Alþýðublaðið - 10.01.1989, Page 3

Alþýðublaðið - 10.01.1989, Page 3
3 Þriðjudagur 10. janúar 1989 FRÉTTIR Frumvarp félagsmálaráðherra fjölskyldurAðgjöf í SÉRSTAKRI MIOSIÖÐ Talið er að fjölskyldur 20% barna þurfi einhvers konar aðstoð Jóhanna Siguröardóttir fé- lagsmálaráöherra hefur lagt fram frumvarp til laga um aö á vegum hins opinbera veröi veitt ráðgjöf í skilnaðarmál- um, fræðsla í málefnum barna í tengslum við sam- búðarslit foreldra og leið- beiningar um úrlausn i for- sjár- og umgengnisréttarmál- um. Er ætlunin að reisa sér- staka miðstöð fjölskylduráð- gjafar þar sem veitt verður m.a. sérfræðiaðstoð sálfræð- inga og lögfræðinga og er reiknað með því að hóflegt gjald verði fyrir þjónustuna. Samkvæmt frumvarpinu á mióstöð tjölskylduráðgjafar að vera fyrst um sinn á höf- uðborgarsvæðinu, en þjóna landinu öllu. Að fenginni reynslu að 3 árum liönum eiga lögin að endurskoðast og þá verður athugað hvort staðsetja beri starfsemina vfðar um landið. Sérstakur starfshópur vann að frum- varpinu og taldi hann rétt að ráðgjöfin beindist einkum að skilnaðar- og sambúðarslita- málum. Forsjárdeilumál verða sífellt fleiri, þar sem skilnuð- um hefur fjölgað og hefur verulega skort á ráðgjöf til fólks um þessi mál. Með þessu móti er vonast til að koma megi i veg fyrir þann skaða sem fjöldi illskeyttra skilnaðarmála veldur börn- um. í greinargerð með frum- varpinu kemur meðal annars fram að samkvæmt könnun Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur á högum fjögurra ára barna er talið, að fjölskyldur um 20% barna þyrftu ein- hvers konar aðstoð. Foreldra- ráðgjöf Barnaverndarráðs ís- lands sem starfrækt hefur verið frá 1979 getur aðeins sinnt litlum hluta þeirra og mörg mál barna bíða eftir aö komast að. Talið er sam- kvæmt reynslu erlendis frá að ráðgjöf sem þessi verði að vera starfrækt sem sjálfstæð og sérhæfð þjónusta gegn gjaldi, þar sem sérstakt tillit er tekið til efnalítils fólks. Sérstaklega er tekið fram að sérstök fjölskylduráðgjöf sem þessi eigi ekki að draga úr þýðingu annarrar fyrir- byggjandi starfsemi í fjöl- skyldumálum sem einkum er unnió að á vegum félags- málastofnana, heilsugæslu- stöðva og barnaverndar- nefnda. Félagsmálaráðherra í Helsinki Sækir fund um umhverfismál Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sækir fund norrænna umhverfismálaráð- herra sem haldinn verður í Helsinki i dag. Á fundinum munu ráðherr- arnir afgreiða norræna um- hverfisáætlun og fram- kvæmdaáætlun gegn meng- un hafsins í framhaldi af um- fjöllun aukaþings Norður- landaráðs um umhverfismál sem haldið var í Helsinki 16. nóvember síðastliðinn. Á fundinum verður einnig fjall- að um fjárveitingar til um- hverfismála. Kynntar verða skýrslur um ástand hafsvæöa í hverju landi i mengunarlegu tilliti auk annarra samninga er varða norræna samninga á sviði umhverfismála. Félagsvísindastofnun kannaði aðstœður og viðhorf til húsnœðismála MEIRIHLUTI VILL ÍVILN- ANIR FYRIR LANDSBYGGDINA Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar, Rannveig Guðmundsdóttir formaður Húsnæöisstjórnar, Stefán Ólafsson for- stöðumaöur Félagsvisindastofnunar og Karl Sigurðsson Félags- vísindastofnun kynntu skýrsluna um húsnæðismál á landsbyggðinni. A-mynd/Magnús Reynir. Tæp 70% landsbyggðar- búa og rúm 50% höfuðborg- arbúa eru hlynntir sérstökum ívilnunum fyrir landsbyggð- ina i gegn um húsnæðiskerf- ið. Innan við 20% lands- byggðarbúa eru mótfallnir slíkum hugmyndum, en rúm 30% höfuðborgarbúa. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu um húsnæðismál á landsbyggð- inni og höfuðborgarasvæö- inu, sem byggir á könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans geröi fyrir Hús- næðisstofnun ríkisins. í könnuninni koma fram marg- vislegar vísbendingar um húsnæðisastæður áform og viðhorf fóiks til ýmissa þátta húsnæðismála. Á landsbyggöinni búa um 63% í einbýlishúsum, en um 25% á höfuöborgarsvæðinu. Sambýlishús eru hins vegar mun algengari á höfuðborg- arsvæðinu, og einnig kjallara- og risíbúðir. Þótt húsnæði sé almennt stærra á lands- byggðinni kemur í Ijós að einbýlishús, raðhús og tvibýl- ishús eru mun stærri á höf- uðborgarsvæðinu, eða 20 til 30 fermetrum stærri. Meðal- stærð húsnæðis á mann er tæpir 38 fermetrar, bæði á landsbyggöinni og á höfuð- borgarsvæðinu. ELSTA HÚSNÆÐID Á VESTFJÖRÐUM Aldur húsnæðis er svipað- ur þegar landsbyggöin í heild er borin saman við höfuð- borgarsvæðið, eða 24 ár. Hins vegar er aldurinn nokk- uð mismunandi eftir kjör- dæmum. Elst er húsnæði að jafnaði á Vestfjörðum, 31 ár. Húsaleiga á almennum markaði var að jafnaði 21.800 krónur á höfuðborgarsvæð- inu, en um 15.000 krónur á lansdsbyggðinni. Utan hins almenna leigumarkaðar var leigan 13.700 krónur og 7.600 krónur. Mat fólks á ástandi hús- næóisins sem það býr í er svipað á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins um 4-5% telja húsnæði sitt vera í fremur eða mjög slæmu ástandi. Helsti mun- urinn sem fram kom á því sviði er að einangrun húsa virðist vera lakari á lands- byggðinni. 4% EIGA ÍBÚÐIR í ÖÐRUM LANDSHLUTUM Um 5% landsbyggðarbúa eiga eiga íbúð á höfuðborgar- svæðinu, en um 3% höfuð- borgaríbúa eiga íbúð úti á landi. Alls eru um 4% lands- manna sem eiga íbúðir í öðr- um landshlutum en þeir sjálf- ir búa í. Um 14% höfuðborgarbúa sem ekki búa í eigin íbúð eiga þó íbúð, og hið sama á við 24% landsbyggðarbúa. íbúðir þessar eru yfirleitt leigðar út eða í byggingu. Nokkru færri landsbyggðar- búar sem eiga íbúð sem þeir ekki búa í hugsa sé að búa í henni seinna. BORGARBÚAR SÆKJA MEIRA EFTIR HÚSNÆÐISLÁNUM Um 15% höfuðborgarbúa segjast vera með umsókn um lán hjá Húsnæðisstofnun en um 9% landsbyggðarbúa. Þá hyggjast um 20% höfuðborg- arbúa og 14% landsbyggðar- búa sækja um slíkt lán á næstu tveimur árum. Lands- byggðarbúar sem ekki eiga íbúðarhúsnæði hyggjast munu síður en höfuðborgar- búar kaupa eða byggja á næstu fimm árum, og þeir eru einnig mun óvissari um hvort þeir muni eignast hús- næði i sinum landshluta eða annars staðar. Kaupverð og byggingar- kostnaður íbúðarhúsnæðis er lægri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, sama hvernig húsnæði er um að ræða. Nokkra athygli vekur að byggingarkostnaðurinn skuli vera lægri á lands- byggðinni, en aðalskýringin er talin vera eigið vinnufram- lag húsbyggjenda. ALVARLEGIR FJÁRHAGSERFIÐLEIKAR ALGENGARI í HÖFUÐBORGINNI Skuldabyrði virðist fara talsvert eftir því á hvaða tíma- bili lán voru tekin. Höfuö- borgarbúar sem keyptu eöa byggðu á árunum 1980 til 1983 skulda öllu meira og borga jafnframt meira í af- borganir en þeir höfuðborgar- búar sem tóku lán eftir þapn tíma. Þeir landsbyggðarbúar skulda hins vegar mest og greiða mest í afborganir sem tóku lán á tímabilinu 1984 til 1988. Þá kemur fram að höf- uðborgarbúar tóku hlutfalls- lega meira af lífeyrissjóðslán- um á tímabilinu 1980 til 1983. Alvarlegir fjárhagserfiðleik- ar vegna húsnæðisöflunar hafa veriö nokkuð algengir, einkum meðal höfuðborgar- búa, en hátt í 40% þeirra sem keyptu eða byggðu eftir 1980 telja sig hafa lent I alvarlegum fjárhagserfiöleik- um. Aberandi fleiri höfuð- borgarbúar telja sig hafa lent i slíkri klemmu. Alvarlegir fjölskylduerfiðleikar urðu hjá 8-9% landsmanna í tengslum við húsnæðisöflunina og virðast vera heldur algengari hjá þeim sem keyptu eða byggðu eftir 1980. VANTAR LEIGUÍBÚÐIR Flestir landsmenn telja of lítið af leiguíbúöum i sínu byggðarlagi, eða 98% höfuð- borgarbúa og 80% lands- byggðarmanna. Þá telja 3/4 hlutar höfuðborgarbúa of lít- ið framboð vera á verka- mannabústöðum og ööru félagslegu húsnæði í byggð- arlaginu. Á landsbyggðinni telja um 60% vera skort á slíku húsnæði í sínu byggð- arlagi. Þá telja flestir höfuðborg- arbúar húsnæðisverð vera of hátt á höfuðborgarsvæðinu, en 60% landsbyggðarbúa telja of lágt verð vera vanda- mál í sinu byggðarlagi. BYGGÐARÖSKUN OG SVARTSÝNI Þorri höfuðborgarbúa telur að fjölgun verði í sínu svæði á næstu fimm árum. Lands- byggðarmenn eru ekki jafn bjartsýnir fyrir sína hönd. Rúm 23% telja aö fækkun verði I þeirra byggðarlagi og 3/4 hluti þeirra telur að fækka muni á landsbyggð- inni i heild. 60% höfuðborg- arbúa eru sama sinnis. Svartsýni landsbyggöar- manna virðist nokkuð fara eftir búsetu. Þannig eru Vest- firðingar mest efins um fjölg- un í sinu byggðarlagi, en þar hefur fækkun orðið mest. í könnuninni er staðfestur sá gífurlegi munur sem er á hitunarkostnaði. Að jafnaði ' er 16,60 krönum dýrara að kynda hvern fermetra á landsbyggðinni. HÚSNÆÐISSTJÓRN FJALLAR UM SKÝRSLUNA Það var í lok árs 1987 sem Húsnæðisstofnun ríkisins fór þess á leit við Félagsvísinda- stofnun að hún annaðist rannsókn á húsnæðismálum með megin áherslu á hús- næðismál á landsbyggðinni. Skýrslan sem kynnt var á blaðamannafundi í gær er sú fyrsta af þremur sem byggj- ast á könnuninni. Úrtakið var 1000 manns, 300 af höfuð- borgarsvæöinu og 700 lands- byggðinni. Rannsóknin var með megináherslu á hús- næðismál á landsbyggðinni. Að sögn Rannveigar Guð- mundsdóttur formanns hús- næðistjórnar verður fjallað um skýrsluna strax á næsta fundi, á fimmtudag. Bæði Rannveig og Siguröur E. Guðmundsson forstjóri Hús- næöisstofnunar sögðu að skýrslan yrði til að auðvelda alla ákvarðanatöku á næst- unni. Sigurður sagði að rann- sóknin væri ein sú allra merkilegasta sem gerð hefði verið hér á landi um hús- næðismálin. Næstu skýrslur tvær fjalla annars vegar um húsnæðismál með tilliti til landsins alls og hins vegar samanburð við nágrannalönd

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.