Alþýðublaðið - 30.09.1989, Page 5

Alþýðublaðið - 30.09.1989, Page 5
Laugardagur 30. sept. 1989 5 MENNING: "Frusna löibindelser” — islándsk motvilja mot svensk kultur Helgi Felixson med grein úr Dagens Nyheter, sem birtist eftir sýningu Sœnsku Mafíunnar í Sænska sjón- varpinu. f myndatexta er Helgi sagður vera íslendingur „í utlegð". A-mynd/E.ÓI. ANDLEGA FRJALSI SKIPULAGSLEYSINU Hann segist ef til vill hugsa eins og Svíi en er íslendingur. Segir sjálfur að þetta séu öfgar í báðar áttir, annarsvegar hreint skipulagsleysi, hinsveg- ar ofstýriiig. Sjálfur hefur hann velt upp þessu máli í um- talaðri heimildarmynd, Sænsku mafíunni, sem sýnd var I Sjónvarpinu sl. vor og í Sænska sjónvarpinu í sumar. Sænska mafían hefur opnað þessum íslenska kvikmynda- gerðarmanni leiðir í fagi sínu í Svíþjóð, þar sem hann hefur reyndar verið búsettur sl. 12 ár. Maðurinn er Helgi Felixson.er menntaður í Svíþjóð, bæði í al- mennri kvikmyndagerð og leik- list. Hann las leikhúsfræði í mörg ár, vann við atvinnuleikhús og kenndi leiklist. „Leiklistin er raun- verulega minn bakgrunnur," segir hann. Sænskum óhrrfum mætt með fordómum Það var heimildarmyndin Sænska mafían sem opnaði hon- um leið sem kvikmyndagerðar- manni í Svíþjóð. Það er svolítil þversögn í því, vegna þess að við- brögð Svía voru blendin. Margir sem sáu myndina urðu sárir. ,,Að minnsta kosti ætlaði sænskur leigubílstjóri að henda íslenskum féiaga mínum út, þegar hann ljóstraði upp þjóðerni sínu.“ „Sænska mafian á rætur að rekja til þeirra árekstra sem ég hef orðið var við eftir að ég flutti til Svíþjóðar. Þegar ég hef komið heim, hef ég fundið að áhrifin sem ég hef orðið fyrir í Svíþjóð hafa oft verið tekin með mikilíi varkárni og fordómum hér heima," segir Helgi. Auk þessarar reynslu, segist hann alltaf hafa haft áhuga á því hvernig áhrif breiðast út á milli landa. Svíar hafa mikið áiit á Islendingum Sænska mafían sýnir óvenjuleg- an flöt á samskiptum vina- og grannþjóða. Viðhorfin sem fram komu hjá ýmsum viðmælendum Helga í myndinni komu því Svíum algjörlega í opna skjöldu. „í aug- um Svía er ísland frekar rómant- ískt hugtak og yfir höfuð hafa þeir mjög mikið álit á íslendingum. ís- lendingar eru raunar settir á stall. En margir hverjir sem ég hef átt samskipti við eftir sýningu mynd- arinnar eru hálfhvumsa." — Kom þér sjálfum á óvart aö fordómar gagnvarl Svíum vœru jafnmiklir og fram komu hjá sum- um viömœlenda þinna? „Já. Ég hefði aldrei trúað þessu. Auðvitað vissi ég að fyrirbærið væri til, þessi grýla, en þetta kom mér skemmtilega á óvart. En ég hefði gjarnan viljað gefa þessu viðfangsefni meiri tíma.“ Atvinnutilboð í kjöl-_________ far Sængku mafíunnar__________ Helgi byrjaði tökur myndarinn- ar fyrir ári síðan og hún var frum- sýnd í Ríkissjónvarpinu í mars síð- astliðnum. Myndin var síðan send út á Rás 1 í Sænska Sjónvarpinu á sama tíma og fréttir voru sendar út á hinni. Engu að síður fékk myndin góða horfun, enda vel kynnt. Eftir sýningu myndarinnar fékk Helgi strax tilboð um gera um- fangsmikla heimildarmynd fyrir sænskan framleiðanda. Um er að ræða þeimildarmynd unrt Austur- lönd, Israel og Líbanon. Áætlaður Helgi Felixson er ungur kvikmynda- gerdarmaöur bú- settur í Svíþjóð. Heimildarmyndin Sœnska Mafían, sem hann gerði fyrir Sjónvarpið, hefur opnað hon- um leiðir í sœnska kvikmyndaheimin- um. Helgi er í við- tali við Alþýðu- blaðið, um kvik- myndagerð og sœnskar og íslenskar öfgar. kostnaður er um 30 milljónir króna. Það má því segja að Svíar verðlauni nú Helga fyrir að upp- lýsa þá um Sænsku mafíuna. Mynd um börn í leit að uppruna sínum______________ Jafnframt þessu verkefni er Helgi, ásamt Þorgeiri Ólafssyni, að vinna að mynd fyrir norrænar sjónvarpsstöðar, Nordvision. Upp- tökur áttu sér stað í sumar. „Þetta er mjög spennandi mál. Myndin fjallar um verkefni sem Magnús Pálsson myndlistarmaður vinnur að og kallar Mobshop. Magnús er að fara ótroðnar slóðir með leik- húsfólki, myndlistarfólki og rithöf- undum. Hann er að koma þessu fólki saman og út úr þessu komu alveg hinir ótrúlegustu hlutir, sem ég hef fengið að vera vitni að.“ Þá hefur Helgi nýlokið gerð heimildarmyndar fyrir Landhelg- isgæsluna, sem hann gerði ásamt Böðvari Guðmundssyni. Myndin var frumsýnd nú í vikunni. Auk heimildarmyndarinnar um Austurlönd er fleira í burðarliðn- um hjá Helga í kjöifar Sænsku ma- fíunnar. Það stendur til að hann geri barnamynd eftir eigin hand- riti sem fengið hefur nafnið „Landið sem þú gleymir ekki.“ Myndin fjallar um ættleitt barn sem er að leita að uppruna sínum. „Ég á sjálfur ættleidd börn. Það er í framhaldi af þeirri lífsreynslu, sem ég skrifaði þetta handrit. Nú virðist málið komið á það stig, að hægt verði að fá fjármagn til að út- færa þessa hugmynd og gera myndina." íslendingar og Svíar eru tvær öfgaþjóðir Helgi hefur verið búsettur í Stokkhólmi í 12 ár. Eins og sakir standa er ólíkilegt að hann flytji heim í bráð. „En mér þykir alltaf jafn gott að koma heim," segir hann. „Svíar og íslendingar eru tvær öfgaþjóðir. Annars vegar ís- land með hið algjöra skipulags- leysi. Menn stinga puttanum út og athuga hvaðan vindur blæs hverju sinni. Öfgar Svía eru hins vegar al- gjörlega í hina áttina, þeir skipu- leggja allt út í ystu æsar. Það hlýt- ur að koma til árekstra þegar slík- ar andstæður mætast." Af þessari lýsingu að dæma má búast við að svo ólíkt umhverfi hafi misjöfn áhrif á listamenn, til góðs eða ills. En hvort er betra? „Helst þyrfti að samræma þessi tvö sjónarmið, því í kvikmynda- gerð er ómetanlegt að hafa gott skipulag. En ég er alveg sannfærð- ur um að íslenskt umhverfi er mörgum sinnum betra fyrir lista- manninn. Mér finnst ég hafa miklu meira andlegt frelsi hér en í Sví- Þjóð.“ Stórvirki þurfa að byggja á undirstöðum Stundum er sagt að íslensk kvik- myndagerð sé að slíta barnsskón- um. Menn er ekki allir jafn bjart- sýnir um framgang þessarar ungu listgreinar og benda á að það verði aldrei til neitt sem heitir markaður fyrir séríslenskar kvik- myndir. Helgi tilheyrir hópi bjart- sýnismannanna: „Ég hef ódrep- andi trú á framtíðinni. Það er mik- ið af góðu fólki sem kann vel að nota sjálft sig sem uppsprettu. En það sem mér finnst ábótavant, er hve við höfum verið óduglegir að skapa grunninn. Við ráðumst út í stórvirkin og erum stórhuga á all- an hátt. Það gerir að verkum að undirstaðan, stuttmyndirnar og annað sem þarf til að ráðast út í þessi stórvirki, hefur farið fyrir bí. Ef við eigum að ná betri árangri, þurfum við að virkja mun betur allt þetta litla og góða í okkur, beinlínis til þess að yfirbyggingin haldi." — Ert þú að undirbúa þig fyrir stórvirkið? „Já, ég er stöðugt að því. En kannski að ég hugsi þetta eins og Svíi," segir Helgi Felixsson. K.Þ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.