Alþýðublaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. nóv. 1989 5 FRÉTTASKÝRING Stœrstu fyrirtœki landsins 1979—1988: Verður Hagkaup arftaki SÍS? SÍS er ekki lengur yfirburdafyrirtæki íslensks viöskiptalífs. Veltan hefur minnkaö um 9 milljaröa og hiö sama er aö segja um olíufélögin. Hagnaöur 20 stœrstu fjármálafyrirtœkjanna varö yfir 2 milljaröar króna á síöasta ári. Samband íslenskra samvinnufélaga er ekki lengur yfir- burðafyrirtæki í íslensku viðskiptalífi. Árin 1981 og 1984 velti SIS 71—72% fleiri krónum en næsta fyrirtæki, en 1988 var hlutfall þetta komið niður í rúm 17%. Um leið fjarlægð- ust stærstu kaupfélögin efstu sætin á lista Frjáisrar versl- unar yfir stærstu fyrirtæki landsins á síðasta ári. Meðfylgjandi tafla sýnir saman- tekt á 20 stærstu fyrirtækjum landsins síðastliðin 10 ár, að und- anskildum nokkrum opinberum stofnunum. SÍS er ennþá efst á blaði, en meðal samvinnufyrir- tækja sem voru meðal 20 stærstu fyrirtækja fyrir 9—10 árum en eru nú horfin af listanum eru Sláturfé- lag Suðurlands, Kaupfélag Borg- firðinga, Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga og Osta- og smjörsalan. Hagkaup nálgast toppinn óðfluga Það fyrirtæki sem á síðustu ár- um hefur náð lengst í að nálgast toppinn er Hagkaup. Á fáum árum hefur verslun þessi orðið að stór- veldi, birtist fyrst á lista okkar 1981 i 20. sæti, en er nú í 8. sæti og kemst raunar upp fyrir ÍSAL ef dótturfyrirtækið Miklatorg/IKEA er lagt við, þar sem veltan var 985 milljónir að núvirði á síðasta ári. Önnur ný fyrirtæki á listanum miðað við fyrri ár eru Mikligarð- ur/KRON, Hekla og Aðalverktak- ar, þar sem veltan minnkaði reyndar talsvert 1988. Annað stærsta fyrirtæki lands- ins taldist Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, sem oftast áður. 1 þriðja og fjórða sæti komu Landsbanki og Flugleiðir, sem markar engin tímamót. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) voru í fimmta sæti og Kaupfélag Eyfirð- inga Akureyri (KEA) heldur sínu sjötta sæti, enda gætti þar á bæ ekki sama samdráttar og hjá öðr- um samvinnufyrirtækjum. Olíufélögin þr jú juku veltu sína á síðasta ári, eftir að hún hafði farið minnkandi um skeið. Velta þeirra varð að núvirði 16,4 milljarðar króna á síðasta ári, en 15,5 millj- arðar árið áður. Á síðasta áratug náði velta þeirra hámarki árið 1982, en þá var hún 24,9 milljarð- ar króna. í fyrra var veltan því 8,5 milljörðum lægri en þegar best lét, sem er samdráttur um 34%. Olíufélögin Litlar breytingar hafa hins vegar orðið á markaðshlutdeild olíufé- laganna innbyrðis. Olíufélag sam- vinnumanna, EISSO, hefur haft 40-44%, Skeljungur (SHELL) 31-33% og OLÍS 24-25%. Örlítið lif færðist þó í „samkeppnina“ eftir að Óli Sigurðsson keypti OLÍS og á síðasta ári juku ESSO og OLÍS hlut- deild sína á kostnað SHELL. Velta banka hefur verið nokkuð sveiflukennd síðustu árin í kjölfar breytinga og aukinnar sam- keppni. Velta þeirra náði hámarki árið 1983, en árið eftir tóku gildi breytingar sem höfðu mikil sveifluáhrif. Af veltu Landsbank- ans að dæma eru bankarnir óðum að ná sér eftir samdráttarárin 1984 og 1986. Af landsins stærstu fyrirtækjum sem náðu að auka veltu sina um- talsvert að raungildi i fyrra má nefna Landsbankann, Hagkaup, Búnaðarbankann, ESSO, Lands- virkjun, Útvegsbankann, OLÍS, lðnaðarbankann, Járnblendifé- lagið, Iðnlánasjóð, Sjóvá, Síldar- verksmiðjur ríkisins, Brunabótafé- lagið, Andra hf, Arnarflug, ístak og Nóatún hf. Hlutfallsleg aukning veltu varð hins vegar mest hjá Féfangi hf eða 326%, hjá Rafveitu Siglufjarðar 319% og hjá lcecon 278%. 20 fésýslufyrirtæki græddu 2 milljaröa Fyrirtæki sem minnkuðu hvað mest að umfangi voru SIS, Aðal- verktakar, Mjólkursamsalan, Slát- urfélagið, Osta- og smjörsalan, Kaupfélag Skagfirðinga, Grandi hf, Hagvirki, Heildverslun Ingvars Helgasonar, Áburðarverksmiðj- an, Sveinn Egilssqn og Bílaborg. Að vanda skar ÁTVR sig úr hvað gróða varðar, enda einstætt fyrir- tæki og vart samanburðarhæft. Hagnaðurinn á síðasta ári nam tæpum 4 milljörðum króna. Ann- ar mesti hagnaður ársins varð hjá Flugleiðum, 806 milljónir. í næstu sætum komu Póstur og sími, ÍSAL og Járnblendið með 480—540 milljónir. Sé litið á hagnað sem hlutfall af veltu er ÁTVR enn efst með 54,6%, en siðan koma Við- lagatrygging islands með 39,9%, LOTTÓ með 32,2%, Frihöfnin með 25,7% og Kaupþing með 23,4%. Við samanburð á fyrirtækjum á lista Frjálsrar verslunar kemur glögglega í Ijós að enn einu sinni er það fésýslan sem er farsælust atvinnugreina þessi misserin. Undantekningarlaust komu fjár- málafyrirtækin út með hagnaði á síðasta ári og mikla aukningu á veltu. Hagnaður 20 umfangs- mestu fjármálafyrirtækjanna á síðasta ári, þar sem er að finna viðskiptabankana, stærstu spari- sjóðina, nokkra fjárfestingalána- sjóði og fyrirtæki „gráa markaðar- ins", nam rúmum 2 milljörðum króna á verðlagi síðasta árs. hafa dregist saman Þrátt fyrir glæsilegar nýjar höfuöstöðvar blasir viö Sambandinu talsverður samdráttur i veltu og hugsanlega fall af tindi islensks viöskiptalífs i náinni framtíð. 20 stærstu fyrirtæki íslands 1979—1988 — Velta í milljónum króna á verölagi í nóvember 1989 — 1979 1. SÍS 28.660 2. SH 20.410 3. Flugleiðir 10.450 4. Landsbanki 9.830 5. ESSO 9.810 6. ÍSAL 9.465 7. KEA 9.210 8. SÍF 8.785 9. SHELL 7.800 10. OLÍS 6.585 11. Mjólkursamsalan 6.155 12. Eimskip 5.375 13. Sláturfélagið 4.730 14. Síldarv. ríkisins 4.010 15. Kaupfélag Borgf. 3.480 16. Búnaðarbanki 3.210 17. Mjólkb. Flóamanna 3.135 18. KASK 2.645 19. Útgfélag. Ak. 2.645 20. Útvegsbanki 2.600 1984 1. sls 26.740 2. SH 15.520 3. Flugleiðir 13.020 4. Landsbanki 11.900 5. ÍSAL 11.035 6. ESSO 10.435 7. KEA 8.445 8. SÍF 8.005. 9. SHELL 7.340 10. Eimskip 6.460 11. OLÍS 5.930 12. Sláturfélagið 4.285 13. Búnaðarbanki 4.175 14. Mjólkursamsalan 4.030 15. Járnblendið 3.800 16. Útvegsbanki 3.765 17. Hagkaup 3.655 18. Síldarútv.nefnd 3.525 19. Kaupfélag Borgf. 3.100 20. Kaupfélag Skagf. 2.940 1980 1. SÍS 27.660 2. SH 1&340 3. Landsbanki 12.030 4. ÍSAL 10.520 5. SÍF 10.485 & ESSO 10.455 7. KEA 8.585 8. Flugleiðir 8.255 9. SHELL 7.925 10. Mjólkursamsala 6.355 11. OLÍS 6.320 12. Eimskip 6.240 13. Sláturfélagið 4.730 14. Búnaðarbanki 4.110 15. Síldarv. ríkisins 3.620 16. Kaupfélag Borgf. 3.420 17. Osta & smjörsalan 3.205 m Utvegsbanki 2.995 19. Mjólkb. Flóamanna 2.990 20. Utgfélag Ak. 2.650 1985 1. SÍS 27.605 2. SH 17.405 3. Landsbanki 14.920 4. Flugleiðir 13.540 5. ESSO 9.810 6. SÍF 9.320 7. KEA 8.760 8. ÍSAL 8.345 9. SHELL 7.630 10. Eimskip 6.355 11. Búnaðarbanki 6.245 12. OLÍS 5.590 13. Útvegsbanki 4.945 14. Sláturfélagið 4.880 15. Hafskip 4.495 16. Mjólkursamsalan 4.205 17. Hagkaup 3.910 ia Osta & smjörsalan 3.575 19. Síldarv. rikisins 3.400 20. Kaupfélag Borgf. 3.090 1981 1. sis 26.590 2. SH 15.535 3. Landsbanki 13.235 4. SÍF 13.090 5. ESSO 10.490 6. KEA &840 7. Flugleiðir 8.810 8. SHELL 8.270 9. ÍSAL 8.100 10. Eimskip 7.250 11. Mjólkursamsala 6.760 12. OLÍS 6.000 13. Búnaðarbanki 4.790 14. Sláturfélagiö 4.775 15. Saml. skreiðarf. 3.620 16. Kaupfélag Borgf. 3.420 17. Útvegsbanki 3.305 18. ísl. umboðssalan 3.300 19. Síldarv. ríkisins 3.115 20. Hagkaup 2.960 1986 1. sis 30.055 2. SH 19.080 & Flugleiðir 12.605 4. SÍF 11.776 5. Landsbanki 10.385 6. KEA &970 7. ÍSAL 7.895 8. ESSO 7.780 9. Eimskip 7.100 10. SHELL 5.550 11. Hagkaup 4.955 12. Sláturfélagið 4.900 13. Búnaðarbanki 4.525 14. Mjólkursamsalan 4.500 15. OLÍS 4.290 16. Aðalverktakar 3.715 17. Útvegsbanki 3.635 18. Osta & smjörsalan 3.615 19. Kaupfélag Borgf. 3.020 20. Kaupfélag Skagf. 2.910 1982 1. SÍS 26.675 2. Landsbanki 16.755 3. SH 14.730 4. SÍF 13.210 5. Flugleiðir 11.790 6. ESSO 10.830 7. KEA 9.000 8. ÍSAL &375 9. SHELL 8.115 10. Eimskip 7.025 11. OLÍS 5.945 12. Búnaðarbanki 5S05 13. Útvegsbanki 5.090 14. Slátu rfélagið 4.720 15. Mjólkursamsalan 4.365 1& Kaupfélag Borgf. 3.450 17. Hagkaup &090 18. Osta & smjörsalan 3.025 19. Aöalverktakar 2855 20. Mjólkb. Flóamanna 2.850 1987 1. SÍS 28.560 2. SH 18.790 3. Landsbanki 13.560 4. Flugleiðir 13.405 5. SÍF 1&290 & KEA 9.335 7. ÍSAL 8.005 8. Eimskip 7.205 9. ESSO 6.505 10. Hagkaup 6.205 11. Búnaðarbanki 6.175 12. Sláturfélagið 5.335 13. SHELL 5.160 14. Mjólkursamsalan 4.480 15. Aðalverktakar 4.465 16. Osta & smjörsalan 3.910 17. OLIS 3850 18. iðnaðarbanki 3.655 19. Hekla 3.560 20. Kaupfélag Skagf. 3.435 1983 1. SÍS 28.660 2. Landsbanki 18.310 3. SH 17.655 4. Flugleiðir 12.885 5. ÍSAL 11.070 6. ESSO. 10.860 7. SÍF 9.370 8. KEA 8.860 9. SHELL 7.710 10. Eimskip 7.080 11. Búnaðarbanki 6.240 12. OLÍS 6.060 13. Útvegsbanki 5.580 14. Sláturfélagið 4.305 15. Mjólkursamsalan 4.035 16. Hagkaup 3.395 17. Aðalverktakar 3.345 18. Kaupfélag Borgf. 3.310 19. Osta & smjörsalan 2.735 20. Járnblendið 2.680 1988 1. SÍS 21.100 2. SH 17.970 3. Landsbanki 15.745 4. Flugleiðir 12.215 5. SÍF 11.590 6. KEA 9.115 7. ÍSAL 9.015 8. Hagkaup 8.085 9. Búnaöarbanki 7.295 10. ESSO 7,190 11. Eimskip 6.260 12. SHELL 4810 13. Útvegsbanki 4.495 14. OLÍS 4.425 15. Iðnaðarbanki 4.255 16. Mikligarður/KRON 4.030 17. Hekla 3.675 18. Aðalverktakar 3.660 19. Mjólkursamsalan 3.450 20. Járnblendifélag 3.315 Skýringar: Veltutölur eru fengnar úr árlegu yfirliti tímaritsins Frjálsrar verslunar. Allar tölur hafa verið fram- reiknaðar samkvæmt framfærslu- vísitölu til vísitölustigs í nóvember 1989 (miðaö við meðalvísitölu hvers árs). Nokkrum opinberum fyrirtækj- um með ótvíræða sérstöðu hefur verið sleppt af listunum. Þetta eru ÁTVR, Póstur og sími, Landsvirkjun, Fiskveiðasjóður, Rafmagnsveitur ríkisins og Rafmagnsveitur Reykja- víkur. SH stendur fyrjr Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. SÍF stendur fyrir Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda. KASK stendur fyrir Kaup- félag austur Skaftfellinga. Saml. skreið. stendur fyrir Samlag skreið- arframleiðenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.