Alþýðublaðið - 20.01.1989, Qupperneq 8
FRETTASKYRING
Föstudagur 20. janúar 1989
Tíu ár frá Ólafslögum
ÞA VAR SLEGIST
VID GRÆNT UÓS
RÍKISSTJÓRN ÓLAFS JÓHANNESSONAR: Fjörugt stjórnarheimili á tíu ára afmæli
,,Meginmarkmið
efnahagsstefnunnar er
að tryggja næga og
stöðuga atvinnu, ao
halda verðhækkunum i
skeffjum, að stuðla að
jafnvægi i viðskiptum
við önnur lönd og
greiða ffyrir efnanags-
fegum framförum og
bættum lifskjörum alls
almennings."
Nei, hér er ekki veriö að
vitna í fyrirhugaðar aðgerðir
núverandi ríkisstjórnar i efna-
hagsmálum. Ofangreind til-
vitnun er úr frumvarpi til laga
um stjórn efnahagsmála sem
Ólafur Jóhannesson þáver-
andi forsætisráðherra lagði
fram i febrúar fyrir 10 árum,
eða árið 1979. Frumvarpið var
síðan samþykkt með ýmsum
breytingum og lögin jafnan
nefnd Olafslög. Hér er ekki
ætlunin að fjalla um þessi
lög sem urðu til eftir erfiðar
fæðingarhriðir, heldur að
minna aðeins á að efnahags-
málin hafa lengi verið höfuð-
verkefni ríkisstjórna hérlend-
is sem annars staðar. Undan-
tekning er þegar landhelgis-
málið hafði algjöran forgang
á sínum tíma og þótti mörg-
um það góð tilbreyting.
HEINIA í ELDHÚSINU HJÁ
ÓLAFI
Það voru blikur á lofti í árs-
byrjun 1979. Ólafur JÓhann-
esson stýrði ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags
og var það ekki létt verk því
hver höndin var upp á móti
annarri og þingmenn og ráð-
herrar stjórnarflokkanna áttu
í stöðugum erjum á opinber-
um vettvangi. Það segir sína
sögu um ástandiö, að hver
flokkur um sig lagði fram eig-
in tillögur um úrbætur i efna-
hagsmálum, enda var þá allt
að sigla í kaldakol í þeim
málum eins og jafnan bæói
fyrr og síðar. Fljótlega urðu
þó Framsóknarflokkur og Al-
þýðuflokkur sammála í meg-
inatriðum, en Alþýðubanda-
lagið hafði allt á hornum sér.
Ekki síst fór það fyrir
brjóstið á mönnum I þeim
herbúöum að gert var ráö fyr-
ir að kauphækkanir yrðu tak-
markaöar. Ragnar Arnalds þá-
verandi menntamálaráðherra
sagöi meðal annars á blaða-
mannafundi sem hann og
Ólafur Ragnar Grímsson
héldu, að það skipti sáralitlu
máli með tilliti til verðbólgu-
vandans hvort kaup hækkaði
um 5% eða 8%.
Nefnd sem í sátu ráðherrar
stjórnarflokkanna, einn frá
hverjum flokki fjallaði um til-
lögur flokkanna. Um manaða-
mótin janúar-febrúar sagði
Ólafur Johannesson, að ef
samstaða næðist ekki í
nefndinni, ætlaði hann að
taka tillögur flokkanna til at-
hugunar.. „og trúlega reyna
að sjóða eitthvað upp úr
þeim.“ Þegar vika var af
febrúar var Steingrímur Her-
mannsson dómsmálaráð-
herra inntur eftir gangi mála
varðandi nýtt efnahagsfrum-
varp. Steingrímur sagði að
Ólafur hafi .. „víst verið að
semja drögin heima ( eld-
húsi...“
„SJÁLFVIRK
KAUPLÆKKUNARÁKVÆÐI"
Ólafur lauk við elda-
mennskuna skömmu síðar
og lagði efnahagsmálafrum-
varpið fram í ríkisstjórninni
12. febrúar. Þetta var mikill
bálkur. Ekki var gert ráð fyrir
þaki á vísitöluhækkanir á
laun við 5% markið eins og
svo mjög hafði verið rætt um,
en hins vegar átti að setja
þar „rautt strik" og ekki
greiða umfram 5% fyrr en
eftir níu mánuði.
Forystumenn Alþýðuflokks
lýstu yfir ánægju sinni með
frumvarpiö og framsóknar-
menn ekki síöureins og gef-
ur að skilja.
Steingrlmur Hermannsson
sagði að hér væri á ferðinni
bylting I hagstjórnarmálum. í
Alþýðubandalaginu kvað við
annan tón. Ólafur Ragnar
sagði frumvarpið vera furðu-
verk sem fæli í sér sjálfvirka
kauplækkun og með því virt-
ist vera stefnt í skipulagt at-
vinnuleysi. Lúðvík Jósepsson
sagði að i frumvarpinu væri
hver „endaleysan annarri
verri“. Svavar Gestsson sagði
Alþýðubandalagið aldrei
samþykkja sjálfvirk kaup-
lækkunarákvæði. Ólafur Jó-
hannesson sagði að frum-
varpið væri harla gott og
kvaðst álíta að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins hefóu bara
ekki lesið það nógu vel og
gangrýni þeirra því byggð á
tómum misskilningi.
VILMUNDUR VILDI
ÞJÓÐARATKVÆDAGREIDSLU
Áfram var deilt um frum-
varp Ólafs og í lok febrúar
lagði Vilmundur Gylfason
fram tillögu á Alþingi um að
þjóðaratkvæðagreiðsla færi
fram um frumvarpið. Þing-
menn annarra flokka en Al-
þýðuflokksins brugðust
ókvæða viö þessari tillögu.
En Ólafur Jóhannesson
sagði þó meðal annars:
„Þetta er mjög óvenjuleg
þingsályktunartillaga. Hún er
nýstárleg, hún er mjög frum-
leg. En það er kannski bara
gott fyrir Alþingi að fá annað
slagið dálítið frískan blæ og
frumlegan einnig."
Verkalýðsforingjar úr Al-
þýðubandalaginu vildu við-
ræður við Alþýðuflokkinn um
breytingar á frumvarpinu en
kratar höfnuðu formlegum
viðræðum. Þeir Guðmundur
J. Guðmundsson og Karl
Steinar fóru þá að stinga
saman nefjum í skjóli við
pylsuvagninn í Austurstræti.
Vísitölumálin voru enn til um-
ræðu innan ríkisstjórnarinn-
ar. Guðmundur J. sagði að
allar þessar visitölur væru
orðnar álíka flóknar og kjarn-
orkuvísindi. „Það eru varla
nema 50 manns í þjóðfélag-
inu sem hafa á þessu fullt
vald og skilning og líklega
um helmingur alþingis-
manna“, en Guðmundur
nefndi ekki hvort hann væri í
þessum 50 manna hópi.
STJÓRNIN SPRAKK
Ólafslög voru svo sam-
þykkt með ýmsum breyting-
um á Alþingi i byrjun apríl og
þá hafði Steingrímur Her-
mannsson tekið við for-
mennsku í Framsóknar-
flokknum. En ósamkomulag-
ið hélt áfram í ríkisstjórninni
og verðbólgan hélt áfram að
vaxa. Stjórnin sprakk svo í
byrjun október er kratar slitu
samstarfinu og brugðust Al-
þýðubandalagsmenn reiðir
við en Ólafur Jóhannesson
sagði að það væri enginn
neyddur til setu i ríkisstjórn.
Þaó var fjörugt á stjórnar-
heimilinu fyrir 10 árum þegar
sömu flokkar og nú eru við
völd stóðu að ríkisstjórn.
Miklir kærleikar virðast hins
vegar vera núna milli þessara
flokka hvort sem það verður
til að leysa þennan sigilda
efnahagsvanda eða ekki. En
það er kannski við hæfi aö
enda á tilvitnun í ávarp sem
þáverandi forseti íslands, dr.
Kristján Eldjárn, flutti þjóð-
inni á nýjársdag 1979 þar
sem hann ræddi meðal ann-
ars þá miklu erfiðleika sem
við var aö etja í efnahagsmál-
um þjóðarinnar:
„Þær þrengingar bregða
óneitanlega skugga yfir allt
þjóðlífið, spilla lifsgleðinni
og taka til sín óeðlilega mik-
inn hlut af samanlagði orku
þjóðarinnar. Þetta er örðug
glima, þar sem hvert manns-
barn er á sinn hátt þátttak-
andi, þó þaö komi i hlut
stjórnmálamanna að standa
á sjálfum glímuvellinum. Hér
á landi er sú iðja stunduð
langt úr hófi fram að brúka
heldur ófagran munnsöfnuð
um stjórnmálamenn, einkum
alþingismenn og ráöherra.
Þetta er þjóðarósiöur, leiðin-
legur og alls ekki hættulaus
fyrir lýðræði og þingræöi.
Enda eru þetta allt staðlausir
stafir."
SÆMUNDUR
GUÐVINSSON