Alþýðublaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 5. júlí 1989 Mannlif á hestamannamóti Austfirskir hestamenn héldu fjórðungsmót um síðustu helgi. Mikil veðurblíða var á sunnudaginn og komst hitinn í 19 stig. Mótið var haldið við Iðavelli á Völlum í landi Valla- ness þar sem sr. Stefán Ólafsson var prestur á 17. öld, en hann er talinn fyrsta hestaskáld landsins. í höfuðið á honum er völlurinn stundum kallaður Stefánsvöllur og fer vel á því að þjóðmenning Islendinga, skáldskapur- inn og hestamennskan, sameinist í einu nafni. Guðlaugur Tryggvi Karlsson var mættur með myndavélina og tók meðfylgjandi myndir af mannlífinu á hestamannamótinu í veður- blíðunni. „Lone Ranger“ viljum við kalla þessa mynd af hnátunni ungu og kúrekahattinum. Ef til vill á hún eftir að þeysa á fráum gæðingum seinna. Halldór Blöndal og Egill á Seljavöllum alþingismenn ræða málin við hestamenn Austfirðingar lögðu mikla vinnu i að gera alla aðstöðu fyrir gesti mótsins sem besta. Veglegur veitingaskáli er fyrir ofan brekkuna, þótt auðvitað sé líka freisting að taka bit- ann með sér út í brekkuna, á milli þess sem myntíað er með vídeóvélunum. Setið að snæðingi i hinum vistlega skála og voru veiting arnar ekki af verri endanum, hangikjöt og kartöflustappa Ljósm.: G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.