Alþýðublaðið - 14.11.1989, Page 2
2
Þriðjudagur 14. nóv. 1989
MnMI11)D)
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Flákon Flákonarson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 6Ö1866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið.
ELDHUGAR OG HÆLBITAR
Ríkissjónvarpið sýndi nýverið fróðlega heimildarmynd í tveim-
ur hlutum um Jónas Jónsson frá Hriflu. Eins og öllum áhuga-
mönnum um stjórnmál og þjóðmálasögu er kunnungt, þá
spunnust miklar og harðvítugar deilur um þennan mikla stjórn-
málaskörung og hugsjónamann er líða tók á ævi hans. Deilurnar
og átökin urðu ekki minnst innan Framsóknarflokksins sjálfs og
að lokum var Jónas, mesti leiðtogi og hugsuður flokkins á þess-
ari öld, hrakinn í pólitíska útlegð. Heimildarmynd Sjónvarpsins
kastar lítilsháttar Ijósi á þær ógeðugu aðferðir sem notaðir voru
í þessu pólitíska stríði þar sem öllum brögðum var beitt og ekki
síst rógburður og ærumeiðingar hafðar frammi.
Annar mikill hugsjónamaður á þessari öld, Einar Benediktsson
skáld og umsvifamaður, lenti líkt og Jónas frá Hriflu, um tíma í
hinni miklu rógsmaskínu landa sinna. Jónas og Einar voru um
margt svipaðir; miklir hugsjónamenn og eldhugar, menn sem
unnu ættjörð sinni og vildu hag hennar og þjóðarinnar sem
mestan. Hinn stórhuga vilji þessara tveggja manna kom ekki síst
fram í miklum hugmyndum og framkvæmdum sem samtíma-
menn þeirra með minni hjörtu áttu stundum erfitt með að
kyngja. Jónas og Einar voru því á undan sínum tíma. En margar
hugmyndir sem þeir mörkuðu og voru oft hæddir fyrir, hafa
reynst réttar og eru nú á borði ráðamanna. Hvern hefði órað fyrir
að hugmyndir Einars Benediktssonar fyrir 70 árum um orkuvirkj-
un séu nú að fá byr undir báða vængi meðal þjóðarinnar? Og
þannig má áfram upp telja.
IVIeðal verstu lasta í lundarfari íslendinga eru smámunasemi,
meinfýsi, vanþekking og þröngsýni. Einar Benediktsson og Jón-
as frá Hriflu voru andstæður þessara lasta. Þeir voru stórhuga og
djarfir heimsborgarar sem höfðu víðan skilning og þekkingu á
þeim verkefnum sem þeirtóku sér fyrir hendur. Þegar pólitísk at-
laga var gerð gegn hugmyndum þeirra og framkvæmdum, gripu
andstæðingar þeirra til sömu vopna; rógburðar um persónu
þeirra sem féll í góðan jarðveg vanþekkingar, meinfýsi og öfund-
ar.
Hað er athyglisvert að enn skulu þessar aðstæður vera fyrir
hendi í íslensku þjóðfélagi. Þótt við séum nú senn að ganga inn
í síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, hika ekki ýmsir stjórnmála-
menn við að ganga aftur á bak í tíma og rúmi og grípa til hinna
siðlausu bragða sem beitt var á Einar og Jónas forðum. í dag
blasa við heillandi verkefni fyrir land og þjóð í nýrri og aukinni
samvinnu við erlend ríki og einkum nýja Evrópu. Við eygjum nú
nauðsynlega heilaruppstokkun á íslenskum atvinnuvegum og
ísland á meiri möguleika en nokkru sinni fyrr að tengjast atvinnu-
og viðskiptamarkaði alheimsins. Að þessum málum vinna nú
margir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar af stórhug og atorku. Á
þessum tímum, þegar saman fara miklir erfiðleikar í íslensku at-
vinnulífi þar sem hið lokaða hagkerfi er að renna sitt skeið á enda
og nýir möguleikar opnast á erlendum mörkuðum sem aldrei
fyrr, er það krafa þjóðarinnar að stjórnmálaflokkar sýni ábyrgð og
festu um þjóðarheill. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálf-
stæðisflokkurinn, hefur brugðist í þessum efnum. Réttara er þó
að segja að forysta flokksins hafi brugöist. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins með formann, varaformann og þingflokkinn í broddi
fylkingar beitir nú öllum kröftum sínum til að beita pólitíska and-
stæðinga sína svo lágkúrulegum brögðum að menn þurfa að
leita aftur til andstæðinga Einars Benediktssonar og Jónasar frá
Hriflu til að finna hliðstæður. Þessi siðlausa herferð sjálfstæðis-
manna er undir formerkjum siðbótar. Og enn er spilað á lægstu
strengi þjóðarsálarinnar; meinfýsi, öfund, vanþekkingu og
þröngsýni. Fjölmiðlar virðast stjórnast af sömu lágkúrunni. Þeir
bregðast hins vegar hraplega upplýsingaskyldu sinni þegar hin
stóru hagsmunamál þjóðarinnar eru annars vegar. Fólkið í land-
inu veit allt um kjóla Guðrúnar Helgadóttur forseta sameinaðs
þings, en ekkert um EFTA eða Evrópubandalagið. í þessu and-
rúmslofti vanþekkingar, þröngsýni og meinfýsi þrífast dagfarar
þessa lands og forysta Sjálfstæðisflokksins, líkt og hælbítar eld-
huganna Einars og Jónasar frá Hriflu forðum. í rás sögunnar er
nöfnum eldhuganna þó ætíð haldið hærra á loft en hælbítanna.
ÖNNUR SJONARMIÐ
BLESSAÐUR veri bókaskatturinn
segir í fyrirsögn í DV í gær yfir grein
ritaðri af Guðbergi Bergssyni rithöf-
undi. Listamenn líkt og bændur
hafa löngum talið það ósvinnu að
vera skattlagðir eins og aðrir þegn-
ar þjóðfélagsins. Nú þegar fyrir dyr-
um stendur að taka upp virðisauka-
skatt blossar en upp umræðan um
hver og af hverju skuli greiða skatt.
Væntanlega verður enginn skattur
greiddur af bókum sem eru einskis
virði en þær sem einhvers virði eru
verði skattlagðar. En lítum á hvað
Guðbergur hefur um bókaskattinn
að segja:
„I staðinn fyrir þá reiði, sem
kveinstafir í blaðagreinum und-
an bókaskattinum eiga að vekja,
hlýtur hann að vekja gleði hvers
frjáls og hugsandi rithöfundar.
Þeir kunna að vera fáir eftir ■
heiminum. Vegna þess að sökum
„þróunar" í list, landsmálum og
heimsmálunum, stunda þeir orð-
ið fremur bókhald en bókmennt-
ir, af ótta við Skattstofuna, í þeim
reyfara réttlætisins sem þjóðfé-
lagið er orðið. Eða þeir stússast
í eilífri markaðskönnun, hvað
varðar efni væntanlegrar skáld-
sögu.
Hvað sem nýfrjálshyggju líður
og kennimönnum hennar, voru
íslenskar bókmenntir farnar að
„stíla upp á markað“ löngu á
undan þeim; með jólabókamark-
aðnum.
Islenskar bækur seljast ekki
nema á útsölum og mörkuðum.
Bómenntirnar lifa aðeins í
nokkrar vikur f yrir jól. Og það
er alltaf verið að „þétta“ mark-
aðstímann fyrir helgihaldið. Nú
vita rithöfundar að þrjár vikur
eru nóg, og starfa eftir kjörorð-
inu: Bókin á að hitta beint á
budduna og bragðlauka lesand-
ans. Skelfing held ég að þessi
kenning mundi gleðja Margrétu
Thatcher.
Gildi bóka í flugstöðvum
Það kemur út mikið af bókum
eftir „markaðshæfa“ rithöf-
unda, salan er í svo góðu lagi, ef
marka má það sem í dagblaða-
greinum stendur gegn bóka-
skattinum, að fyrir tekjur ríkis-
ins af honum væri hægt að reisa
eina Þjóðarbókhlöðu fimmta
hvert ár og Leifsstöð á heldur
fleirum. Á þetta hafa ýmsir rit-
höfundar bent. Eg veit ekkert
um fagurfræði eða bókmennta-
legt gildi þessarar kenningar, en
hún sannar það, að rithöfundar
eru orðnir færir í bókhaldi.
Getur rithöfundur þá annað en
glaðst yfir „áþreifanlegu“ gildi
sínu? Hvar í „vestrænum menn-
ingarlöndum", annars staðar en
hér, hefur gildi bóka verið reikn-
að í byggingu flugstöðva? Munu
hinir skörpu íslensku gagnrýn-
endur fara að ræða héðan í frá
um „byggingarvísitölu innviða
verksin8“?
Mér finnst útreikningurinn
vera afar skáldlegur. Það að
skáld spyrði saman skatt á bók-
um, flug og bókhlöður, merkir
að þau róa á sannkölluð andleg
mið.
EKKI líta allir sömu augum þá þró-
un mála sem hefur og er að eiga sér
stað í Austur-Evrópu. I þjóðviljanum
á laugardaginn birtist viðtal við Ólaf
Þ. Jónsson vitavörð norður á Horn-
bjargi sem er betur þekktur undir
nafninu Óli kommi. í viðtalinu kem-
ur fram að honum þætti ekki slæm
býtti að flytja frá Horn til Aust-
ur-Þýskalands en látum Óla komma
fá orðið:
„Eg vil nú meina það að þetta
fólk sem er að fara frá Austur-
Þýskalandi að það skili sér að
mestu leyti aftur til baka, alla-
vega það sem einhver slægur er
í þegar glýjan er farin úr augun-
um. Austur-Þjóðverjar fara brátt
að átta sig á því að þetta frelsi
sem allir eru að kjafta um er
minna þarna vestur frá en heima
hjá því. Jú, jú menn hafa frelsi til
að vera atvinnulausir í Vestur-
Þýskalandi sem þeir hafa ekki í
Austur-Þýskalandi. En það getur
vel verið að einhverju fólki þyki
það ákjósanlegt. Ég er þó sann-
færður um það að þegar þetta
fólk fer að sjá og fær samanburð
við vestrið miðað við það sem er
fyrir austan og sem því stendur
þar til boða, þá er hætt við að
ansi margir Austur-Þjóðverjar
snúi aftur til baka til síns heima.
Enda hafa þeir gert það undan-
farin ár því landið væri fyrir
löngu orðið íbúalaust ef eitthvað
væri að marka þessar tölur um
þá sem þaðan hafa farið.“
AUK þess hafa það bara verið bölv-
aðir kratar sem hafa stjórnað þarna
fyrir austan.
„Þá er það auðvitað víðsfjarri
eins og klifað er sífellt á í frétt-
um að skipulagið þarna eystra sé
kommúnískt og svo er einnig
alltaf verið að tala um Kommún-
istaflokkinn þarna sem aldrei
hefur verið til þar í landi, heldur
er þarna um að ræða sameining-
arflokk krata og kommúnista
sem meira að segja Jón Baldvin
utanríkisráðherra og formaður
íslenska krataflokksins virðist
ekkert vita af. En þessu ríki hafa
flokksbræður hans stjórnað að
vissu leyti þó það skipti ekki öllu
máli. Svo virðist sem aðalmálið
sé þetta svokallaða ferðafrelsi
sem er jú slæmt þegar það er
ekki fyrir hendi. Gallinn er líka
sá og það sem haldið hefur aftur
af þeim er að þeir hafa ekki haft
gjaldeyri til að láta menn hafa.
Það er jú náttúrlega alveg gagns-
laust að láta menn fá ferðaleyfi
alveg peningalausa. Það segir
sig sjálft."
Einn með kaffinu
— Maðurinn minn er svo feitur,
að þegar við förum til útlanda,
þá fæ ég alltaf hópafslátt!
DAGATAL
Raggi raubi fagnar umbótum
Raggi rauöi var að gramsa i kilj-
unum í bókabúðinni minni. Ég lít
oft inn í bókabúðina mína þegar
ég er á röltinu í miðbænum. Og
það bregst aldrei; alltaf hitti ég ein-
hverja kunningja.
Vel á minnst, Raggi rauði er kall-
aður svo vegna þess að hann hefur
verið svo afskaplega langt til
vinstri alla tíð. Hann fordæmdi
uppreisn Ungverja á sinni tíð,
skrifaði greinar til stuðnings inn-
rás Rúusa i Tékkóslóvakíu og er
mikill fylgismaður rauðu kner-
anna í Kambódíu.
Raggi rauði var að skoða ævi-
sögu einhverrar Hollywood-
stjörnu þegar ég klappaði á öxlina
á honum.
— Nei, blessaður! þrumaði
Raggi dálítið í fáti, þegar hann
sneri sér við. Og sagði svo afsak-
andi: Maður verður að kynna sér
lifskjör þessa kapítalista í Amer-
íku.
Hann lagði hratt frá sér bókina
og dró Information samanvöðlað
upp úr úlpunni.
— Jæja, Raggi minn, sagði ég,
Þá er Berlínarmúrinn fallinn.
Hvað segirðu um þetta allt saman?
— Það var löngu kominn tími til,
sagði Raggi. Ég man þegar maður
var á ferðalögum þarna eystra og
var stundum tekinn í eftirlitsstöð-
unum af því að maður ætlaði að
ganga austur yfir með þýskt dag-
blað í vasanum! Nei, þetta er mjög
góð þróun. Ég fagna mjög breyttu
andrúmslofti eystra.
— En þú skrifaðir nú grein á sín-
um tíma í málgagnið ykkar sem
hét „Nauðsyn Berlínarmúrsins,"
sagði ég og glotti.
— Jáááá, sú grein, sagði Raggi
og dró seiminn. Það voru allt öðru-
vísi aðstæður þá. Kalda stríðið í al-
gleymingi og íhaldsöflin mjög
fjandsamleg friði. Það var nauö-
synlegt að skrifa þannig í þá daga.
Ragga leið greinilega ekki alltof
vel í þessum umræðum. Hann fór
að tala um glæpaölduna í Amer-
íku.
En ég sleppti honum ekki svp
auðveldlega.
— Þú studdir nú dyggilega inn-
rás Rússa í Ungverjaland á sínum
tíma. Nú eru Ungverjar búnir að
leggja niður Kommúnistaflokkinn
og koma á lýðræði í landinu, sagði
ég-
— Já, já, sagði Raggi rauði. Það
er hið besta mál.
— Finnst þér það?
— Já.já. Það var löngu kominn
tími á lýðræðislegar breytingar í
anda Leníns, sagði Raggi og fór að
skoða bílablöð.
— En það að leggja niður
kommúnistaflokk er varia í anda
Leníns. Og sennilega hefur hann
ekki ætlast til þess að efnt væri til
frjálsra kosninga í landi kommún-
ista? sagði ég og leit á Ragga.
— Menn túlka söguna svo mis-
jafnlega, sagði Raggi og gerðist
gáfulegur. Sjáðu til, hverjir eru
þess umkomnir að túlka orð mikil-
menna eins og Leníns? Stalín
reyndist slæmur túlkandi. Krúsjoff
misskildi hreinlega Lenín enda
ómenntaöur bóndadurgur. Gor-
batsjov ku skilja Lenín. Kannski
skilur hann ekki Lenín. Kannski
vildi Lenín alltaf lýðræði, fjöl-
flokkakerfi pg frjálsar kosningar.
Hver veit? Ég fagna hverri nýrri
túlkun á Lenín.
— En Lenín barðist fyrir alræði
öreiganna og heimskommúnism-
anum, andmælti ég.
— Er ekki lýðræðið og fjölmiðl-
ar nútímans alræði öreiganna?
spurði Raggi. Hvað er heims-
kommúnismi? Er ekki hin mikla
fjöldaneysla heimskommúnismi?
Hvar eru mörkin? Ég fagna um-
breytingunum í heiminum, eink-
umíSovétríkjunum. Kommúnismi
er framþróun.
Ég sá að Ragga var vart þokað.
Hann lagði frá sér bílablaðið og
teygði sig eftir þýsku vikuriti um
leið og hann sagði:
— Ég er ekkert einn um þessa
skoðun. Ólafur Ragnar, Svavar,
Hjörleifur, Hjalti Kristgeirs og Ás-
mundur eru allir sammála í þessu
máli. Við fögnum allir umbótun-
um fyrir austan. Og Guðrún Helga
er farin að dressa sig eins og Raisa.
Við fögnum því einnig.
Sagði Raggi rauði og sneri í mig
bakinu án þess að kveðja.