Alþýðublaðið - 16.12.1988, Síða 4
4
Föstudagur 16. desember 1988
BÓKAFRÉTTIR
Launráð í
Lundúnum
Vaka-Helgafell hefur sett á
jólamarkaö nýja bók eftir
hinn vinsæla spennusagna-
höfund Ken Follett, en áöur
hefur forlagiö gefiö út bæk-
urnar Lífsháski í Ljónadal og
Víkingasveitin, sem kom út í
fyrra.
Aö þessu sinni velur Foll-
ett sér Lundúnaborg sem
sögusvið. Þar fléttast saman
i hörkuspennandi söguþræði
fjármálabrask, stjórnsýsla og
glæpir sem halda lesandan-
um föngnum frá fyrstu blaö-
síðu.
Ken Follett er fæddur 1949
og eftir að hafa lokiö námi í
heimspeki viö Lundúnarhá-
skóla gerðist hann blaöamað-
urviö London Evening Post.
Þar hefur hann ugglaust sótt
efnisviö í þann söguþráö
sem Launráð i Lundúnum
hefur aö geyma. Ken Follett
hefur skrifaö fjölda metsölu-
bóka sem flestar hafa verió
þýddar á islensku og hafa
þær allar veriö kvikmyndaöar.
Bjarni Gunnarsson þýddi
bókina sem kostar 1.680
krónur. Vaka-Helgafell annaö-
ist setningu og umbrot og
Prentsmiðja Árna Valdemars-
sonar hf. sá um prentun og
bókband. Brian Pilkington
teiknaöi kápumynd.
Hllídas kon-
ungur er með
asnaeyru
Bókaútgáfan Björk hefur
nýlega sent frá sér barnabók-
ina: Midas konungur er með
asnaeyru, eftir danska rithöf-
undinn Jens Sigsgaard. Sag-
an um Mídas konung og
asnaeyrun hans er æva gam-
alt og víðfrægt austurlenskt
ævintýri, sem sagt hefur ver-
iö á ýmsa vegu. Höfundur
bókarinnar Jens Sigsgaard
kemur hér meö glænýja út-
gáfu af asnaeyrum Mídasar
konungs. Bókin er bæði
skemmtileg og í henni er ein-
staklega hugnæmur tónn,
sem börn á öllum aldri munu
hafa ánægju af og einnig
fullorðnir.
Glæsilegar myndir eru á
hverri blaðsíóu eftir hinn
snjalla danska teiknara —
Jon Ranheimsæter. Gefa þær
frásögninni mikið gildi og
skýra mjög vel atburði þá,
sem ævintýrið greinir frá.
Danski rithöfundurinn
Jens Sigsgaard hefur samið
fjölda bóka, einkum fyrir
börn og unglinga. Nokkrar
þeirra hafa komið út á ís-
lensku. Þeirra kunnust er
Palli var einni í heiminum,
sem fyrst kom út hjá Gylden-
dal í Kaupmannahöfn 1942,
en hefur síðan verið gefin út
á 37 tungumálum í milljónum
eintaka. Hún kom fyrst út á
íslensku 1948 og síðan er
ekkert lát á vinsældum henn-
ar.
íslandsævintýri
Himmlers
Bókin islandsævintýri
Himmlers er komin út frá Al-
menna bókafélaginu. Höfund-
ur er Þór Whitehead.
Efni bókarinnar er lýst svo
á kápu:
„Sameining íslands og
Hitlers-Þýskalands var á dag-
skrá hjá Heinrich Himmler,
yfirforingja SS og þýsku lög-
reglunnar í Berlín 1936. Er-
indreki Himmlers, SS-foring-
inn Paul Burkert, fór um ís-
land og reyndi að veiða inn-
lenda ráðamenn í net sitt.
Meðal þeirra var Hermann
Jónasson forsætisráðherra.
Himmler mælti til vináttu við
Hermann með sérstæðum
hætti og bauð honum á Ol-
ympíuleikana í Berlín. Á með-
an sendi hann könnunarleið-
angurtil íslands skipaðan
SS-foringjum og Gestapó-
mönnum, sem síðar urðu
kunnir um heim allan fyrir
fjöldamorð, undirróðurog
njósnir. Ráðagerðir voru uppi
um stóriöjuframkvæmdir
Þjóðverja á íslandi, landnám
þeirra hér og byltingarþjálfun
fyrir íslenska nasista hiá SS.“
Ný bók um
krabbamein
Bókaútgáfan Tákn hefur
sent frá sér bókina Krabba-
mein — viðbrögð, ábyrgð,
angist, sorg — sem er
reynslusaga höfundarins
Heidi Tuft.
Höfundurinn er ungur
norskur sálfræðingur sem
hefur barist vió þennan ógn-
andi vágest oftar en einu
sinni og miðlar af eigin upp-
lifun og reynslu þess að fá
krabbamein, segir frá sam-
skiptum sínum við sína nán-
ustu, frá einamanaleikanum,
frá angistinni og óttanum viö
dauðann og frá viðhorfum
krabbameinssjúklings til lífs-
ins. Höfundur gerir vald
lækna og meðferðaraðila yfir
oft viljalitlum, umkomulaus-
um og óttaslegnum sjúkling-
um að umræðuefni. í bókinni
er dregin upp nærgætin og
sönn mynd af samskiptum
aðstandenda, vina og hjúkr-
unarfólks við krabbameins-
sjúklinga og lýsir höfundur
sinni persónulegu reynslu
þess að einangrast og verða
einangraður og veikburða
krabbameinssjúklingur.
í bókinni er einnig að finna
tillögur og ábendingar fyrir
krabbameinssjúklinga til að
lifa eftir, tillögur sem ættu að
styrkja hvern og einn í barátt-
unni við þennan vágest. Séra
Sigfinnur Þorleifsson sjúkra-
húsprestur fylgir bókinni úr
hlaði.
Krabbamein — viðbrögð,
ábyrgð, angist, sorg er 192
blaðsíður. Eiríkur Brynjólfs-
son íslenskaði. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði. Ólafur Lár-
usson hannaði kápu.
Á vegum úti
Mál og menning hefur sent
frá sér skáldsöguna Á vegum
úti (On the Road) eftir banda-
ríska rithöfundinn Jack
Kerouac. Bókin kom fyrst út
árið 1957 og þykir lýsa vel
rótleysi þeirrar kynslóðar
sem ólst upp eftir seinna
stríð og stundum hefur verið
kölluð „beatkynslóðin". Sögu-
sviðið eru Bandarlkin þver og
endilöng og andrúmsloftið er
forboði þess glundroða sem
átti eftir að setja mark sitt á
öll Vesturlönd áratug eftir út-
komu bókarinnar. Enda sló
bókin rækilega í gegn og hef-
ur verið þýdd á fjölda tungu-
mála.
Hraðinn er aðalsmerki
þessarar sögu. Fólk brunar
upp og niöur síður hennar,
persónur koma og fara, atvik-
in þjóta hjá og uppákomurnar
reka hver aðra — undir dunar
djassinn og sífellt er haldið
af stað á nýjan leik til að
bruna um þjóðvegina á bílum
og finna nýjan sannleik, nýtt
fólk, nýja fyllingu eða einfald-
lega ærlegt fjör. Stíllinn á
þessari frásögn af ævintýrum
Deans Moriarty og Sals Para-
diso snemma á 5. áratugnum
er hraður og innblásinn.
Ólafur Gunnarsson rithöf-
undur íslenskaði söguna og
skrifaði eftirmála um höfund
hennar og baksvið. Bókin er
284 bls., prentuð í Prentstofu
Guðmundar Benediktssonar.
Anna í
Grænuhlíð
Anna í Grænuhlíð er sfgild
unglingasaga sem Mál og
menning hefur sent frá sér.
Höfundur bókarinnar, Lucy
Maud Montgomery, var
kanadísk og hlaut hún
heimsfrægð fyrir þessa bók
eftir að hún kom út 1908
vegna þess að sagan þótti
nýstárleg og hugljúf. En í dag
er hún gefin út aftur og aftur
út um allan heim.
Anna er munaðarlaus
stúlka sem er tekin í fóstur í
Grænuhlíð af gömlum syst-
kinum. Hún er full uppátekt-
arsöm og hugmyndarík af
þeirra áliti en ekki líður á
löngu uns þau sjá ekki sólina
fyrir fjörkálfinum Önnu því
jafnframt er hún skynsöm og
hjartahlý.
Þýðing Axels Guðmunds-
sonar kemur hér út í fjórða
sinn og má segja að hún sé
orðin sígild hér á landi eins
og sagan. Bókin er 190 síður
og gefin út bæði innbundin
og í kiljuformi í flokknum
MM UNG. Brian Pilkington
teiknaði og hannaði kápu.
„Engin venju-
leg mamma“
Elsku mamma.
Þú ert farin og hér sit ég
með minningabrotin sem þú
skildir eftir. Þú varst að skrifa
ævisögu þína, sögu konu
sem komst út í lífið aftur eft-
ir að hafa verið lokuð inni á
stofnun í mörg ár.
„Oft velti ég því fyrir mér
hvað hefði komið fyrir mig.
Hvað gerðist eiginlega
sem olli þessari löngu dvöl
minni inni á stofnunum? Af
hverju gátu engin lyf hjálp-
að mér? Af hverju reyndi
enginn að hjálpa mér út í
lífið aftur? Skapaði ég sjálf
þessa vanlíðan með hugs-
unum mínum sem ég réði
ekkert við? Allt þetta böl,
öll þessi löngu ár. Af
hverju skipti enginn sér af
mér? Af hverju?"
Þú varst að skrifa um það
hvernig var að brjótast til
baka, ná tökum á þunglynd-
inu, sinnuleysinu og uppgjöf-
inni. Og ná loks hinu lang-
þráða frelsi, að komast út og
lifa lífinu aftur á meðal okkar
hinna, þessara „heilbrigðu".
En nú er komið að mér að
fylla í eyðurnar. Ég vel þá leið
að tala til þín í gegnum bók-
ina. Kannski þarf ég að
spyrja einhvers. Þannig hef
ég þig líka hjá mér á meðan
ég skrifa. Það er bæði Ijúft
og sárt, eins og lífið sjálft.
Þannig hljóðar brot úr inn-
gangskafla Helgu Thorberg
að lífssögu móður sinnar,
Guðfinnu Breiðfjörð eða
Minnu eins og hún var ævin-
lega kölluð. Lif Minnu var
ekkert venjulegt, hún var
„engin venjuleg mamma“.
Svaðastaða-
hrossin
Þetta fyrsta bindi ritverks-
ins um Svaðastaðahrossin,
uppruna þeirra og sögu,
geymir hafsjó af fróðleik,
sem á erindi við alla þá sem
hafa áhuga á hestum og
hestamennsku eöa stunda
hrossarækt. Svaðastaða-
stofninn er langútbreiddasti
stofninn innan íslenska
hestakynsins og hross af
hinum ýmsu ættlínum hans
eru hvarvétna í fremstu röð á
hestaþingum. Þar nægir að
benda á Kolkuóss- og Kirkju-
bæjarhrossin og hross
Sveins Guðmundssonar á
Sauðárkróki.
í þessu fyrsta bindi rit-
verksins eru öllum þessum
ættlínum gerð skil og sér-
staklega fjallað um merkustu
stóðhesta Svaðastaðastofns-
ins. Þar má til dæmis nefna
Sörla frá Svaðastöðum, Hörð
frá Kolkuósi, Amor frá Keldu-
dal, Kjarval frá Sauðárkróki,
Ljóra frá Kirkjubæ, Stokk-
hólma-Rauð og marga fleiri.
Þá er gerð sérstök grein fyrir
hrossarækt margra kunnustu
búa landsins og eru til
dæmis sérkaflar um Hólabú-
ið, Keldudal i Skagafirði,
Vatnsleysubúió, Stóra-Hof á
Rangárvöllum, Höfða í Þver-
árhlíð, Tungu á Svalbarðs-
strönd og fjölmörg önnur.
í bókinni er saga Svaða-
staðahrossanna rakin allt aft-
ur til miðrar 18. aldar, en þá
fluttist Björn Sigfússon að
Svaðastöðum í Viðvíkursveit í
Skagafirði. Sama ættin býr
enn á Svaðastöðum og hefur
ræktað sama hrossakynið í
meira en 200 ár. Það hefur
skilað þeim árangri meðal
annars, að allir heiðursverð-
launastóðhestar landsins eru
af þessum stofni, sem'og
margir af kunnustu gæðing-
um í röðum íslenskra hesta.
Þar nægir að nefna nöfn á
borð við Brján frá Hólum,
Kristal frá Kolkuósi og Þór
frá Sporz.
ítarleg umfjöllun er um alla
þessa hesta og alla þessa
ræktendur og marga fleiri.
Bókin er ómissandi lesning
og nauðsynlegt uppsláttarrit
fyrir alla hestamenn.
Fálkinn
flýgur
Systkinin Zouga og Robyn
Ballantyne áttu þann draum
sameiginlegan að komast til
Afríku, þangað sem rætur
þeirra lágu.
Faðir þeirra, Fuller Ballan-
tyne, hafði verið trúboði og
landkönnuður og dvalið lang-
dvölum í hinni svörtu álfu.
Nú var hann horfinn, ekkert
hafði til hans spurst árum
saman. Móður þeirra hafði
hann áður kallað til sín en
fregnir höfðu borist af láti
hennar.
Er systkinin höfðu aflað
farareyris og tilskilinna leyfa
lögðu þau upp frá Bretlands-
strönd á vit hins óþekkta. En
lengst inni í myrkviðum
Afríku kom í Ijós að raunveru-
legur tilgangur höfuðmanns-
ins Zougas og læknisins
Robyn meö Afríkuleiðangrin-
um var ólíkur svo að leiðir
þeirra skildi.
FÁLKINN FLÝGUR myndar
ásamt bókunum MENN MEÐ
MÖNNUM og ENGLAR
GRÁTA þriggja bóka flokk
sem fjallar um sókn hvítra
manna inn í gjörólíkan menn-
ingarheim svarta kynstofns-
ins. Þessari bók fylgir upg-
drátturaf sögustöðum bók-
anna þriggja.
Höfundurinn Wilbur Smith
er margfaldur metsöluhöf-
undur um heim allan og er
óðum að tryggja sér fastan
lesendahóp á Islandi. Hann
er fæddur í Suður-Afríku og
býr þar í hlíðum Borðfjalls í
Höfðaborg. Hann þekkir öðr-
um betur sögu Suður-Afríku,
náttúru landsins og menn-
ingu þjóðanna sem það
byggja. Einstök frásagnar-
snilld höfundar og djúp ást
hans og skilningur á landi og
þjóð gera honum kleift aö
skapa heillandi sögu,
þrungna spennu, ævintýrum
og rómantík.
Þýðandi bókarinnar er Ás-
geir Ingólfsson.
Sjón, heyrn,
lykt, bragð,
tilfinning
Þessi fimm hefti eru bæöi
fræðandi og skemmtileg,
fallega myndskreytt og að-
gengileg fyriryngstu börnin.
í hverju hefti er tekið fyrir
eitt af skilningarvitunum,
skýrt hvernig þaö vinnur og
leitast við að svara þeim
sþurningum sem börnum er
tamt að spyrja.
í lok hverrar bókar er kafli
fyrir fullorðna, „fræðilegar"
leiðbeiningar og umfjöllun
svo að auðveldara sé fyrir
leiðbeinendur og aðra uppal-
endur að svala fróðleiksfús-
um börnum.
í sama bókaflokki komu í
fyrra út bækurnar
vetur, sumar, vor, haust
Allar þessar bækur hefur
Rannveig Löve sérkennari
þýtt og haft í huga málþroska
og þarfir væntanlegra les-
enda.