Alþýðublaðið - 16.12.1988, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.12.1988, Qupperneq 3
3 Föstudagur 16. desember 1988 Jafnaðarmannaflokkar á Norðurlöndum GEFA ÚT BÓK UM UTAN- RÍKIS- OG VARNARMÁL Kjartan Jóhannsson alþingismaður skráði íslenska kaflann SAMAK — Samvinnunefnd verkalýðshreyfingar á Noröur- löndum hefur gefið út bókar- kilju um stefnu sósialdemó- kratíska flokka á Norðurlönd- um i utanríkis- og varnarmál- um. Ingvar Carlsson, forsæt- isráöherra Svíþjóðar ritar for- mála að bókinni. Kjartan Jó- hannsson aiþingismaður skrifar íslenska kaflann i bók- inni. Bókin ber nafniö „Utriks- politik i Norden“ — Stefna Norðurlanda í utanríkismál- um — og skrifa forystumenn í sósíaldemókratískum flokk- um Noröurlanda kafla um ut- anríkis- og varnarmál sinna landa. Kjartan Jóhannsson alþingismaður skrifar um ís- land, Sten Anderson utanrík- isráðherra Svíþjóðar um Sví- þjóð, Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs skrifar um Noreg, Lasse Budtz, fyrrum þingmaður skrifar um Danmörku og All- an Rosas, laaaprófessor við háskólann í Abo skrifar kafl- ann um Finnland. í inngangi bókarinnar segir Ingvar Carlsson forsætisráð- herra m.a. að þótt sósíal- demókratískir stjórnmála- flokkar á Norðurlöndum hafi valið ólíkar leiöir við lausn vandamála í utanríkis- og varnarmálum, hafi allir flokk- arnir leitast við að halda Norðurlöndum utan við átök stórveldanna og stuðlað að því að Norður-Evrópa veröi svæði lágrar spennu í al- þjóðamálum. „Þessi stefna hefur verið árangursrík," seg- ir Carlsson. í kaflanum um ísland fjall- ar Kjartan Jóhannsson al- þingismaður ítarlega um for- sendur utanríkis- og varnar- mála íslands, ræðir reynslu Islendinga af síðari heims- styrjöldinni, Keflavíkursamn- inginn og veru íslands í NATO. Kjartan ritar einnig um afvopnunarmál, rekur þorska- stríð íslendinga og eignarétt landsins yfir auðlindum hafs- ins í íslenskri lögsögu, og fjallar um óleyst vandamál tengdum utanríkismálum, ræðir friverslun, Evrópu- bandalagið og norræna sam- vinnu. Tveggja ára barn leyst úr prísund Tveggja ára gamalt barn læstist inn í ibúð við Snorra- braut í gær. Móðir barnsins hafði þurft að bregða sér rétt út fyrir dyrnar, en láðist taka lykilinn með. Lögreglunni tókst ekki að komast inn, en fimmtán minútum eftir aö slökkvilið fékk kallið var búið að leysa barnið úr prisund- inni. Barninu varð ekki meint af, en tók slökkviliðsmanninum fagnandi þegar hann kom inn um gluggann, enda eflaust talið þarna jólasveinninn á ferð. Slökkviliösmaðurinn komst inn um gluggann og fékk bliðar mót- tökur hjá litla barninu sem laestist inni. A-mynd/Magnus Reynir. r FRETTIR Svar utanríkisráðherra um varaflugvöll Yrði algerlega undir íslenskri stjórn I svari Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanrikisráö- herra, við fyrirspurn Geirs H. Haarde, alþingismanns, um varaflugvöll fyrir millilanda- flug, kemur fram að Atlants- hafsbandalagið hefur sam- þykkt fjárveitingu til að gera forkönnun á mögulegri stað- setningu sliks vallar hér á landi. í svarinu kemur fram að Jón Baldvin hefur að undan- förnu átt viðræður við aðal- framkvæmdastjóra NATO og yfirflotaforingja bandalagsins um þetta mál. Þar hefur eftir- farandi m.a. komið fram: Varaflugvöllur af þeirri gerð sem um er rætt yrði fullkom- inn millilandaflugvöllur. Ef varaflugvöllur yrði byggöur hér á vegum NATO yrði rekst- ur hans á friðartimum ein- göngu í höndum íslenskra flugmálayfirvalda. Völlurinn yrði eingöngu mannaður ís- lendingum og algerlega undir íslenskri stjórn á friðartím- um. Engin þörf yrði á búsetu eða varðgæslu varnarliðs- manna viö völlinn. Varnarliðið myndi einungis nota vara- flugvöllinn ef Keflavíkurflug- völlur lokaðist. í svarinu segir ennfremur að þetta mál sé nú í vand- legri athugun i utanrikisráðu- neytinu og næst liggi fyrir aö taka þurfi ákvörðun um hvort heimiluð verði forkönnun i samvinnu NATO með svipuð- um hætti og dönsk stjórn- völd hafa heimilað að þvi er Grænland varðar. „Sú ákvörð- un verður tekin þegar niður- stöður þessara athugana liggja fyrir,“ segir í svari utan- ríkisráðherra á alþingi. TANNLÆKNAÞJÓNUSTAN UNDIR SNIÁSJÁ Borgarráð hefur samþykkt tillögu heilbrigðisráðs borg- arinnar um að skipuð verði nefnd til að fjalla um tann- læknakostnað. Tilefni þess að heilbrigðisráð beitti sér fyrir skipun nefndarinnar eru upplýsingar sem liggja fyrir um kostnað við skólatann- lækningar i borginni saman- borið við kostnað hjá al- mennum tannlæknum. Þá hefur Jóhanna Sigurðardóttir beint tilmælum til fjármála- ráðherra, að hann láti skatta- yfirvöld kanna hvort ástæða sé til að taka skattlagningu og uppgefnar tekjur tann- lækna til sérstakrar skoðun- ar. Einnig hefur Jóhanna vak- ið athygli heilbrigðisráðherra á tillögum sem hún hefur lagt fram á Alþingi um endur- skipulagningu á tannlækna- þjónustu, þar sem nú stend- ur yfir endurskoðun á trygg- ingalöggjöfinni. Skúli Johnsen borgarlækn- ir segir skólatannlækningarn- ar þjóna u.þ.b. 80% af börn- um i höfuðborginni. Fyrir þá þjónustu þarf að borga um 100 milljónir á næsta ári. Sjúkrasamlagið sem greiðir útlagðan kostnað við tann- lækningar 20% barnanna reiknar með að greiöa aðrar 100 milljónir fyrir þá þjón- ustu. Inni þeirri upphæö er reyndar kostnaður við tann- réttingar, en borgaryfirvöld telja fulla ástæðu til að kanna þessi mál frekar. Það hlýtur nefnilega aö vekja upp' spurningar að greitt sé jafn- mikið fyrir tannlækningar 20% barnanna og tannlækn- ingar 80% þeirra. „Tannréttingakostnaðurinn getur ekki verið meiri en einn fimmti af upphæðinni, „ seg- irSkúli Johnsen. Getum hef- ur verið að því leitt að kostn- aður við tannlækningar full- orðinni sé færður yfir á börn- in. Að mati borgarlæknis er ekki útilokað að slíkt geti átt sér stað. „Tannlæknar hafa sagt mér að fólk hafi beðið þá um að setja kostnað sinn yfir á barnið." Skúli segir lækna þekkja svipuð dæmi. Þannig er t.d. ódýrara að fá í einu mikið magn af lyfi frekar en fá lyf í smáskömmtum. Því er al- gengt að fólk biðji lækna um meira magn í einu. Svipað kemur oft upp þegar tveir í sömu fjölskyldu þurfa á sama lyfinu að halda. Þá er ódýrara að gefa út einn lyf- seðil heldur en tvo. Strangt til tekiö má þetta ekki, en á nákvæmlega sama hátt er þetta fyrir hendi hjá tann- læknum. „Á meðan ekki er fyrir hendi fast eftirlitskerfi, þá er ekki hægt að útiloka þetta,“ segir Skúli. Síðast liðin 10 ár hefur borgarlæknir beitt sér fyrir lagfæringum á fyrirkomulagi við greiðslu tannlækninga- kostnaðar. ‘Þetta er auðvitað ákaflega gallað kerfi og raun- ar veit ég að hundurinn ligg- ur grafinn í þeim taxta sem Tryggingarstofnun ríkisins semur um.“ Sveitarfélögin greiða um 60% af kostnaðinum við skólatannlækningarnar. Þau eiga hins vegar enga aðild að samningum um taxta. Skúli hefur á síðustu árum skrifað bréf til samninganefndarinn- ar og óskað eftir aðild borg- arinnar að samningum. Engin svör hafa fengist. Fyrir 1974 var í gildi taxta- samningur milli borgarinnar og skólatannlækna, en þá hafði tryggingakerfið engin afskipti af málum. Þegar samningurinn gekk í gildi, sem Tryggingastofnun gerði, átti borgin ekki annan kost en gera hliðstæðan samning við sína skólatannlækna. Að sögn Skúla fór kostnaður strax hækkandi. ‘Eftir að þessi nýi samningur hafði verið í gildi í 5 ár hafði þessi kostnaður hjá borginni þre- faldast á föstu verðlagi." Borgarlæknir hefur jafn- framt borið saman fjölda að- gerða á árunum 1972:73 og 1987:88. „Það er ekki vafamál að borgin greiðir ekki aðeins miklu meiri peninga í dag, heldur greiðir hún miklu meira fyrir mun færri aógerð- ir en voru fyrir 1974.“ Jóhanna Sigurðardóttir hefur síðustu ár oft vakið at- hygli á að ýmsu sem betur mætti betur fara varöandi tannlæknaþjónustuna. Þegar skýrsla Félagsvísindastofn- unar var kynnt á dögunum var haft eftir Jóhönnu að til- efni væri til að fara ofan í saumana á þessum málum. Alþýðublaðið náði ekki tali af Jóhönnu í gær, en Rannveig Guómundsdóttir aðstoðar- maður hennar gat upplýst að ráðherra hefur sannarlega ekki látið sitja við orðin tóm: „Þessi mál heyra náttúr- lega ekki undir félagsmála- ráðuneytið," sagði Rannveig, „en hins vegar er mér kunn- ugt um að ráðherra hefur beint þeim tilmælum til fjár- málaráðherra, að hann láti skattayfirvöld eða ríkisskatts- stjóra kanna hvort ástæða sé til að taka skattlagningu og uppgefnar tekjur tannlækna til sérstakrar skoðunar. Einn- ig hefur ráðherra vakið at- hygli heilbrigðisráðherra á til- lögum sínum á Alþingi um endurskipulagningu á tann- læknaþjónustu þar sem nú stendur yfir endurskoðun á tryggingalöggjöfinni. I þeim tillögum felst ýmislegt sem leitt gæti til betri skipulagn- ingu og lækkunar á tann- læknakostnaði."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.