Alþýðublaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.07.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. júlí 1989 5 Örn Eiðsson skrifar Rikki skoraði fjögur mörk gegn Svíum! Áriö 1951 var á margan hátt tímamótaár í islenskri knatt- spyrnu. Þá vannst hinn frægi og stórskemmtilegi sigur á Svíum í knattspyrnu á Melavellinum i Reykjavík — 4:3. Önnur merk tímamót voru sigur Akurnesinga á íslandsmótinu og segja má, að með þeim sigri hafi einokun Reykjavíkurfélag- anna á íslandsbikarnum lokið. Við ætlum í þessum pistli að fjalla eingöngu um hinn óvænta en glæsilega sigur íslendinga yfir Svíum 29. júní. Sænska landsliðið gekk örugglega til leiksins með fyr- irfram sigur bókaðan. Svíar voru og hafa oftast verið í fremstu röð í knattspyrnu og árið 1951 voru þeir m.a. ólympíumeistarar. inn á vítateig Svíanna að enda- mörkum og sendi síðan fyrir mark- ið til Ríkharðs, sem skaut viðstöðu- laust og skoraði annað markið. Lyktaði fyrri hálfleiknum því með sigri íslenska liðsins 2:0. Örvæntingarfullar____________ tilraunir Svía Baráttuviljinn__________________ kom strax i Ijós Landsleikurinn fór fram að kvöldi til í kalsaveðri og að nýaf- staðinni nokkurra klukkutíma rigningu, sem gerði völlinn bæði þungan og hálan. Augljóst var strax í byrjun leiks- ins að mikill baráttuvilji einkenndi íslenska liðið, sem náði strax vel uppbyggðum upphlaupum og hröðum. Sviarnir virtust seinir i gang og framlína þeirra sundur- laus. Islenska liðið var aftur á móti samstillt og greinilega ákveðið í að gera sitt besta. Á 32. mínútu leiks- ins lék Bjarni Guðnason knettinum fram völlinn, sem sendi hann til Þórðar Þórðarsonar á miðjum vell- inum, en hann renndi honum áfram til Ríkharðs, sem lék á tvo varnar-’ leikmenn Svía og skoraði með þrumuskoti, efst í markhorninu, sem var fjær. Sænski markvörður- inn hafði enga möguleika á að verja. Aðeins sex mínútum síðar lék Gunnar Guðmannsson knettinum Akurnesingar urðu íslandsmeist- arar i knattspyrnu árið 1951. Það var í fyrsta skipti i sögu knatt- spyrnunnar hér á landi að félag utan Reykjavíkur vann þann titil. Myndin sýnir Jón Sigurðsson, for- mann Knattspyrnusambands ís- lands, afhenda Ríkharði Jónssyni verðlaunabikarinn. Nokkru eftir að síðari hálfleikur hófst fékk íslenska liðið auka- spyrnu um miðjan völlinn. Karl Guðmundsson tók spyrnuna og sendi knöttinn fyrir mark Svianna, en Ríkharður var þar fyrir og tókst að nikka knettinum inn í mark- hornið. Stóðu nú leikar 3:0, en nú tók að færast meira líf í Svíana, pg gerðu þeir harða hríð að marki ís- lendinga og tókst að skora tvisvar á tveimur mínútum. Þetta gerðist á 76. og 78. mínútu. Um 4 mínútum síðar leika Ólafur Hannesson og Rikharður fram hægra megin, Rík- harður fær knöttinn fyrir utan víta- teig, leikur á þrjá Svía og skorar með álíka skoti og er fyrsta markið kom, 4:2. Síðustu mínúturnar sóttu Svíar mjög fast, og þegar 2 mínútur voru til leiksloka tókst þeim að skora þriðja mark sitt. Þeir gerðu örvæntingarfullar tlraunir til að jafna metin, en án árangurs, og þessi sæti sigur var staðreynd, sem hinir fjölmörgu áhorfendur fögn- uðu gífuriega. Allir íslensku íeik- mennirnir stóðu sig afburðavel, en flestir voru þó sammála því, að Rík- harður hefði verið bestur. Dómari í leiknum var Guðjón Einarsson, og dæmdi hann að allra dómi, jafnt landa sem Svía, alveg óaðfinnanlega. Val hans sem dóm- ara stafaði af því, að of mikið dróst á langinn að velja dómara frá hlut- lausu landi, þ.e. Svíar gátu ekki fall- ist á þá, sem KSÍ stakk upp á. Það varð því úr, að KSI lagði til, að Guðjón dæmdi, og féllust Svíar á það. „íslendingar komu_______________ okkur á óvart“ Svona í lokin skulu hér birt nokk- ur ummæli leikmanna og forystu- manna knattspyrnunnar að leik loknum: Jón Sigurðsson, þáverandi for- maður KSÍ: Ég er afar ánægður og þakka leikmönnunum af hrærðum huga fyrir frammistöðuna. Allir léku vel, sérstaklega Ríkharður og Karl. Karl Guðmundsson, fyrirliði ís- lenska iiðsins: Þetta landslið er án efa það besta, sem íslendingar hafa teflt fram. Ríkharður var besti maður vallarins og er tvímælalaust hæfur til að leika i hvaða úrvalsliði sem er í Evrópu. Yfirleitt léku allir leik- menn liðsins prýðilega, samvinnan var ágæt, við vorum allir sem einn. Við vorum ákveðnir í að gera okkar besta, og þegar sagt var í útvarpinu fyrir leikinn, að við værum búnir að tapa þessum leik fyrirfram, sam- einuðumst við enn betur. Einn leikmanna Svía: Rikharður Jónsson á knatt- spyrnu- vellinum á Akranesi, 37 árum eftir hið viðburðarika keppnistimabil árið 1951. Ég gét ekki beint sagt, að ég sé ánægður, en íslendingarnir komu okkur á óvart, sérstaklega hvað þeir voru fljótir og kraftmiklir, án þess þó að leikurinn væri hörkulga leik- inn. í íslenska liðinu fannst mér tríóið best, einkum Ríkharður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.