Alþýðublaðið - 30.09.1989, Side 1
Bensín
lækkar
Verð á bensíni lækkar 1. októ-
ber um 1.80 kr. á lítra. Verðlækk-
unin nær til bæði blýlauss bens-
íns og súperbensíns. Verðið á
blýlausa bensíninu lækkar úr 50
krónum í 48.20 krónur og súper-
bensínið lækkar úr 54 krónum í
52.20 kr. Ástæðan fyrir því að
þetta gerist nú er að innkaupa-
reikningur olíufélaganna er nú
loks orðinn hagstæður eftir að
hafa verið neikvæður um langan
tíma. Eins og kunnugt er hefur
verð á bensíni farið hríðlækk-
andi á heimsmarkaði í allt sumar
og háust en það er fyrst nú sem
verðið lækkar hér á landi.
Á milli
öfganna
Kvikmyndagerðarmaðurinn
Helgi Felixson sem búsettur er í
Svíþjóð ákvað að gera mynd um
reynslu sína af viðhorfum íslend-
inga til Svía. Úr varð myndin
Sænska mafían sem vakti athygli
hér á landi þegar hún var sýnd í
Sjónvarpinu sl. vor. Myndin var
síðan sýnd í sænska sjónvarpinu
og í kjölfar þess fékk Helgi fjöl-
mörg tilboð um að gera fleiri
kvikmyndir. Hann segir frá
þessu í viðtaii við Alþýðublaðið.
Sjá bls. 5
Ólympíu-
leikarnir 1908
Örn Eiðsson heldur áfram að
fjalla um íþróttaviðburði fyrri
tíma; Að þessu sinni fjallar hann
um Ólympíuleikana í London ár-
ið 1908 en þangað sendu íslend-
ingar vaskan hóp glímumanna,
bæði til sýninga og keppni. Með-
al þeirra var Jóhannes Jósefs-
son, margfaldur handhafi Grett-
isbeltisins. Hann keppti fyrstur
íslendinga á Ólympíuleikunum
þegar hann tók þátt í grísk-róm-
verskri glímu. Jóhannes komst
alla leið í úrslitin en varð fyrir
meiðslum í lokaglímunni. Hann
þótti þó hafa staðið sig svo vel að
drottningin af Englandi færði
honum heiðursskjal sem viður-
kenningu. ,
Sja bls. 4
Farmanna- og fiskimannasambandid að klofna?
Vélstjórar kref j-
ast úrsagnar
Óánœgðir með valdahlutföllin og þjónustuna
segir formaður Vélstjórafélagsins. Ef menn
vilja róa einir þá gera þeir það segir forseti Far-
manna- og fiskimannasambandsins.
Vaxandi óánægju gætir í Vél-
stjórafélagi íslands (VSFÍ) með
samstarfið innan Farmanna-
og fiskimannasambandsins
(FFSÍ) og hefur stjórn VSFÍ
ákveðið að endurskoða aðild
sína að sambandinu. Ætlar
stjórnin að láta félagsmenn
VSFÍ segja álit sitt á því hvort
félagið eigi að vera áfram í
sambandinu.
„Við greiðum ákveðna fjármuni
til sambandsins og teljum okkur
ekki fá þjónustu hjá því sem þessu
nemur. í annan stað er engin laun-
ung á því að ef við lítum til foryst-
unnar þá finnst okkur að venjuleg-
ar samskiptavenjur séu ekki virtar,
um að hver hópur hafi hliðstætt
hlutfall þar og félagatala gefur til-
efni til. Við rekum okkar skrifstof-
ur um landið og teljum okkur í
raun geta annast öll okkar mál.
Það er auðvitað best að menn geti
starfað saman og við munum
reyna að finna lausn á þessu
vandamáli, en ef það gengur ekki
munum við láta kanna afstöðu
okkar félagsmanna og síðan at-
huga málið í ljósi niðurstöðunnar"
sagði Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélagsins í samtali við Al-
þýðublaðið í gær.
Vélstjórar eru nánar tiltekið
óánægðir með valdahlutföllin inn-
an FFSÍ, þeir hafa þar í stjórn að-
eins 1 mann af 9, en ættu sam-
kvæmt félagatölu að hafa að
minnsta kosti 3. Á síðasta þingi
sambandsins munu stýrimenn og
skipstjórnarmenn hafa staðið
saman með þeim afleiðingum að
einn fulltrúi vélstjóra féll. A það er
einnig bent að 36% af tekjum sam-
bandsins séu til komnar vegna
VSFÍ.
I annan stað er óánægja uppi
með tekjuhlutfall og þá ekki sist á
fiskiskipum. Ekki síst í Ijósi þess að
vélskólanámið er rúmlega helm-
ingi lengra en skipstjórnanám.
Guðjón A. Kristjánsson forseti
FFSÍ sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær um valdahlutföllin að
það væri nú einu sinni þannig í fé-
lagasamtökum að menn væru
kosnir eftir því hvernig menn
meta einstaklingana, en ekki endi-
lega eftir því í hvaða félögum þeir
væru.
,,Ég kannast ekki við að það hafi
verið plottað í kosningum um
menn i stjórn. Menn voru kosnir
holt og bolt eins og yfirleitt er
gert."
Varðandi tekjuhlutföll og náms-
lengd sagði Guðjón að vélstjórnar-
námið nýtist meir en bara á fiski-
skipum og meira þegar í land er
komið. „Það er margra ára hefð
fyrir tekjuhlutföllunum til sjós og
ég hef ekki orðið var við það að
menn væru með miklar deilur um
að breyta þessu á skipaflotanum.
Ég mundi lita á það sem slæman
kost ef menn fara að skipta upp
sambandinu með klofningi, ég sé
ekki að það þjóni hagsmunum
stéttarinnar. En ef að menn eru
óánægðir og finnst að þeim hafi
verið mismunað í gegnum tíðina,
sem ég kannast alls ekki við, og
meta það svo að það sé betra að
róa einir þá gera þeir það. Auðvit-
að verða þá færri aðilar í sam-
bandinu, en þá verður hópurinn
sem eftir er kannski samstæðari"
sagði Guðjón.
Kjaradeila rafiðnaðarmanna:
Þjóðleikhússtjóri gekk
í störf rafiðnaðarmanna
Deila við Þjóðleikhásið í gœrkvöldi. — Rafiðnaðarmenn hóta að kœra.
Stjórn Þjóðleikhússins tók í
gær þá ákvörðun að halda fast
við sýningaráætlanir á söng-
leiknum Oliver, þrátt fyrir
verkfall rafiðnaðarmanna í
húsinu. Þjóðleikhússstjóri,
Gísli Alfreðsson, ætiar sjálfur
að vera við stjórnvölinn í ljósa-
herberginu. Rafiðnaðarmenn
ákváðu að stöðva sýninguna
ekki, þrátt fyrir að þeir teldu
þetta skýrt verkfallsbrot, en
þeir munu í framhaldi endur-
skoða allar undanþágur sem
veittar hafa verið.
Við upphaf sýningarinnar í gær-
kvöld mættu rafiðnarmenn við
bakdyr Þjóðleikhússins og ætluðu
að afhenda Þjóðleikhússtjóra
ályktun þar sem skorað er á hann
að láta af þeirri háttsemi að ganga
inn í störf rafiðnaðarmanna sem
eru í verkfalli. Þeim var hinsvegar
vísað frá. Rafiðnaðarmenn drógu
þá fram aðgöngumiða að sýning-
unni og gengu inn í Þjóðleikhúsið
um aðaldyrnar. Ljósmyndara Al-
þýðublaðsins var haldið úti en svo
virðist sem rafiðnaðarmenn hafi
haldið rakleiðis i ljósaherbergið
og hitt Gísla Alfreðsson að máli og
afhent honum ályktunina. Að
öðru leyti skiptu þeir sér ekki af
sýningunni sem hófst á tilteknum
tíma.
í gær afhenti fjármálastjóri
Þjóðleikhússins trúnaðarmanni
rafiðnaðarmanna í Þjóðleikhúsinu
bréf, þar sem honum var tjáð að
samkvæmt úrskurði ríkislög-
manns og lögum frá 1915 væri
verkfall Rafiðnaðarsambandsins
ólögmætt. Er skorað á trúnaðar-
manninn að mæta þegar til starfa,
á það bent að vinnustöðvunin
muni fyrirsjáanlega valda Þjóð-
leikhúsinu miklu fjárhagslegu
tjóni og áskilur fjármálatjórinn sér
rétt til að krefja trúnaðarmanninn
eða sambandið um bætur fyrir allt
það tjón sem hann veldur Þjóð-
leikhúsinu með vinnustöðvun-
inni.
„Þetta er með ólíkindum" sagði
Magnús Geirsson formaður Raf-
iðnaðarsambandsins í samtali við
Alþýðublaðið í gær. Við hljótum
vitaskuld að hafa uppi einhverjar
mótbárur gegn þessu," sagði
Magnús. í ályktuninni frá rafiðnar-
mönnunum sem afhent var Þjóð-
leikhússtjóra áskilja þeir sér allan
rétt til að kæra athæfi hans fyrir
réttum yfirvöldum.
Rafiönaöarmennirnir reyna aö komast inn i Þjóöleikhúsið bakdyramegin
en dyravörður meinar þeim inngöngu. Samkvæmt skipun fré Þjóöleikhús-
stjóra mátti ekki hleypa neinum óviðkomandi inn í húsiö og dyravörðurinn
stóö sína plikt meö sóma.