Alþýðublaðið - 13.10.1989, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.10.1989, Qupperneq 4
4 Föstudagur 13. okt. 1989 Fjármálarádherra um einkenni fjárlagafrum varpsins: Fjárlagafrumvarp fyrir 1990 hefur verið lagt fram. Hér á eftir er úrdráttur úr greinargerð fjár- málaráðherra um frumvarpið. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1990 tekur mið af þvi að nýr grundvöllur sé að skapast í íslensku efnahagslífi. Sá grundvöllur byggir á því að milli- færslum, skuldbreytingum og raun- gengisaðlögun sé lokið, en að við taki tímabil þar sem atvinnuvegirn- ir og aðilar vinnumarkaðarins bera ábyrgð innan þess almenna efna- hagslega ramma sem markaður er, meðal annars með fjárlögum á hverjum tíma. Hinn nýi grundvöllur byggir á stöðugleika í gengismálum, jafnvægi í peningamálum og minnkandi verðbólgu og viðskipta- halla. Aðhald_________________________ Með þessu fjárlagafrumvarpi er Vísitala Próun tekna og gjalda ríkissjóðs á verölagi ársins 1989 Ólafur Ragnar Grímsson sagði, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið, að það bæri merki hallarekst- urs og erlendrar lántöku síðustu ára, einkum áranna 1983—1987. Þá gerðist það að erlend lán voru tekin og ríkissjóður rekinn meö talsverðum halla þrátt fyrir góðæri. Sem væri „ga-ga" efnahags- stjórn. Línuritið sýnir vel hvenær hallavandamálið byrjaði. því þriðja samdráttarárið í röð, en samfelldur samdráttur hefur ekki staðið svo lengi síðan á árunum í kringum 1950. Samdráttarskeið- ið nú er það þriöja mesta frá stríðslokum á mælikvarða þjóð- artekna, sem dragast saman um 7,2% 1988—1990, samanborið við 14,3% samdrátt 1945—52 og 11,3% samdrátt 1967—68. Um- skiptin í þjóðarbúskapnum sjást glöggt ef tekjuauki þjóðarbúsins á árunum 1986—87 er borinn saman við tekjurýrnunina 1988 —90. Aukning þjóðartekna á fyrra tímabilinu samsvarar 52 milljörðum króna á verðlagi þessa árs, en tekjurýrnun á seinna tímabilinu samsvarar nærri 22 milljörðum króna á sama verðlagi. Óbreytt hlutfall skatta • Við þessa erfiðleika bætist að AÐHALD JÖFNUN — KERFISBREYTING leitast við að snúa af braut síauk- inna ríkisútgjalda, stöðugs halla- rekstrar og erlendrar skuldasöfnun- ar, sem þjóðarbúið hefur verið á síð- ustu fimm ár. • Ríkisútgjöid lækka að raungildi 1989 um 4%, eða um 4.000 m.kr., í fyrsta skipti á þessum áratug. • Tekjur ríkisins lækka að raun- gildi frá 1989 um 1.500 m.kr. Skattar haldast því óbreyttir sem hlutfall af landsframleiðslu. • Gert er ráð fyrir að tæplega 3 milljarða króna halla megi fjár- magna með lánurn innanlands, þannig að erlend skuldabyrði eykst ekki, og án þess að valda hækkun vaxta. • Lækkun ríkisútgjalda á sér fyrst og fremst stað í minni fjármunum til fjárfestingar og framlaga. Lögð er áhersla á aðhald að rekstri án þess að skert sé mikilvæg og nauðsynleg þjónustustarfsemi. Jöfnunaraðgerðir ........... ' —.................. I frumvarpinu er lögð áhersla á að nýta þau færi sem gefast til að auka jafnrétti og eyða óeðlilegum að- stöðumun í samfélaginu. Jöfnunar- aðgerðum er beitt á mörgum svið- um, og sér þeirra stað bæði í tekju- hlið frumvarpsins og gjaldahlið þess. • Við upptöku virðisaukaskatts um áramót verða skattar lækkaðir verulega á mikilvægustu inn- lendu matvælum, og er sú lækk- un sérstaklega til hagsbóta fyrir lágtekjufólk og barnmörg heim- ili. • í húsnæðismálum er lögð áhersla á að félagslegar íbúðabygging- ar hafi forgang. Þessari stefnu er ætlað að leysa úr brýnum vanda ýmissa þeirra sem eiga undir högg að sækja í samfélag- inu. Um leið er hér um virka byggðastefnu að ræða. • Framlag til Bygðastofnunar er aukið um 60% að krónutölu í því skyni að styrkja undirstöður stofnunarinnar og gera henni betur kleift að sinna því hlutverki sínu að jafna aðstöðumun milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis og hleypa nýju lífi í at- vinnu- og efnahagslíf i héruðun- um. • Þrátt fyrir framlög rikisins til flestra fjárfestingarsjóða hafi ver- ið skorin verulega niður halda Framkvæmdasjóður fatlaðra - og Framkvæmdasjóður aldr- aðra sínum hlut í krónutölu. • Með samræmdum tekjuskatti á allar fjármagnstekjur er stefnt að því að eyða óréttlæti sem við- gengist hefur í skattamálum milli atvinnutekna og tekna af fjár- magnseign. Um leið er afnumið misræmi milli sköttunar á ýmis form fjármagnseignar, til dæmis milli arðs af hlutabréfum í at- vinnufyrirtækjum og vaxtatekna af skuldabréfum. • Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja næstu mánuði endurskoð- un laga um tekjuskatt til að efla jöfnunarhlutverk tekjuskattsins. Markmið endurskoðunarinnar verður aö létta skattbyrði á lág- tekjufólki, og verða meðal annars skoðaðir valkostir sem fela í sér tekjutengingu barnabóta, tekju- tengdar húsaleigubætur og sér- stakt skattþrep á mjög háar tekj- ur. • Jöfnunarsjóður sveitarfélag tek- ur við nýju hlutverki á næsta ári og starfar þá í þágu smárra og meðalstórra sveitarfélaga í öllum landshlutum. Kerf isbreyti ngar Frumvarpið einkennist einnig af umfangsmiklum kerfisbreytingum. Þessar umbætur snúa að skatt- heimtunni, útgjöldum og fjárlaga- vinnunni sjálfri. Helstar þeirra eru: • Virðisaukaskattur leysir gamla söluskattinn af hólmi um áramót. Skatturinn bætir samkeppnis- stöðu íslenskra útflutningsgreina og jafnar aðstöðu fyrirtækjanna innanlands. Hann treystir inn- heimtu og bætir skil. Hin nýja skipan hefur það m.a. í för með sér að niður fellur endurgreiðslu- kerfi kringum uppsafnaðan sölu- skatt. • Nýjar reglur um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga setja nú mark sitt á fjárlög í fyrsta skipti. Ýmis verkefni færast að Úrdráttur úr greinar- gerd meö fjárlaga- frumvarpinu fyrir 1990. öllu leyti til ríkisins, til dæmis rekstur heilbrigðisstofnana og sjúkratrygginga, en önnur verða algerlega á vegum sveitarfélaga, svo sem bygging grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkja. Breyttum verkaskiptum er ætlað að einfalda og auðvelda fjárhags- leg samskipti ríkis og sveitarfé- laga, og þess er vænst að með þeim fari saman frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð í þjónustu og rekstri. Þá tekur fjármálakafli framhalds- skólalaganna gildi um áramót, og tekur ríkið þá að fullu við rekstri þeirra. • Nýjar og bættar aðferðir við - gerð og framkvæmd fjárlaga. Nauðsynlegt er að treysta vinnu- brögð við undirbúning og um- fjöllun fjárlaga, meðal annars til að draga úr hvata til sjálfvirkrar þenslu ríkisútgjalda. Meðal þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið í þessum efnum í tengslum við fjárlagafrumvarpið er að leggja fram þriggja ára fjárlagaáætlun sem sérstakt þingskjal, að leggja fram fjáraukalög á næstu vikum þingsins og draga verulega úr þörfum á aukafjárveitingum á næsta ári með rýmri fjárhag ráðuneytanna til óvæntra út- gjalda. í undirbúningi er að út- gjaldarammar verði meginaðferð við fjárlagagerðina, og var vísi að slíkri aðferð beitt við fjárlaga- gerðina nú. Stefnt er að því að fimmtungur ríkiskerfisins verði veginn og metinn árlega með svokölluðum núllgrunnsáætlun- um. Allt ríkiskerfið verður þann- ig athugað frá grunni tvisvar á hverjum áratug. Árangur af efnahagsaðgerðum Það einkennir aðstæðurnar nú að efnahagsaðgerðunum sem hófust síðastliðið haust er að ljúka með umtalsverðum árangri. • Raungengi krónunnar hefur lækkað að því marki að framund- an er tímabil stöðugleika í gengis- málum að óbreyttum aðstæðum. • Um áramót líkur greiðslum verð- uppbótar á freðfisk á vegum Verðjöfnunarsjóðs. • Skuldbreytingum á vegum At- vinnutryggingasjóðs mun Ijúka á næstu vikum. • Tekist hefur að ná þenslunni verulega niður. • Viðskiptahalli hefur minnkað. • Betra jafnvægi er á peninga- og lánsfjármörkuðum en oft áður og vextir hafa lækkað. Markmið fjárlaga mótast af þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðar- búskapnum. í megindráttum eru þær eftirfarandi: • Sá samdráttur sem átt hefur sér stað á fyrst og fremst rætur að rekja til tekjubrests, þ.e. minni afla og verri viðskiptakjara, svo og ýmissa skipulagsbresta í hag- kerfinu. Mikil umframeftirspurn ríkti í hagkerfinu þegar tekju- bresturinn átti sér stað, sem birt- ist skýrast í viðskiptahallanum við útlönd. Við þessar aðstæður er enginn annar kostur en að að- laga þjóðarútgjöld að minni þjóð- artekjum. Skynsamlegt getur þó verið að aðlaga ekki þjóðarút- gjöldin að fullu að minni tekjum, ef talið er með nokkurri vissu að tekjubresturinn sé ekki varanleg- ur. Mikið hefur dregið úr þeirri þenslu sem ríkti á árinu 1987 og fyrri hluta árs 1988. Því er nú ekki talið eins brýnt og áður að ríkis- sjóður sé rekinn hallalaus. Eftir sem áður verður hallinn minni en í ár, þannig að ríkisbúskapurinn stuðlar ekki að þenslu á næsta ári. • Ljóst er orðið eftir hina nýlegu skýrslu Hafrannsóknastofnunar að ástand fiskistofna krefst sam- dráttar í afla. Árið 1990 verður samfelldur hallarekstur hefur verið á ríkissjóði frá árinu 1985. Sú þróun á annars vegar rætur að rekja til útgjaldaþenslu ríkisins og hins vegar til skattalækkana, fyrst á árunum 1983 og 1984 og síðar í upphafi góðærisins 1986. Til dæmis um útgjaldaþensluna má nefna að útgjöld ríkissjóðs jukust um rúmlega 5'/2% á ári frá 1984 til 1988. Á sama tíma jókst landsframleiðsla um 4'/2% á ári. Tekjur ríkissjóðs minnkuðu að raungildi um nærri 12% 1983 og stóðu síðan nánast í stað 1984. Skatttekjur ríkisins jukust að vísu umtalsvert að raungildi bæði árin 1986 og 1987, eða 9,6% og 12% hvort árið. Góðærið 1986 og 1987 nýttist þó ekki til að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi, eins og þurft hefði til að vinna gegn þenslunni og auka svigrúm til að mæta framtíðaráföllum. • Við aðstæður sem nú eru uppi í þjóðarbúskapnum er ekki talið að ríkissjóður geti aukið hlutdeild sína í landsframleiðslunni. Því er við það miðað að skatttekjur verði óbreytt hlutfall af lands- framleiðslu. Áhrif samdráttarins á tekjur og gjöld ríkissjóðs valda þannig halla á ríkissjóði, en hann er þó að sinni talinn geta sam- rýmst þeim markmiðum sem rík- isstjórnin hefur sett sér í efna- hagsmálum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sett sér það markmið að eyða halla ríkissjóðs á næstu 2 —3 árum. Meginmarkmið fjárlaga fyrir 1990 eru því: • Að ríkisbúskapurinn stuðli að því að viðskiptahalli aukist ekki og að verðbólga minnki þrátt fyrir samdrátt útflutn- ingstekna. • Að skattar verði óbreyttir sem hlutfall af landsframleiðslu. Það felur í sér um 1,5% lækkun tekna ríkissjóðs að raungildi eða um 1 '/2 milljarð króna. • Að halli ríkissjóðs verði innan þeirra marka að hægt sé að fjár- magna hann án þess að auka er- lendar skuldir eða hækka vexti á innlendum lánsfjármarkaði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.