Alþýðublaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. desember 1988 MMIHUM Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamerin: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Olafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdfs Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Sfðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. SIÐLEYSI SJALF- STÆÐISFLOKKSIN S Sjálfstæóisflokkurinn er í mikilli upplausn um þessar mundir. Fylgistap í skoðanakönnunum er ekki aöeins vís- bending um minnkandi traust kjósenda á flokknum, heldur hafa gerðir og ummæli forystumanna og þing- manna Sjálfstæðisflokksins gert það aö verkum að fyrr- um stórveldi í íslenskri pólitík hefur breyst í haldslausan og óábyrgan söfnuð. Menn minnast þess ráðaleysis sem einkenndi verkstjórn síðustu ríkisstjórnar en formaöur Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra sveiflaðist í flestöllum málum eftirhvaðan vindarblésu; úr átt vinnuveitenda, þingflokks, sjávarútvegsaðalsins eða kjördæma. Eftir að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gáfust upþ á samstarfinu við Sjálfstæóisflokkinn í fyrri ríkisstjórn og ný ríkistjórn þessara tveggja flokka ásamt Alþýðubandalagi varstofnuð, varð Sjálfstæðisflokkurinn sjálfkrafa forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. En Sjálf- stæðisflokkurinn hefur einnig reynst veikur í þessu nýja hlutverki. í fyrsta lagi er flokkurinn enn illa tvístraður og ósamstíga í flokksstarfi sem á Alþingi. í öðru lagi á Sjálf- stæðisflokkurinn lítið sameiginlegt með hinum stjórnar- andstöðuflokkunum. Kvennalistinn lítur á Sjálfstæðis- flokkinn sem sinn höfuðóvin í pólitík og Borgaraflokkur- inn er tilkominn vegnaódrengilegrar framkomu formanns og forystu Sjálfstæðisflokksins við Albert Guðmunds- son, núverandi formann Borgaraflokksins. Sjálfstæðis- flokkinn hefur því hvorki traust ríkisstjórnarinnar né stjórnarandstöðunnar. #• I fyrradag náði Sjálfstæðisflokkurinn loksins sambandi við stjórnarandstöðuflokkana þótt ávafasaman hátt væri. Við afgreiðslu bráðabirgðarlaga ríkisstjórnarinnar frá efri deild í fyrrakvöld greiddu sjálfstæðismenn atkvæði með breytingartillögu Borgaraflokksins og Kvennalistans um að launafrysting yrði afnumin við gildistöku laganna og samningsrétturinn yrði frjáls. Þessi tillaga var felld. Hins vegar hefur stjórnarandstaðan styrk til að fella úr lögun- um ákvæðið sem bindur samninga til 15. febrúar. Það hefur sömu áhrif og breytingattilagan þótt ekki sé líklegt að til þess komi. En stöldrum aðeins við afgreiðslu Sjálf- stæðisflokksins á þessu máli. Eins og menn muna voru það sjálfstæðismenn sem manna harðast börðust fyrir því í síðustu ríkisstjórn að afnema samningsréttinn og fengu því framgengt. Samstaða náðist um nauðsyn þess að frysta laun og vöruverð til að halda niðri verðbólgu og skaga aðstæður fyrir almennri vaxtalækkun. Sú stefna hefur borið árangur að hluta til þótt auðvitað sé það alvar- legt og umdeilanlegt að afnema sjálfsagðan rétt manna eins og samningsrétt, jafnvel þótt þjóðarhagsmunir séu í húfi. En hvers vegna skyldu sjálfstæðismenn skyndilega breytast í verndara verkalýðshreyfingarinnar og styðja að launafrysting verði afnumin og samningsrétturinn gerður frjáls? Jú, eins og Halldór Blöndal, helsti talsmaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og stjórnanrandstöðunnar, sagði skýrum orðum í Sjónvarpi; að þar sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherrahefði gefið út yfirlýsingu, sem túlka mætti á þann veg, aö samningarnir gengju í gildi frá gildistöku laganna, væri rétt að eyða þeim vafa sem yfirlýsingin hefði skaþað! Þetta er auðvitað þólitísk lygi og siðleysi af verstu tegund. Tilgangur Sjálfstæðis- flokksins er auðvitað aöeins einn: Að koma höggi á ríkis- stjórnina og helst reyna að fella hana með því að rífa upp ákvarðanir sem þeir sjálfir lögðu drögin að í fyrri ríkis- stjórn.Sjálfstæðisflokkurinn gefurþjóðarhagsmunum og efnahagslífi fyrirtækjaog heimilaeinnig langt nef. En það er einmitt þetta skerandi ábyrgðarleysi og pólitíska sið- leysi sem hefur grafið undan Sjálfstæðisflokknum. Og það skynja kjósendur best. ÖNNUR SJÓNARMIÐ UNDARLEGUSTU rit- deilur skjóta iðulega upp kollinum á íslandi. Ekki ósjaldan eru ritdeildurnar úr heimi bókmenntanna þar sem á takast gagnrýnendur og móðgaðir rithöfundar. Yfir- leitt er þetta hin skemmtileg- asta lesning. Morgunblaðið birti hins vegar í gær mjög frumlega og sérkennilega grein eftir móðgaðan rithöfund. Rithöf- undurinn beinir spjótum sín- um á óhefðbundinn hátt að dómara sínum þar sem hann mótmælirekki neikvæðri um- fjöllun um bók sína, heldur gerir kaffi aö umtalsefni. Höfundur greinarinnar er Úlfar Þormóðsson, sem skrif- að hefur Þrjár sólir svartar og út kom nú fyrir jólin. Bókin segir frá Axlar-Birni og voða- verkum þess tíðaranda. Er- lendur Jónsson ritdæmdi bókina í Morgunblaðinu í síð- asta mánuði og fann henni ýmislegt til foráttu. Ein alvar- legasta athugaá’emd Erlends var að höfundurinn lætur per- sónur sínar hressa sig á kaffi, en að mati Erlends hafði ekki kaffidrykkja hafist á íslandi í byrjun 17. aldar, og reyndar hafi kaffi verið óþekkt á alþýðuborðum fyrr en á 19. öld. Úlfar segir í grein sinni í Morgunblaðinu í gær að þetta sé hin mesta þvæla, og honum sé kunnugt um að menn hafi drukkið kaffi árið 1645 í Húnavatnssýslu. Grípum niður í málsvörn Úlfars í kaffibaunamálinu nýja: „Arið 1280 var hellt upp á kaffi i fyrsta sinn í Evrópu. Það var í Istanbul. I fyrsta sinn það vitað er þýðir ekki annað en að það hafi verið í fyrsta sinn sem fréttamenn þátíðarinnar vissu af uppá- hellingi. Og þar sem vitaö er aö fréttamenn þess tima voru ekki eins röskir og kollegar þeirra í nútímanum má reikna með að nokkuð löngu fyrir hafi fyrsti evrópski kaffitaum- urinn lekið úr brenndum og styttum baunum. Fjögur- hundruð árum síðar, eða 1680, er kaffi orðið alþekkt í allri Norðvestur-Evrópu. Þetta þýðir að Hollendingar og aðr- ir evrópskir fiskimenn og sæfarar sem stálust til að versla við íslendinga á 16. og 17. öld þekktu og drukku kaffi á þeim tíma sem Sveinn skotti var á dögum og jafnvel á dögum föður hans heitins, Axlar-Bjarnar. Og kaffi er þekkt i islensk- um heimildum all miklu fyrr en Erlendur dómari gefur í skyn. Árið 1760, svo ég haldi mig við sérvalið ártal dómar- ans, eru þegar til nokkrar kaffikvarnir í landinu. Þá var kaffi orðið alþekkt hérlendis, og flutt til landsins með lög- mætum hætti og í fimmföld- um mæli miöaö við te sem þá hafði verið drukkið hér- lendis í óratíma. Þar sem ég hef ekki undir höndum minnismiðann sem ég hafði í minum fórum Úlfar: Kominn í bókmenntalegt kaffibaunamál. þegar ég skrifaði vitandi vits að Sveini skotta hafi verið borið kaffitár á húnvetnsku prestssetri árið 1645 get ég ekki fært Erlendi dómara ná- kvæmari kaffisögu að sinni. Hitt fullyrði ég að Skotti var ekki fyrstur íslendinga til að fá sér kaffisopa. íslendingar þeirra tima, líkt og afkomend- urnir i dag, voru kræfir og höfðu mörg útispjót ekki síst hvað viðkom innflutningi, löglegum sem ólöglegum. Að lokum við ég þó benda dómara Erlendi á, sem hugg- un gegn harmi ónákvæmni dómsins, að Bragakaffi var ekki tilorðið á þessum tíma. Það er þó víst.“ Hér er greinilega skemmti- leg menningardeild í uppsigl- ingu. Nú er að sjá hvort Er- lendur Jónsson bjóði ekki Úlfari upp á tíu dropa i Mogg- anum á næstunni. FLOSI Ólafsson leikari og fastapenni PRESSUNNAR fer á kostum í grein sem blaðið birti í gær um Guðrúnu Helgadóttur forseta samein- aðs þings og jólaglöggið. Flosi skrifar meðal annars: Ekkert má nú, sagði kerlingin, þegar það komst upp að hún hafði laumað eitri í skyrið hjá karlinum sinum til að losa sig við hann. Og haft erindi sem erfiði. Mér datt þetta í hug á dög- unum, þegar ástæða þótti til að slá því upp i blöðunum að Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings hefði stungið uppá því, að því er virðist í sakleysi sínu, að þingheimur dreypti svona einsog á svolitlu jólaglöggi áöur en farið yrði í jólafrí. Ekkert má nú. Ég segi það enn og aftur. Ég er stundum að hugsa um það, svona þegar ég er ekki að hugsa um neitt annað, aö ef til vill ætti hún Guðrún að hugleiða það oftar, þegar hún er ekki að hugsa um neitt annað, að það er eitt að vera óvenjuleg kona innanum venjulegt fólk og annað að vera venjuleg kona innanum óvenjulegt fólk. Og vei þeim sem dægrin löng er i því að haga sér eins og venjuleg manneskja. Blaðafregnir herma að mjög hafi dregið til tíðinda á Alþingi, þegar Guðrún kom með uppástungu sína um glöggpartiið. Þingflokksmenn og forsetar urðu ókvæða við og áttu, að því er manni skilst, sumir erfitt um andar- drátt sakir hneykslunar. Tillagan þótti ekki aðeins afar óviðeigandi, heldur og æriö umhugsunarefni, hve tímasetning meintrar glögg- veislu væri gersamlega útí hött, með hliðsjón af — og í Ijósi hinnar miklu umræðu og gagnrýni sem komið hefur fram aö undanförnu vegna áfengisumsvifa ákveðinna — við nefnum engin nöfn — embættismanna og jafnvel koliega Guðrúnar. Guðrún: Flosi gerir „hristing þingheimsins" að umtalsefni. M.ö.o. Guðrúnu mun hafa fundist gráupplagt að þing- menn og starfsfólk þingsins fengju sér svolítið jólaglögg siðasta daginn áður en farið yrði heim að baka til jólanna, vegna þess — einsog segir i Mogganum — „að það mundi gera þingheimi gott að hristast svolitið saman.“ Meginröksemdin fyrir and- stöðunni við þessa frumlegu hugmynd var sú að „hinir háttvirtu" óttuðust að blettur kynrii að falla á æðstu stofn- un þjóðarinnar við það að þingmenn færu að „hrista sig saman“ i glöggvímu og vísast í uppnámi vegna til- hugsunarinnar um að þeir þyrftu að borga veigarnar oni sig sjáffir. Svona getur bara Flosi skrifaö. Einn með kaffinu Hérna kemur einn brandari úr tryggingabransanum: Nonni sjóari rakst á frystihúseigandann í kaupfélaginu Nonni sagöi stundarhátt: „Heyrðu ég heyrði að frysti- húsið hafi brunnið hjá þér um síðustu helgi!“ Frystihúseigandinn svaraði fióttalega: „Uss! Það er ekki fyrr en um næstu helgi!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.