Tíminn - 19.03.1968, Blaðsíða 8
8
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 19. marz 1968.
MINNING
LÁRUS PÁLSSON
leikari
Vi<5 andlát Uárusar Pálssonar,
leiteaxa og leikstjóra, er stórt
skarð höggvið í ís'lenzka leikara-
stétt — skarð, sem vandfyllt verð-
ur á kiomandi árum.
íslenzk leMist er ung list-
grein. Á rúmium mannsaldri hef-
ur faiú® þróazt frá iþví að vera
tómstumdaiðja nofckurra áhuga-
manna í ört vaxandi starfsgrein.
En örust hefur þróunin verið á
s.l. 25 árum. Þegar saga þessa
tímaihiils verður skrtáð, rouin nafn
Lárusar Pálssonar toera þar einna
lnæst.
Segja má, að brotið haifi verið
blað í ísienakri leiklistarsögu, þeg
ar Lárus Pálsson kom til lands-
ins fyrir nær 28 árum, eftir lang-
an og glæsilegan námisiferil f Kaiuip
mannahöfn, þar sem hann httfði
og getið sér frægðar orð sem á-
gætur leikari á eriend'um vett-
vangi.
í Niorðurálfu og víðar geisaði
um þær rnundir einn gédigvænieg-
asti hildarieikur, sem yfir þessa
álfu hefur gengið og dökk blika
var á loif'ti. En í ísilenzkum leik-
iistarmálum vöknuðu vonir, þvl
vor var í taftd. Nýr, glæsilegur
liðsmaður hafði bætzt í hópinn,
sem átti eftir að sýna á eftir-
minnilegan hátt, favers faann var
megnugur.
Lárus byrjaði strax að starfa
hjá Leitofélagi Reykjavíkur, bæði
sem leikari og leikstjóri. Hann
var gæddur þori og djörfung
æskumainnsins og honum fyl-gdi
fers'kur andiblær, sem falés nýju
lífi í ala leikstarfisemi, faæði á
leiksviðuim þessa 1-ands o,g í leik-
listarflutnin'gd hjá Ríikisútvarpinu.
Láriuis starfar .hjá Leikfólagi
Reykjavíkur næstu tíu árin og
var fyrsti leikarinn, sem var fast
ráðinn þar. 'Störf hans hjá L.R.
verða seint fullmetin.
Þegar Þjóðleikihúsið tók til
starfa árið 1S50, var Lár-us fast-
ráðinn þar og starfaði hanm þar
til hinztu stundar. Aðeins fyrir
nokkrum dögum lék hann þar
sitt síðasta falutvenk, en það var
Jeppi á Pjali. — Þess gerist vart
þörif að nefna öll þau mörgu og
f,íöibreytdlegu falutverk, sem Lárus
túlkaði á sérstæðan og stórbrot-
inn hátt, bæði hjá Þjóðleikbúsinu
og Leikfélagi Reykjavífcur. Öllum
íslendingum, sem komnir eru til
vits og ára, er það í fersku mdnni.
Ekki væri síður ástæða til að mian
ast á þau imörgu leikrit, sem hann
stjórnaði, og enginn hefur svið-
sett jafn mörg leikrit á leiksyiði
Þjóðleikhússins og hann, eða alls
25.
Enn er ótalinn einn merkur
þáttur í ævistarfi Lárusar, en
það er afskipti hans af leiklist-
anmenintun. Hann stofnaði strax,
er hann kom frá námd, leildistar-
skóla og rak hann um margra ára
skeið. Hann var afbragðs kennari
Oig mjög vel látinn af nemendum
sínum. Enda varð áranguriinn af
náminu í samræmd við það. Segja
má, að margir af þeim leikurum,
seim staðið hafa í eldlínunni á
leákisviðum Reýkjavíkur á undan-
.förnum árum, séu nemendur Lár-
usax.
Leikiiistin er list stuindarinnar.
— Stundar, sem er örstutt and-
artak í hinni endalausu rás tím-
ans, og Mður fyrr en varir. Á
leiksiviðinu er það leikarinn, sem
gæðir leikpersónurnar Idifi. Sýnir
okkur margar mismunandi mann
gerðir í gleði og sorg. Þar stend-
ur leikariinn einn og berskjaldað-
ur fyrir framan áhorfendur. Eng-
in uindanlbrögð eða núitíma vél-
tækni koima þar tii greina. Því
að siönn list er harður húsbóndi
—- sem kref-st þess, að listamað-
urinn gefi allt — fórni öllu. Það
er aðeins á valdi mMlla lista-
manna, að ná sterkum og djúp-
stæðum áhrifum á áhorfendur.
Einn þessara fáu manna v.ar Lárus
PálLsson. Nú er svdðið autt — að-
eins eftir minningin um stór-
brotinn listamann í hulgum þeírfa,
ei inutu listar han-s.
Lárus átti við þuin-gbær veik-
indi að stríða hin síðari ár og
dvaldi oft langdvölum á sjúkra-
húsum. Hann æðraðist. samt aldrai
og varð oft að leika sárþjáður.
Margsinnis kom hann í leik'húsið
af sj'úikrahúsinu og fór þangað aft-
ur að sýningu lokinni. Á leiksvið-
inu lifði hann sínar hamingju-
stundir. Sársaukinn bvarf — hatin
lifði í öðrum heimi. — Hei-mi,
sem var ofar perisónulegum raun-
um leikaranis og bjáningum. Þar
varð Lárus stór. Það lýsti ai
hinni stórbrotnu leifcgáfu hans
eins og af eðlum miáíjmi. Slíkum
stunduim gleymir enginn, er iil
þekkir.
Nú er rödd Lárusar hljóðnruð,
ein feg.ursta og kliðmýksta rödd,
sem hljómað hefur á íslenzku
leiksviði. Rödd, sem fól í sív
evrópska leikhúghefð og leikmen,n
ingu margra alda, en var að öðr-
um þræði ramimiíislenzík.
Féílagar Lárusar Pálssonar
senda aðstamdendum hans inni-
legiar samúðaríkiveðjur. íslenMr
leikarar þakka Lárusi liðin sam-
starfsár o-g meta að verðleikum
þann mikla skerf, sem hann hef-
ur lagt íslenzkri ledklliist.
Klemenz Jónsson.
Guðmundur Jóhannesson
F. 9. sept. 1900 — D. 13. febr. 1968
Að heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga — Vissulega, og þó
eigum við stundum erfitt að átta
okkur á gangi hennar, þegar fyrir-
varalaust er stöðvuð lífssaga okk-
ar samtíðarmanna. En ,,sláttumað-
urinn slyngi“ er stundum harður
í höggi og slær allt hvað fyrir er,
án þess að gera boð á undan sér.
Að þessu sinni var það húsbónd-
inn á Arnarhóli, Guðmundur Jó-
hannesson, sem varð fyrir höggi
hans. Að kvöldi þess 12. febrúar
sl. lagðist Guðmundur til hvíldar,
eftir starfssaman dag, heilbrigður
að því er virtist — áður en nóttin
var öll, var hann liðið lílk.
Guðmundur var fæddur 9. sept-
ember árið 1900 að Skaftholti í
Gnúpverjabreppi. Foreldrar hans
voru Jóhannes Eggertsson, vefari
frá Ásum, og eiginkona hans, Mar
grét Jónsdóttir. Þau hjónin bjuggu
aldrei, en voru í húsmennsku, eins
og það var kallað og furðu algengt
Arnarhólí
var í‘þann tíð. Fullyrða má, að
þau hafi ekki lifað við allsnægtir,
fremur en margir samtíðarmenn
þeirra á þeim tíma. Börnin voru
9 og var Guðmundi komið í fóstur
14 daga gömlu-m, til Jóns bónda
í Útverkum á Skeiðum og Bjarn-
þóru konu hans. Jón bóndi i Út-
verkum dó þegar Guðmundur var
tveggja ára. Þá tók við búi í Út-
verkum Bjarni sonur Jóns. Hjá
honuim var Guðmundur til 25 ára
aldurs.
Á þessum árum starfaði Guð-
mundur mikið í Umf. S-keiða-
man-na. Iðkaði íþróttir og var fjöl-
hæfur frjálsiþróttamaður. Keppti
oft í frjálsum íþróttum á héraðs-
mótum Skarphéðins að Þjórsár-
túni og bar þar oft sigur úr bít-
um. Methafi var hann t. d. í þrí-
stöikki árið 1924. Guðmundur var
og afibragðsgóður á skautum og
sigursæll á skautamótum Umf.
Skeiðamanna. Hann var heiðurs-
félagi Umf. Skeiðamanna um
margra ára skeið.
Góð fjárjörð
Jörðin Kjörseyri I í Hrútafirði, er til sölu og laus
til ábúðar í næstu fardögum. Áhöfn og vélar
geta fylgt með 1 kaupum ef óskað er. Jörðinni
fylgja veiðiréttindi í Laxá í Hrútafirði. Allar
nánari upplýsingar gefa Brandur Búason, Tómasar
haga 53, sími 15346 og Grétar Jónsson, Lyng-
brefeku 17, Kópavogi, sími 41810 og 24425.
Árið 1925 verða þáttaskil í ævi
Guðmundar. Það ár giftist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Árnadóttur Halldórssonar
frá Syðri-Rauðalæk — mikilhæfri
i sæmdarkonu, sem var manni sín-
i um traustur förunautur í lífinu.
j Móðir Ingibjargar var Margrét
Guðmundsdóttir prests frá Stóru-
Völlum í Landssveit.
Vorið 1925 hófu þau Guðmund-
ur og Ingibjörg búskap á Efra-
Velli í Gaulverj-abæjarhreppi.
j JÖrðin var ekki stór og efnin ekki
mikil til að, þyrja með. En ungu
hjónin voru samtaka með að
bjarga sér.
Iðjuisemi og hagsýni voru þeirra
aðalsmerki og „blessun fylgdi
barni hverju". Þann 13. marz árið
1926 fæddist þeim Efri-Vallarhjón-
um tvíburar. — Tveir synir —
Jóhannes, sem nú er bóndi á Arn-
arhóli, og Árni skrifstofumaður,
búsettur á Selfossi. Árið 1932 flutt
ust þau Guðmundur og Ingibjörg
frá Efra-Velli að Útverkum. Þá
hafði þeim fæðzt þriðji sonurinn,
Bjarni, nú rafvirkjameistari í
Reykjavík.
Frá Útverkum fluttust þau að
Brú í Stoik’kseyrarhreppi árið 1934
og 10 árum síðar fluttust þau í
Gaulverjabœjarhreppinn á ný,
keyptu jörðina Arnarhói og
bjuggu þar ávallt síðar. Fyrst ein
með góðri aðstoð sona sinna. Síð-
ustu árin félagsbúi með Jófaann-
esi syni sínum og eiginkonu hans,
Borghildi Þorgrímsdóttur frá Efri-
Gegnishólum. Síðan þetta fólk
fluttist að Arnarhóli hefur jörðin
breytzt úr fremur smáu og létt upp
byggðu smábýli í eitt af búsældar-
legustu stórbýlum hér um slóðir.
Guðmundur Jófaannesson var
fæddur á morgni 20. aldarinnar.
Hann óx úr grasi, þegar þjóðin
var að sigrast á fátæktinni og
eygja bjartari framtíð. — Snemma
vandist hann því að vinna og for-
sjálni er undirstaða velmegunar.
Sveitamaður var hann fyrst og
fremst og helgaði sveitinni krafta
sína. Átti fallegt og afurðasælt
búfé og fann lífsfyllingu í rækt-
unarstarfi sveitabóndans. Traustur
þegn sveitarfélagsins, góður ná-
granni, greiðvikinn og ráðhollur.
— Lífsglaður var hann með af-
brigðum, stráði léttlerka og glað-
værð í kringum sig, heima og
heiman og söng við vinnu sína
þegár sumarsólin skein í heiði og
vinnuvélarnar spönnuðu yfir ný-
ræktarslétturnar, sem stækkuðu
ár frá ári. — Ef til vill hefux
hugurinn þá hvarflað til einyrkja-
áranna á Efra-Velli, þegar hest-
urinn var eina dráttaraflið og
hleypiklakkarnir eitt mesta „pat
entið“ við heyskapinn.
Hestamaður var Guðmundur á-
gætur og kunni vel með hesfa að
fara. Er það mér vel í minni, hve
annt hann lét sér um dráttar-
hesta sína fyrr á árum og gætti
þess jafnan að umibúnaður allur
væri í góðu lagi og hestunum ekki
ofboðið. Reiðhesta átti hann jafn-
an góða, sat þá vel og fór oft á
hestbak að afloknu dagsverki og
fann unað og hvíld frá dagsins
önn — „við fjörgammsins stoltu
og sterku tök“. —
Guðmundur á Arnarhóli var far-
sæll heimilisfaðir, enda var starfs
vettvangur hans fyrst og fremst
innan véhanda heimilisins. Eigi að
síður var hann ávallt viðbúinn, ef
til hans var leitað, utan heimilis.
Skipti þá e,kki máli, hvort kallað
var á hann að hjúkra sjúku hús-
dýri nágrannanna, leggja hönd á
plóginn við húsfayggingu og þess
háttar aðrar framkvæmdir eða
sinna skyldustörfum í þágu sveit-
arfélagsins. í allmörg ár var hann
virðingar- og úttektarmaður hér í
Gaulverjabæjarhreppi. Þar áttum
við mjög náið samstarf síðustu
árin. Minnist ég þeirrar samvinnu
með virðingu og þökk: Heiðar-
leiki hans, góðyilji og skyldu-
rækni gerir minningu hans bjarta
og eftirminnilega í mínum huga.
Útför Guðmundar Jóhannesson-,
ar var gerð frá Gaulverjabæjar-
kirkju sl. laugardag að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Og nú, þegar ævi hans er öll,
ástvinir hans og samferðamenn
hafa kvatt hann hinzta sinni, lifir
mipningjn um góðan dreng, ást-
ríkán eiginmpnn og umhyggju-
saman heímiúsföður.
Stefán Jasonarson.