Alþýðublaðið - 30.09.1989, Page 3
Laugardagur 30. sept. 1989
3
FRÉTTASKÝRING
Mótsagnakennd umræða
Eignafólk, ásamt forystu Sjálfstæöisflokksins og
Kvennalista, berst þessa dagana hetjulegri baráttu
gegn fyrirhugaðri skattlagningu fjármagnstekna. Ný-
stofnuö Samtök sparifjáreigenda hafa skipulagt and-
áróður, efnt til opinberrar umræðu um málið og ályktað
gegn því. Þá hafa, eðli málsins samkvæmt, heyrst kröft-
ug mótmæli frá Vinnuveitendasambandi Islands og frá
Verslunarráði íslands. Allt er þetta eins og við mátti bú-
ast. Fjármálaráöherra og ríkisstjórnin heldur hins vegar
fast við þau rök, að samræming launatekna og fjár-
magnstekna sé mikið réttlætismál, sem dregist hafi of
lengi að hrinda í framkvæmd. Enn hefur ríkisstjórnin þó
ekki komið fram með fullmótaðar hugmyndir.
Strax í upphafi sló fjár-
málaráðuneytið vopnin úr
höndum andstæðinganna
með því að taka undir sjón-
armið um að skattlagning-
in leiddi hugsanlega til
hækkunar raunvaxta. Með
öðrum orðum hefði tekju-
skattur á fjármagnstekjur
því ekki í för með sér hrun
í sparnaði, eins og stundum
hafði verið haldið fram.
Hér eftir urðu andstæðing-
arnir að finna önnur mót-
rök. Kjarninn í þeirra máli,
er að skattlagning sé ótíma-
bær vegna ástandsins á
fjármagnsmarkaðnum og
stefni beinlínis gegn mark-
miðum ríkisstjórnarinnar
um lækkun raunvaxta.
Tvísköttun út
úr umræðunni
í Alþýðublaðinu sl. mið-
vikudag voru reifaðar
helstu tillögur nefndar um
skattlagningu fjármagns-
tekna. Þar er í fyrstu slegið
á umræðu um að fjár-
magnsskattur þýði tvískött-
un og eignaupptöku. Tví-
sköttun sé misskilningur,
því þótt tekjur viðkomandi
einstaklings hafi verið
skattlagðar á sínum tíma,
þá séu vaxtatekjurnar auð-
vitað nýjar tekjur sem
myndast hafi af sparnaði.
,,Þær eru til ráðstöfunar
fyrir þá sem fá þær, hvort
sem er í neyslu eða sparn-
að, og því jafn eðlilegur
skattstofn og atvinnutekj-
ur.“
Samkvæmt tillögum
nefndarinnar yrði skattur-
inn lagður á sem hluti af
tekjuskatti. Hann legðist
því á eftir efnum og að-
stæðum hvers og eins, sem
þýðir að fólk geti nýtt sér
persónuafsláttinn á móti
tekjunum. Skatturinn yrði
innheimtur í staðgreiðslu,
en endaleg álagning myndi
ráðast af framtali. Skatt-
skylda myndast ekki fyrr
en viðkomandi hefur feng-
ið raunvexti í hendur. Á
verðtryggðum reikningum
yrðu raunvextir reiknaðir
beint, sem auðveldar
ákvörðun skattstofnsins.
Af óverðtryggðum fjár-
eignum yrðu nafnvextir
taldir fram, en aðeins
ákveðið hlutfall af þeim
sem markaðist af verðbólg-
ustigi og raunvöxtum. Þá
leggur nefndin til að raun-
vextir undir 1% prósenti
verði skattfrjálsir. Ekki hef-
ur verið tekin afstaða til
þess hvort þetta gildi í öll-
um tilfellum. Vaxtatekjur af
spariskírteinum ríkissjóðs,
sem seld hafa verið, yrðu
skattfrjálsar á líftíma bréf-
anna, en vaxtatekjur nýút-
gefinna bréfa fengju sömu
meðferð og aðrar vaxta-
tekjur.
Aðrir eignaskattar
lækkaðir samhliða
Gert er ráð fyrir að vaxta-
bætur miðist við greidda
raunvexti og að stuðningur
við íbúðakaupendur verði
sami og áður, ,,en ekki eins
tilviljunarkenndur og nú,
eftir því hve verðbólgan er
mikil." Greiddur arður
verður að fullu frádráttar-
bær hjá fyrirtækjum, en
skattlagður hjá einstakling-
um eins og aðrar tekjur.
Þá tekur nefndin undir
með sjónarmiðum sem Jón
Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hefur staðið fyrir, að
beitt verði skattalegum
hvatningum til að örva fjár-
festingu í hlutabréfum. Með
því móti yrði öll tvisköttun
arðs úr sögunni og skatta-
leg staða hlutafjáreignar
bætt verulega miðað við
skuldabréfaeign. Að end-
ingu nefnir fjármálaráðu-
neytið sem eina af helstu
tillögum nefndarinnar, að
eignaskattar verði lækkað-
ir samhliða þessari nýju
skattlagningu. Röksemdin
er sú að í raun séu eigna-
sk'attar í dag einhvers kon-
ar dulbúin skattlagning
fjármagnstekna, þ.e. skatt-
ur á fé sem lagt hefur verið
í fasteignir eða verðbréf.
ísland hefur
algera sérstöðu
Hvað eru fjármagnstekj-
ur? Fjármálaráðuneytið
dregur svarið saman á ein-
faldan hátt: Fjármagnstekj-
ur eru:
A) Vaxtatekjur, þar með
talin afföll.
B) Arður af hlutafjáreign
og söluhagnaður
hlutabréfa.
C) Leigutekjur.
D) Hagnaður sem haldið
er eftir i fyrirtækjum.
Aðeins vaxtatekjur ein-
staklinga eru í dag skatt-
frjálsar að fullu. Leigutekj-
ur, söluhagnaður hluta-
bréfa og hagnaður er skatt-
lagður að fullu, en arður er
skattfrjáls að hluta. Að mati
ríkisstjórnarinnar er rétt-
lætismál að launatekjur og
fjármagnstekjur njóti sömu
meðhöndlunar í skattakerf-
inu.
Þetta eru stjórnarflokk-
arnir sammála um, þótt
enn hafi þeir ekki komist
niður á endanlega útfærslu.
Málið á sér þó langa sögu
og fór fyrst af stað fyrir al-
vöru í tíð Jóns Baldvins
Hannibalssonar í fjármála-
Andstæðingum
skattlagningar-
innar hættir til
að bera fyrir sig
flótta sparifjár-
eigenda. Mótrök-
in beinast nú
gegn tímasetn-
ingunni. Fjár-
málaráðuneytið
viðurkennir að
skatturinn kunni
að leiða til
hækkunar raun-
vaxta. t>að stríð-
ir gegn mark-
miðum ríkis-
stjórnarinnar um
vaxtalækkun.
Dæmi um tekjuskatt
af fjármagnstekjum
Stjórnarflokkarnir hafa ekki tekið af-
stöðu til þess hvort vaxtatekjur verði ein-
ungis skattlagðar með tekjuskattspró-
sentu eða bæði tekju- og útsvarsprósentu,
né heldur hefur verið tekin afstaða til þess
hvort 1 % raunvextir verði í öllum tilvikum
skattfrjálsir. Fjármálaráðuneytið hefur sýnt
fram á dæmi um notkun tekjuskattpró-
sentu, en skattskyldu allra raunvaxta:
í dag
Maður sem á eina milljón inni á verð-
tryggðum bankareikningi, með3,5% raun-
vöxtum.
Skattfrjálsar tekjur:
35.000 krónur
Eftir skatt
Maður sem á eina milljón inni á verð-
tryggðum bankareikningi, með 3,5% raun-
vöxtum.
Vaxtatekjur eftir skatt:
24.220 krónur
(Breytingin jafngildir því að lækkun
raunvaxta úr 3,5% í 2,4%, sem er innan
þeirra marka sem vextir kunna að breytast
af ýmsum öðrum orsökum, að áliti fjár-
málaráðuneytisins.)
Ef 1 % raunvextir verða skattfrjálsir,
verður breytingin enn minni í þessu dæmi,
eða þeir lækka úr 3,5% í 2,7%.
ráðuneytinu. Samkvæmt
yfirliti OECD hafa íslend-
ingar fram til þessa haft
mikla sérstöðu hvað varðar
skattfrelsi vaxtatekna ein-
staklinga.
Eðlileg en ótíma-
bær skattlagning?
Andstæðingar skattlagn-
ingarinnar hér á landi hafa
því nokkuð veika varnar-
stöðu — eru svolítið einir í
heiminum. Á fundi Sam-
taka sparifjáreigenda þótti
stuðningsmönnum skatt-
lagningarinnar berlega
koma í Ijós skortur á rök-
stuðningi, einkum í orðum
formanns Sjálfstæðis-
flokksins. Þorsteinn Páls-
son sagðist vera á móti
skattlagningunni, vegna
þeirra afleiðinga sem hún
hefði í för með sér fyrir
efnahagsstarfsemina i
landinu og vegna þess að
skatturinn hefði misrétti í
för með sér, t.d. fyrir aldr-
aðí
Út í nánari skilgreiningu
á misréttinu virtist formað-
ur Sjálfstæðisflokksins ekki
treysta sér að fara og klikkti
út með því að segja að ann-
að hvort væru menn and-
vígir þessu eða ekki. Annar
andmælandi á fundinum,
Þórhildur Þorleifsdóttir,
sagðist í grundvallaratrið-
um hlynnt skattlagning-
unni, en hins vegar vera
andvíg timasetningunni og
framsetningunni.
VSÍ hafnar ekki endur-
skoðun eignaskatta
Framkvæmdastjórn
Vinnuveitendasambands
íslands virðist að nokkru
leyti halda fram svipuðum
sjónarmiðum og Þórhildur
Þorleifsdóttir. VSÍ telur
brýnt að hafinn verði und-
irbúningur að heildarend-
urskoðun skattareglna að
því er varðar eignir og
eignatekjur með það að
meginmarkmiði, að örva
eiginfjáruppbyggingu í at-
vinnulífi og jafna skatta-
lega meðferð mismunandi
eignaforma. Þessi endur-
skoðun verði að taka sam-
tímis til allra þátta, ekki síst
þeirra sem lúti að skatt-
lagningu atvinnufyrir-
tækja.
,,Þær hugmyndir, sem nú
liggja fyrir um breytingar á
skattlagningu eignatekna
grundvallast ekki á þessum
sjónarmiðum, heldur vilj-
anum til aukinnar skatt-
heimtu. Samdráttur í at-
vinnulífinu verður ekki
jafnaður með auknum
sköttum, heldur til aukinn-
ar uppbyggingar atvinnu-
fyrirtækja landsmanna,"
segir í samþykkt fram-
kvæmdastjórnar VSÍ.
Kannski er ýmislegt til í
þvi hjá Þorsteini Pálssyni,
að annað hvort séu menn
andvígir eða ekki. Hvort í
því felst jafnframt að rökin
skipti engu máli, verður
hver og einn að meta fyrir
sig.