Alþýðublaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. júlí 1989 3 FRÉTTASKÝRING Bræðralag kóka kóla pg ríkisins Þórður Friðjónsson, stjórnarformaður framkvœmdasjóðs, var sölumaðurinn og kaupandinn var Vífilfell þar sem skrifstofu- og fjármálastjóri er bróðir hans, Lýður. Drykkjarvörufyrirtœkið keypti fallít u/larvörufyrirtœki til að losna undan skattgreiðsl- um. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og stjórnarformaður Framkvæmdasjóðs íslands, stóð í önd- vegi við sölu framkvæmdasjóðs á gamla Álafossi hf. til verksmiðjunnar Vífilfelis hf. (Kók) í því skyni að síðar- nefnda fyrirtækið hefði af því skattalega hagræðingu og til að minnka fjárhagslegt áfall hins gjaldþrota ullarfyrir- tækis. Vífilfell var fyrir siðustu áramót i óða önn að kaupa fallit fyrirtæki og er mönnum í fersku minni er fyrirtækið keypti „Farg hf.“ pappirsfyrirtæki sem stofnað var upp úr andláti Nútimans. En í þessu tilfelli var sölumaðurinn opin- beri starfsmaðurinn Þórður Friðjónsson og einn fulltrúi kaupenda var bróðir hans hjá Kók, Lýður Árni Friðjónsson. Um síðustu áramót tóku gildi lög, þar sem þrengdur var sá möguleiki að fyrirtæki með væn- an hagnað gætu keypt gjaldþrota fyrirtæki í því skyni að minnka og helst komast hjá skattgreiðslum. Lögin voru þrengd að því leyti að þetta yrði aðeins mögulegt ef um fyrirtæki í sömu atvinnugrein væri að ræða. Að sameinast um_______________ lægri skatta__________________ Rétt fyrir áramótin nýttu mörg fyrirtæki sér þennan möguleika áður en það yrði of seint. Meðal annars keypti Vífilfell Farg hf., tilbúið pappírsfyrirtæki sem til varð utan um tap Nútím- ans, Akra hf. og gamla Álafoss hf. Og fleiri fyrirtæki tóku undir sig stökk. í sumum tilfellum mjög stórt stökk. Ægir hf. á Grenivík var sameinað Holræsahreinsun- ,inni í Reykjavík undir nafni þess síðarnefnda, Pólarskip á Hvammstanga var sameinað Raf- hönnun í Reykjavík, Gylfaútgerð- in á Patreksfirði var sameinuð Svölunni á Höfn í Hornafirði, Klakkur hf. sameinaðist lyfjafyr- irtækinu Pharmaco, Dímon á Hellu var sameinað Hoitabúinu, Heimilið hf. var sameinað Val- húsgögnum, ísbrek hf. var sam- einað Vatnsrúmum hf. og þannig mætti áfram telja. Megintilgangurinn var að sam- eina hagnað eins aðila og tap/gjaldþrot annars aðila til að komast hjá því að borga svo og svo mikla skatta. Það skal ítrekað að á engan veg er um lögbrot að ræða, heldur gat í skattalöggjöf- inni, sem út af fyrir sig er eðlilegt að aðilar nýti sér. Til þess hafa fyrirtækin fullkomið leyfi, þótt nú sé búið að þrengja það. Fallít fyrirtæki_____________ á sprengverði________________ í tilfelli Vífilfells og gamla Ála- foss var hins vegar um að ræða siðferðislega spurningu sem vandsvarað er. Hvorki tókst að ná í Þórð né bróður hans Lýð Árna hjá Vífilfelli og engar upp- lýsingar fengust um það hvort Þórður hefði vikið af fundi þegar stjórn framkvæmdasjóðs ákvað að selja drykkjarvörufyrirtækinu ullarfyrirtækið sáluga. Hinar rekstrarlegu staðreyndir liggja hins vegar fyrir. Fyrirtæki sem hafa verið rekin með tapi í gegnum árin, samkvæmt skatt- skýrslum, geta yfirfært tapið milli ára með verðbreytingarstuðli. Það bætist þá ofan á tap sem hægt er að safna upp með árunum. Ef fyr- irtækið hagnast einhvern tímann þá ,,dekkar“ tapið þennan hagn- að, svoleiðis að f yrirtæki hafa get- að keypt önnur fyrirtæki á vissum forsendum ' þannig að keyptar skuldir eru vel innan við „út- gjöld“ vegna skattgreiðslna. Þetta hefur ekki verið mikið stundað í gegnum árin, af þeirri einföldu ástæðu að fá fyrirtæki hafa skilað svo drjúgum hagnaði að ástæða væri til að kaupa skuld- ir til að draga úr skattgreiðslum. Að kaupa fallít fyrirtæki á sprengverði til að losna undan svo og svo miklum tekju- og eignar- skatti í ríkissjóð. Tapið keypt með tapi____________ í tilfelli bæði kaupenda og selj- enda er um ágætis hagræðingu að ræða, en ekki fyrir sameiginlegan sjóð landsmanna, ríkissjóð. í til- felli gamla Álafoss fékk fyrirtæk- ið verð sem það annars hefði ekki fengið og í tilfelli Vifilfells lækk- uðu skattgreiðslur til muna. Samkvæmt heimildum AI- þýðublaðsins voru þau boð Iátin út ganga að gamli Álafoss væri til sölu, þ.e. skuldir fyrirtækisins, en ekkert útboð eða annað slíkt átti sér stað. Vífilfell var hins vegar eitt af nokkrum fyrirtækjum sem buðu í skuldirnar og bauð best. Næstbesta „tilboðið" barst frá ís- lenskum markaði hf. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá uppgefið kaupverð. Það sem máli skiptir hins vegar er að ríkið, undir hatti fram- kvæmdasjóðs, „seldi“ eign og tapaði með sölunni umtalsverð- um skatttekjum. Hið ágætasta fyrirkoinulag fyrir framkvæmda- sjóð og Vífilfell, en öllu síðra fyrir skattborgarana. FRIÐRIK ÞÓR ' GUÐMUNDSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.