Tíminn - 19.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1968, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. janúar 1968. TIMINN I SPEGLITÍMANS l,n ,,'»1 '“•! ' Eins og kunnugt er leituSu fjórir sjóliðar af bandaríska skipinu Inferprid, hæiis í Sví- þjóð í desember, í mótmaela- skyni við styrjöldina í Viet- nam. Þeim hefur verið veitt hæli þar í landi og fyrir skömmu siðan bauðst þeim öll- um fjórum hiúsníeði. Það var saenski leikarinn Gösta Ekmann yngri og kona hans, sem buðu þeim að búa í sex herbergja húsi, sem þau eiga uppi í sveit. Fjórmenningarnir þáðu boðið með þökkum og eru þegar fluttir þangað. Móðir eins þessara manna, Dorathy Kape, en kennari og býr í borginni Beaufort í Bandaríbjunum. Nú hafa fbúar borgarinnar stofnað sjóð til þesls að gera D'orotlhy þáð kleift að fara til Svíþjóðar og reyna að fá son sinn til þess að snúa sér til bandarískra yfirvalda. Ellefu skurðlæknar frá Frakk landi eru nú farnir til Höfða- borgar í Afríku til þess að kynna sér störf Bernards lækn is þar í samibandi við hjarta- ígræðslu. Þegar þeir hafa kynnt sér þau sem unnt er, hyggjast þeir græða hjarta í mann í heimalandi sín-u við fyrsta tæki færi. Verður það sennilega gert í borginni Lyon. Hinn 12. jan-úar var opnuð alþjóðleg bátasýning í París. Er þetta sjötta alþjóðlega báta sýningin. og þriðja árið í röð, sem hún er haldin í Frakk- landi. Sýningin nær yfir svæði, sem er tvisvar sinnum stærra að flatarmáli en London og eru þátttakend-ur í henni fimm hundruð og áttatíu frá átján löndum. Þeir sýna tólf hundruð báta og er búizt við, að 200 þús. manns sjái sýninguna. Livo Tencati. sem er áttræð- ur ítali, vann fyrir skemmstu fyrstu verðlaun í all sérstæðri keppni í Parma. Titillin sem hann hlaut var Kónganef 1968 og voru keppendur um þennan titil fimmtíu víðs vegar að á Ítalí-u. Kónganef Livos er rúm- ir sjö sentimetrar á lengd og fimm sentimetrar á breidd. Þegar þýzka postuiínsverk- smiðjan Rosenthal var í þann veginn að setja nýtt matar- og kaffisteli á markaðinn í Banda ríkjunum, sagði frægur þýzkur arkitekt, Wa-lter Gropius, for- stjóranum, að Bandaríkjamenn -myndu aldrei kaupa þetta mat- arstell. það væri þannig teikn- að, að Bandaríkjamönnum félli það ekki í geð. Forstjórinn stóð fast við fyrirætlun sína og arkitektinn tilkynnti hon- um, að ef hann hefði rétt fyrir sér. myndi hann sjálfur teikna fyrir hann svínastíu og það ókeypis. Matarstellið féll Bandaríkjamönnum vel í geð og seldist vel og nú situr arki- tektinn með sveittan skallann við að teikna svínastíu. Diana Block, sem er sextán ára stúlka í Þýzkalandi verðar innan skamms yngsta konan, sem dæmir fóttooltaleiki í Þýzkalandi. Hún hefur nýlega lokið dómaraprófi og varð 3. en undir prófið gengust fjöru- tiu og sex karimenn. í fyrsta Ieiknúm, sem húh d'æmir, verð 'ur faðir hennar linuvörður. en hann hefur verið dómari í meira en 20 ár. Japanskur leikfangasali eignaðist fyrir nokkru þrí- bura. H-ann var í vandræðum með að fiinna nöfn á drengina og ákvað því að skíra þá í höf uðið á þeim þrem mönnum, sem hann dáðist mest að, þeim Bob Kennedy, Floyd Patterson og Jimmy Grieves. Það gerðist fjTÍr nokkru í Vín i Austurríki, að bankamað ur nokkur féll á götu-na beint fyrir frama-n bi-freið, sem var á ferð. Ung stúlka kom honum til hjálpar og gat dregið hann upp á gangstétt áður en bifreið in æki á hann. Hvorugu þeirra varð meiint af, en stúlkan eyði- lagði sokkana sína. Sem vott um þakklæti sitt hygg-st mað urinn gefa henni alla þá nælon sokka, sem hún þarf á að halda það sem hún á eftir ólifað. Les White í Adelaide í Ástr alíu er n-ú í þann veginn að auðgast verulega. Hainn er far inn að g-efa viku'lega út tíma rit, þar sem dýraeigendur í Ástralíu geta lesið stjörnuspá vikunnar fyrir dýr sín. Kanadískur timláurverkstjóri á skóg í nágrenmi Vancouver Aðaláhugamál hans er að skíra trén í skóginum og hljóta þau öll nöfn frægra manna. Þegar einhver mann- amna deyr, lætur hann höggva tréð, sem bar nafn hans. Hér sjáum við leikkonúha Faye Dunaway, sem var að þessu sinni valin ein af bezt klæddu konum heims 1967. Fay-e er ekki sérstaklega þekkt leikkona og hefur val þetta vakið talsverða a-thygli. Síðasta kvikmynd, sem hún lék í nefnd iist Bonny and Clyde. ? 1 :L:! i’:' ' Þetta er fimm ára gömul apa stúlka. sem heitir Sali, og hún á heima í dýragarðin-um í Frankfurt. Starfsmenn' dýra- garðsins hafa skemmt sér og dýrunum þar með því að gera snjókarl í garðinum og það vildi svo til að fyrir nef á hon- um höfðu þeir banana, sem ' í snjókarisnefið um leið og Sali þykir ósköp góðir. Hann hann renndi sér fram hjá á sá sér færi á því að næla sér skíðasleðanu-m sínum. Á VlÐAVANGI Athyglisverð játning Morgunblaðið ræddi í gær um nauðsyn á hjálp við sjávar útveginn og fiskvinnslustöðv- arnar. Kemur þar fram athygl- isverð játning í eftirfarandi orðum: .,En spyrja má, hvort Fram- sóknarmenn hefðu verið reiðu- búnir til þcss að styðja þá GÍFURLEGU GENGISLÆKK. UN, sem nauðsynleg hefði verið til þess að leysa í einni svipan öll vandamál sjávarút- vegsins og fiskvinnslu, með þeirri verðhækkunaröldu, sem slíkt hefði skapað“. í þessum orðum felst játn- ing aðalmálgagns stjórnarinn- ar um það, að ástandið í efna- hagsmálum þjóðarinnar eftir níu ára „viðreisn" og mörg samfelld mestu aflauppgripa- ár, sem þjóðin hefur lifað. að í haust hafi í raun og veru þýtt „gífurlega gengislækkun". Þetta er því athyglisverðara, sem ríkisstjórnin og talsmenn hennar héldu því blákalt fram í haust, að gengislækVrnin væri raunar Bretum að kenna og því aðeins nauðsynleg. að Bretar höfðu fellt pundið um 14%. Síðan var íslenzka gengið fellt um 25% og ekki vikið orði að því, að meira þyrfti. Þvert á móti var rekið upp ramakvein í stjórnarherbúðum og andmælt sem örgu níði, ef því var haldið fram, að svo illa væri komið af rangri stjórn arstefnu siðustu ára, að gengis fall peninganna væri í raun og veru tniklu meira. N-S er hins vegar játað berum orðum í Morgunblaðinu, að ástandið hafi í raun og veru kallað á „gífurlega gengislækkun". — Þessi játning ríkisstjórnarinn- ar um ástandið á s.l. hausti eftir átta eða níu ára ,,viðreisnar“- stefnu í eindæma aflauppgrip- um og hávirði ættu menn að festa sér í minni. Fela hluta gengis- lækkunarinnar Af þessu má raunar ráða, að hinn frægi viku-umhugsunar- frestur í haust um það, hve , mikil gengislækkunin ætti að vera, hafi raunar farið í það, að athuga, hve mikinn hluta hinnar raunverulegu gengis- lækkunar, sem orðin var á ís. lenzkum gjaldmiðli. væri hægt að dulbúa eða fela, og horfið hafi verið að því ráði að láta aðeins hluta hinnar „gífurlegu gengislækkunar", sem við blasti í raunveruleikanum, koma fram í breyttri gengisskráningu, áta sem þetta mundi duga. lofa tollalækkunum tii mótvægis og láta skína í sitthvað fleira, sem gert yrði til léttis en fresta því öllu fram yfir nýár. Nú eru hins vegar reknir slag- brandar í allar slíkar dyr og játað að útflutningsatvinnuveg- irnir þurfi þetta allt saman. vegna þess að ekki var gerð sú „gífurlega gengislækkun“, sem stjórnin vissi um í haust að orðin var en leyndi þá og ætlar nú að gera með inn- heimtu skatta og tolla af al- menningi og framkvæma sem stóraukið styrkjakerfi til stuðn ings sjávarútvegi. Þau handjárn, sem alröng stjórnarstcfna og stjórnarráð- stafanir hafa sett á atvinnuveg- ina, svo sem lánakreppa, okur- vextir og sitthvað fleira, og er meginundirrót þess vanda, Framhald a bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.