Alþýðublaðið - 16.12.1988, Side 7
Föstudagur 16. desember 1988
7
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
Jonestown 19. nóvember 1978.
Jim Jones gekk úr skugga um,
að allir fengju sprautu eða
drykkju eitraða ávaxtasafann.
Fyrir tíu árum
framdi þorpið
Jonestown, sam-
eiginlegt sjálfsmorð
— samkvœmt
skipunum frá geð-
bilunum trúar-
leiðtoga.
Þorpið sem framdi sjálfsmorð
John Victor Stoen lést fyrir
10 ár um i Suöur-Amerískum
frumskógi. Hann var fórnar-
lamb ósamlyndis og hugsun-
arhátar, sem hann hafði
aldrei skilið.
Bragðið í munni hans þeg-
ar hann var að deyja var af
grape-ávaxtasafa, sem hafði
verið eitraður með blásýru.
Síðustu orð hans voru: „Ég
vil ekki deyja, ég vil ekki
deyja“. Hann var sex ára gam-
all.
Það var 18. nóvember 1978,
sem 912 meðlimir trúflokks,
sem kallaði sig „musteri
fólksins", frömdu sjálfsmorð,
samkvæmt skipun Jim Jon-
es, sem kallaði sig prest og
lét bæði börn og fullorðna
kalla sig „Föður“. Að minnsta
kosti 276 hinna látnu voru
börn, þar á meðal ungbörn,
sem fæðst höfðu í búðum
þeim í frumskógi Guyana,
sem kallaöar voru Jones-
town.
Hið stutta, furðulega líf
John Victor, er sorgleg aðvör-
un. Landbúnaðar-samyrkjubú-
ið í Jonestown, sem var sagt
líkast himnaríki ájörð, hefur
orðið tákn ofsatrúarhópa,
sem eyðileggja og I þessu til-
felli deyða, þá sem ganga í
þeirra flokk.
„Það hafa miklu fleiri börn
dáið viö svipaðar kringum-
stæður og í Jonestown", full-
yrðir Cynthia Kisser, formað-
ur samtaka sem kalla sig
„Cult Awareness Network" í
Chicago. Þessi samtök voru
sett á laggirnar eftir tjölda-
sjálfsmorðin í Jonestown, og
þau leitast við að fylgjast vel
með hinum mörgu sértrúar-
flokkum i Bandaríkjunum.
„Tíu ár eru frá atburðinum í
Jonestown, og það hefur
ekki mikið breyst í sambandi
við öfgatrúarhópa í þessu
landi, segir Jack Speier.
Hann var mikið særður af
vopnuðum meðlimum „Must-
eri Fólksins". Þetta skeði á
fluglendingarbraut, 12 km frá
Jonestown og nokkrum
klukkustundum áður en at-
burðurinn hræðilegi átti sér
stað.
Speier vann fyrir banda-
ríska þingmanninn Leo Ryan,
sem var myrtur á flugbraut-
inni ásamt þremur blaöa-
mönnum og einum stroku-
manni úr „Musteri Fólksins“.
Eftir að ættingjar og vinir
íbúanna í Jonestown höfðu
komið að máli við yfirvöld,
þar sem þeir lýstu áhyggjum
sínum og sögðu frá fregnum
um misþyrmingar og innilok-
un fólksins úr trúarhópnum,
voru þingmaöurinn og frétta-
mennirnir á ferðinni til að
ganga úr skugga hvort orð-
rómurinn væri sannur.
ENDURFÆDDUR JONES
Grace, móðir John Victor,
fór á sína fyrstu samkomu í
„Musteri Fólksins", árið 1970,
ásamt Tim Stoen sem hún
giftist seinna. Grace var
bamaleg 19 ára stúlka, en
Tim var 12 árum eldri og var
háskólagenginn. Hann trúði á
„alsæluríki" (utopia), og taldi
Jim Jones manninn, sem
gæti komið því á stofn.
„í Musterinu sagói fólk við
mig, að líf þess hefði veriö
tilgangslaust og innihalds-
laust, þangað til það kynntist
þessari trú. Nú sagðist það
eiga fjölskyldu og vini sem
bær.u umhyggju fyrir því. Ég
lifði á og gekk fyrir þessu í
sjö ár“, segir Tim Stoen.
Hann varð lögfræðingur
hópsins og fulltrúi hans í
samskiptum við yfirvöld í
Kaliforniu. John Victor fædd-
ist í Jonestown, var tekinn
frá foreldrum sínum og alinn
upp af meðlimum „safnaö-
arns“. Litli drengurinn var
hylltur sem Jones endurbor-
inn.
Jim Jones fullyrti að hann
væri liffræðilegur faöir
barnsins og neitaði að
sleppa honum. Þessi fallegi
dökkhærði drengur var bit-
bein mikillar togstreitu og
stríðs, sem enginn vann.
í þau sex ár, sem Grace
Stoen dvaldi með trúflokkn-
um, fór hún síhækkandi í
„virðingarstigá1 hans. Hjóna-
band hennar fór út um þúfur
og barnið hennar var tekið frá
henni.
Jones gerði mikið af því,
að auðmykja meðlimina í
allra augsýn og hegna þeim
fyrir hvað sem var, þetta fór
sifellt vaxandi og það kom að
því að Grace Stoen hafði
fengið meira en nóg af „al-
sælurikinu". Sumarið 1976 yf-
irgaf hún „Musteri Fólksins"
og californíska bæinn Ukiah.
Árið 1973 hafði Tim Stoen
hjálpað Jim Jones við að
skipuleggja landbúnaöar-
samyrkjubú í Guyana, þar
sem „Musteri Fólksins" gat
„forðað sér frá eftirgrennsl-
unum lögreglunnar og press-
unnar“.
Það var svo á árinu 1974,
sem fyrstu meðlimir hópsins,
byrjuðu að rækta þá 121
hektara jarðar, sem síðar varö
að Jonestown. Þeir þóttust
sannfæröir um, að þeir væru
að koma upp paradís jafnrétt-
isins, þar sem þeir gætu lifað
i friði og ró og frjálsir gerða
sinna.
Þegar Tim Stoen kom til
Guyana í byrjun ársins 1977
voru aðeins 50 meðlimir á
staðnum, þar á meðal sonur
hans. Fljótlega fór ofsóknar-
brjálæöi Jim Jones aö segja
til sín og honum tókst að
koma af staö fjöldaflótta til
Guyana. í júlí sama ár voru
um 600 íbúar í Jonestown. i
nóvember 1977 yfirgaf Stoen
„Musteri Fólksins" í fússi
vegna þess að Jones vildi
ekki sleppa syni hans. Grace
og Tim Stoen reyndu nú að
vekja athygli dómstóla á at-
ferli hins geðbilaða leiðtoga
og söfnuðu saman 50 manna
hópi fólks, sem hafði áhyggj-
ur af fjölskyldumeðlimum i
Jonestown.
Þingmaðurinn Leo Ryan
brást skjótt við og fór ásamt
4 fréttamönnum á staðinn,
en þeir voru drepnir um leið
og þeir stigu út úr flugvél-
inni. Þetta var 18. nóvember
1978 og þegar þvi var lokið,
skipaði Jones svo fyrir aó all-
ir ættu að fremja sjálfsmorð.
Menn gátu valið um hvort
þeir fengju sprautu eða
drykkju eitraðan ávaxtasafa.
DÖRNIN FYRST
Röð dauðsfallana var: fyrst
börnin, síöan yngra fólkið,
svo fullorðna fólkið og sein-
ast gamla fólkiö.
„Hugsið ykkur hvað þetat
er úthugsuð aðferð, til þess
aö vera viss um að allir létu
lífið. Hvaða áhuga haldið þið
að fulloróna fólkið hafi haft á
því að lifa áfram, þegar unga
fólkiö og börnin voru horfin?"
er skrifað í bók sem út kom
um Jim Jones og áhangend-
ur hans.
Einn af áhangendum hans,
Stanley Clayton, sem tókst
að sleppa á meðan fólkið
engdist-sundur og saman,
segir: „Þegar John litli Victor
grét og mótmælti, sagði Jim
Jones að sonur sinn ætti
ekki að gráta.
Tim Stoen hefur lifað ein-
mana lífi þessi tíu ár síðan
drengurinn hans lést. Grace
gifti sig aftur og á nú tvö
börn. Grace og Tim segja
einu huggunina vera, að
hægt var að bera kennsl á lik
drengsins, það tókst í fæst-
um tilfellunum. (Det Fri Aktu-
elt.)