Alþýðublaðið - 13.10.1989, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 13.10.1989, Qupperneq 7
Föstudagur 13. okt. 1989 7 UTLÖND „Þessi ríkisstjórn er skelfilegt slys", segir talsmaöur um- hverfisverndar-samtakanna „Nature Conservation Counc- il" í New South VWales, Haydn Washington aö nafni. Hann segir aö tíu árin fram að 1988 hafi verið hinn gullni tlmi um- hverfisverndar, en þá var vinstristjórn í sambandslýöveld- inu. „Þá fengum við nýja þjóðgarða og lögfest loforð um stuðning við umhverfisvernd á ýmsum öðrum sviðum", segir Washington. Sé aftur á móti litið á stjórn verkamannaflokksins með augum efnahagslífs í landinu, segja sumir að nánast hafi ríkt steinöld á þeim tíma. „Landssvæði norður af Sidney, þar sem 25 prósent kolavinnslu landsins er að finna, var gert að þjóðgarði. Annað landssvæði sem hafði verið ákaflega heppilegt að reisa orkuver á var einnig gert að þjóðgarði og því ekki hægt að nýta það“, segir Stephen D. Kensey framkvæmdastjóri Land Conserv- ation Council, sem eru einskonar landverndarsamtök í þágu efna- hagslífsins. Kensey leggur á það áherslu, að þróun og umhverf isvernd verði að haldast í hendur. „Kolanámur neðanjarðar og þjóðgarður ofan á“, segir hann og vitnar í þá áherslu sem lögð er á þróun sem borgi sig í hinni svo- kölluðu Bruntland-skýrslu. I hópi gróður- og umhverfis- verndarmanna, er fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum og pólitík er þar ekki með í spílinu. Á þeim tvö hundruð árum, sem liðin eru síðan Evrópubúar settust að í Ástralíu hafa þeir hagað sér svívirðilega gagnvart landinu. TVé hafa verið höggvin í gróðaskyni, skepnum verið beitt svo til hvar sem er. Námur grafnar inn í landslagið og gróðurmold gjörnýtt án tillits til morgundagsins. Menn töldu öllu óhætt, landið var jú svo stórt. Nú er svo komið, að helmingur efsta jarðlagsins er hreinlega urið upp og á hverjum degi blæs vind- urinn meiru af Ástralíu út yfir Kyrrahafið. í vesturhluta landsins, er saltmagnið í jarðveginum kom- ið á hættustig. Það stafar af því að markvisst var unnið að því að út- rýma eukalyptusskógunum til að gefa rými fyrir hveitiakra og stór- gripabú. (Arbeiderbladet, stytt.) Námufélög, timb- uridnabarfyrirtœki og nautgripa- bœndur, eru nú aö hefja eins kon- ar krossferö gegn umhverfisuerndar- sinnum. Frumbyggjar i Ástralíu hafa mátt þola miklar hörmungar vegna kærulausrar umgengni innflytjendanna við náttúru iandsins. Um- hverfisverndarmenn eru þó aö vinna á. INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Umhverfisstríd í Ástraliu SJÓNVARP Sjónvarp kl. 20.35 ÞÁTTTAKA í SKÖPUNARVERKINU Þriðji hluti íslenskrar þáttaraðar í umsjá Kristínar Á. Ólafsdóttur, þessi þáttur hefur undirtitilinn Að skapa og tjá. í þættinum er víða komið við og hugað að ýmsum birtingarform- um sköpunargleðinnar. Meðal ann- ars verður farið í heimsókn til krakka í Æfingadeild Kennarahá- skólans. Einnig verður spjaliað við frístundamálara. Sjónvarp kl. 22.05 MEISTARAMÓT (That Champion Season) Bandarísk bíómynd, gerd 1982, leik- stjóri Jason Miller, adalhlutverk BruceDern, Martin Sheen, StacyKe- ach, Robert Mitchum. Myndin er byggð á leikriti Jason Millers, sem fékk Pulitzerverðlaun- in á sínum tíma en það tók tíu ár að koma því á hvíta tjaldið. Fjallar um kalla sem koma saman á hverju ári til að rifja upp sigur þeirra í körfu- boltakeppni á skólaárum. Þjálfari þeirra mætir sömuleiðis alltaf. Þeg- ar hér er komið sögu eru þeir að koma saman í 24. sinn en væntan- lega eru komnir einhverjir brestir í samböndin og lífið hjá þeim flest- um. Myndin þykir engan veginn ná anda leikritsins og er það miður að mati kvikmyndahandbókarinnar. Myndin nær aldrei flugi og persón- urnar verða fremur eins og snögg- dregnar skopmyndir en alvöru per- sónur. Stöð 2 kl. 22.25 í HAMINGJULEIT (The Lonely Guy) Bandarísk bíómynd, gerd 1984, leik- stjóri Arthur Hiller, adalhlutverk Steve Martin, Charles Grodin, Jud- ith Ivey, Steve Lawrence, Robyn Douglass. Steve Martin leikur Larry, rithöfund sem hefur fengið reisupassann frá vinkonu sinni og er ákaflega ein- mana og niðurdeginn fyrir vikið. Hann hittir mann sem kynnir hann fyrir félagi einstæðinga og kennir honum listina að lifa einn. Myndin er þokkaleg, yfir meðallagi og Mart- in á nokkra góða spretti en þó stelur Charles Grodin eiginlega senunni frá honum. Einhverra hluta vegna gengur þetta samt alls ekki upp þrátt fyrir góða tilburði oft á tíðum. Efnið er og teygt og myndin of mis- jöfn að gæðum. Stöð 2 kl. 23.55 DAGUR SJAKALANS (The Day of the Jackal) Bresk/Frönsk bíómynd, gerö 1973, leikstjóri Fred Zinneman, adalhlut- verk Edward Fox, Michael Lons- dale, Alan Badel, Eric Porter, Cyril Cusack, Derek Jacobi o.fl. Myndin er byggð á samnefndri met- sölubók spennusagnahöfundarins Frederick Forsyth og þykir einkar sannferðug útfærsla á henni. Fjallar um morðtilræði sem sýna á Charles de Gaulle forseta Frakklands, eða öllu heldur hinn vandasama og við- kvæma undirbúning þessa tilræðis. Þetta er einkar vel uppbyggð spennumynd og stígandinn jafn og þéttur allan tímann. Myndin er tek- in víðsvegar um Evrópu og kvik- myndatakan hefur hlotið mikið lof sem og leikarar myndarinnar fyrir frammistöðu sína. Kvikmyndahand- bækur gefa undantekninglítið þrjár og hálfa stjörnu — án þess að hika. Semsagt mjög góð mynd. Stöð 2 kl. 02.15 í VIÐJUM ÞAGNAR (Trapped in Silence) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerd 1985, leikstjóri Michael Thucner, adalhlutverk Marsha Mason, Kiefer Sutherland. Fjallar um dreng sem á við tilfinn- ingaleg vandamál að stríða og fæst ekki orð upp úr honum. Hann er fullur af ótta en sálfræðingur nokk- ur reynir að komast inn fyrir skelina og grafast fyrir um ástæður vand- ans. í meðallagi. 0 ^jjjísröÐi 17.50 Gosi 1530 Böm á barmi glötunar 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurínn Davíð 1800 18.25 Antilópan snýr aftur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (15) 18.15 Sumo-glíma 18.40 Heiti potturinn 1900 19.20 Austurbæingar 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og voö- ur 20.35 Þátttaka i sköpunarverkinu —- Þriöji hluti 21.15 Peter Strohm 22.05 Meistaramót Bandarísk bíómynd frá 1982. 19.19 19.19 20.30 GeimáHurinn 21.00 Fallhlifaratökk 21.30 Sitt litiö af hverju 22.25 f hamingjuleit 2300 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok ! 23.55 Dagur Sjakal- ans Bresk/frönsk biómynd 02.15 f viðjum þagnar , (Tcapped in Silence) Aöalhlutverk: Marsha Mason og Kiefer Sutherland. 03.45 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.