Alþýðublaðið - 13.10.1989, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.10.1989, Qupperneq 3
Föstudagur 13. okt. 1989 3 FRÉTTASKÝRING Þriggja milljaröa halli. 16% áætluð verðbólga. Virðisaukaskattur sagð- ur skila sömu tekjum og söluskatt- urinn. Útflutningsbætur og niður- greiðslur minnka um 1.200 milljón- ir. Byggingasjóðirnir skornir veru- lega niður og treyst á lífeyrissjóð- ina. Framlag til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs margfaldað. Stefánssjóð- ur minnkaður um 230 milljónir. Fjárlagafrunwarpið fyrir 1990: Það hefur ekki beinlínis verið einkenni vinstri stjórnar að skera niður útgjöld og skatta. Væntanlega verða sjálfstæðismenn dálítið slegnir út af laginu þegar þeir sjá að það á að afnema skatta á erlendar lantokur, stórlækka skatt á skrifstofu- og verslun- arhúsnæði, eignaskatt einstaklinga og tekjuskatt félaga. Þá er vörugjald skorið vel niður. Mynd E.ÓI. er tekin þegar Virðisauka- skatturinn var kynntur: Hann á að sögn að gefa svipaðar tekjur og söluskatturinn hefði gert, aðrir segja að hann auki tekjurnar. útgjöld og sjóðasukk Skorið á Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 1990 gerir ráð fyrir tæplega 3ja milljarða króna halla, að tekjur rik- issjóðs verði alls 90,3 milljarðar en gjöld 93,2 milljarðar Miðað við fjárlög yfirstandandi árs hækka þá tekjur um 17,1 %, en útgjöldin um 21,8%. Sé hins vegar miðað við endurskoðaða áætlun ársins í ár nemur hækkun tekna 13,1% og hækkun útgjalda 10,3%. Þjóðhagsspá gerir ráð fyrir því aö verðlag á næsta ári verði um 16% hærra en á þessu ári og við það er miðaö í frumvarpinu. Ef í fjárlagafrumvarpinu hefði verið gert ráð fyrir slíkri heildarhækkun hefðu tekjurnar orðið 2,2 milljörðum króna hærri og útgjöldin 4,8 milljörðum hærri. Minnkandi halli samsvarar því um 2,5 milljörð- um króna. „Míllifærslunni_ Áherslubreytingar er lokið" Fjárlagafrumvarpið ber enda með sér niðurskurö- aranda sem hingað til hefur ekki verið einkenni vinstri stjórna. „Millifærslutíma- bilinu er lokið“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra þegar hann kynnti blaðamönnum frumvarpið. „Nú hefst nýtt tímabil aðlögunar að al- mennum efnahagsskilyrð- um“. Ólafur sagði að frum- varpið bæri þess merki að allar aðstæður hefðu stór- lega breyst frá því að frum- varp yfirstandandi árs var samið. Hann nefndi „ga- ga“ efnahagsstjórn frá 1983, þegar erlend lán voru tekin í góðæri og ríkis- sjóður þó rekinn með halla. Ekki væri hægt að afgreiða ríkissjóð hallalausan í kjöl- far þessa og ekki síður í ljósi dökkrar spár Hafrann- sóknastofnunar, og að hall- inn 1990 yrði fjármagnað- ur alfarið með innlendri lántöku. Ólafur ítrekaði að fjár- lagafrumvarpið væri fram- lag ríkisins í aðgerðum fyr- ir næsta ár. í því og aðgerð- um yfirstandandi árs væri að finna rekstrargrundvöll- inn fyrir atvinnuvegina og „fyrirframaðgerðir" vegna komandi kjarasamninga — það þýddi ekkert að koma síðar og biðja um meira. „Menn verða sjálfir að axla ábyrgð af ákvörðunum sín- um“. í skattheimtunni Helstu einkenni frum- varpsins sagði Ólafur vera „aðhald, jöfnunaraðgerðir og kerfisbreytingar". Vart hefði sést eins víðtækur niðurskurður á umliðnum árum, verð á matvælum kæmi til með að lækka um áramótin, átak yrði gert í. byggingu félagslegra ibúða og framlag til Byggðastofn- unar aukið sérstaklega vegna landsbyggðarinnar. Miðað við tekjuhliðina í fjárlögum 1989 og frum- varpi 1990 eru helstu breyt- ingarnar þær, að eigna- skattar einstaklinga eiga að lækka en eignaskattar fé- laga að hækka. Skattur á skrifstofuog verslunarhús- næði lækkar um yfir 20% að raungildi. Tekjuskattar einstaklinga hækka um 9% að raungildi, en tekjuskatt- ar félaga lækka um 33%. Gjöld vegna bifreiða og bensins eiga að standa samtals í stað milli ára, sem er raunlækkun um nær 700 milljónir króna. Lántökugjald af erlend- um lánum er fellt niður, sem samsvarar lækkun upp á 230 milljónir króna. Tekj- ur af vörugjaldi eiga að lækka um 910 milljónir eða um 1,3 milljarða miðað við áætlaða verðbólgu. Tekjur af virðisaukaskatti eiga að verða 40,5 milljarðar og vera sams konar og sölu- skatturinn hefði gefið, en miðað við fjárlög 1989 er um raunhækkun upp á 2,8 milljarða að ræða. Útflugningsbætur og niðurgreiðslur lækka Stærstu niðurskurðarlið- irnir miðað við áætluð út- gjöld í ár og 16% verðlags- hækkun milli ára eru: Endurgreiddur sölu- skattur í sjávarútvegi. Fjárlög 1989 gerðu ráð fyr- ir 937 milljónum í þennan lið en endurskoðuð áætlun sýnir 1.037 milljónir. Þenn- an lið á að fella niður og sparast því þar umræddar 1.037 milljónir króna, en um 1.200 milljónir ef út- gjöldin hefðu haldist að raungildi. Endurgreitt jöfnunar- gjald í iðnaði fellur niður á næsta ári, en er áætlað 250 milljónir í ár. Miðað við annars óbreytt framlag að raungildi sparast þar um 290 milljónir. Útflutningsuppbætur áttu samkvæmt fjárlögum að vera 610 milljónir í ár en verða nálægt 1.130 milljón- um eða hálfum milljarði hærri. Fjárlög 1990 gera ráð fyrir 767 milljónum, sem að raungildi þýðir nið- urskurð um 540 milljónir króna. Niðurgreiðslur á vöru- verði hækkuðu í ár frá fjár- lögum úr 3.353 í 4.053 milljónir króna. Sú tala á samkvæmt fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár að halda sér, sem þýðir í raun niðurskurð um nálægt 650 milljónir króna. Uppbætur á lífeyri verða í ár um 1.101 milljón- ir en eiga samkvæmt frum- varpinu að vera 547 millj- ónir á næsta ári. Miðað við áætlaðar verðlagsbreyting- ar nemur niðurskurðurinn þar því um 730 milljónum króna, en þess skal getið að þetta á ekki að bitna á greiðslum til eftirlauna- manna ríkisins. Byggingasjóðirnir fá í ár frá ríkissjóði um 1.150 milijónir en eiga á næsta ári að fá 650 milljónir, sem að raungildi samsvarar nið- urskurði um 685 milljón- um króna. í staðinn er gert ráð fyrir auknum skulda- bréfakaupum lífeyrissjóð- anna. í viðhald Vegagerðar ríkisins eru áætlaðar 1.435 milljónir í ár en eiga að verða 1.507 milljónir næsta ár. Þrátt fyrir þessa hækkun í krónutölu felur þetta í sér um 570 milljón króna raunlækkun. Fjárfesting niður um 2 milljarða Vaxtagreiðslur ríkisins hafa farið vaxandi ár frá ári og þá sérstaklega vegna er- lendrar lántöku undanfar- inna ára. Þær eiga að hækka úr 8.360 í 9.125 milljónir, sem að raungildi þýðir þó 570 milljón króna lækkun milli ára. Einungis á að taka erlend lán vegna afborgana. Endurgreiðsla á sölu- skatti vegna fiskeldis og landbúnaðar fellur nú nið- ur og að raungildi er það sparnaður upp á 230 millj- ónir króna. Sauðfjárveikivarnir verða skornar niður um sem svarar 175 milljónum króna, miðað við að útgjöld hefðu annars haldist að raungildi. Niðurgreiðslur á raf- magni verða skornar niður um 145 milljónir króna. Stofnkostnaður vegna ríkisspítala verður skorinn niður um 160 milljónir króna. Hinn umdeildi Atvinnu- tryggingasjóður útflutn- ingsgreina fær 500 millj- ónir frá ríkinu í ár, en niður- skurðurinn næsta ár þýðir í raun 230 milljón króna lækkun. Stofnkostnaður vegna bygginga grunnskóla verður skorinn niður um sem svarar 450 milljónum króna. Til hafnamála verða veittar 406 milljónir, sem í raun samsvarar 160 millj- ón króna niðurskurði. Ýmsir liðir hækka umtalsvert Hér hafa einvörðungu verið tíundaðir allra stærstu niðurskurðaliðirnir, sem til samans spara ríkinu um 6,8 milljarða króna miðað við áætlað verðlag á næsta ári, en um 5,9 millj- arða á verðlagi yfirstand- andi árs. A móti þessum niður- skurði er að finna útgjöld sem bætast við sem ný eða hækka all verulega milli ára. Nefna má eftirfarandi dæmi. Framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er nýr liður vegna laga um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. í þetta eiga að fara 1.185 milljónir króna og skýrir það að mörgu leyti niður- skurð á ýmsum öðrum sviðum, svo sem til skóla, dagvistarmála og fleira. I Atvinnuieysistrygg- ingasjóð fara að líkindum i kringum 277 milljónir króna í ár, en í fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir 1.250 milljónum á næsta ári. Þetta er raun- aukning upp á um 930 milljónir króna. Útgjöld vegna sjúkra-, slysa- og lífeyristrygg- inga eiga að hækka úr 18,4 milljörðum í ár í 22,2 millj- arða á því næsta, sem felur í sér raunhækkun útgjalda um 830 milljónir króna á verðlagi næsta árs. Launakostnaður ríkis- ins á að hækka úr 23,6 milljörðum króna í 28,1 milljarð, sem að raungildi er aukning um nálægt 785 milljónir króna. Til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Byggða- stofnunar og Ríkis- ábyrgðasjóðs hækka framlög að raungildi um sem svarar 250 milljónum króna samtals. Þessir liðir til samans hækka því um nálægt 4 milljarða króna á verðlagi næsta árs eða um nálægt 3,4 milljarða á verðlagi yf- irstandandi árs. Margt smátt gerir eitt stórt Þetta voru stóru liðirnir. Margir smærri |iðir eiga að lækka frá fjárlögum 1989 í krónutölu, sem felur um leið í sér stórfelldan niður- skurð. Nefna má nokkur dæmi þar sem miðað er við að framlög hafi ekki hækk- að frá fjárlögum yfirstand- andi árs. Framlag til Tilrauna- stöðvar Háskólans að Keldum lækkar að raun- gildi um 22,1 milljónir eða 34%, aðallega vegna hækkunar á sértekjum. Framlag til Bygginga- sjóðs rannsókna í þágu atvinnuveganna laekkar að raungildi um 28,5 millj- ónir eða um 40%. Framlag til Fiskvinnsiu- skólans lækkar að raun- gildi um 22,4 milljónir króna eða um 50%. Framlag til Áburðar- verksmiðjunnar fellur niður, sem samsvarar 25,5 milljónum króna. Framlag til Umferðar- ráðs lækkar um sem svar- ar 8 milljónum króna eða um 30%. Á hinn bóginn er rétt að benda á nýjan lið, „Ökukennsla", sem fær 23,8 milijónir á næsta ári. Stofnkostnaður vegna vatnsveitna á að falla nið- ur, sem svarar til um 35 milljón króna niðurskurð- ar, ef framlagið hefði hald- ist að raungildi. Geislavarnir ríkisins eiga að fá 10,1 milljónir króna, sem að raungildi er lækkun um 10,7 milljónir eða 51,5%. Framlag til Samtaka áhugamanna um áfeng- isvandamálið og til „átaks í áfengisvörnum" er skorið niður um sem svarar 14,8 milljónum króna eða um 42,5%.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.