Alþýðublaðið - 16.12.1988, Side 8

Alþýðublaðið - 16.12.1988, Side 8
MÞYBVBUBIÐ Föstudagur 16. desember 1988 Verkamannabústaöir Kópa- vogs afhentu í gær 25 ibúðir til eigenda sinna. Fermetra- verö ibúöanna er um 45 þús- und krónur sem þykir meö því lægsta á markaðnum. Tókst aö ná þessu veröi meö því að bjóða út verkið í litlum einingum. í áfanganum sem afhentur var í gær voru 7 tveggja her- bergja íbúðir, 15 þriggja her- bergja og 3 fjögurra her- bergja. Uthlutun íbúðanna fór þannig fram að dregið var um hver fengi hvaða staðsetn- ingu í húsinu og sagði Sævar Björnsson stjórnarmaður í Verkamannabústöðum Kópa- vogs að allir hafi verið sáttir við útkomuna. Ef hins vegar væri um sérstakar aðstæður að ræða eins og t.d. fötlun eða hjartveiki o.þ.h. væru íbúðirnar á fyrstu hæðinni teknar frá. íbúðir og lóðir voru af- hentar fullfrágengin og er byggingarkostnaðurinn um 45 þúsund krónur á hvern fer- metra, sem mun teljast lágt mióað við verð á nýbygging- um núna. „Galdurinn liggur kannski fyrst og fremst i því að við leysum þetta allt upp í smáeiningar, þannig að menn geta boðið i innihurðir sér, eldhúsinnréttingar sér og svo framvegis. Þetta eru svo litlir bútar að smærri fyrirtæki þar sem eigendurnir sjálfir eru jafnframt starfsmennirnir, ráða við að bjóða í þetta. Það eru þeir sem eru með hag- stæðustu rekstrareininguna og þeir geta farið lægst í verði. Það er það sem er að skila sér til okkar. Þetta er dálítið meiri fyrirhöfn fyrir okkur sem stjórnum verkinu af þvi við erum eftirlitsmenn hér, en þetta er meginskýr- ingin“, sagði Birgir Dýrfjörð ritari stjórnar Verkamannabú- staða Kópavogs í samtali við Alþýðublaöið. Það voru um 14 verktakar sem unnu að þessu verki. Til samanburðar má geta þess að víða þekkist Verkamannabústaöirnir eru við Hliðarhjalla, en þaö svæði er eitt eftir- sóttasta byggingarsvæði Kópavogs. Birgir Dýrfjörð ritari stjórnar Verkamannabustaða Kópavogs og Sævar Björnsson stjórnarmaður. A-myndir/Magnús Reynir. það að fermetri í húsi tilbúnu undir tréverk kosti um 50 þúsund krónur. Seinni hluta vetrar koma aðrar 25 ibúðir til úthlutunar á vegum Verkamannabústaða Kópavogs auk þess sem vinna er hafin við grunn tveggja annarra fjölbýlishúsa, samanlagt eru það því 100 íbúóir sem byggöar verða á svæðinu á vegum Verka- mannabústaða. Mikil eftir- spurn er eftir íbúðum í verka- mannabústöðum og eru 3 til 5 umsóknir um hverja ibúð. Lágt byggingarverð felst að miklu leyti í því að verkið var boðið út í mörg- um smáum einingum. 25 verkamannabústaðaíbúðir afhentar í Kópavogi BYGGINGARVERD í LÁGMARKI Tillögur ríkisstjórnarinnar breyta engu Miöstjórn ASÍ telur aö enda þótt meö tillögum ríkis- stjórnarinnar um breytingu á bráöabirgöalögunum sé fellt burtu storkandi oröalagi, standi efni laganna óhaggað. Þetta segir m.a. í ályktun miöstjórnarfundar s.l. mið- vikudag. „Ef ákvæði um að samn- ingar séu bundnir til 15. febr- úar standa áfram er þann tíma óheimilt að grípa til að- gerða samkvæmt almennum ákvæöum vinnuréttar sem banna verkföll á gildistíma kjarasamnings. Sé það ætlun ríkisstjórnarinnar að verka- lýðssamtökin endurheimti samningsréttinn þarf að gera víðtækari breytingar á lögun- um,“ segir í ályktuninni. Bílaumboðin Sveinn Egilsson og Bílaborg sameinuð Bílaumboðin Sveinn Egils- son hf. og Bílaborg hf. verða sameinuð um áramót. Stjórn- endur fyrirtækisins telja að með þessum samruna verði til mjög öflugt fyrirtæki, sem geti þjónað viðskiptavinum sinum vel um ókomna fram- tíö, Áætlað er að söludeildir hins nýja fyrirtækis verði áfram starfsræktar í núver- andi húsnæði í Framtíð við Skeifunaog að Fosshálsi 1, en skrifstofuhald, viðgerða- og varahlutaþjónusta verði sameinaðar að Fosshálsi 1. Sveinn Egilsson hefur um- boð fyrir Ford, Suzuki og Fiat. Bílaborg er umboðsaðili fyrir Mazda og Lancia fólks- bíla og DAF og Hino vörubíla. Umferðarómenningin 27 HAFA LÁTIST í ÁR 535 landsmenn hafa beðið bana í umferð- inni frá 1966. Lögleiðing notkunar öryggis- belta hefur dregið úr alvarlegum slysum um helming. Miðað viö reynsluna sið- ustu árin má búast við þvi að 24-27 landsmenn farist í um- ferðarslysum á næsta ári. Jafnframt má búast við því að 150-160 börn 14 ára og yngri muni slasast og um 270 unglingar 15-20 ára. Á 23 ára timabili 1966-1988 hafa alis 535 landsmenn farist i umferðarslysum, þar af tæpur helmingur í dreifbýl- inu. Á slðasta ári fjölgaði um- ferðarslysum verulega sam- kvæmt skýrslum Umferðar- ráðs. Þau urðu alls 11.369 á landinu öllu og fjölgaði um tæp 50% eða um helming frá árinu áður. Sem betur fer var í 94% tilvika „aðeins" um eignatjón að ræða. Slys með meiðslum urðu hins vegar 673 og í 22 tilvikum var um dauðaslys að ræða. Fjöldi slasaðra reyndist alls 955 sem er fjórðungi meira en árið áður og 78% meira en árið 1975. Fjöldi látinna (innan 30 daga frá slysi) reyndist 24, sama talan og sást tvö árin þar áður. Sam- kvæmt upplýsingum Umferð- arráðs höföu 27 látist I um- ferðarslysum í ár miöaö við gærdaginn. 535 LÁTIST Á 23 ÁBUM Reynslálsýnir að nú standa yfir erfiðustu umferðamánuð- irnir þegar eingöngu er litið til eignatjónsslysa og til fót- gangandi vegfarenda, en alvarlegri þifreiðaslysin ger- ast flest að sumri til. Vert er að hafa í huga geysilega fjölgun bifreiða síðustu tvö árin. Árið 1975 voru 3 ein- staklingar um hvert skráð ökutæki, en árið 1987 voru þeir orðnir 1,8. Umferðin hefur tekið skelfilegan toll af lands- mönnum síðustu árin. Sem fyrr segir hafa 535 lands- menn farist í umferðarslysum frá 1966-1988. Þessi tala sam- svarar nokkurn veginn öllum íbúafjölda kauptúna á borð við Voga eða Eyrarbakka. Á 13 árum frá 1975-1987 fórust alls 342 landsmenn og á sama tíma slösuðust 9.178. landsmenn, þar af 3.652 mikið. Af þeim 24 sem létust i umferðarslysum í fyrra týndu 7 lífinu í Gullbringu- og Kjósarsýslum og 4 i Reykja- vik. Af 673 slysum með meiðslum hentu 188 í höfuð- borginni, 73 i Árnessýslu, 57 í Hafnarfirði og 48 i Kópa- vogi. Því má bæta við að 11,2% umferðarslysa í Kópa- vogi leiddu til meiðsla, en „aðeins" 3,3% í Reykjavík og 4,5% á Akureyri. UNGA FÓLKI0 í MESTRI HÆTTU Reynslan sýnir að „hættu- legasti" hópurinn í umferð- inni er aldurshópurinn 17-20 ára, með öðrum orðum nýlið- arnir í bílaumferðinni, en ald- urshópurinn 15-16 ára stendur honum ekki langt að baki. Þessir hópar standa afger- andi upp úr þegar tölur yfir umferðarslys eru skoðaðar, en þriðji í röðinni er aldurs- hóþurinn 21-24 ára. Þaö er því unga fólkiö á bilinu 15-24 ára sem kemur lang oftast við sögu umferðarslysa. Slysin verða með þeim hætti að f um 43% tilvika er um árekstur að ræða, i um 33% tilvika er ekið út af vegi og í um 17% tilvika er ekið á gangandi vegfarendur. Greini- legt er að öryggisbúnaðurinn skiptir mjög miklu máli, af slösuðum og látnum í fyrra notuðu ekki 761 öryggisbún- að, en það gerðu hins vegar 218. Áður hefur verið fjallað um áhrif beltanotkunarinnar hér í blaðinu, talið er einsýnt að þau hafi dregið úr alvar- legum meiðslum um helming eða um 50%. ALDREI AÐ SLAKA Á Eitt ár virðist standa uþþ úr hvað lægri tíðni slysa varðar, en það er árið 1983, sem var norrænt umferðar- öryggisár. í ár hefur fjöldi umferðarslysa lækkað lítil- lega frá því í fyrra að sögn Sigurðar Helgasonar blaða- fulltrúa Umferðarráðs. „Frétt- irnar eru hins vegar gleðilegri hvað alvarleg slys varðar, þau sem leiða til varanlegra örkumla. Slíkum slysum hefur fækkað um helming eöa um 50%. Ég myndi ætla að lögleiðing notkunar á um- ferðarbeltum hafi langt mest að segja í þessu sambandi, en óvissan er meiri hvað áhrif aukinnar Ijósanotkunar varð- ar. Þó má nefna að könnun í Finnlandi sýndi 11% fækkun slysa eftir lögleiðingu Ijósa- notkunar allan sólarhringinn. En við stöndum í dag frammi fyrir þvi að umferðin er að mettast æ meir með mikilli fjölgun bifreiða. Reynslan af norræna umferðaröryggisár- inu 1983 var góð og í ár höf- um við staðið fyrir þjóðará- taki, höfum gert ýmislegt sem ekki hefur verið gert áður. Átak sem þetta er algjörlega undir því komið að við fáum nægilegt fjármagn, en reynslan sýnir svart á hvítu að það þarf stöðugt að vera að vinna að þessum málum. Það má í rauninni aldrei slaka á því ástandið er fljótt að fara í fyrra horf þegar það er gert" sagði Sig- urður.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.