Tíminn - 23.12.1967, Blaðsíða 8
8
LAUG4RDAGUR 23. desember 1967,
I
TlMINN
Góð aðstaða til
kirkjutónleikahalds
Það var mikið um að vera í
KjöBbúðinni Rorg, er blaðamaður
l Tímans bar þar að fáum dögum
1 fyrir hátíðina. Afgreiðslufól'kið
■ var á þömum við að afgreiða jóla-
, matinn, og búðin var troðfull út
. að dyrum. Erindi ofekar var reymd
ar ekki það að kaupa til jólanna,
■ heldur ónáða kaupmanninn stund
. arkorn, en Þorbjöm Jóhannesson
i í Borg er formaður sóknamefnd-
; ar Hláteigssafnaðar.
»
I — HJvenær er Hiáteigssöfnuður
[ stofnaður Þorbjörn?
J —. Hanm er stofnaður árið 1962.
! Þá haíði auðvitað efeki verið hugs
. að fyrir neinni kirkju og fyrstu
árin héldum við guðsþjónustur
’ okkar í Hátíðasal sjómanmaskól-
ans, en aðstaða þar var auðvitað
; ekki sem skyldi. Sérstakar athafn
• ir á okkar vegum, svo sem ferm-
\ ingar o,fl._ fóru fram í öðrum
, birkjum. Árið 1967 hófust fram-
1 kvæmdir við Háteigskirkju, og
- var þeim lokið 1966, en kirkjan
[ var vígð 19. desemlber, það ár.
— Er húm fullgerð að öllu
■ leyti?
— Að mestu, en okkur vantar
framtíðarorgel og kirfejuklubkur.
Fjánhagurinn er ekki sem beztur
hjá okkur frekar en öðrum sókn-
um, svo að við höfum ekki get-
að fengið okkur þetta tvennt enn
þá. Svo höfum við ekki heldur
haft aðstiöðu til aö lagfæra kirkju-
lóðima.
— Er ef til vill ætlunin, að
koma þar upp safnaðarheimili?
— Það hefur verið rætt um
það, en okfcur er það ofviða, eins
og sakir standa. Safnaðarstarf-
semi fer fram í kirkjunni, og
einnig í Sjómannaskólanum. Hjá
ofekur eru starfandi tvö félög,
kvenfélag og bræðrafélag.
— Og þið segið auðvitað eins
og allir himir, að mesti kraftur-
inn sé í fevenfólkinu?
— Já, svo sannarlega. Við hefð
um aldrei komið upip kirkjunai,
ef dugnaði þeirra og atorku hefði
ekki notið við. Þær hafa verið al-
veg sérlega duglegar við að afla
fjár með öllum tiltækum leiðum.
— Þið hafið góðan kór?
— Já, þryðilegan kór, sem starf
ar undir stjórn Gumnars Sigur-
geirssonar. Það hefur sýnt sig, að
hljómfourður í kirkjunni er ágæt-
ur, og hefur kirkjan verið notuð
talsvert til tónleikahalds, og verð-
ur því væntanlega haldið áfram,
enda mælist þa@ mjög vel fyrir
hjá fólki.
—. Hversu margir safnaðarmeð
limir eru hjá ykkur?
—• Um 14. þúsund. Til skarnms
tima var aðeims einn prestur hjá
okkur séra Jón Þorvarðarson, en
þetta var gert að tvímennings-
prestakalli um áramótin ,63—64,
og þá fengum við til starfa séra
Amgrím Jónsson. Yfirleitt hefur
það verið svo hjá okkur, að þéir
hafa messað til skiptis á sunnu-
dögum, en frá og með næstu ára-
mótum verða tvær messur á
sunnudögum.
—• Hvernig er kirkjusóknin?
— Hún er mjög góð. Það væri
nú lífca annað hvort, að svona stór
söfnuður gæti fyllt eina kirkju.
— Stendur eitthvað sérstakt til
hjá ykkur um jólim?
—• Nei, ekkert fram yfir það
venjulega. Það verða 6 messur
um jó'.ahátíðina, en við vonum að
sem flestir komizt að. Kirkjurnar
eru yfirleitt alltaf fullar á jólun-
um.
Þorbjörn Jóhannesson, formaSur sóknarnefndar HáteigssafnaSar.
Fámennasti söfn-
uöurinn í Reykjavík
GuSjón Hansen, formaSur sóknarnefndar Grensássóknar.
Grensássöfnuður er aðeins 4
ára gamall, og fámemnasti söfnuð-
ur borgarinnar. Hann takmarkast
af Kringlumýrarbraut, Bústaða-
vegi. Grensásvegi og Mikluhraut
og á þessu svœði búa aðeins tæp-
iega 3 þús. manns, þar af 2.563
þjóðkirkjumeðlimir. — Upphaf-
lega var ráð fyrir því gert, að
innan tíðar teldi söfnuðurinm um
5 þúsund sóknarbörn, en raunin
varð önnur, — segir Guðjón Ham-
sen formaður sóknarnefndar í við
tali við Tímann. — Þegar söfnuð-
urinn var stofnaður hefur senmi-
lega ekki legið ljóst fyrir, hvemig
skiipulagnimgu hverfanna yrði hátt
a®, en svo sem kunnugt er nú,
verða á stóru svæði inman sókn-
artakmarkanna, stór skrifstofu og
veTzlunaihverti, og þar af leið-
andi mun fbúatalan að mestu
standa í stað.
—• Aukning er sem sé ekki fyr-
irsjáanleg?
— Nei, ekki með óbreyttum
sóknarmörkum, en við höfum far-
ið þess á leit við kirkjumálaráð-
herra, að fram fari emdurskoðun
á sókn armörkunum.
— Þaið liggur í hlutarins eðli,
að svorna lítill söfinuður hefur alls
ekki fjárhagslegt bolmagn til að
standa undir byggingum og marg-
háttuðu félagslífi.
— Nei, söfpuðurinn verður að
vera svo fjöhpennur, að einhver
fjárhagsgruudvöllur sé fyrir starf
imu. Það er heilmikiið fyrirtæki
að byggja uipp kirkjur og safnað-
aiheimili, og halda starfseminni
gamgandi, og sóknargjöld og aðr-
ir tekjuliðir eru eðlilega minmi,
ef söfmuðurinn er mjög fámenn-
ur.
—• Hvað líður kirkjuibyggingu
ykkar?
— Um kirkjubyggingu er ekki
að ræða að svo komnu máli. Hins
vegar erum vi'ð komin nokkuð vel
á veg með að reisa myndarlegt
safnaðarheimili, þar sem guðs-
þjónustur og annað safnaðar-
starf getur farið fram. Við
höfum haft inni fyrir guðs-
þjónustur í Breiðagerðisskól-
anum, sem reyndar er í Bú-
staðasókn, og hafa ráðamenn þar
sýnt okkur mikinm velvilja. Vera
má, að það hafi verið fullmikil
hjartsýni í að ráðast i byggingu
safnaðarheimilisins með ekki
fleiri gjaldendur en raun ber
vitni, en það var óhjákvæmilegt,
því að innan sóknarmarkanna var
engin aðstaða til kirkju- og fé-
lagsstarfsemi.
— Hvað um safnaiðarstarfið?
— Það beinist eðlilega fyrst og
fremst að byggingunni, enn sem
komið er. fjáröflun og öðru þar
að lútandi. Kvenfélag safnaðar-
ins starfar með miklum dugnaði
og krafti og hefur lagt fram drjúg
an skerf til safnaðarheimilisins.
Það hefur haldið kaffisölu, og afl-
að fj'ár með ýmsu öðru móti. Auk
venjulegra guðsþjónusta, eru
haldnar barnamessur á hverjum
sunnudegi, og einnig hefur prest-
urinn, séra Felix Ólafsson haft
með höndum starfsemi fyrir ferm
ingarbörn.
— Eigið þið erfitt um vik fjár-
hagslega við þessar framfcvæmd-
ir?
— Margir aðilax hafa sýnt okk-
ur mikla góðvild og styrkt okk-
ur fjárhagslega en þetta eru mikl
ar framkvæmdir fyrir ekki stærri
söfnuð, og eðlilega eru ýmsir örð-
ugleikar þessu samfara. En það
er mikill áhugi á byggingunm
meðal sóknarbamanna, og við
■vonumst til að okkur reynist
kleift að koma þessu upp, áður
en langt um líður.