Alþýðublaðið - 29.11.1989, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 29.11.1989, Qupperneq 1
Virdisaukaskatturinn: DEILAN ÚTKUÁÐ í DAG Ríkið mundi tapa 2,2—3,5 milljörðum ef matvœli eru sett í lægra þrep. Stjórnarflokkarnir ætla sér að útkljá deilu sína um upptöku virdis- aukaskattsins í dag. Eng- in ákvörðun var tekin um málið á ríkisstjórnar- fundi í gær, en á hinn bóginn var málið „komið í réttan og eðlilegan far- veg“ eftir uppákomuna á mánudag. Á morgun heldur Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra til út- landa vegna EFTA-málefna og er talið nauðsynlegt að botn fáist í málið í dag. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er talið liklegt að sátt náist um að virðis- aukaskatturinn taki gildi um áramótin eins og sant- komulag hafði náðst um hann, með einu þrepi og endurgreiðslum vegna dilkakjöts, mjólkur, fisks og innlends grænmetis. Síðar verði metið hvort lagt verði út í tvö þrep skattsins. Það sent ekki síst þrýstir á um aö samkomulagiö haldi er einaröur málflutn- iugur embættismanna um erfiöleika samfara því að snúa til baka og fresta gilci- istökunni. Hagdeild (jár- málaráðuneytisins hefur reiknað út að með tveggja þrepa keríi og öllum mat- vælum í lægra 15% þrepi myndi ríkiö tapa 3,5 millj- örðum króna i tekjum, en 2,2 milljörðum ef aðeins innlend matvæli yrðu í lægra þrepi. Til aö vega upp á móti þessu yrði hærra þrepiö að fara upp í 27-28,5%. Starfsmenn byggingafulltrúa: Aukavinncm stöðvuð Framvegis þurfa starfsmenn byggingafulltrúans í Reykajvík, sér- stakt leyfi byggingarnefndar til aö taka aö sér aö húsateikningar. Einn starfsmanna reyndist hafa teiknaö u.þ.b. eitt hús ú mánuöi. BSRB: Samið til mjög skamms tíma? Innan BSRB eru nú uppi hugmyndir um kjarasamn- ing til mjög skamms tíma, jafnvel tveggja mánaða, meðan gengið verði frá ýmsum atriðum, sem sam- tökin vilja fá á hreint áður en gerðir verða samningar til lengri tíma. Ögmundur Jónasson, for- maöur BSRB staðfesti þaö í samtali við Alþýðublaðið í gær að BSRB hefði lýst sig reiðubúið að skrifa undir samninga til mjög skamms tíma. ,,Það er almennur vilji fyrir því innan BSRB", sagði Ogmundur, ,,aö ganga nú í ýmsar leiðréttingar sem við teljum að þurfi að gera áöur en samið verður til lengri tíma." Ögmundur sagði hér vera um að ræða ýmsar bók- anir og leiðréttingar auk þess sem ýmislegt væri óuppgert í sambandi við nýja verka- skiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Samningar BSRB renna út um mánaðamótin og Ög- mundur sagði mikilvægt að nýr samningur yrði gerður strax. ,,Þegar samningar eru lausir, þá gera menn auðvitað nýjan samning. Allt tal um frestun kemur mér auövitaö spánskt fyrir sjónir", sagði hann. Markmiðið til lengri tíma væri vissulega að gera langtímasamning sem tryggði aukinn kaupmátt. Að- alatriðið væri að tryggja ákveðinn kaupmátt, hvernig sem það yrði gert. ,,Ég hef sagt aö meðan vísitölur séu i gangi á annað borð, eigi þær ekki bara að gilda um fjár- magnið. Við erurn hins vegar reiðubúin að athuga aðrar leiðir en vísitölubindingu", sagði Ögmundur. 50 ár frá upp- hafi Vetrar- stríðsins Á morgun, 30. nóvember, eru liðin 50 ár frá upphafi Vetrar- stríðsins i Finnlandi. Stríðið stóð í 105 daga og það kost- aði yfir 20.000 Finna lífið. Á hinn bóginn féllu þrisvar sinnum fleiri Rússar í Vetrar- stíðinu, bæði af völdum finnska vetrarins og finnska hersins. íblaðinu í dag er fjall- að um pólitísk baksvið i Vetr- arstriðsins annars vegar og hins vegar um viðbrögð Is- lendinga við innrás Sovét- manna í Finnlandi þann 30. nóvember. Sjá bls. 4—5 Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu frá borgarstjóra, þess efn- is að starfsmenn bygging- arfulltrúa þurfi framvegis sérstakt leyfi byggingar- nefndar til að taka að sér aukaverkefni fyrir aðila úti í bæ. Fram að þessu hefur borgarverkfræðing- ur getað heimilað undir- mönnum sínum að taka að sér slík verkefni. Að sögn Bjarna P. Magnússonar, borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, kemur þessi samþykkt borgarráðs í gær í framhaldi af fyrir- spurn frá fulltrúum minni- hlutaflokkanna varðandi þessi aukaverkefni. Það hefur um langt skeið verið algengt að starfsmenn byggingarfulltrúa taki að sér að teikna hús og hefur það orð legið á að ekki spilli fyrir afgreiðslu í kerfinu ef húsiö sé að einhverju leyti hannað af innanhússmanni. Um þessi mál var fjallað í Pressunni í byrjun nóvember og í fram- haldi af þvi lögðu fulltrúar minnihlutaflokkanna fram íyrirspurn i borgarráöi um það hversu algengt það væri að starfsmenn byggingarfull- trúa önnuðust hönnun bygg- inga. Svar við fyrirspurninni var lagt fram í borgarráði í gær og sagði Bjarni P. Magnússon „Nei, við höfum alls ekki hugsað okkur að halda uppi málþófi og við höfum ekkert samráð haft við aðra stjórnarandstöðu- flokka um slíkt“ sagði Ingi Björn Albertsson þing- maður Frjályndra hægri- manna aðspurður við Al- þýðublaðið í gær. „Við höfum ekki setið við sama borð og stjórnarflokk- arnir og Kvennalistinn sem tóku þátt í undirbúningi máls- ins. Því er eðlilegt að jafn viðamikið mál þurfi að ræða ýtarlega og ekki síst hjá okk- ur sem erum að koma inn í þessa vinnu fyrst núna.' Frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu virðast ekki ætla að eiga greiðan gang i gegnum þingið. Fyrstu um- ræðu um það er ekki enn lok- ið í neðri deild og héldu bæði Ingi Björn og Pálmi Jónsson langar ræður um málið á Al- að þar hefði m.a. komið í Ijós að einn af starfsmönnum byggingarfulltrúa hefði nán- ast teiknað eitt hús á mánuði. í reglugerð er byggingar- nefnd falið það hlutverk að taka ákvörðun um aukaverk- efni af þessu tagi, en bygging- arnefnd framseldi þetta vald á sínum tima til Borgarverk- fræðings. Nú verður þessum leyfisveitingum komið í fyrra horf. þingi í gær. Frumvarpið tekur m.a. til stofnunar umhverfis- ráðuneytis og hyggst stjórnin ná því í gegn fyrir áramót. Greinlegt er að stjórnarand- staðan ætlar að reyna að tefja málið og hafa reyndar ýmsir innan þeirra raða lýst því yfir að það sé nánast óhugsandi fyrir áramót. Þegar málið var tekið fyrir fór Ingi Björn fram á frestun þingfundar þar til Júlíus Sól- nes ráðherra Hagstofu ís- lands mætti í salinn enda varðaði málið hann mjög. Tafðist fundur því um stund en þegar ráðherrann mætti hóf Ingi tölu sina. Sakaði hann Hagstofuráðherrann meðal annars um að falsa undirskriftir með því að titla sig sem ráðherra umhverfis- mála og undirrita bréf sem slíkur. Ekki er ennþá útséð hvenær Júlíus getur tekið við embætti umhverfismálaráð- herra. Málþóf til að útiloka Júlíus? Ekki málþóf, segir Ingi Björn Albertsson. Sak- ar Hagstofurádherra um ad falsa undirskriftir meö þuí aö titla sig umhuerfisráöherra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.