki væsi um okkur í Réttarholtsskólanum, er það brýnt nauðsynjamál að kirkj- an komist sem fyrst upp. Þetta er ekki síður nauðsynlegt, par sem félagsstarfsemin er óvenju- lega mikil. Við höldum árlega kirkjudag, förum í ferðalög á sumrin, og fjölmargt fleira á sér stað innan safnaðarins. Fyrir skömmu hélt kirkjukórinn tón- leika, sem tókust prýðilega. Bama guðsiþjónustur eru haldnar reglu- lega, og þær eru ákaflega vel sótt ar. Stundum eru bömin upp und- ir 600, og þá er vitaskuld þröng á þingi. Mér finnst mjög gleði- legt, hvað uinga fólkið tekur mik- inn þátt í kirkjustarfinu. Mér hef ur talizt til a@ unglicigar séu yf- irleitt í meiri hluta við guðsþjón- ustur hjá okkur og þátttaka í æskulýðsstar.finu er mjög mikil. — Hvað eru sóknarbörain mörg, Axel? —Þau eru um 5600. Söfnuður- inn var stofnaður árið 1052, hét Axel Sveins, formaSur sóknarnefndar BústaSasóknar. þá Bústa'ðaprestakall, og uindir það heyrði Grensás og Kópavog- ur. Þá var söfnuðurinn eðlilega miklu stærri að fólksfjölda eða um 10 þúsund manns. Það var um áramótin 1964, er ýmsar breytingar urðu í sóknaskipan hér í Reyfcjavík, að Búsrtaðasókn var. stofnuð í sinmi núverandi mynd, og tók þá séra Ólafur Skúlason við sem sóknanpnestur. Hann er ákaflega vinsælil meðal sóknar- barnanna, eins og sjá nrá af hinni miklu kirkjusóikii okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.