Alþýðublaðið - 10.01.1989, Síða 6
6
(<(».. { • f l '
Þriðjudagur 10. janúar 1989
SMÁFRÉTTIR
Menntamála-
ráðherra til
Vestfjarða
Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra mun heim-
sækja Vestfirði dagana 13.
janúar til 16. janúar. Með hon-
um í för verða Gerður G. Osk-
arsdóttir, ráðunautur í skóla-
og uppeldismálum og Guð-
rún Agústsdóttir aðstoðar-
maður ráðherra.
Föstudaginn 13. janúar
mun ráöherrann hitta fólk í
ýmsum stofnunum sem undir
menntamálaráðuneytið heyra
á Þingeyri og Flateyri og Hér-
aðsskólinn á Núpi verður
heimsóttur.
Laugardaginn 14. verður
haldinn opinn fundur með
skólafólki á ísafirði. Markmið
þess fundar er að gefa fólki
tækifæri á að reifa hugmynd-
ir sínar og skoðanir í uppeld-
is- og skólamálum. Þessi
fundur verður haldinn kl. 14 á
Hótel ísafirði.
Til Bolungarvikur verður
farið aö morgni laugardags-
ins.
Á sunnudag mun ráöherra
kynna sér íþróttamál, safna-
mál og æskulýðsmál og
skoða mannvirki sem tengj-
ast þessum málaflokkum.
Mánudeginum veröur svo
variö til að heimsækja skóla
og dagvistarheimili á ísafirði.
Vörubirfreiða-
stjórar mót-
mæla
Alþýðublaðinu hefur borist
eftirfarandi ályktun frá
Landssambandi vörubifreiða-
stjóra:
„Stjórn Landssambands
Vörubifreiðastjóra leyfir sér
að mótmæla harðlega þeim
auknu álögum sem ríkis-
stjórnin ætlar vörubifreiða-
stjórum að skila til ríkissjóðs
í formi þungaskatts og bif-
reiðaskatts. Sérstaklega með
tilliti til þess að á sama tíma
sækja vinnuveitendur af
stöðugt meiri þunga að vöru-
bifreiðastjórum um afslætti
frá útgefnum taxta Lands-
sambandsins, í formi eining-
arverðstaxta fyrir akstur vöru-
bifreiða. Og á þaö ekki hvað
síst við um opinber fyrirtæki
á vegum rikisins.
Stjórn landssambandsins
telur að á þeim tímum sam-
dráttar í þjóðfélaginu sé ekki
eðlilegt að hið opinbera auki
álögur sínar á atvinnuvegi
þjóðarinnar og skapi með því
grundvöll fyrir enn meiri sam-
drætti en ella og auka hættu
á atvinnuleysi.
Stjórn landssambandsins
vill taka fram aö vörubifreiða-
stjórar innan landsambands-
ins hafa fullan hug á frekari
mótmælum samfara máli
þessu.“
Ættfræði-
námskeið
Upp úr 10. janúar hefjast
ný ættfræöinámskeið á veg-
um Ættfræðiþjónustunnar í
Reykjavík. Námskeiðið stend-
ur í sjö vikur (eitt kvöld eða
síðdegi í viku) og er ætlað
byrjendum. Síðar í mánuðin-
um hefst fimm vikna fram-
haldsnámskeið í Reykjavík,
og einnig er ráðgert að halda
helgarnámskeið á nokkrum
stöðum á Suður- og Vestur-
landi á næstu mánuðum.
Skráning er hafin i þessi
námskeið hjá Ættfræðiþjón-
ustunni í síma 27101.
Þátttakendur í ættfræði-
námskeiði fá fræðslu um
heimildirnar, skilvirkustu leit-
araðferðir og úrvinnslu efnis í
ættar- og niðjatölum. Að
hluta fer kennslan fram í
fyrirlestrum, en megináhersl-
an er á rannsókn frum-
heimilda um ættir þátttak-
enda sjálfra. Markmiðið er, að
menn verði færir um að rekja
ættir sínar og annarra af
öryggi og kunnáttusemi.
Þátttakendur fá aðgang og
afnot af tjölda heimilda, m.a.
öllum manntölum frá 1703-
1930, kirkjubókum, íbúa-
skrám og útgefnum sem óút-
gefnum ættfræðiritum. Fær
hver og einn leiðsögn í þeirri
ættarleit, sem hann kýs sem
viðfangsefni í námskeiðinu.
Auk námskeiðahalds tekur
Ættfræðijsjónustan að sér að
rekja ættir fyrir einstaklinga,
fjölskyldur og niðjamót. For-
stöðumaður Ættfræðiþjón-
ustunnar er Jón Valur Jens-
son.
□ 1 2 3 n 4
5 □ V
6 □ 7
§ 9
10 □ 11
□ 12
13 □ □
Lárétt: 1 gangur, 5 kálaði, 6 slit,
7 hvað, 8 múlanum, 10 kliður,
11 hrós, 12 seðill, 13 skynfæra.
Lóðrétt: 1 málmblanda, 2 karl-
mannsnafn, 3 gat, 4 klunni, 5
blóð, 7 elta, 9 gangflöturinn, 12
þyngdarmál.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 spiks, 5 snúð, 6 tel, 7
te, 8 rissar, 10 æð, 11 oft, 12
árla, 13 auðga.
Lóðrétt: 1 sneið, 2 púls, 3 ið, 4
sverta, 5 stræta, 7 tafla, 9 sorg,
12 áð.
• öengið
Gengisskráning nr. 5 — 9. jan. 1989
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 49,160 49,280
Sterlingspund 87,188 87,401
Kanadadollar 41,121 41,221
Dönsk króna 7,0004 7,0174
Norsk króna 7,3853 7,4033
Sænsk króna 7,8732 7,8924
Finnskt mark 11,6025 11,6309
Franskur franki 7,9105 7,9298
Belgiskur franki 1,2869 1,2901
Svissn. franki 31,6518 31,7291
Holl. gyllini 23,9053 23,9636
Vesturþýskt mark 26,9813 27,0472
ítölsk lira 0,03682 0,03691
Austurr. sch. 3,8444 3,8538
Portúg. escudo 0,3307 0,3315
Spánskur peseti 0,4280 0,4291
Japanskt yen 0,38922 0,39017
írskt pund 72,351 72,528
SDR 65,2938 65,4532
ECU - Evrópumynt 56,2120 56,3492
• Ljósvakapunktar
• RUV
21.45 Persónunjósnir. Banda-
risk heimildarmynd frá 1986
um persónunjósnir þar sem
athyglinni er beint að nýtísku
hlerunarbúnaði og annars
konar njósnatækjum sem
enginn viröist vera óhultur
fyrir.
22.35 „Hvað boðar nýárs
blessuð sól?“ Umræðuþáttur i
umsjá Hrafns Gunnlaugsson-
ar. Þátttakendur eru Lára
Margrét Ragnarsdóttir, Ög-
mundur Jónasson, Sverrir
Hermannsson, Birgir Sigurðs-
son, Magdalena Schram og
Jónas Kristjánsson.
• Stöí 2
20.30 íþróttir á þriðjudegi.
Þáttur með blönduðu íþrótta-
efni úr víðri veröld.
• Rás 1
9.40 Landpósturinn — Frá
Vestfjöröum. Umsjón hefur
Bergþóra Gísladóttir.
• Rás 2
20.30 Útvarp unga fólksins.
Spurningakeppni framhalds-
skóla.
Listskreytingasjóður
ríkisins
Listskreytingasjóöur ríkisins starfar samkvæmt lög-
um nr. 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun
opinberra bygginga með listaverkum. Verksvið sjóðs-
ins tekur til bygginga sem ríkissjóður fjármagnar að
nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við
hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem vegg-
skreytingar innanhúss og utan, höggmyndir, mál-
verk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun.
Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina
þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund
listskreytinga.
Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki, sem
lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, ber arki-
tekt mannvirkisins og bygginganefnd, sem hlut á að
máli, aó hafa samband vió stjórn Listskreytingasjóðs
þannig að þyggingin verði frá öndverðu hönnuð
með þær listskreytingar í huga sem ráólegar teljast.
Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreyt-
ingar bygginga sem þegar eru fullþyggóar.
Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal
beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, á
tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er að
umsóknir vegna framlaga 1989 berist sem fyrst og
ekki síðar en 1. júlí nk.
Reykjavík, 3. janúar 1989.
Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins
|P ■PAGVÍ8T BARMA
Fóstrur, þroskaþjálfar
eða annað uppeldis-
menntað starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki i gefandi
störf áígóðum vinnustöðum.
I
Til grejna koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar
veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa
j Dagvistar barna, sími 27277.
5
BREIÐHOLT - GRAFARVOGUR
Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240
Fdllaborg Völvuvelli9 s. 72660
Foldaborg Frostafold 33 s. 673138
Hraunborg Hraunbergi 10 s. 79600
Jöklaborg v/Jöklasel s. 71099
VESTURBÆR
Drafnarborg v/Drafnarstíg s. 23727
Grænaborg Eiríksgötu 2 s. 14470
AUSTURBÆR
Lækjarborg v/Leirulæk s. 686351
Laugaborg v/Leirulæk s. 31325
Staðarborg v/Háagerði s. 30345
í dag er síðasti innritunardagur
30 rúmlesta
réttindanám
Innritun á vornámskeiö er hafin og stendur
til 10. janúar alla virka daga frá 8.30-14.00,
sími 13194. Öllum er heimil þátttaka.
Kennt er þrjú kvöld í viku mánudaga, miö-
vikudaga og fimmtudaga frá kl. 18.00-20.15
og laugardaga frá kl. 9.00-13.00.
Kenndar eru eftirfarandi greinar: Siglinga-
træði, stööugleiki, bókleg sjómennska,
siglingareglur, siglingatæki, skyndihjálp,
fjarskipti og veðurfræði. Nemendur fá 10
klst. leiðbeiningar í slysavörnum og með-
ferð björgunartækja, verklega æfinga í eld-
vörnum og slökkvistörfum í Slysavarna-
skóla sjómanna. Samtals er boðið uppá 114
kennslustundirskv. reglugerð menntamála-
ráðuneytisins. Þátttökugjald kr. 10.000.
Allar nánari upplýsingar í síma 13194.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík.
KRATAKOMPAN
Kratakaffi — Kratakaffi
Miðvikudaginn 11. jan. verður kratakaffi í Félagsmið-
stöðinni að Hverfisgötu 8-10 kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Jón Sigurðsson viðskipta-
og iðnaðarráðherra.
Mætum öll, komum, spjöllum og spáum í pólitíkina.
Alþýðuflokkurinn.