Alþýðublaðið - 29.11.1989, Page 6
6
Miðvikudagur 29. nóv. 1989
RAÐAUGLYSINGAR
OLAFSVÍK
Ríkissjóður leitar eftir hentugu húsnæði fyrir heilsu-
gæslulækni. Um er að ræða einbýlishús, par-
og/eða raðhús, u.þ.b. 150—200 m2 að stærð að
meðtalinni bílageymslu.
Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 14. desember
1989.
Fjármálaráðuneytið, 27. nóvember 1989
UMBOÐSAÐILI
OSKAST
Bandarískt fyrirtæki, sem starfrækt
hefur veriö frá 1904, óskar eftir um-
boðs- eöa dreifingaraðila fyrir
GOODYEAR ÞAKEFNI og aðrar
amerískar vörur til viðhalds á bygg-
ingum. Umboðslaun greidd í banda-
ríkjadölum.
Skrifið til: CONSOLIDATED INTER
CONTINENTAL CORR, 1801 East
9th Street, Cleveland, Ohio 44114,
U.S.A.
Telex: 980592 CONSO A.
Fax: (216) 771 — 3620
PENNAVINIR
FYRIR SKÓLAFÓLK
UM HEIM ALLAN
Pennavinir um allan heim fyrir skólafólk á
aldrinum 7 til 18 ára! „International Stud-
ent Penfriends" er heimsins stærsta
pennavina-miðlun fyrir námsmenn. Strák-
ar og stelpur frá öllum þjóðlöndum vilja
skrifast á við þig. Það kostar ekkert að ger-
ast meðlimur, ef þú ert 7—18 ára.
Nánari upplýsingar fást með því að skrifa
okkur:
International Student Penfriends, 7430 Ante-
bellum Blvd., Fort Wayne, Indiana 46815 —
6569 U.S.A.
UTBOÐ
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í
vinnustöðvar fyrir væntanlegt kortaupplýsinga-
kerfi.
Um er að ræða 2 vinnustöðvar (workstations) fyrir
UNIX-fjölnotendastýrikerfi, með öllum tilheyrandi
fylgibúnaði.
Útboðsgögnin verða afhent á skrifstofu Tækni-
deildar, Landsímahúsinu við Austurvöll, Reykjavík,
frá og með mánudeginum 27. nóvember. Tilboðin
verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. des-
ember, kl. 11.00.
Frá Stjórn verkamannabústaða
Stjórn V.b. hefur nýlega fest kaup á 29 raðhúsum
við Krummahóla. Raðhúsin eru 3ja herbergja íbúðir
á jarðhæð og henta vel eldra fólki. Ákveðið hefur
verið að gefa þeim, sem eiga nú verkamannabú-
stað og eru eldri en 60 ára, kost á að kaupa nokkrar
af þessum íbúðum. Nánari upplýsingar eru gefnar
á skrifstofu V.b. Suðurlandsbraut 30.
Umsóknarfrestur er til 8. des. nk.
istarfið
Kratakaffi
miðvikudaginn 29. nóv. kl. 20.30 í félagsmiðstöð
jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10.
Gestir fundarins verða:
Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi
Arnór Benónýsson
og ræða þeir um komandi borgarstjórnarkosningar.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
Er ekki kominn tími tii að tengja
F.U.J. Reykjavík
og Hafnarfirði
Opinn fundur um stjórnmálaviðhorfið verður hald-
inn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði fimmtudaginn 30.
nóv. nk. kl. 20.30.
Frummælendur verða alþingismennirnir Árni
Gunnarsson og Karvel Pálsson.
„Á að selja veiðileyfi? Á að fresta Vsk?"
Eigum við að semja við EB eða kannski bara OPEC?
Já, á fimmtudaginn kl. 20.30.
Stjórnirnar
Alþýðuflokkurinn hlustar
Stjórnkerfismál
Málstofa um stjórnkerfismál verður haldin í Félags-
miðstöð Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10 í
Reykjavík, fimmtudaginn 30. nóvember klukkan
20.30.
Hópstjóri: Jón Bragi Bjarnason.
Við leitum svara:
Á að endurskoða
stjórnarskrána?
Á að fækka þingmönnum?
Eiga ráðherrar að sitja
í bankaráðum?
Á að jafna kosningarétt?
Á að kjósa forsætisráðherra?
Notið tækifærið og hafið bein áhrif á stefnu og
starfshætti Alþýðuflokksins.
Alþýðuflokkurinn.
SUJ-fundur
Fundur stjórnar SUJ verður haldinn í Félagsmið-
stöð Alþýðuflokksins næstkomandi laugardag, 2.
desember. Rætt verður vítt og breytt um starfið
framundan. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan
11.05.
SUJ-fundur um handafl
Hin virðulega verkalýðs- og stjórnmálanefnd SUJ
heldur langþráðan fund nk. laugardag, 2. desember
í Kratahorninu. Fundarefnið er handaflskenning
Jóns Baldurs og önnur merkileg(ri?) mál. Nú er að
sjá hvort formaður nefndarinnar verði ofsalega lýð-
ræðislegur. Mætið stundvíslega klukkan 12.20.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
Heldur jóla- og afmælisfund í veitingahúsinu A.
Hansen þriðjudaginn 5. desember nk. kl. 19.00.
Matur, tískusýning, söngur, upplestur (jólasaga),
happdrætti o.fl.
Miðaverð kr. 850,-
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. desember
hjá
Elínborgu Magnúsdóttur í síma 50698
Ingibjörgu Daníelsdóttur í síma 50704
Dagbjörtu Sigurjónsdóttur í síma 50435
Skemmtinefndin
Alþýðuflokkurinn hlustar
Efnahags- og atvinnumál
Málstofa um efnahags- og atvinnumál, verður hald-
in í Keflavík, fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20.30 í Fé-
lagsmiðstöð Alþýðuflokksins í Keflavík, að Hafnar-
götu 31 (3. hæð).
Hópstjóri: Birgir Árnason
Við leitum svara:
Á að byggja álver?
Á að beita handafli á vexti?
Á að afnema verðtryggingu?
Á að leyfa innflutning á búvöru?
Á að setja hátekjuþrep í
staðgreiðslu?
Á að selja veiðileyfi?
Notið tækifærið og hafið bein áhrif á stefnu og
starfshætti Alþýðuflokksins.
Alþýöufiokkurinn