Alþýðublaðið - 29.11.1989, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.11.1989, Qupperneq 4
4 Miðvikudagur 29. nóv. 1989 Prófessor Tuomc 30. nóvember í Helsinki. Fyrstu loftárásirnar eru yfirstaönar. Á morgun, 30. nóvember, eru 50 ár liöin frá því Finnska vetrarstríðið hófst. Þegar Staiín ákvað að gera innrás í Finnlandi að undan- genginni flókinni alþjóð- legri atburðarás, var sett á laggirnar skuggaríkisstjórn landflótta finnskra komm- únista sem viðurkenndi Kreml opinberlega, og Stal- ín kom því þannig fyrir með gagnkvæmum samningi við þessa leppstjórn að svo liti út sem aldrei heföi neitt stríð verið háð. í grein sinni fjallar prófessor Tuomo Polvinen við Finnsku aka- demíuna um baksvið vetrar- stríðsins, þær pólitísku hræringar sem áttu sér stað í álfunni áður en Stalín missti þolinmæðina og gerði innrás í þetta litla grannríki Sovétríkjanna. Þrátt fyrir að Finnar hefðu löngu fyrr lýst yfir hlutleysi. Finnar byggðu utanríkismál sín í lok fjórða áratugarins á norrænu hlutleysi eftir að Þjóðabandalagið hafði reynst vanmáttugt til að við- halda friði. Svíþjóð, Noregur og Danmörk, sem voru htutlaus í fyrri heimsstyrjöldinni, mynduðu hóp og talið var að Finnland gæti líka best staðið utan við innbyrðis deilur stórveldanna ef það tengd- ist þeim hóp. Þessi stefna styrktist til muna þegar íhaldsmenn höfðu beðið ósigur í finnsku forsetakosningun- um árið 1937. í hinni nýju stjórn voru sósíaldemókratar, bænda- flokkur og frjálslyndir. Hún var hugmyndafræðilega andlega skyld hinum skandinavísku stjórn- unum og stefndi með störfum sín- um að því að fjarlægja hindranir er gætu komið í veg fyrir norræna samvinnu. Ábersla var lögð á kuldalegra samband við Þýska- land og leitast var við að bæta sambandið við Sovétríkin. Hin íhaldssama stjórnarand- staða, sem lagði áherslu á óbreyt- anlegar andstæður Finnlands og :Sovétríkjanna, hafði á hinn bóg- linn aðeins tileinkað sér hina nor- rænu stefnu með hálfum hug. Skoðun íhaldsmanna var sú að Finnland þyrfti stuðning einhvers jstórveldis til að geta varið sjálf- stæði sitt, og með þetta í huga kom Þýskaland eitt til greina á Eystrasaltssvæðinu. Stefnan var samt varnarstefna þar eð sú hug- mynd hægri manna að freisa Aust- ur-Kirjálahéruðin hafði dofnað verulega með breyttum gangi 50 ár frá upphal munasvæði tli að koma sér upp varnaraðstöðu gegn Þýskalandi; á hinn bóginn vildi Finnland láta fara með sig sem hluta Skandinav- íu og afdráttarlaust vera hlutlaust land. Sjónarmið beggja héldust óbreytt i viðræðunum sem fóru fram næsta ár, þegar Tékkóslóvak- ía var gerð verndarsvæði Þýska- lands. Sovétríkin kröfðust ekki lengur hernaðarsamvinnu heldur vildu þau fá afhentar úteyjar Kirj- álabotns til afnota annaðhvort með leigusamningi eða skiptum á land- svæðum. Eina niðurstaða við- ræðnanna varð að Svíar drógu sig í hlé hvað Álands-eyjar varðaði því að þeir fundu að þeir gætu orð- ið bundnir örlögum Finnlands. „Óbein árás" sem tylliástæða Hvort Stalín hafði auk þeirra af- mörkuðu markmiða sem komu fram í viðræðunum 1938—1939 önnur, sem gengu enn lengra, — svo sem til dæmis að taka upp aft- ur fyrri landamæri frá keisara- tímabilinu, eins og sendiherra Finnlands í Stokkhólmi J.K. Paasi- kivi óttaðist m.a., — þessari spurn- ingu er enn ósvarað á þessu stigi rannsóknarinnar. Auk Álandseyjavandans höfðu Norðurlandaþjóðirnar farið sína leiðina hver í öðru máli. í maí 1939, þegar Þjóðverjar buðu þeim ekki-árásarsamning í áróðurs- skyni, töidu önnur ríki að Finn- landi meðtöldu hann tilefnislaus- an, en Danir samþykktu hann af landfræðilegum ástæðum. Þetta notuðu Þjóðverjar sem ásökunar- efni gegn Finnum 1939—1940 en hættu því er þeir höfðu hernumið Danmörku þrátt fyrir ekki-árásar- samninginn. Það, sem þeir í Moskvu fengu ekki beint frá nágrönnum sínum við vesturlandamærin, m.a. Finn- um, reyndu þeir að fá á samninga- fundum er hófust í London og Par- ís vorið 1939. Vorosilov marskálk- ur krafðist þess hvað varðaði Finn- land að vesturveldin útveguðu leyfi ríkisstjórnarinnar í Helskinki til að nota Álandseyjar og Hanko sem sameiginlegar herskipastöðv- ar fyrir Vesturlönd og Sovétríkin. Jaðarríkin, þ.á m. Finnland, voru mörg tortryggin gagnvart Sovét- ríkjunum. Þeim fannst hætta á að hinn áformaði ábyrgðarsamning- ur gæfi Stalín tækifæri til að blanda sér í innanríkismál þeirra með því að nota „óbeina árás‘‘ sem tylliástæðu og voru þau ein- dregið á móti slíkum samningi. Ríkisstjórn Finnlands hafði á bak við sig öflugt almenningsálit, sem studdi norrænt hlutleysi. Finnland lýsir yfir hlutleysi í seinni heimsstyrjöld Sumarið 1939 hafði Sovétstjórn- in í viðræðunum um tryggingu jaðarríkjanna við Englendinga og Frakka, svo og þegar hún gerði samning við Þýskaland 23.8.1939 um skiptingu þessa svæðis i áhrifasvæði, haft sama grundvall- arsjónarmið, eins og Keijo Korh- Þriðji hver Reyk\ Þegar fréttirnar um innrás Sovétmanna í Finnland, 30. nóvember 1939, bárust til íslands, uröu viðbrögðin sterk og snörp. Halda átti upp á fullveldisdaginn 1. desember í 21. skipti en allar stjórnmálahreyfingar og önnur samtök urðu sammála um að hætta við hátíðahöldin, nema Sameining- arflokkur alþýðu-Sósíalistaflokkurinn. Stúdentar við Há- skóla íslands og IMorræna félagið skipulögðu blysför að finnska sendiráðinu. Talið er að 10.000 manns hafi tekið þátt í göngunni en þá voru íbúar Reykjavíkur um 30.000 talsins. Viðbrögðin á íslandi voru með því mesta sem gerðist í heiminum — talið er að aðeins í Svíþjóð hafi almennari við- brögð og andúð vaknað við innrásina. heimsmálanna í lok fjórða ára- tugarins. Hlutleysi vonlaust_____________ Hlutleysishugmyndinni tengdist á rökréttan hátt sú hugmynd að vera tilbúinn til varnar, þó að vandkvæöi virtust á að norræn samvinna næði að sinni til land- varna. Max Jakobson hittir nagl- ann á höfuðið er hann segir: „Finnar voru hræddir við Sovét- ríkin; Danir voru hræddir við Þýskaland; Svíar gátu ekki ákveð- ið við hvort ríkið þeir ættu að vera hræddari, og Norðmenn töldu stöðu sína nægilega örugga til að hræðast engan“. Finnar voru samt sem áður ekki tilbúnir til að hætta við tilraunir sínar sem beindust einkum að því að koma á hernað- arsamvinnu við næstu nágranna sína, Svía. Fyrst og fremst var um sameiginlega skipulagningu varna Álandseyja að ræða. Sovétmenn litu ástandið öðrum augum. „Flótti til hlutleysis" mundi ekki heppnast. Smáríkið Finnland á Eystrasaltssvæðinu var í Moskvu litið tortryggnisaugum og yrði að vera annað hvort með Þýskalandi eða Sovétríkjunum ef deilur kæmu upp. Eftir innlimun Austurríkis árið 1938 hóf Moskvustjórnin leynileg- ar viðræður við stjórnina í Hels- inki um samvinnu í öryggismál- um. Sovétríkin tilkynntu þá að þau krefðust öruggrar ábyrgðar Finna á því að þeir verðu hlutleysi sitt einmitt gegn Þýskalandi ef það reyndi hliðarárás úr norðri á Sov- étríkin. Því var sem sagt ekki trú- að í Moskvu að Finnar gætu eða jafnvel vildu verja land sitt ef Þjóð- verjar réðust þá leið inn í Sovétrík- in. Samkvæmt tilkynningu frá Moskvu var gert ráð fyrir að Sov- étríkin tækju þátt í að víggirða Álandseyjar og auk þess að þau yrðu að víggirða Suursaari (Stór- ey), en hún tilheyrði Finnlandi. Auk þessa yrði Finnland að skuld- binda sig til að þiggja hjálp Sovét- ríkjanna til að bægja frá árás Þjóð- verja. Finnland tilkynnti að þessu fyr- irkomulagi væri harðlega hafnað þar sem það var talið móðgandi fyrir fullveldi landsins og norrænt hlutleysi. Þannig stönguðust strax á þessu stigi á tvö grundvallarsjón- armið. Fyrir sitt leyti vildu Sovét- ríkin hafa Finnland og einnig Eystrasaltslöndin á sínu hags- Sameiningarflokkur alþýðu ákvað þó að halda fast við þau há- tíðahöld sem flokkurinn hafði ákveðið að halda 1. desember en lögreglan stöðvaði þær fyrirætlanir, að sögn vegna þess að hún taldi sig ekki geta tryggt öryggi þeirra sem hugsanlega tækju þátt í hátíðahöld- unum. Óttast var að allur almenn- ingur kynni að veitast að Samein- ingarflokknum, þar sem þeir voru kommúnistar og hallir margir undir Sovétríkin að talið var. Islandsdeild Rauða Krossins átti 15 ára afmæli þann 10. desember og ákveðið var að breyta deginum í sérstakan Finnlandsdag þar sem átti að safna peningum til hjálpar finnskum almenningi. Á þremur mánuðum safnaðist jafnvirði 26.000 bandaríkjadala, helmingurinn tal- inn í lýsi og ullarfatnaði. íslendingar komu víðar við í Vetr- arstríðinu, fjórir íslendingar gerðust sjálfboðaliðar. Tveir læknar, Snorri Hallgrímsson og Gunnar Finnsson og svo þeir Þórarinn Sigmundsson og Ásgeir M. Einarsson. Allir fengu þeir heiðursmerki, nema Þórarinn reyndar, en hann tók aldrei þátt í átökum þar sem hann féll af palli vörubíls og fékk heilahristing. (Byggt á grein Borgþórs Kjærne- sted í Helsinkiblaðinu Hufvudstads- bladet með leyfi höfundar) • Vetrarstríðið stóð í 105 daga. • Rússar létu yfir 100.000 sprengj- um rigna yfir landið, þaraf 41.000 íkveikjusprengjur. • Aðeins um 1.000 óbreyttir Finnar létu lífið í þessum loftárásum. • Hinsvegar létust yfir 20.000 her- menn og yfir 43.000 særðust. • Opinberlega hafa Sovétmenn haldið því fram að þeir hafi misst um 50.000 menn. Á þessu ári hafa þeir viðurkennt að þeir hafi líklegast verið 74.000. G

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.