Alþýðublaðið - 16.12.1988, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 16.12.1988, Qupperneq 1
 STOFNAÐ 1919 Föstudagur 16. desember 1988 225. tbl. 69. ár Husnœðislánanefndin skilar róttœkri niðurstöðu HUSBREFIN EINFALDA KERFID Niöurstööur nefndarstarfs á vegum félagsmálaráöherra um gjörbreytingu á almenna húsnæöiskerfinu voru kynnt- ar fréttamönnum í gær. Staða húsnæöismálanna i dag er slík, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmála- ráöherra, aö á næsta ári er þegar ráöstafaö 10- 11 millj- örðum til húsnæðislána en til aö eyöa þeirri biðröð sem skapast hefur hjá Húsnæöis- stofnun þyrfti 23 milljarða til viöbótar. Meöalbiðtími á næsta ári veröur 34 mánuðir og ekki er aö óbreyttu gert ráð fyrir að hann styttist fyrr en árið 1994. Megin tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir róttækum breytingum á hús- næðiskerfinu. Nefndin, sem var undir for- ystu Kjartans Jóhannssonar, alþingismanns, skilaði tveim- ur álitum. Áliti fimm nefndar- manna fylgir annars vegar frumvarp um breytingará Húsnæðiskerfinu á þann veg að starfrækt verði skulda- bréfaskipti, svokallað hús- bréfakerfi. Hins vegar eru gerðar tillögur um vaxtabæt- ur í stað húsnæðisbóta og niðurgreiöslu lánskjara í al- menna húsnæðislánakerfinu. Tveir fulltrúar skiluðu sérá- liti en það voru Ásmundur Stefánsson, ASÍ, og Guð- mundur G. Guðmundsson, fulltrúi Framsóknar. Vegna Félagsmálaráðherra beinir tilmœlum til fjármálaráðherra SKATTAMÁL TANNLÆKNA VERÐI TEKIN TIL SÉRSTAKRAR SKOÐUNAR „Þessi mál heyra náttúr- lega ekki undir félagsmála- ráöuneytiö, en hins vegar er mér kunnugt um aö ráöherra hefur beint þeim tilmælum til fjármálaráðherra, að hann láti skattayfirvöld eða ríkisskatts- stjóra kanna hvort ástæöa sé til að taka skattlagningu og uppgefnar tekjur tannlækna til sérstakrar skoöunar," sagði Rannveig Guðmunds- dóttir aöstoöarmaöur Jó- hönnu Sigurðardóttur í sam- tali við Alþýðublaðið í gær, en blaðið náði ekki tali af ráðherranum. Félagsmálaráðherra hefur oft lýst þeirri skoðun sinni að tannlæknamálin þurfi að taka til gagngerrar skoðunar en nokkur bið hefur orðið á því að stjórnvöld taki til hendi. Borgaryfirvöld hafa hins veg- ar ákveöið aö skipa nefnd til að kanna þau mál sem snúa að borginni varðandi skóla- tannlækningar. Sjá nánar á bls. 3 Háskóli Islands SJÁVARÚTVEGS- 0G HAGFRÆDI- STOFNANIR í DEIGLUNNI Tvær nýjar stofnanir eru nú í deiglunni við Háskóla ís- lands. Er þar annarsvegar um að ræða sérstaka sjávarút- vegsstofnun háskólans og hins vegar hagfræðistofnun við viðskipta- og hagfræði- deild. Frá þessu er greint i nýjasta fréttabréfi háskólans. Á fundi háskólaráðs 24. nóv. s.l. var lögð fram tillaga að reglugerð fyrir sjávarút- vegsstofnun og lögðu flutn- ingsmenn áherslu á að af- greiðslu málsins væri hraðað eftir föngum, en samsvarandi tillaga var lögð fram s.l. vor. Hefur átta manna nefnd haft málið til athugunar síðan. Tillagan sem lögð var fram á fundi háskólaráðs er árang- ur þeirrar athugunar. Var til- lagan samþykkt samhljóða með einni orðalagsbreytingu á 1. grein á fundi háskóla- ráðs. Á sama fundi var lagt fram bréf viðskipta- og hagfræði- deildar ásamt drögum að reglugerð fyrir hagfræði- stofnun Háskóla Islands. For- seti deildarinnar fylgdi drög- unum úr hlaði og lagði áherslu á að afgreiðslu yrði hraðað eftir föngum. Fór hann fram á að ákvörðun yrði tekin á fundinum um að sett yrði á laggirnar hagfræði- stofnun, þó að reglugerðar- drögunum yrði vísað hefð- bundna leið. Var það sam- þykkt einróma á fundinum. Má því búast við að fyrr en síðar verði stofnaðar sérstak- ar sjávarútvegs- og hagfræði- stofnanir við Háskóla Is- lands. 8 þúsund manns á biðlista við Húsnœðisstofnun í dag. Pyrfti 23 milljarða til viðbótar 11 milljörðum á nœsta ári til að sinna öllum óaf- greiddum umsóknum að sögn fé- lagsmálaráðherra ef húsnœðiskerfið verður óbreytt. þessa er ekki full samstaða innan ríkisstjórnarinnar um niðurstöðu nefndarinnar en á rikisstjórnarfundi í gær var samþykkt aö setja málið í nefnd þriggja ráðherra til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Félagsmálaráðherra sagði I gær að hún hefði ákveðið að leggja frumvarpið fyrir þing þegar að loknu jólaleyfi og sagði hún útilokað annað en að endurskipulagning hús- næðiskerfisins verði sam- þykkt fyrir þinglok í vor. Húsbréfakerfið er megin- niðurstaða nefndarinnar og felst i aðalatriðum í þvi að I stað beinna lána frá Bygging- arsjóði kaupi sjóðurinn fast- eignaveðbréf sem kaupandi fasteignar gefur út við fast- eignaviðskipti. Geti bréfin numið allt að 65% af sölu- andvirði eignar. Rétturinn til að skipta á þessum bréfum verðurekki bundinn við aöild að lífeyris- sjóði. Miðað er við að hús- bréfakerfið verði sett í gang samhliða núverandi lánakerfi og nái eingöngu til viðskipta með eldri Ibúðir fyrst um sinn. Þá er lagt til að vextir á út- lánum Byggingarsjóósins verói færðirað markaósvöxt- um og taki t.d. mið af þvi sem um semst viö lifeyris- sjóðina. Þá er lagt til að sér- stakar vaxtabætur veröi tengdar vaxtabyrði og skerð- ist svo af hækkandi tekjum og eignum umfram ákveðin mörk. Á fréttamannafundinum í gær sagði Kjartan Jóhanns- son, formaður nefndarinnar, að kostur húsbréfakerfisins fælist m.a. í því að þar með fengist svokölluð innri fjár- mögnun þar sem einn lánar öðrum. Þetta gæti orðið . a.m.k. 20-25% af viðskiptun- um. Þar meó væri ákveðnum þrýstingi létt af kerfinu. Bréf- in væru ríkistryggð og áhætt an því engin. I tillögunum er ennfremur gert ráð fyrir þvi að kaup- skylda lífeyrissjóðanna í hús- riæðiskerfinu lækki úr 55% i 47% til að greiða götu fyrir kaupum lífeyrissjóðanna á húsbréfum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Kjartan Jóhannsson formaður nefndarinnar sem gert hef- urtillögur um breytingará húsnæðislánakerfinu, svara spurningum blaðamanna á fundi i félagsmálaráðu- neytinu í gær. A-mynd/Magnús Reynir. Spariskírteini ríkissjóðs ágúst-nóvember SALAN MUN MINNI EN í FYRRA Sala á spariskirteinum rik- issjóðs hefur dregist veru- lega saman á timabilinu ág- úst til nóvember miðað við sömu mánuði i fyrra. 20. nóv- ember voru til óseld spari- skírteini fyrir tæpar 1700 milljónir króna. í svari fjármálaráðherra viö fyrirspurn frá Friðrik Sophus- syni kemur fram, að á föstu verðiagi í nóvember sl. hafi salan í águst numið 211 millj- ónum, 533 milljónum i sept- ember 169 milljónum i októ- ber og 141 milljón í nóvember er salan fyrstu 20 daga mán- aðarins hefur veriö metin til mánaóarsölu. Samanlögð sala í október og nóvember er þvi um 310 milljónir sem er mun minna en í sömu mán- uðum á síðasta ári og minna en árið 1986. Segir fjármála- ráðherra að þess beri þó að geta að árið 1987 hafi ráð- stöfunartekjur verið mun hærri en nú og uppgangur i efnahagslífi mikill. í lok ágúst voru óseld skir- teini hjá söluaðilum fyrir tæpar 400 milljónir, tæpan milljarð i lok september, tæp- ar 1200 milljónir í lok október og fyrstu 20 dagana i nóvem- ber fyrir tæpar 1700 milljónir króna. Hvað varðar áhrif vaxta- lækkunarinnar í október á skráða ávöxtun skírteinanna segir fjármálaráðherra, að ekki sé neitt hægt að fyllyrða um áhrif vaxta sem ákveðnir séu af stjórnvöldum og sölu- aðilum spariskírteina á skráða ávöxtun spariskirteina ríkissjóðs á Veröbréfaþingi íslands. Viðskiptin á þinginu séu í mjög smáum stíl og þvi álitamál hve miklar ályktanir megi af þeim draga. Viðskipt- in séu að mestu leyti fólgin í spariskírteinum rikisjóðs og séu önnur verðbréf tekin út úr myndu tölur um meðal- ávöxtun ekki breytast að ráði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.