Alþýðublaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. mars 1989
7
UTLOND
Það væri afar
s|aldgæfur
viðburður, ef
ráðherraefni
forsefa
Bandarikj-
anna hlyti
ekki sam-
|>ykkt þings-
■ns.
rAðherraembætti,
SEM HANGIR Á BLÁÞRÆÐI
Hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
er umdeildur.
Viðurkenning Bandarikjaþings á John Tower, i embætti
varnarmálaráðherra hangir á bláþræði.
Það var FBI, sem gaf skýrslu
um fortíð Tower, og nú hefur bæst
við þá skýrslu, rannsókn á fjár-
hagsstöðu Tower.
Sam Nunn, sem talinn er hafa
mikil áhrif í öldungadeildinni
(hann er demokrati), segist hafa
látið í Ijós við Bush forseta, mikl-
ar áhyggjur út af tilnefningu
Tower. Hann segir þó, að hann sé
ekki hlynntur því að láta fara
fram atkvæðagreiðslu um málið,
fyrr en allar staðreyndir liggi á
borðinu, og var forsetinn sam-
mála honum í því efni.
J. James Exon, sem er annar
áhrifamesti demokratinn í deild-
inni, er mótfallinn því að Tower
fái embættið. Þaðereinkum mik-
il vínnotkun Tower sem hann hef-
ur áhyggjur af. „Það á að vera
hægt að hal'a samband við varn-
armálaráðherra á hvaða tíma sól-
arhrings sem er“, sagði Exon og
virtist ekki hafa mikla trú á þvi,
að Tower vteri pottþéttur í þvi
máli.
Bæði Sain Nunn og James
Exon kröfðust þess að fá FBI
skýrslurnar skriflegar — ekki
væri nóg að fá þær munnlegar.
Það eru konur og vin, sem hafa
komið Bush forseta og ráðherra-
efninu John Towers í þennan
bobba. Einnig hafa menn áhyggj-
ur af því að ekki sé öruggt að Tow-
ers verði alveg hlutlaus sem varn-
armálaráðherra, vegna fyrri
starfa.
Hann hefur undanfarið verið
sérlegur ráðunautur ýmissa stórra
framleiðanda í hergagnaiðnaðin-
um, og telja sumir að fvrrverandi
viðskiptavinir hans myndu eiga
að honum greiðan aðgang.
Meiningin er, að næsti varnar-
málaráðherra framkvæmi stór-
felldar hreinsanir i Pentagon, en
þar hafa komið upp hvert spilling-
arhneykslið á eftir öðru.
(Del fri Aktuelt.)
SJÓNVARP
Sjónvarpið kl. 20.40
Á TALI HJÁ
HEMMA GUNN
Nokkuð svo óvenjulegur þáttur af
hálfu Hemma Gunn. Fjöldinn allur
af alþjóðlegum skemmtikröftum
og svo er það auðvitað dagurinn,
það er bjórdagurinn, sem gerir þátt-
inn óvenjulegan. Meðal þeirra sem
fram koma eru Village People, eftir
því sem næst verður komist amer-
ískt dans og diskóband frá San
Francisko. Eiríkur Hauksson, sem
er hvorki dans né diskó og svo má
nefna hina einu sönnu The Dublin-
ers frá írlandi, eina frægustu þjóð-
lagagrúppu allra tíma. Þeir fylltu
Laugardalshöllina fyrir fáum árum
en síðan hefur lika mikið vatn runn-
ið til sjávar.
Sjónvarpið kl. 21.55
UNAÐSBEITUB**
Bandarísk, gerð 1953, leikstjóri
Mark Robson, aðalhlutverk Gary
Cooper, Barry Jones, Roberta Hay-
nes, Moira McDonald.
Meðalmynd með þeim fræga sjar-
mör Gary Cooper. Hann leikur að
þessu sinni ævintýramann sem
kemur á eyju í Kyrrahafinu þar sem
eyjaskeggjar eru kúgaðir af hvítum
harðstjóra. Cooper bjargar því sem
bjargað verður eins og hans er von
og vísa, tælir unga, og eðlilega
fagra, innfædda stúlku til fylgilags
við sig og getur með henni barn.
Myndin er lauslega byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir James
Michener og tekin upp á eyjunni
Samoa.
Stöð 2 kl. 21.35
LEYNISKÚFFAN
Nýr framhaldsmyndaflokkur en...
ekki bandariskur. Nefnilega
franskur. Greinir frá ekkjunni Co-
lette Dutilleul-Lemarchand. Hún er
á sextugsaldri, á þrjú börn, nokkur
barnabörn og tvo fyrrverandi eigin-
menn en þegar við komum til leiks
er þriðji maðurinn nýlátinn. Co-
Iette tekur lát mannsins afar nærri
sér en röð atvika, óvæntra, sem
tengjast hinum látna, fá hana til að
gleyma harmi sínum. Framhaldið
getur maður auðveldlega giskað á,
sá látni er alls ekki sá sem hann
sagðist vera, leyndarmálin dúndrast
upp á yfirborðið. En það skiptir
ekki máli, úrvinnslan er aðalatrið-
ið. Frakkarnir geta ábyggilega hald-
ið áhorfandanum við efnið.
Stöð 2 kl. 23.55
DJÚPIÐ*
Bandarísk, gerð 1977, leikstjóri Pet-
er Yates, aðalhlutverk Nick Nolte,
Jacqueline Bisset, Robert Shaw og
Lou Gossett.
Mynd sem var umtöluð hér á landi
þegar hún barst hingað fyrst fyrir
rúmum áratug. Einkanlega vegna
þess að Nick þessi Nolte hafði leik-
ið í vinsælum framhaldsmynda-
flokki í sjónvarpi, Gæfa og gjörvi-
leiki. Sem var sennilega fyrsta am-
eríska serían sem virkilega sló í
gegn hér. Allt um það myndin er lé-
leg. Óspennadi og flöt hvernig sem
á það er litið. Segir frá frístundakö-
furum sem finna flak þar sem m.a.
leynast eiturlyf og vondu kallarnir
auðvitað strax komnir í spilið.
0 5TÖD2
16.30 Fræösluvarp. 15.45 Santa Barbara. 16.30 Miðvikubitinn. Sitt litið af hverju og stundum að tjald- baki. 17.25 Golf. Sýnt verður frá glæsilegum erlend- um stórmótum.
1800 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Arný Jó- hannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.20 Handbolti. Sýnt verður frá 1. deild karla i handbolta. Umsjón: Heimir Karlsson.
1900 . 19.00 Poppkorn. 19.25 Föðurleifö Franks 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Á tali hjá Hemma Gunn. Þaó verður glatt á hjalla hjá Hemma Gunn I til- efni dagsins og margir góöir gestir koma i heimsókn. 21.55 Unaðsreitur (Return to Paradise). Banda- risk biómynd frá 1953. Leikstjóri Mark Ftobson. Aðal- hlutverk Cary Coop- er, Barry Jones, Roberta Haynes og Moira MacDonald. 19.19 19.19 20.30 Skýjum ofar. Reach- ing for the Skies. Myndaflokkur I tólf þáttum um sögu flugsins. 2 þáttur. 21.35 Leyniskuffan. Tiroir Secret. Framhalds- myndaflokkur í sex þáttum. 1. þáttur. Aöalhlutverk: Mich- ele Morgan, Daniel Gelin, Heinz Benn- ent og Michael Lonsdale. Leikstjór- ar: Edouard Molin- aro, Roger Gallioz, Michel Boisrond og Nadine Trlntignant. Framleiðandi: Jacq- ues Slmonnet. 22.35 Dagdraumar. Yester- day’s Dreams. Loka- þáttur.
2300 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Unaðsreitur, fram- hald. 23.30 Dagskrárlok. 23.25 Viðskipti. 23.55 Djúpið. The Deep. Ungt par i leit aó fólgnum fjársjóði undan ströndum Bermúdaeyja lendir I harðri baráttu við glæpamenn þegar þau finna eiturlyf i skipsflaki. 01.55 Dagskrárlok.